Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.1983, Side 19
Kvikmyndir Kvikmyndir Ryder lautinant vekur Connie til lífsins um stund en síðan verður allt semfyrr. vagninum. Stríðiö er líka háö af hest- baki og víða sjást reykjarbólstrar stíga til himins. Hermaður sést á hlaupum og sprengja springur í þögn gömlu heimildarmyndarinnar. Það næsta sem áhorfandinn fær að líta er stórkostlegur Rolls Royce sem rennur ljúflega eftir þjóövegi. I aftursætinu liggur ung kona með augun aftur en sefur ekki. Á því sem hún segir skilst fijótt að minningarn- ar um eitt af fórnarlömbum stríðsins sækja aöhenni. Ungi hermaðurinn sem varð fyrir sprengjunni var ástkær bróðir Conniear. Lát bróðurins hefur orðið henni þvílíkt andlegt áfall að hægri handleggur hennar lamast. Connie er þunglynd og reynir ekki að hafa samband við annað fólk nema hvað hún skrifar hinum látna bróður bréf eftir bréf. Bróðirinn var nokkurs konar uppreisnarmaður í fjöl- skyldunni og einungis með hans hjálp eygði Connie undankomuleiö frá þrúgandi andrúmslofti Belfast og heimilislífi sem henni fannst óþol- andi. Erfiö hetja Veglegt hús Wintour-fjöl- skyldunnar stendur ekki fjarri þeim bæjarhluta þar sem átökin milli kaþólskra og mótmælenda eru hvaö hörðust. Þess vegna er settur sér- stakur hervörður við húsið, annars væri breski skipasmíðajöfurinn tæp- ast óhultur. Nærvera hermannanna hefur óvænt áhrif á Connie. Hún fær áhuga á breska lautinantinum Ryder hennar við umheiminn meira og meira. Hjúkrunarkona Conniear bendir henni út um gluggann og telur útsýnið fagurt en Connie spyr aðeins dauflega: „Er sumarið strax komið?" Þannig sést hvað breitt bil er orðið milli hinnar sjúku konu og venjulegs fólks sem lítur tilveruna björtum augum. Morð og verkföll Julie Covington er þekkt leikkona og söngkona í Bretlandi og henni tekst vel að skila hlutverki Conniear, sem er daufgerð og ekki ósvipuð Ofelíu í Hamlet. Connie reynir aldrei að rísa upp og berjast gegn því sem hún sér fara aflaga heldur lamast andlega og siöan likamlega. Ef til vill þykir sumum persónan svo dauf að erfitt sé að fá samúð meö henni og einn breskur gagnrýnandi lét svo um mælt að hann hefði fundið til sam- kenndar með hjúkrunarkonunni sem grípur til þess örþrifaráðs að gefa Connie utanundir til að reyna að vekja hana af dvalanum. En hvorki högg hjúkrunarkonunnar né krukk lækna hefur minnstu áhrif á liðan Connie, henni versnar stöðugt og undir lokin sést hvar lífinu er haldið í henni með því að leiða ofan í hana slöngur. En það sem aðalpersónan hreyfir tæpast legg né lið í Ascendancy verða aðrar persónur að sjá um framvindu atburöarásarinnar. Faðir Conniear á stórfelld viðskipti við Þjóðverja sem þykir nú hentugt að Kvikmyndin Ascendancy E t ð d0> É kvikmyndahátídinni í Berlin 1983.Húnfjallar nm ástandið á Norður- írlandi á þriðja áratugnum og líf ungrar breskrar au ðmannsdát 1 ur þar í landi valdhafaima láta smiöa skip á Irlandi eftir að friður hefur komist á í Evrópu. Þegar verkfall vofir yfir og allar horfur virðast á að skipasmíðastöö- inni takist ekki að standa við gerða samninga við Þjóðverja grípur Wintour til þess ráðs að koma á deilum milli trúarhópanna tveggja. Að því búnu er lítil hætta á samstöðu umverkfall. Oöldin berst með ýmsum hætti inn- fyrir dyr Wintourfjölskyldunnar. Tveir af þjónunum í húsinu