Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Síða 19
DV. FÖSTUDAGUR 29. JULl 1983. 19 Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Gene Hackman Hann hefur leikid í yfir 40 myndum og hef ur afneitad stórum hl utverkuin í myndum eins og APOCALYPSE NOW og ORDINARY PEOPLE. Samt sem ádur hef ur gengið á ýmsu á leikaraf erli Haekmans þar sem skipst haf a á skin og skárir Þaö eru fáir sem ekki kannast við nafniö Gene Hackman. Þessi 53 ára bandaríski leikari hefur leikiö í fjölda mynda síðan hann kom fyrst fram á hvíta tjaldinu í myndinni Lilith áriö 1964. Hann sló þó ekki verulega í gegn fyrr en áriö 1967 þeg- ar hann lék í myndinni Bonnie and Clyde sem kempan Arthur Penn leik- stýrði. Þar lék hann m.a. á móti Warren Beatty og Faye Dunaway. Tveimur árum síöar. hlaut Hack- man mjög góöa dóma fyrir leik sinn í myndinni I Never Sang For My Father. Myndin, sem byggð var á samnefndu leikriti Robert Anderson, fjallaði um uppkominn mann (sem var leikinn af Hackman) er sá há- öldruðum föður sínum farboröa. Skapaði þetta oft á tíðum vandamál fyrir soninn ekki síst hvað varðaði samskipti hans viö annað f ólk. Sú mynd með Gene Hackman sem reglulega sló í gegn og flestir muna líklega eftir var THE FRENCH CONNECTION. Hún var gerð 1971 undir leikstjóm WiUiam Friedkin og fjaUaði um alþjóðlegan eiturlyfja- smygUiring með aösetur í New York og þrjóskan leynUögreglumann sem tókst að rjúfa hringinn. Auðvitað fór Gene Hackman með hlutverk lög- reglumannsins og fékk óskarsverð- launin það árið fyrir túlkun sína. Auk þess var myndin kosin besta mynd ársins, leikstjórinn vaUnn besti leik- stjórinn og handritshöfundurinn og klippari hlutu verðlaun fyrir að vera taldir bestir í sinni grein. Sígurá ógæfuhliðina Þótt lögreglumaöurinn í myndinni hafi verið kallaður Popeye Doyle var handritið byggt á frásögn Eddie Eg- an sem í raunveruleikanum kom upp um smyglhringinn. Þetta var hið mesta hörkutól og varð því Hackman að tUeinka sér sérstakt göngulag og atferU tU að ná persónueinkennum Egans. Lagði hann mikla vinnu í undirbúninginn enda hætti fólk eftir frumsýningu myndarinnar að gera greinarmun á Gene Hackman og svo Popeye Doyle. I augum þess var þetta einn og sami maðurinn. ,,Fólk hélt ég væri svona mikiU harðjaxl,” var haft eftir Hackman, „en það er eins fjarri sannleikanum og hægt er. Eg varð mjög undrandi yfir öllu þessu ofbeldi sem fylgdi starfi og lífi þessara manna. Eg hefði verið dauð- hræddur í þeirra sporum.” En þótt Hackman hafi orðið heims- frægur á svipstundu í FRENCH CONNECTION þá gekk honum erfið- lega aö fylgja eftir velgengni sinni. Hann var ekki nógu kröfuharður við val sitt á hlutverkum og lék því of oft í myndum í lágum eða meðalgæða- flokkum. Má þar nefna myndir eins og CISVO PIKE, PRIME CUT, sem sýnd var á sínum tíma í Hafnarbiói, og svo stórslysamyndina THE POSEIDON ADVENTURE. Allar þessar myndir voru meira eða minna mislukkaðar og fólk gleymdi Gene Hackman. Listrænar myndir Árið 1973 bauðst Hackman hlut- verk í myndinni THE CONVERS- ATION sem Francis Ford Coppola leikstýröi og er taUn af f jölmörgum kvikmyndaáhugamönnum ásamt undirrituðum ein besta myndin