Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1983, Síða 12
12 Kókablöð eru ræktuð hvarvetna i Yngaz, sem er i austurhliðnm Andesfjalla. Torgið i þorpinu er góður þerrireltur. Við nlðursuðu kókalaufsins verður til hið illrtemda kókaín-lyf, sem ýmsir óprúttnir einstaklingar i Bólivíu smygla úr landi og græða vel á. Af tveimur ástæðum hefur þjóð- landið Bólivía — sem liggur inni í miðri Suður-Ameríku — verið nokkuð í heimsfréttunum síðustu mánuði og ár. Er önnur ástæðan stjórnarfarsleg, en vægast sagt erfiðlega hefur gengið að halda um stjórnartaumana í landinu á síðustu áratugum. t þá röska hálfa aðra öld, sem liðin er frá því að landið hiaut sjáUstæði, hafa lúdagar ríkisstjórna þess að jafnaði verið taldlr í mánuð- um, ef ekki þaðau af skemmra. Hin ástæðan fyrir því kastljósi sem f jölmiðlar hafa beint að Bólivíu er af öðrum toga spunnin; nefnilega gífur- leg kóka-ræktun í landinu, en kóka er nafn lauftegundar sem gefur af sér hið illræmda eiturlyf kókain—og smyglað er frá Bólivíu í stórum stil. Þessi kókaínverslun hefur á síðustu árum gefið tiu sinnum meira af sér en aðrar útflutningsvörur Bólivíu samaniagðar, og geta lesendur af þvi séð hve þessi lögleysa er stór þáttur af þjóðlífi Bólivíumanna. í eftirfarandi grein um þetta Suður-Amerikuriki sláumst við i för með tveimur norskum blaðamönn- um sem héldu fyrir skömmu til landsins með það að markmiði að kynnast aðstæðum þar og lifnaðar- háttum landsmanna af eigin raun. Skrif þelrra um Bóiivíu birtust í ný- legu heftl þýska timaritsins Stern og eru þau stytt hér lítillega í þýðingu. Bólivíska þjóöin á met á mörgum sviðum. Má til nefna stjómarrof, verðbólgu, lágmark vinnulauna og fleira. Stjórnarskipti kosta blóð Langtímaáform eru ekki svo auöveld í stjórnmálum landsins. Það verður mönnum skiljanlegt þegar starfsmaður í stjórnarráöinu í höf uð- borginni La Paz dregur upp mynd af framtíðarhorfunum af sömu sjálf- sögöu dapurlegu vissunni og menn sjá fyrir skammdegiö þegár vetur gengur í garð. Og í Bolivíu er hávetur í júlí. Þá lengist skugginn frá ljósastólpanum fyrir utan forsetahöllina í La Paz. I þessum stólpa hékk lik Gualbertu Villarroel forseta í heilt dægur eftir að stjórn hans hafði verið brotin á bak aftur í júlímánuði árið 1946. Hann var myrtur, skotinn til bana á skrifstofu sinni. Áberandi stjórnmáiamaður í Bóli- viu er næsta öryggislaus. Frá því þjóðin hlaut sjálfstæði sitt, seint á ni- tjándu öld, hafa orðið um þaö bil tvö hundmð sinnum stjómarskipti. Og iðulega hafa þau kostað blóð. Því undrar menn nokkuð aö alls era liðnir níu mánuðir frá því núver- andi forseti landsins tók viö af síðustu herforingjastjóm, haustið 1982, og aö hann fær enn að starfa i friði. Þvi mun furðulegra er þetta á bólivíska vísu aö þessi forseti er landskjörinn og aö stjóm hans starf- ar undir merkjum lýðræðis. Þessi lýðræöislega kjömi forseti ber heitið Hernán Siles Zuasco og er liðlega sjö- tuguraðaldri. Herinn aættir sig við lýðræði Varaforseti hans, vinstri sósíalist- inn Jaime Paz Zaumora, svarar því til hvers vegna stjóm Zuasco hefur átt svo langa lifdaga. „Það er rétt, að á liðinni tíð hefur vopnum oft verið beitt í stjómmála- deilum landsins. Nú horfir nokkuð ööruvísi við, að því leyti að svo virðist sem herinn, sem oftar en ekki hefur tekið landsmálin i sínar hendur, ætli að styöja við lýðræðið. Vera má að það stafi ekki af þvi að herforing jamir séu allir s vo sannlýð- ræðislegir í hug og hjarta, heldur vil ég ætla að þessir menn sjái sér bein- an hag í lýðræðisfyrirkomulaginu. Lýðræðið veitir þeim nokkra vissu um að róttækir minnihlutahópar landsins eiga erfiðara um vik en ella. Reynslan hefur sýnt þeim að skærur hafa eflst á þeim tímum þegar her- foringjastjómir hafa verið við völd, sem er á þeim stundum þegar æöstu menn hersins hafa þurft aö dreifa starfsorku sinni í það tvennt að stjóma þjóðinni svo og hemum. Lýð- ræðið gefur þeim að þessu leyti meiri möguleika til þess að sinna sinu eiginlega starfi og gefa sig þar með minna að stjómmálum. Ef þessi