Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.1983, Blaðsíða 10
10
DV. FÖSTUDAGUR1. JOLI1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Enrico Berlinguer, hefur barist
fyrir.
Kristilegir demókratar, sem háöu
kosningabaráttu sína á grundvelli
aöhaldsstefnu í efnahagsmálum og
jafnvægis í ríkisútgjöldum, máttu
þola versta fylgistap sitt frá því
flokkurinn var stofnaöur. Flokkurinn
fékk aöeins 32,9% atkvæða og tapaöi
37 þingsætum. Forskot þeirra á
kommúnista er nú aðeins tæplega 3%
og hefur aldrei verið minna. En hinn
litli flokkur repúblikana, flokkur
hins vinsæla fyrrum forsætisráö-
herra, Giovanni Spadolini, jók fylgi
sitt mjög, þó kosningaáróður flokks-
ins gengi enn lengra í aöhaldsátt en
áróður kristilegra demókrata.
Repúblikanar fengu 5,1% atkvæöa en
höfðu áður 3% og þingmönnum
þeirra f jölgaði úr 16 í 29.
Þvert á móti þessu, töpuðu
kommúnistar nokkru fylgi, en þeir
háðu sína kosningabaráttu á þeim
forsendum að stórauka ætti opinbera
fjárfestingu til þess að efla efnahags-
lífið. Og sósíalistar, sem boðuðu eins
konar blending af aöhaldi og rikisút-
þenslu, juku fylgi sitt aðeins lítillega.
Fréttaskýrendur segja að fylgi
þeirra nú, sem nam 11,4%, sýni lítinn
almennan stuðning við þá stefnu
leiðtoga flokksins, Bettino Craxi, að
verða forsætisráðherra.
Sósíalistar, sem knúöu fram þess-
ar kosningar með því að hætta stuðn-
ingi við ríkisstjórn Fanfani, sóttust
eftir öflugra umboði frá kjósendum.
En þrátt fyrir litla fylgisaukningu,
má búast við því að Craxi muni reka
kaupskap um stjórnarsamstarf við
kristilega demókrata af mikilli
hörku.
Ef viðræður um stjómarsamstarf
dragast fram á sumar, gæti Italía
verið án ríkisstjómar þar til í
september og viðræðumar gætu
orðið flóknari fyrir það að
kommúnistar munu eflaust auka
þrýsting á sósíalista til þess að fá þá
til að yfirgefa kristilega demókrata
og gangast inn á vinstra samstarf.
Og meðan stjómmálamennirnir
ræðast við fer ástandið í efnahags-
máhun versnandi.
Guatemala:
ÓUÓST ÁSTAND
EFTIR KOSNINGAR
sigrað,” sagöi Luciano Cafagna,
prófessor í nútímasögu við háskól-
anníPisa.
Samningar um stjórnarsamstarf
verða erfiðari en áður, og hverjir svo
sem setjast í ráðherrastólana að
lokum, munu þeir verða að stjóma
þingi sem er jafnar skipt milli hægri
og vinstri en nokkru sinni áður.
Þrátt fyrir slæma útreið í
kosningunum, em kristilegir demó-
kratar enn stærsti flokkur á þingi, og
flestum fréttaskýrendum ber saman
um það að flokkurinn muni verða
burðarás næstu ríkisstjómar, hvem-
ig svo sem samstarfið verður. En
ritari flokksins, Ciriaco de Mita, var
niðurdreginn eftir kosningarnar,
þegar hann sagði að úrslitin myndu
gera stjómun „erfiðari og flóknari”.
Og bæði stjórnmálamönnum og dag-
blöðum ber saman um þaö að fylgis-
tap kristilegra demókrata beri að
túlka, að hluta aö minnsta kosti, sem
mótmæli við efnahagsstefnu
Amintore Fanfani, forsætisráðherra
síðustu ríkisstjómar. „Eg tel að
aöhaldsstefna í efnahagsmálum sé
nú úr sögunni,” segir starfsmaður
erlends sendiráðs í Róm.
