Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Qupperneq 34
34 DV. LAUGARDAGUR 25. JUNl 1983. Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur Helgarvísur 58. þáttur Hulda Björnsdóttir sendir þættinum þessa ástandsvísu: Ástandspíkur áttu gott ekki sízt í fletum. Þágu bædi þurrt og vott og þœgilegheit hjá Bretum. Ég rakst á gamalt bréf frá Þráni Þorvalds- syni, Þórarinssonar frá Hjaltabakka. Þráinn sendir Kjartani Sigurjónssyni, skólastjóra á Isafiröi, þessakveöju: Hcelir jafnan sjálfum sér, sidprgðina lemur. ,,Kains ”— merkið Kjartan ber kannski ödrum fremur. Þráinn segir, aö Alexander Stefánsson hafi fengið þessa afmælisvísu f rá sér: Bídur flestra gröfin grá, gerast riðir fúnir. sexllu ára svipnum á sjást vel lygarúnir. Aðalheiður Jónsdóttir botnar: Skyldi ,Slefanía"nú ná að endurfeeðast, þýlyndis á breiðri brú bogin ennþá la ðast ? Örlaganna báru-blak byltir mörgu í heimi. Minna vona flýtur flak fyrir öfugstreymi. Löngum einn ég verst í vök vonleysis og kvíða. Fyrir marga meinta sök má égþjást og líða. Vonin þreytir víða flug, vonlaust oft þó reynist. Enginn veit hvað innst i hug annars stundum leynist. Fyrir sjónum manna má margur rangt sig kynna til að leyna trega og þrá tilfinninga sinna. A ýmsa lund vort innsta þel örtög sundur toga, en kaldri undir klakasket kyndlar slundum loga. Vndir margri ygglibrún örlar fyrir meinum eftir sára sorgarrún — segir fátt af einum. Stundum getur lítið Ijóð losað flís úr veiku holdi og tendrað afturgamla glóð, sem gustinn kalda illa þoldi. Gunnþór Guðmundsson í Dæli botnar: Lífs á göngu lúinn ég lil nú yfir farinn veg. Áfanginn, sem ekki sést, ýmsum kann þó reynast bezt. \ú er ror um fold og firði, ferðalanga vaknarþráin. Hjólafákinn gjörðum gyrði, geysast síðan út í bláinn. Skyldi ,,Stefanía” af náð ná að endurfœðast — eða Kjartans kammeráð kotbúskapinn hra ðasl? Kristinn Björnsson, Bólstaðarhlíð 13 í Reykjavík, botnar: Ætíð saklaus sæt og fín saman bezt við undum. „Þú um mig frá mér tilþín ” magnaðist þó stundum. Æska þín var efnisrík, ung varsl geislum vafin. Núna ertu liðið lík, lágt í moldu grafin. Hefur jafnan heiltað mig, heitt ég mun því vona, að ég megi eiga þig, elskulega kona. Þó að mörgum þyki gott þrumarann að smakka, sýnist alltaf franskbrauð flott í félagsmálapakka. Lýðum fannstu raunhæf ráð, rekka nauztu hylli, tiðum vannstu djarfa dáð, drjúga hlauztu snilli. Falla valla griisin græn, gleði hallar karla. Fjalla-skalla vefur væn voðin mjallar alla. Hriðin stríða móði með mönnum kvíða vekur. Tíðin blíða gteður geð, gaddinn þíða tekur. Tekur líða ævi á, ellin stríða bagar, vekur kvíða höldi hjá, hverfa blíðudagar. Kæra elsku móðir mín milda, hjarla varma færa minnin þýðu þín þekkan létti liarma. Daníel kveður tvíræð sléttubönd: Heldur loforð, aldrei á æru níðist manna. Veldur góðu, síður sá sóma hallar granna. Maður góður, aldrei er illur síiiuin grönnum. Glaðurjafnan, lítið lér lofið verstu mönnum. Á ÞINGINIJ ER ÞOKM GRÁ ÞÖRF A SVII'TIVIMILM Jónatan Jakobsson kenndi mér næstu vísu. Hann heldur, án þess að fullyrða þaö, að vísan sé eftir konu úr Kelduhverfi, og hafi hún ort hana, er reiðhestur hennar var felldur: Ellin hallar öllum leik, ættum valla að sláta. Hán mun alla eins og Bleik eill sinn falla láta. „Loki Laufeyjarson” botnar: Margan æsti glysið glæst og glaumur hæstu sala. Oft úr smæstu æxlast stærsl, en um það fæstir tala. Þegar aftur vaknar vor, verður glatt ískinni. Eigi dey ég enn úr hor, þótt ekki neitt ég vinni. Gvendur J. Botnar fyrripart Friðriks Sigfús- sonar: Þó að okkarþjóð sé beygð og þyngist margra róður, ekki sækir að mér feigð ennþá, Friðrik góður. Gvendur J. botnar einnig fyrriparta Eysteins íSkáleyjum: Þó að margur meti popp, mér erþað til ama. Fer ég samt og fæ mér hopp, fáist einhver dama. Jörðin er hörmulegt hallærisplan og heimurinn óþverrastaður. Oftast er hagsældin of eða van og umræðan heimskulegt blaður. Jón Sigurðsson frá Skíösholtum er hálf-níræð- ur að aldri og býr í Borgarnesi. Hann sendir þættinum ágætt bréf. Hann sendir vísur er hann kallar: íamstri daganna Vakir lengi í vitund manns vonin trega-sára, þó að gengi hamli hans hrakföll bernskuára. Þegar finn ég handtök hlý hjartans inn að griinni geymast kynnin óspiltt