sem gerð var á árunum 1970—1980. Fjall- aði hún um einkaspæjara sem sér- hæfði sig í að taka leynilega upp samtöl eða kvikmynda stefnumót og var það síðan aðaUega notað í hjóna- skUnaðarmálum. Dag nokkurn, þeg- ar hann var að stiUa kvikmynda- og tónupptökubönd sín í skemmtigarði, varð hann vitni að samtali tveggja aðila sem voru að skipuleggja morð og samsæri. Hackman, í hlutverki einkaspæjarans, ákveður að kanna máUð nánar upp á eigin spýtur og áð- ur en hann veit af er hann flæktur í morðmál og valdatafl. I myndinni THE CONVERSATION er eitt frábært atriöi þar sem Coppola, með góðri hjálp Hackmans, leikur sér að áhorfendum með því að halda þeim stífum af spenningi i sætunum án þess að láta nokkuö merkUegt gerast á tjaldinu. Hack- man kemur að hálflokuðum dyrum hótelherbergis, fullviss um að innan dyra þess sé að finna Uk. Raunar er hann ekki einn um þá skoðun því aö með góöu handriti hafði Coppola tal- iö áhorfendum trú um það sama. Þegar Hackman ryðst inn í herberg- ið standa áhorfendur á öndinni og bíða eftir því að myndavélin finni lík- ið. En herbergið virðist tómt og áhorfendur draga andann léttara. Hvarerlíkið? En hvað var þetta? Það var ein- hver þúst undir rúmábreiöunni. Hackman gengur að rúminu, sviptir ábreiðunni af — en ekkert Uk, aðeins samanvöðlaður koddi. Aftur draga áhorfendur andann léttara. En þá stöðvast myndavéUn við baðher- bergisdymar sem voru í hálfa gátt. Svo þar var þá Ukið. Hackman ryðst inn í baðherbergið en Ukt og áður finnst ekkert Uk. Þó var nú ekki öll von úti því viti menn; plasthengið var dregið fyrir baökerið og með dálitlu ímyndunarafU mátti sjá móta fyrir mannsUkama þar bak við. Þetta var síðasti felustaðurinn þar sem bæði Hackman og áhorfendum gat dottið í hug aö fela heilt Uk svo nú náði spennan hjá báðum hámarki. En viti menn: Eftir að hafa dregið hengið snöggt frá reyndist baðkerið tómt. Ahorfendur fylgdust með hvemig Hackman slakaði á þegar hann hafði leitað af sér allan grun um að Uk fyr- irfyndist í herberginu og gerðu því slikt hið sama. Coppola hafði tekist að halda uppi spennu í myndinni í um 5—8 mínútur án þess að nokkuð markvert gerðist. En rétt áður en Hackman yfirgefur herbergið þarf hann aö bregða sér á salernið. Þegar hann reynir að sturta niður kemur í ljós að klósettið er stíflaö og upp flýt- urblóðidrifiðlak. Brennivín og fégræOgi Þótt THE CONVERSATION hlyti mikiö lof gagnrýnenda þá hlaut hún Gens Hackman i Mutvsrkl auðkýflngsins Jack McCann i myndinni Eureka sem Nicoias Roag laikstýrOi. UNDER FIRE gerist i Nicaragua þar sam Hackman leikur blaðamann sem dragst inn í pólitiska baráttu sandinista. H6r sést Hackman sam Jack leitinni stóð. an lifi meðan i gull- lélega aðsókn. Sama gerðist með næstu mynd Hackmans, sem bar heitið SCARECROW.sem Jerry Schtazberg leikstýrði. Hún hlaut einnig lof en litla aösókn. Siðan tók Hackman að sér hlutverk í myndinni LUCKY LADY þar sem hann lék eitt aðalhlutverkið á móti Liza Minelli. LUCKY LADY var rándýr í fram- leiðslu, hlaut ekkert lof og þar aö auki enga aðsókn. ,ílg varð mjög raunamæddur og þunglyndur eftir aö SCARECROWog THE CONVERSATION slógu ekki í gegn,” sagði