En þó túlka megi niðurstööur
kosninganna sem mótmæli og vott
um almenna óánægju með fjögurra
ára lömun samsteypustjóma, er
erfiðara að lesa út úr þeim vísbend-
ingu um hvert nú skuli stefnt. Það
verður til dæmis ekki lesið út úr
niðurstöðutölunum að kjósendur vilji
þá samsteypustjórn vinstri flokk-
anna, sem formaður kommúnista,
Nú, ári eftir að stjórnarherinn í
Guatemala hóf „lokasóknina” gegn
vinstrisinnuöum skæruliðum í land-
inu, virðist lokamarkmiðið engu nær
en það var í upphafi. Þó segja vest-
rænir hemaðarsérfræðingar að
stjómartiemum hafi tekist það, án
erlendrar aöstoðar, sem
stjórnarhernum í E1 Salvador hafi
ekki tekist meö aöstoð Bandaríkja-
manna; aö koma skæruliöum i
vamarstöðu, grafa undan stuöningi
viö þá meðal almennings og loka
mörgum aðflutningsleiðum þeirra.
En vegna þeirrar athygli sem
borgarastyrjöldin í E1 Salvador
hefur notið hefur baráttan í Guate-
mala að mestu farið framhjá fjöl-
miðlum, þótt hún sé rekin af gífur-
legrihörku.
Þessi barátta stjórnarhersins í
Guatemala hefur vakið mikla
athygli hemaðaryfirvalda i
Bandaríkjunum, en Bandaríkja-
menn álíta Guatemala lykilríki í
þessum heimshluta. Hvernig
stjórnvöldum þar famast skiptir
miklu máli samkvæmt þeim hug-
myndum sem bandarískir hermála-
sérfræðingar hafa gert sér um það
hvemig verst gæti farið í heims-
hlutanum því að Guatemala liggur
að hinum auöugu olíusvæðum í
Mexíkó. Hugmyndir herfræðinganna
í Washington um hina verstu stefnu
sem málin gætu tekiö eru þær að
vinstrisinnuð bylting yrði flutt út frá
Nicaragua og E1 Salvador til Guate-
mala, Mexíkó og síöan Bandaríkj-
annasjálfra.
Baráttuaðferðir stjómarhersins í
Guatemala gegn skæruliðum em
blendingur af miskunnarlausri
eyðingarherferð þar sem landsvæði
um 500 þúsund talsins en i stjórnar-
hernum eru um 20 þúsund hermenn.
„Þessi blanda af hersveitum hefur
gefist vel,” sagði talsmaður forset-
ans. En í hirðisbréfi kaþólsku
biskupanna í Guatemala er
nauðungaraðildin að eftirlitssveitun-
um harðlega gagnrýnd. „Þetta er
skylduþjónusta smábænda og indí-
ána sem stefna lífi sínu í hættu vegna
þess að þeir hafa ekki fengið þjálfun
til þessa,” segir í bréfi kaþólsku
biskupanna.
Talið er að her Guatemala sé best
búinn og þjálfaöur allra herja i Mið-
Ameríku. Hins vegar er taliö að
skæruliðar séu ekki nema 4 þúsund
og sumir þeirra hafa barist gegn
stjórnvöldum í allt að 20 ár.
Skæruliðar skiptast í fjórar
fylkingar og harðast fyrir barðinu á
sókn stjómarhersins urðu
skæruliðar Fátækrahersins sem er
stærstur fylkinganna. Hins vegar
sluppu skæruliðar Verkamanna-
flokks Guatemala (kommúnistar) og
Vopnuðu uppreisnaraflanna undan
stjórnarhermönnum sem og eina
skæruliðahreyfingin sem ekki hefur
marxíska stefnuskrá Bandalags
vopnaðra þegna en einmitt þeirri
hreyfingu hefur vaxið mest afl og
fylgi á síöasta ári.
Þessar f jórar skæruliðahreyfingar
hafa nú sto&iað með sér bandalag,
Byltingarbandalag þjóðlegrar
einingar sem í stefnuskrá sinni
miðar að afnámi félagslegs, efna-
hagslegs og kynþáttalegs misréttis.