í endurminningunni. Jón segir þessar vísur gamlar nema þá síð- ustu. Hann bætir viö: Líður að endalokum Líða dagar lífs í önnum, leikur hagur sitt á hvað. Allt er nagað tímans tönnum, tíð og saga vitna um það. Förlast þróttur, fjörið dvínar, fölna ótt hin grænu strá. Verður htjótt um vísur mínar, vetrarnóttin dettur á. Fyrir handan móðu og mistur mér í anda gefur sýn: Ollum vanda undan leystur, óskalandið bíður mín. Vera má í veröld nýrri verðiþrá mín endurnærð, vakniþá í dýrð og dýrri draumaspá af meiri stærð. „Gömul kveðja” kemur næst: Lifa enn í mínu minni munablíðu hótin þín. Yfir fennir okkar kynni — og um siðir sporin mín. Ég verð að láta fleira, sem Jón sendir, bíða næsta þáttar. Erlendur Hansen á Sauöárkróki sendir botna: Hækkar sólin liiinni á, hopar fönn af tindum, — á þinginu erþokan grá, þörf á sviptivindum. Vonir glæðast, vakna senn vorsins blóm í haga. Upp til sveita eru menn allt að bæta og laga. Ég er Ijóss og birtu barn, blómum ann af hjarta, — sigli, ótrauður, gleðigjarn gegnum húmið svarta. Ennþá hækkar mjólk og mör, mér fer ekki að lítast á. Niðurtalning, neyðarkjör, nóttin svört og Gunnar frá. Margt er gjört til gamans, þá göngu ört fram miðar. Höllustaði horfa má, hof ins mikla friðar. Ekki reynist gatan greið, grjót í hverju spori. Ég skal finna aðra leið af einurð, festu ’ og þori. Lárus Hermannsson botnar eigin fyrripart: Fjöldi hefur á Flúðum gist, finnst þar mörgum gaman. Erótík og útivist eru fléttuð saman. Og Lárus botnar enn: Þó að mörgum þyki gotl þrumarann að smakka, það breytzt getur í brókarþvott, borðirðu marga pakka. Ekki reynist gatan greið, grjót í hverju spori. Ófær sýnist önnur leið enn á þessu vori. Drekk ég bæði mjólk og mysu, því mikiðþarf að strita ogpúla. Yrkið Ijóð um krumma og kisu, kref ég ykkur, Þröst og Skúla. Margir eru þeir enn, sem iöka þá þjóðaríþrótt að setja saman vísur og kviðlinga. Þeir eru lík- lega fleiri, sem það stunda, en menn gera sér al- mennt í hugarlund. Nýlega kom ég sem oftar á lækningastofu vinar míns, Sæmundar Kjartans- sonar húðsjúkdómalæknis. Þar var maður, Hallmundur Kristinsson að nafni, aö dúkleggja og teppaleggja stofuna. Sæmundur kynnti okkur og sagði Hallmundi, að ég væri umsjónarmaður Helgarvísna í DV. Þá kvaðst Hallmundur svo sem geta látið mér nokkrar stökur í té, en sagði bezt við eiga, að hann léti mig heyra það nýj- asta, sem hann hefði ort: Ljóð mín munu leiða af sér siðbót, líka það að fleiri verði góðskáld. Ef ég gerði eina vísu í viðbót, er viðbúið ég yrði kallað þjóðskáld. Sigurgeir Þorvaldsson sendi mér á sínum tíma Vísnakver Daníels Ben. Daníel hefur verið mjög leikinn að ríma, og eru margar sléttu- bandavísur í kveri hans, hvorki fleiri né færri en 250. Þær eru margar mjög vel kveðnar, og fara nokkrar þeirra hér á eftir: Meinum strjálar hyggjan hlý, hreystin málar kinnar. Hreinum bálar aiigum í eldur sálar þinnar. Þá er komið að nýjum fyrripörtum. Erlendur Hansen hefur þennan formála að sínum fyrri- parti: „Þjóöin tók eftir því, að veðurfar breytt- ist til hins betra, þegar nýr landbúnaöarráð- herra tók við.” Á Seglbúðum er sífellt vor, en sólarlaust á Akri. Jón Sigurðsson frá Skíösholtum sendir fyrri- part, sem hann væntir, að góöur hagyrðingur geti botnað. Reyndar sendir hann vini sínum, Guðmundi Sigurðssyni frá Höfða, sérstaka kveðju með þessum ljóðlínum: Finnst mér undir fótum iníniim feðra grund sé heilög jörð. Lárus Hermannsson segir: Til gamans veil éggefa þér góða fyrriparta. Um ævintýrin enn má skrifa, ærin munu tilþess föng. Einhvern tíma öllþið grétuð, ástvininn ei misstuðþó. Hér á ineðal munu vera menn, erkunna sig að tjá. Varla ein mun Ijóða-lína létta allri sorginni. Lárus sendir fyrripart, sem er, að ég held, samhljóða fyrriparti vísu, sem Bjarni Asgeirsson orti, er hann hafði keypt læri í kjötverzlun í Reykjavík. Vísa Bjarna er svona: Þar sem einn á öðruin lifir, efnishyggjan verður rík, þess vegna kemst enginn yfir ódýr læri í Reykjavík. En Lárus botnar fyrripart B jarna svo: Gróðrafiknin gnæfir yfir gjörðum manna í Reykjavík. Mér finnst, aö lesendur geti vel notað botn Lárusar sem fyrri part. Skúli Ben Utanáskriftin er: Helgarvísur Pósthólf 66 220Hafnarfjörður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.