læðast út aö næturþeli og myröa kaþólskan mann. Annar þjónninn ber að dyrum en hinn hleypir skotunum af. Eitt augnablik sést uppljómað fordyri og maðurinn sem fellur saman og konan sem stendur eftir yfir líki bóndans mitt í óöldinni. Þjónarnir hrópa slagorð mótmælenda og atrið- inulýkur. Gullbjörn í Berlín Andstæðan við örstutta stundina sem morðið tekur er langvarandi sorgin og hryllingurinn að ódæðinu afstöðnu. UNIONIÍ t* WINTOU Connle (Julie Covington) horfir fjarrænum augum á mannlíf Belfastborgar. Um hábjartan dag er slasaður piltur borinn inn í eldhús Wintourfólksins og lagður upp á borð. Hann hefur greinilega orðið fyrir banvænu skoti og blóöið gusast úr munninum á Wium og aftur yfir andlitið. Allt hefur þetta yfir sér einhvern hroll- vekjandi blæ hversdagsleika svipað gömlu heimildarmyndinni sem sýnir hermanninn verða fyrir sprengju. Ascendancy hlaut gullbjöminn á kvikmyndahátíðinni í Berlín 1983 og þykir ekki nein venjuleg bresk kvik- mynd um vandræðin á Norður- Irlandi. Hún sýnir Norður-Ira, mót- mælendur og kaþólska hálflamaða vegna átakanna og bresku hermenn- ina sem er í rauninni sama um það sem fram fer á meðan ekki er skotiö beint á þá. Leikstjóri myndarinnar, Edward Bennett, hefur fengiö mikið hól fyrir verk sitt, en jafnframt hefur verið bent á að fálátur og dálítið brechtískur leikur leikaranna í myndinni dragi ef til vill beittustu vígtennurnar úr henni. En um það verður hver að dæma fyrir sig hvenær svo sem Ascendancy kemur hingað upp á klakann. -SKJ. DV. LAUGARDAGUR 2. JOLI1983. Ascendancy er kvikmynd um vandræði og átök sem engan endi virðast ætla að taka. Hún gerist í Belfast á þriðja tug þessarar aldar og fyrri heimsstyrjöldinni er nýlokið. Átök mótmælenda og kaþólskra eru uggvænleg og afskipti breska hersins bæta ekki ástandið á Norður- trlandi. Aðalpersóna myndarinnar er ung kona sem verður fómarlamb aðstæðnanna. Julie Covington fer með aðalhlut- verk myndarinnar sem Connie Wintour. Stúlkan er dóttir vellauðugs manns, Breta sem rekur skipa- smiöastöð á Norður-Irlandi og fyrir bragðið getur hún horft á átökin allt í kring frá sjónarhóli forréttinda- manneskjunnar. Faðir Conniear á ekki minnstan þátt í því hvernig komið er fyrir íbúum eyjunnar grænu, hann er einn af helstu full- trúum breska auðvaldsins og hann hikar ekki við að notfæra sér ástand- ið til að ná fram eigin markmiðum. Bréf til látins bróður Ascendancy hefst á atriöi úr gamalli heimildarmynd úr fyrri heimsstyrjöldinni. Brynvagn ekur yfir eydda akra Norðaustur-Frakk- lands og hermaður stendur uppi á (Ian Charleson) og finnst að í honum hafi hún á einhvern hátt endurheimt hinn dána bróður. Ryder finnst af- leitt að hafa misst af „hinu raun- verulega stríði” og vill því fyrir hvem mun vera nærri minni háttar skærum eins og borgarastríðinu á Norður-Irlandi, fremur en verða með öllu úr leik. Smámsaman verður Connie ljóst að henni hefur skjátlast þegar hún hélt að Ryder gæti orðið henni nokkur uppbót í bróðurmissin- um og hún verður brátt þögul og þunglynd á ný. Connie er að því leyti erfið hetja að ekki er gott aö sjá hvort hér er á ferð- inni manneskja sem fallið hefur saman í sjálfsvorkunn eða hálf- gerður dýrlingur sem tekið hefur á sig þjáningar heimsins. Eftir því sem á líður myndina rofna tengsl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.