Og stefnuskrá sem þessi á sér víða
hljómgrunn í landi sem Guatemala
þar sem fimm prósent þjóðarinnar
hirða tvo þriðju hluta þjóðartekn-
arina.
Eftir kosningamar um síðustu
helgi veröur það erfiöara en nokkm
sinni fyrr að stjóma Italíu. Orslit
kosninganna urðu á þann veg aö
allar vonir sem menn kunna að hafa
gert sér um sterka stjórn, sem gæti
tekist á við efnahagslegan og póli-
tískan vanda Italíu, eru að engu
orðnar. „Stjórnun hér var nógu erfið
fyrir,” segir erlendur sendiráðs-
starfsmaður. „En eftir þetta veröur
það jafnvel erfiðara fyrir ríkisstjóm-
ir að taka ákvarðanir og standa við
þær.”
Kjósendur yfirgáfu flokk kristi-
legra demókrata í hópum, en fylgis-
aukning annarra flokka skiptist svo
jafnt milli smáflokkanna í ítölskum
stjómmálum, allt frá smá-fasista-
flokknum Itölsku hreyfingunni til
hins róttæka vinstri flokks,
Verkalýðslýðræðisflokksins, að
breytingamar urðu til lítils: „Það er
ljóst hverjir töpuðu, en það er
erfiðara aö segja að einhver hafi
Kaþólska kirkjan er öflug i Guatemala og nú virðist sam sú valdamikla stofnun só að snúast gegn stjórn■
völdum og þeim harkalegu aðferðum sem þau nota i baráttunni gegn skæruliðum.
hliðholl skæruliðum eru tæmd af
fólki og akrar og byggingar eyðilagð-
ar. Þá eru byggðir upp vígvarðir
byggöakjamar á vissum stöðum, og
rekin öflug hjálparstarfsemi til þess
aö vinna hollustu smábænda af
indíánaættum, en þeír eru allt að
helmingur íbúa Guatemala.
„En lykilatriðiö í þessari herferð
hefur verið ógnarstjórnin, hrein
ógnarstjórn,” segir erlendur
sendiráðsstarfsmaður. „Ibúunum
hefur verið kennt það að þeim sem
hjálpa skæruliöum er refsað
miskunnarlaust.”
Efrain Rios Montt, forseti
Guatemala, segir aö að baki hvers
skæruliða standi tíu bændur og her-
inn virðist haga baráttu sinni sam-
kvæmt því. Að sögn alþjóöasamtaka
um mannréttindamál hafa þúsundir
borgara verið drepnar í hernaðarað-
gerðum sem miöast að því að svipta
skæruliða húsaskjóli og stuðningi á
hálendissvæðum landsins.
Á fyrstu mánuðum sóknar hersins
tókst stjómarhermönnum aö loka
skæruliöa inni í norðvesturhomi
Guatemala. En nýlega hefur
skæruliöum tekist að ráðast gegn
mannvirkjum annars staöar í ríkinu
og lögregluyfirvöld í höfuðborginni
sjálfri hafa skýrt frá aukinni „undir-
róðursstarfsemi.” Allt bendir til þess
að skæruliðar hafi komist undan
stórsókn stjórnarhersins og að þeim
vaxi nú f iskur um hry gg.
Eitt helsta tæki stjórnarhersins í
baráttunni gegn skæruliöum eru
svokallaöar „eftirlitssveitir borg-
ara”. Þær eru skipaðar þorpsbúum
sem vopnaðir eru gömlum rifflum,
kylfum og hnífum. Enginn má
skorast undan þátttöku í slíkum
eftirlitssveitum.
Talsmaður hersins sagði að
félagar í eftirlitssveitunum væru nú
Giovanni Spadolini, formaður
repúblikana, mátti vel við una
frammistöðu flokks sins, sem jók
fylgi sitt um fast að helming.
Ítalía:
Úrslit kosninganna verða að
teljast vantraust á efnahags-
stefnu Amintore Fanfani forsæt-
isráðherra.
Bettino Craxi, leiðtogi sósíalista,
gerðisór vonir um mun meiri fylg-
isaukningu en raun varð á.
Hörð borgarastyrjöld