Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Qupperneq 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 29. JULI1983. Vladimir Salnikov er liklega besti sundmaður í heimi frá því að Mark Spitz var og hét. Þessi sovéski skriðsundsmeistari seg- ist ekki hafa neina löngun í glys og auð stórstjörnu í íþróttum. Spitz vann sjö gullverðlaun fyrir Bandaríkin í Miinchen 1972 og græddi síðan á tá og fingri í kvikmyndum og auglýsingum. Salnikov ypptir öxlum í kæru- leysi þegar hann leggur áhersl- una á andstæöurnar milli austurs og vesturs með því að segja: „Ég á litla íbúð í Moskvu og lítinnbíl.” Þessi ljóshærði snillingur, sem hefur ekki verið sigraður í skrið- sundi, fimmtán hundruð metra og lengra, í sex ár, bætir við: „Iþróttir eru ekki til þess að græðaféá.” En langar þennan víðförla 22 ára gamla nema frá Leningrad aldrei til aö lifa í hinum vest- ræna heimi? Þar sem hann slakar á í íþróttabænum í Edmonton í Alberta, eftir að hafa unnið til tveggja gullverð- launa í heimsleikum háskóla, svarar hann: „Fólk í hinum vestræna heimi er öðruvísi. Það er erfitt fyrir það að skilja okkar hugmyndir og fyrir okkur að skilja það. Salnikov, sem er ekki mikill vexti og rakar sig alltaf á fótum og handleggjum fyrir keppni, kom fyrst fram fyrir alheim á ólympíuleikunum í Montreal þegar hann kom fimmti í mark í 1500 metra bringusundi, einungis 16 ára gamall. Síðan hefur hann verið út- nefndur sundmaöur ársins þrisvar. Hann varð heims- meistari 1978 og er eini maður- inn sem hefur synt 1500 metrana á innan við 15 mínút- um. Það hefur hann gert þrisvar. Hann hefur einn manna synt 400 metrana undir þremur mínútum og fimmtíu sekúndum. Hvemig hefur honum tekist að halda sér á toppnum í þessari íþróttsvona lengi? „Ég er sterkur andlega,” segir hann. Við það má bæta æfingaprógrammi sem myndi ganga frá minni íþróttamanni. „Þegar ég legg hart að mér er ég fimm tíma á dag í lauginni. Ég syndi um 100.000 metra á viku,”segir hann. Engin barnastjarna Hann hefur enn geysilegan áhuga á sundi, en er nógu heiðarlegur til að viðurkenna að: „Það er ekki alltaf gaman. Stundum missi ég matarlystina og get ekki sofið. Æfingamar eru svo stífar að ég get ekki slakað Vlndimir Salnikov. liosíi Miiidiiiadur lirims: Var engm barnastjarna á. Ef ég ætla mér hins vegar að halda áfram á toppnum mó ég ekki sýna neinn veikleika. Hann var engin barnastjarna í lauginni. „Ég fór að synda þegar ég var sex ára en varö að hætta vegna eymanna. Ég fór til ömmu minnar í leyfum og þar við hliðina rann á. Þessi á var mér alltaf ögmn því aö ég gat ekki synt. Ég byrjaði aftur þegar ég var átta ára,” segir hann. Núna fara hann og kona hans, Marina Borsova, sem áður var meistari í 100 og 200 metra hlaupi til Svartahafsins í september árlega til aö slaka á. „Þegar hún biður mig um að fara í sjóinn segi ég nei. Þá er ég venjulega búinn að fá nóg af sundi,” segir Salnikov. Sovéska liðið stóð sig mjög vel á heimsleikum háskóla. Það vann 22 af 29 gullverðlaunum. Þetta varð til þess að blaðið á staðnum skíröi laugina upp og kallaöi hana Rauðahafið. „Bestu ár ævi minnar" Salnikov vann 1500 metrana svo auðveldlega að sá næsti var næstum því laugarlengd á eftir - honum. Salnikov viöurkenndi aö þetta væri vandamál. „Þegar ég sé ekki keppinauta mína reyni ég samt mitt besta. Ég reyni að ber jast við klukkuna.” Auðvitað er það takmark þess manns sem vann tvenn gullverð- laun á Moskvu ólympíuleikunum að gera þaö aftur á næstu sumarleikum í Los Angeles. Þegar hann var spurður að því hvort það yrðu lokin á ferli hans sagði hann: „Ég sé að næstu há- skólaleikar eru í Kobe 1985. Ég hef aldrei farið til Japans. ” Salnikov fer utan til keppni tíu sinnum á ári. „Þetta hafa verið bestu ár ævi minnar. Það er gaman aö sjá heiminn,” segir hann. Hvað ætlar Salnikov aö gera að námi loknu? „Þegar ég hætti aö synda fæ ég gott starf í landi mínu. Ég er frægur í íþróttum og það verður auðvelt að fá góða vinnu. Kannski sem skipuleggjari í sundi eða íþróttafélögum. Salnikov ber ægishjálm yfir aðra sundmenn eins og Bjöm Borg í tennis og Pelé í knatt- spyrnunni. Hver er dýrmætasta endur- minningin? Hann er fljótur til svars. Stór- kostlegast var að rjúfa fimmtán mínútna múrinn á ólympíu- leikunum í Moskvu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.