Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Qupperneq 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 29. JÚLI1983. Víðkuimur Stntt-Línnson og a örir agalegír lítilegnmenn Elsta samtímaheimild sem getur um útilegumean er Sturlusaga. Þar er sagt frá óaldarflokki einum sem hafö- ist viö í Saurbæ í Dalasýslu um miöja tólftu öld. 1 sögunni eru þeir nefndir útilegumenn en aldrei virðast þeir hafa legið á f jöllum uppi, heldur flakk- aö um byggöina. Stundum lágu þeir úti á ýmsum stöðum en oftar voru þeir heima á bæjum í skjóli vina sinna, einkum á Staðarhóli, Brunná eöa í Tjaldanesi. Foringi þeirra er nefndur Geir Þór- oddsson en meö honum voru Víðkunn- ur Stutt-Línuson, Þórir Assafóstri og Vigfús, austfirskur maður. Þeir frömdu rán, stuldi og stundum mann- dráp í byggöinni og voru afar illa þokk- aðir eins og gefur aö skilja. Bændur voru í fyrstu deigir viö aö sýna þessum illvirkjum fulla hörku því fyrir einhverjar sakir áttu þeir traust hjá höfðingja héraðsins, Einari Þorgilssyni á Staðarhóli. Þórir var fyrst handtekinn og færður í böndum til Hvols og ætlaöur þar til dráps. En Einar kom þangað viö fimmta mann, skar af honum böndin og haföi hann meö sér. Síöar kom Einar Þóri utan eftir aö hann hafði vegið einn mann. Geir var handtekinn í sauðahúsi á Brunná, fluttur til Hvols og festur þar uppi á húsaþaki þar sem hann var lát- inn bíða dauða sins skjóls- og matar- laus. Víökunnur var drepinn á Kambi í Króksfirði en um afdrif Vigfúsar getur Sturlusaga ekki. Farið huldu höfði Hartnær öld líður þar til heimild- ir geta næsta útlaga í sögu þjóðarinn- ar. Þar segir af Aroni nokkrum Hjör- leifssyni sem var með Guðmundi góða í Grímsey. Eftir þá Grímseyjarför, eða áriö 1222, lét Sturla Sighvatsson sækja Aron til sektar en ekki geta heimildir fyrir hvað. Fór Aron þá lengi huldu höfði. Fór hann fyrst á fund móður sinnar á Rauöamel og litlu síðar var honum fylgt til eins hellis er þar var í hrauninu mjög langt frá bænum og hef- ur sá hellir síðan borið nafn Arons. Eft- ir hellisdvölina dvaldi Aron á ýmsum stöðum, var til dæmis lengi í Geirþjófs- firöi. Um hríö var hann á Barðaströnd í helli í Arnarbælisdal og um þá vist hans er til merk þjóðsaga sem prentuö er í Þjóðsögum og munnmælum Jóns Þorkelssonar frá 1899.1 helli þessum í Amarbælisdal var Aron á kosti konu þeirrar sem þá bjó í Tungumúla. Síðar var Aron í skóginum út frá Valshamri á kosti Vigfúsar er þar bjó. Loks komst hann austur að Odda til Haralds Sæmundarsonar og var þar í kirkjuskoti um hríð. Það var Haraldur þessi sem kom Aroni utan og átti hann ekki afturkvæmt til föðurlandsins. Aron Hjörleifsson er að því leyti frá- brugðinn venjulegum útilegumönnum að hann lifði hvorki á ránum né þjófn- aöi enda er hann talinn eitt mesta göfugmenni Sturlungaaldarinnar. Stálu konum ogpíkum Þá víkur sögunni fram til ársins 1454 en þá er aö finna í ýmsum annálum frásögn um útilegumenn í Staðaröxl í Skagafirði. Segir i einni heimildinni: „Teknir 18 þjófar hjá Staðaröxl og hengdir í gálgagarðinum hjá Reyni- nesstað. Tóku bændur sig saman og hétu, að þeir fyndist. Fundust þeir í Þjófagili (sem svo er eftir þeim nefnt/innsk.). Stálu konum og píkum og öðru fé, svo tygjum og vopnum og báru í hellinn. En smalamaður frá Stað (Reynisstað/innsk.) komst í