Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1983, Page 48
r - TlMARIT FYRIR ALLA. ÁSKRIFTARSÍMI ER 27022. 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Skákmótið íBela Crkva: lón L. í ef sta sæti Jón L. Arnason vann glæsilegan sig- ur á júgóslavneska stórmeistaranum Vukic í sjöundu umferð skákmótsins sem nú stendur yfir í Bela Crkva í Júgóslavíu. Með þessum sigri komst Jón L. í efsta sæti mótsins en því deilir hann með f jórum öðrum skákmönnum. Hinum Islendingunum á mótinu gekk ekki eins vel, Jóiiann Hjartarson tapaði fyrir júgóslavneska stórmeist- aranum Marjanovic, Karl Þorsteins- son tapaði fyrir Júgóslavanum Krcnic, Margeir Pétursson og Belgíumaðurinn Peagericht gerðu ja&itefli og sömuleiö- is gerðu þeir Elvar Guðmundsson og júgóslavneski stórmeistarinn Kneze- vic jafntefli. Að loknum sjö umferöum á mótinu eru þeir Rakic, Martinovic og Jón L. efstir og jafnir með 6 vinninga. Mar- geir er skammt á eftir með 5 1/2 vinn- ing, Jóhann og Karl eru með 5 vinninga og Elvar er meö 41/2 vinning. Veður í Júgóslavíu var hið besta í gær, sól og blíða og mesta furða hvað skákirnar entust aö sögn Jóns L. Arna- sonar. -SþS. Ferðaskrifstofu- leyfi afturkallað Samgönguráðuneytið hefur aftur- kallaö ferðaskrifstofuleyfi Ferðaskrif- stofunnar Olympó hf. Ástæða þess er sú aö ferðaskrifstofan setti ekki full- nægjandi bankatryggingu fyrir rekstr- inum, en hún er samkvæmt ákvörðun ráðuneytisins 800 þúsund krónur. -JH 12.369 bifreiðatjón: Sem samsvarar 100 einbýlishúsum Hvorki meira né minna en 12.369 bif- reiöatjón voru bætt í ábyrgðartrygg- ingum á síðasta ári. Hins vegar sýndu lögregluskýrslur einungis 7.622 bætt tjón. Þessar upplýsingar komu fram á þjálfunarnámskeiði fyrir ökumenn sem tryggingafélögin FlB, Umferðar- ráð og ökukennarafélag Islands geng- ust f yrir nýverið. Þetta gífurlega tjón sem veröur á bif- reiðum hér á landi á árihverju kemur að sjálfsögðu fram í síhækkandi iö- gjöldum tryggingafélaganna. Þannig nam heildarkostnaður ofangreindra félaga vegna umferðaróhappa á síð- asta ári 232.565 þúsund kr. sem sam- svarar verði á eitt hundrað einbýlis- húsum að því er fram kom á námskeið- inu. -JSS LOKI Nú er hver síðastur að gúma út fyrir mánaða- mótin. Hertar reglur um ávísanareikninga: EIN LOKUN ÞÝÐIR ALLSHERJARLOKUN Nýjar og hertari reglur um tékka- viðskipti taka gildi 1. júlí. Ein veiga- mesta breytingin er sú að ef lokað er fyrir einn reikning í ákveöinni bankastofnun þá ber að loka öðrum tékkareikningum sem sami maður hefur í sömu peningastofnun eða annars staðar. Fyrri reglan var sú að slík allsherjarlokun gat aðeins orðið ef um kæru til sakadóms var að ræða. Þessi breyting snertir alla þá sem hafa tékkhefti á þann hátt að menn verða að gæta þess betur að fá ekki á sig lokun. Þá geta þeir átt á hættu að fleiri stofnanir loki á þá og líka að láunstraust þeirra hjá bönkunum minnki mjög mikið. Áður var það þannig að þó að ein stofnun lokaöi reikningi gat eigandinn vakiö aðra reikninga sína og byrjað að gefa út ávísanir annars staðar eins og ekk- ert væri. Núverður hannalmenntúti- lokaður frá tékkaviöskiptum í kerf- inu. Einnig verður erfiðara að opna aft- ur tékkareikning, það er að segja að fella nafn sitt af lokanaskránni. Sé viðkomandi kominn á hana verður hann að vera þar minnst tvö ár og enginn sem er á lokanaskrá fær að opna tékkareikning. Refsing þyngist eftir því hve mörgum reikningum hefur verið lokað vegna misnotkun- ar. Séu tveir reikningar misnotaðir er refsingin þrjú ár og f jögur ár fyrir þrjá reikninga og svo framvegis. Yf- irleitt má segja að betur verði skoð- að en áður hvernig viðkomandi hefur hagað sér í viðskiptum til að meta hvort hann skuli fá tékkhefti. Þar kemur meðal annars til hvort hann hefur á sér dóma fyrir víxilbrot eða eitthvaðslíkt. Fleiri breytingar taka gildi um tékkaviðskipti nú um mánaðamótin. Eru þær ekki síður aöhaldsaðgerðir fyrir peningastofnanimar en við- skiptavinina. -JBH. Forseti íslands, Vigdis Finnbogadóttir, ávarpar isfirðinga af Austur- fcfel. Fins og sést á myndinni hafði safnast mikiii isturvöll til þess að fagna forsntanurp. Nánar er *ðaÍÍör forsetans á bls. 3. DV-simamyntt GVJ\ ■mmmr^ffnannfiöídi VIÐ ERUM BJARTSYNNI „Við erum bjartsýnni nú,” sagði dr. Paul Miiller, aðalsamninga- maður Alusuisse, síðdegis í gær að loknum viðræöum við samninga- nefnd íslensku ríkisstjórnarinnar. Ákveðið var að deiluaðilar hittust aftur í Reykjavík eftir mánuö, 21. og 22. júlí næstkomandi. Á fundinum í gær vom rædd deilu- efni þau sem lúta að álmálinu. Enn- fremur var rætt um hugsanlega endurskoðun álsamninganna. Að sögn dr. Jóhannesar Nordal, for- manns íslensku nefndarinnar, vom þetta fyrst og fremst könnunarvið- ræður. „Aðaltilgangurinn var að kynna sjónarmið aðila og skiptast á upplýsingum. Þetta voru mjög vin- samlegar og gagnlegar umræður,” sagðiJóhannes. Dr. Jóhannes og dr. Miiller sögðu — þetta eru öðruvísi heiðursmenn, sagði dr. Paul Mllller að loknum álviðræðunum í gær báöir að alþjóðlegur gerðardómur væri dýr og seinvirk leið. Vonuðust þeir til að f ara mætti einfaldari leið. Á svissnesku samningamönnunum mátti heyra að betri andi hefði ríkt í þessum viöræöum en áður. „Þetta em ööruvísi heiðursmenn,” sagði dr. Miiller. Af hálfu Islands sátu viðræðumar, auk dr. Jóhannesar, þeir Guðmundur G. Þórarinsson, dr. Gunnar G. Schram, en þeir þrír skipa samninganefnd um stóriöju, Páll Flygenring ráðuneytisstjóri og Garðar Ingvarsson, ritari nefndar- innar. Fuiltrúar Alusuisse voru, auk dr. Miiller, þeir dr. Dietrich Ernst, Halldór H. Jónsson og Ragnar S. Halldórsson. -KMU. Létt var yfir samningamöunum Alusuisse þegar þeir mættu til viðræðnanna i gærmorgun. Einhver efasvipur er þó á iðnaðarráðherra. DV-mynd: Einar Ólason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.