Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Síða 32
Sérstæð sakamál 32 DV. LAUGARDAGUR25. JONI1983. Hann viðurkenndi að hafa orðiö 52 körlum og konum að bana. En effir einhver átakanlegustu og áhrifamestu réttarhöld í norskri sakamálasögu var Amfinn Nesset, forstööumaður elli- heimilis í Orkdal í Þrándheimi, „aðeins” dæmdur fyrir 22 mannsmorö. „Þar kom að því!" Forstöðumaður elliheimiiisins í Ork- dal í Þrándheimi, hinn 44 ára gamli Amfinn Nesset, sat við sjúkrabeð gamallar konu og sönglaði sálm þegar tveir rannsóknarlögreglumenn stóðu skyndilega inni á miðju gólfi og sögðu: „Þú ert handtekinn — grunaður um morð!” Þetta gerðist 3. mars 1981 og að sjálf- sögðu vakti þetta mikla athygli í litla samfélaginu í Orkdal þar sem allir þekkja aUa. Samt sem áður var langt frá því að þetta kæmi öllum á óvart. Þeir voru margir sem sögöu: „Þar kom aö því! Það hlaut að gerast. ” Arnfinn Nesset var giftur og átti tvö böm. Hann var hjúkrunarfræðingur að mennt. Eftir að námi lauk starfaði hann við lyf jadeildina á sjúkrahúsinu í Orkdal. En þegar elliheimilið var sett á stofn var hann gerður að forstöðu- manniþar. Nesset kom mönnum fyrir sjónir sem mikill trúarvingull. Hann átti sæti í safnaðamefndinni, var í Hjálpræöis- hemum og hafði sett á stofn sunnu- dagaskóla fyrir ungviðið í Orkdal. Hann söng í karlakór staðarins og aðeins nokkrum vikum áður en hann var handtekinn gekk hann hús úr húsi í Orkdal og safnaöi undirskriftum gegn fóstureyðingum eða eins og hann orðaði það sjálfur: ..Fóstureyðing, það er það sama og deyða eitthvað lifandi. >> Meðal starfsfólks elliheimilisins voru skiptar skoðanir um ágæti Nessets. Hann var fram úr hófi sam- viskusamur og venjulega vingjam- legur og þægilegur. Sumum þótti hann þó alltaf „eitthvað skrýtinn” og eitthvað svo „kvenlegt við hann”. Hann gat setið tímunum saman á skrif- stofunni sinni og prjónað eða saumaö út. En það var þó einkum hversu ákafur hann var að gefa sjúklingunum sprautur sem menn greindi á um. Og svo hitt að stundum gat hann gengið um ganga elliheimilisins með sprautu í vasanum og reynt að sprauta hjúkrun- arkonumar í rassinn um leið og þær gengu framhjá! Hann gat líka átt það til að vera klúr í oröavali. En þá var hann oftast fljótur að bæta við að þetta væri víst ekki sæmandi heldur lélegur brandari! En það var þó ekki fyrr en uppljóstr- anirnar komust á rekspöl — og urðu vinsælasta umræðuefni manna á meðal í Noregi — aö upp komst um mannvonsku Nessets. Skyndilegir dauðdagar dagíegt brauð Strax ári eftir að Nesset var ráðinn að elliheimilinu var farið að slúöra um það í Orkdal aö ekki væri allt með fellduþar. Að vísu voru allir sjúklingamir gamlir og margir hverjir komnir að fótum fram, en það var ekki einleikið hversu skyndilega gamla fólkiö dó. Það var miklu oftar en eðlilegt gat talist þótt á elliheimili væri. I óteljandi tilvikum fór Nesset inn til sjúklings í því augnamiöi að gefa viðkomandi róandi sprautu og krafðist þess ætíð að vera einn með sjúklingnum og skömmu síðar, aðeins að nokkrum mínútum liðnum, kom hann út frá sjúklingnum og tilkynnti stutt og laggottaðviðkomandiværiallur.... Jafnframt var talaö um þaö að Nesset hefði oft fest kaup á eiturefninu curacit, og það í býsna stórum skömmtum. Efnið það er að vísu oft notað með svefnlyfjum við svæfingar og rafmagnsstuð en þjónar engum tilgangiá elliheimili. Curacit er myndað við efnasamsetn- ingu, gerviefni sem um margt minnir á e&iið curare, en það er búið til úr plöntum. Efnið þaö notuðu suöur- amerísku indíánarnir i örvar sínar og þeir sem slíkar örvar fengu í skrokkinn þurftu ekki að kvíða morgundeginum. Arnfiini Mt’ssel fi/i ir frainan i'llilieiiuilid i Orkdal, adeins iinkkriiiii dögiiin ádur en liaiin rar liaiidlekiiin og sakadur iim inon). Trnvingnllinn var ekkl allur þar sem hann var séður — sagt frá f orstöðumanní elliheimlllsins í Orkdal í Moregi sem stytti líf daga vistmanna Þá er curare einnig notað í nútíma- lyfjagerð, einkum í deyfilyf. Sé curacit sprautað hreinu og ómenguðu inn í æð veldur það þjáningafullum og óhuggu- legum dauðdaga. öndunarfæri lamast og aðeins eftir örfáar mínútur er við- komandi fómarlamb allt. Aöeins 50 til 100 milligrömm nægja til að drepa mann. Ekkertgert Lyfjaskrá elliheimilisins geymdi Nesset ætíð í læstri skúffu í skrifborði sínu. Hana fékk enginn að sjá nema hann. En dag einn, í nóvember 1980; gleymdi hann henni opinni á skrifborð- inu. Hjúkrunarkona ein, sem erindi átti á skrif stofu f orstöðumannsins, rak augun í bókina.Hún sá að nýlega hafði verið keypt mikið magn af curacit, eða tiu flöskur. Hún