hell- inn, er þeir sváfu, og bar í burt vopnin og sagði til þeirra. Var hann átján vetra. Hinir drepnir og dysjaðir í dysjunumþarhjá.. .” Næsta íslenska útlaga er ekki getið í heimildum fyrr en komiö er laust fram á sautjándu öld. Það er árið 1602 að Björn Þorleifsson er dæmdur á alþingi og aflífaður fyrir ýmis lögbrot í út- 13. —16. ágúst nk. með FLUGLEIÐUM Farið verður í Tivolí — Dýragarðinn — Dyrehavsbakken, í skoðunarferð um borgina o.fl. o.fI. Allir blaðburðar- og sölukrakkar DV og Vikunnar geta tekið þátt í keppninni með því að vinna sér inn ævintýramiða. Hvernig pa? Til þess eru þrfár 1 eiðir: ISfWMt Afgreiðsían Þverhoíti ll Sínti: 27022. Söíu- og þfónustukeppni^ DVog vikunnar míðar í ÆVINTYRA L* FERÐ KAUPMANNA HAFNAR Leiðl: Sala DV Sá sem selur DV í lausasölu fær einn ævintýra- miða fyrir hver 20 blöð sem hann selur. LeiðZi Saia Vikan Sá sem selur Vikuna í lausasölu fær einn ævin- týramiða fyrir hver 5 blöð sem hann selur. Leið 3: Dreifing DV DV — krakki, sem ber út DV. fær 6 ævintýra- miða á viku fyrir kvartanalausan blaðburð. Dregið úr öllum ævintýramiðum, sem krakkarnir hafa unnið sér inn, 3. ágúst nk. legöarvist sinni. Er frásögn alþingis- bókarinnar á þessa leið: „A alþingi af allri lögréttunni og lögmönnum um þann vandræðamann, Bjöm Þorleifs- son, hver eö faliið hafði f jórum sinnum í hórdóm, eftir hans lostigri viðurkenn- ingu þar með hann reiknaður með mörgum sönnum líkindum aö ráni, stuld og útilegum, eftir þaö hann hór- dómssakimar hafði framið. Þvi dæmdi lögréttan meö lögmannanna sam- þykki, að hann skyldi réttast eftir stóradómi og kóngsins úrskurði upp á þann dóm.” Það er að segja dauðarefs- ingar. Komstúr landi Árið 1609 gerist það að Sigríður Hall- dórsdóttir og Jón Oddsson hurfu um kvöid frá Leysingjastöðum í Hvamms- sveit og fóru norður yfir Svínadal og norður í Kollafjörð. Þar dvöldust þau um veturinn í helli einum nærri Felli, en hugðust komast í skip til útlanda um vorið. Jón komst utan með Englend- ingum í Dýrafirði en hún var sett í land sakir veikleika því að hún var að falli komin. Var hún flutt til sýslumanns- ins Jóns Magnússonar og ól þar bam. Síðan var henni drekkt á Ballarár- þingi. Sagt er að Jón hafi síðar k vænst í Englandi en ekki er vitað um frekari afdrif hans ytra. Um sakargift eða aðra ástæðu þess að Jón og Sigríöur fóra í útlegð geta heimildir ekki um. Arið 1637 tóku sýslumennirnir í Þing- eyjarþingi Guðmund Jónsson sem hafði unnið sér það til sektar að hafa getið sér bams með systur konu sinn- ar. Vegna þeirra afglapa hafði hann dulist um landið næstliðin þrjú eöa fjögur ár og haft tjald á f jöllum uppi, mosalitaö. Var Guðmundur við sel á sumram en byggðir í afdölum á vetr- um. Þegar hann náðist var hann færð- ur sýslumanni á Vöölaþingi sem sendi eftir Bessastaöaböðli sem hjó Guð- mund. .að það er líka opið í hádeginu? .að við eigum ekki bara mikið af og ódýra varahluti í LADA.GAZ, VOLGA, MOSKVITCH og UAZ? .að við eigum líka hluti, sem henta í aðra bíla? .að það borgar sig oftast að tala við okkurfyrst? .að við leitum ávallt eftir hagstæð- ustu innkaupunum í hvert sinn? .að við kaupum líka varahluti frá Þýskalandi, Englandi, Svíþjóð, Italíu o.fl. o.fl.? Dæmi Varahlutir Skiftiborö 39230 38600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.