Hackman í viðtali viö kvikmyndatímaritið American Film. „Eg fór að drekka. Ég taldi mig ekki vera alkóhólista en ég var farinn að fá mér tvö vodkaglös um kvöldmat- arleytið og skömmu síðar fylgdi ann- ar umgangur. Þá fór ég að segja við sjálfan mig: Eg mun á næstunni leika í myndum sem munu ganga vel og þá mun ég örugglega fara að græða peninga aftur. Þetta var hrein tálvon og gekk því alls ekki. Svona hlutir ganga hreint og beint ekki lengur. Þegar stóru kvikmyndaverin stjómuðu þessum iðnaöi í gamla daga og áttu öll kvikmyndahúsin gátu þau ráðið alveg hvaða leikara þau settu í aðalhlutverkin í myndum sínum. Fólk var t.d. tilbúið að sjá kvikmynd bara af því Clark Gable lék í henni. En svona hlutir ganga ekki lengur. Þess vegna lék ég í myndum (á borö við LUCKY LADY) til að spila upp á f járhagslegt öryggi en það reyndist mér síðar dýr- keypt.” Þáttaskil Með þessi sjónarmið í huga lék Hackman í tveimur fádæma lélegum myndum sem voru DOMINO PRINCIPLE (1977) og svo MARCH OR DIE (1977) sem einn af fram- leiðendunum stakk upp á aö yrði endurskírð og köUuð WATCH OR DIE ef það gæti hjálpaö upp á að- sóknina. Á þessum tíma lék hann einnig í myndinni NIGHT MOVES sem Arthur Penn leikstýrði og nú hefur verið sett í flokk með svoköU- uðum „Cult-” myndum. En í lok ársins 1977 urðu tímamót í lífi Gene Hackmans. Eftir að hafa hirt launaávísunina fyrir Ieik sinn í SUPERMAN I og II myndunum ákvaö hann að þetta gengi ekki leng- ur og dró sig í hlé. Hann seldi húsið sitt í Beverly HUls, fór aö stunda íþróttir og ferðast meðan hann safn- aði orku til að takast á við verkefni framtíðarinnar. Eftir tveggja og hálfs árs hvUd tók Hackman að sér hlutverk í gaman- myndinni ALL NIGHT LONG þar sem hann lék á móti Barböru Streis- and. Ekki hlaut myndin neinar sér- legar móttökur hjá kvikmyndahúsa- gestum en flestir voru sammála um að gaman væri að sjá Hackman á hvíta tjaldinu aftur. Crilsamtár En Hackman lætur ekki þar við sitja. I ár hefur hann leikið í þremur stórmyndum. Sú fyrsta er framleidd af MGM/UA og heitir EUREKA. Henni leikstýrir Nicholas Roeg og var hún sett á markaðinn fyrr á ár- inu. Líkt og fyrri myndir Roeg, eins og MAÐURINN SEM FELL TIL JARÐARINNAR og DON’T LOOK NOW, þá er EUREKA nokkuð sér- stæð mynd sem hefur yfirleitt hlotið góöadóma. Hinar tvær myndimar verða frum- sýndar í haust. Sú fyrri nefnist UNDER FIRE og fjallar um banda- riskan blaðamann sem hefur aðsetur í Nicaragua og fylgist með málunum þar. Er hér um að ræða mynd sem þræðir ekki ósvipaðar slóðir og MISSING sem sýnd hefur verið víða við góðar undirtektir. Það er Nick Nolte sem leikur á móti Hackman í þessari mynd en leikstjórinn er Roger Spottiswoode. Hin myndin er framleidd af Universal og kallast MISUNDERSTOOD og fjallar um samskipti sonar og föður. Það er Henry Thomas, barnahetjan úr ET- myndinni, sem leikur strákinn. Það verður gaman að fylgjast með hvort Gene Hackman nær sér aftur á strik. Hann hefur sýnt og sannað að hann er hæfileikaríkur leikari og þaö yrði mikill missir fyrir hina fjöl- mörgu aðdáendur hans ef hann ákvæðiaðdragasigafturíhlé. B.H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.