fletti bókinni og sá þá að siðustu tvö ár hafði verið keypt Akœrandinn í málinu, ríkissak- sóknarinn Olae Jakhelln, nied öskju, sem hefur ad geyina curacil og lagl rar liald á á skrifslnfu Nessel. meira en lítið af curacit, þessu bráð- drepandi efni. Æst í skapi fór hjúkrunarkonan á fund bókhaldara elliheimilisins sem í réttarhöldunum hélt því fram að hann hefði haldið að curacit væri deyfilyf er Nesset notaði fyrir sjálfan sig. Bók- haldarinn réð þó hjúkrunarkonunni til að hitta formann stjómar elliheimil- isins að máli sem hún og gerði. Hún sagði honum frá uppgötvun sinni og jafnframt sagöi hún frá orðrómnum sem gengi um Orkdal vegna hinna tíðu dauðsfalla. Formaðurinn lofaði að láta máliö til sína taka. Ekkert gerðist þó og for- maðurinn afsakaði sig með því að „engin ástæða væri að hræöa gamla fólkið svona rétt fyrir jólin! ” //■ ■ • þé gæti hann alveg krossað við...!" I febrúar 1981 var blaðamaður einn Kciðdóniendiirnir tólf, sem felldn sinn dóm gfir .Xessel. af staðarblaöi í Orkdal í stökustu vandræðum. Hann hafði heyrt sögusagnir um curacit-innkaupin en þorði ekki að skrifa söguna þar sem hann hafði ekkert við að styðjast nema orðróm. Hann ákvað að leita á náðir lögreglunnar. Nesset gat að sjálfsögðu ekki sjálfur gefið út lyfseðla. Hins vegar átti hann lyfseðlablokk, sem hann mátti útfylla og síðan fá undirskrift læknis elliheim- ilisins, Kari Noer. Lögreglan og blaða- maðurinn heimsóttu apótekið í Orkdal og þar fundust lyfseölar, sem hljóðuðu upp á curacit. En þeir voru allir fals- aðir. Nesset hafði nefnilega útfyllt lyfseölana eftir að Kari Noer hafði skrifað undir þá. En hvers vegna Nesset færði curacitinnkaupin sam- viskusamlega í lyfjaskrána er og verður hulin ráðgáta. Hins vegar var lyfjaskráin horfin þegar lögreglan handtók Nesset og hún hefur ekki fundist enn. Þegar lögreglan spurði Nesset til hvers hann hefði ætlað að nota allt þetta curacit bar hann því við að hann hefði ætlaö að aflifa hundinn sinn með því. En þegar hann var spurður hvaða hund, því að hann ætti engan hund, svaraði hann því til að hann hefði átt við hund nágrannans. Og þegar sá kannaöist ekkert við það breytti Nesset enn framburði sínum og sagðist hafa ætlað að aflífa nokkra villiketti. Þegar honum var bent á að hann hefði keypt eitur sem nægði til að drepa fimm hundruð til sex hundruð hunda og ketti sagði hann aö fyrst hann hefði getað útvegað sér curacit hefði honum þótt „ósköp gott að eiga það” — en að nota það á fólk, það hefði aldrei hvarflaðaðsér. Eftir fjögurra daga yfirheyrslur greip Nesset allt í einu í hönd Jann Storstens rannsóknarlögreglumanns, brast í grát og viðurkenndi að 20. maí 1974 hefði hann orðið hinum 94 ára gamla Lauritz Lien að bana með því að sprauta í hann curacit. Viku síðar viðurkenndi hann fjögur morð í viðbót og enn fleiri á næstu dögum. Þegar morðin voru orðin 20 sagöist hann ekki muna fleiri en ef hann fengi í hendur lista yfir þá sem hefðu dáið á elliheimilinu síðustu ár gæti hann alveg krossaö við.... Þegar yfirheyrslunum lauk, 16. september 1981, hafði hann viðurkennt að hafa á samviskunni 52 morð sem öll mátti rekja til curacit-eitrunar. Allir þeir látnu voru gamlir og veikir og Nesset hélt því fram að þetta væru líknarmorð frá sinni hendi. Þó gat hann ekki neitað því að hefnd hefði ef til vill ráðið í einstöku tilfellum. Þaö var þegar ættingjar viðkomandi sjúklings kvörtuðu yfir slæmum aöbúnaði og hirðuleysi. Það þoldi Nesset ekki, það fannst honum óréttlátt. Ekki eitt einasta sönnunargagn til Það var svo 18. október 1982 aö réttarhöldin yfir Amfinn Nesset hófust að viðstöddu fjölmenni og ágangi fjöl- miöla. Ákæran hljóðaði þó ekki upp á 52 morð heldur „aðeins” 25. Kannski vegna þess að lögreglan átti úr vöndu að ráða þar sem ekki var hægt að leggja fram eitt einasta sönnunar- gagn. Fómarlömbin vom karlar og konur á aldrinum 67 til 94 ára. Það hafði verið á það minnst að grafa upp líkin en fallið var frá því. Ástæðan var sú að curacit er fljótt að hverfa úr líkamanum, og skilur ekki eftir nein spor. Ákæran var því byggð á vitnisburði 155 vitna, svo og játningu Nessets sjálfs sem hann reyndar afturkallaði á fýrsta degi í vitnastúkunni! Hann sagöist ekki hafa drepið neinn, aðeins viðurkennt til að gleðja lögregluna. Hann breytti þó fljótt þeim framburði sínum og sagðist hafa verið þröngvað til að játa — sálrænt álag hefði verið svo mikið við yfirheyrslurnar, að hann hefði ekki vitaö hvað hann sagði.... Þegar hér var komiö sögu hafði Nesset verið í hálft annað ár í gæslu-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.