trú herforingjanna á lýðrasðinu eflist, getur hún oröið stórt skref til styrkt- ar þjóðlífinu og landsmálunum yfir- leitt. En ég dreg enga dul á að þetta getur líka farið á annan veg,” bætir varaforsetinn við, og verður þungt hugsi, eftir svip hans að dæma. „I þessu sambandi verður að gera greinarmun ó herforingjum Bólivíu og annarra Suður-Ameríkuríkja,” heldur Zaumora áfram. „I andstæöu við önnur ríki álfunnar eru bólivísku herforingjamir ekki upphafin stétt. Þvert á móti era þeir fátækustu her- menn Ameríku. Og viö stjómmála- mennirnir leitumst við að hafa gott samband og samstarf við þó. ” Skemmdarverk Jaime Paz Zaumora er einn af reyndustu stjómmálamönnum Bóli- víu sem haldið hefur lífi; hingað til. Hann er afmyndaður í framan eftlr flugslys í mars 1980 — en hann var einn af sex sem komust lífs af úr því slysi. I janúar 1981 voru átta af helstu samstarfsmönnum hans í vinstribyltingarhreyfingunni (Mir) myrtir. Morðin vora framin af óþekktum mönnum sem voru hand- gengnir þáverandi herforingja- stjórn. Einn voldugasti maðurinn i þeirri stjóm var Luis Arce Gomes. Zaumora og samferöamenn hans höföu tekið óheillavélina á leigu hjá honum. Líklegt þykir að samband sé á milli morðanna á samstarfsmönn- um Zaumora og flugslyssins sem hann lenti í, að um skemmdarverk Gomes hafi verið aö ræða. Fólkiö í Bólivíu ypptir öxlum þegar þetta flugslys ber á góma. Það kann ekki svar við því enda fær það lítiö að vita. Aree Gomes hélt áfram flug- starfi sínu eftir að hann var rekinn úr stjóminni af því að hann var kenndur við kókaínsölu. Hann kom á fót flugskóla að afloknum afskiptum af landstjórninni og átti þegar best lét ellefu flugvélar. Mikið af „flug- námi” hans fór fram í leiðöngrum til Kólumbíu og ferðirnar vora farnar frá strjálbýlinu í Austur-Bólivíu — þar sem kókalaufiö er ræktað i stórumstíl. Haustið 1982 fór Gomes í útlegð til Buenos Aires. Stjómin í La Paz hefur ekki farið fram á það að hann verði framseldur vegna meintrar kókaín- sölu úr landi. Hvers vegna? Astæðan er sennilega sú að stjómmálalegur griðaréttur hefur óhagganlega að- stöðu í Suður-Ameríku, af grundvall- arorsökum og vegna þess að ekki er svo auövelt að sjá fyrir hver þarf næst að njóta hans, ef til vill á næsta ári, viö næsta stjórnarrof. Gary Prado/Che Guevara „Þeir sem era undir vopnum eru i þann veginn að læra að lifa við Iýð- ræðisfyrirkomulagið,” segir Gary Prado, ofursti í bólivíska hernum. „Eftir að hafa verið svo lengi án lýð- ræðis er ljóst að þeir sem verða fyrir beinum áhrifum af breytingunni geta fundið þörf hjá sér til þess aö andmæla. En mikill meirihluti her- manna treystir á lýðræðislega þróun,” fullyrðir ofurstinn. Hann er ekkert smámenni í bóli- vísku samfélagi, þessi Gary Prado ofursti. I október 1967 var hann höfuðsmaður og bar ábyrgð á bar- dögum gegn skæraliðahópum í aust- anverðri Bólivíu. Skæruliðarnir vora undir stjórn einhvers þekktasta bylt- ingarforingja sögunnar, Ernesto Che Guevara. Það var Gary Prado sem tók Guevara til fanga og hafði örlög þessarar goðsagnapersónu þar með i hendi sér. Che Guevara mátti þola miklar pyntingar af hálfu Prado áður en hann afhenti yfirmönnum sinum hann, nær dauða en lífi. Daginn eftir var haldin sýning á líki byltingarforingjans fyrir blaðamenn heimspressunnar. Efnahagur í rúst En þrátt fyrir orö þeirra Zaumora og Prados þarf lýðræðiö í Bólivíu á fleiru að halda en játningum. Orðin ein duga vart til að það festi rætur i grýttri jörð landsins. Fyrst og fremst er efhahagsástandiö þannig að undirstaðan getur svikið þó svo að viljinn til umbóta sé nokkur. Fjárhagur Bólivíu fór út um þúfur árið 1982 ef svo má segja. A rúmu ári var gjaldmiðillinn (pesos) felldur úr 25 pesos í 212 miðað við dollarann. Það leiddi eftirfarandi af sér: Allur innflutningur, eða svo til, stöðVaðist og var ástæðan sú aö enginn gjaldmiðill var til að kaupa vörar fyrir. „Þetta er fyrsta mynda- vélaverslunin sem ég hef komið í þar sem verslunarmennirnir vilja kaupa af mér myndavél fremur en selja mér,” sagði Fjörtoft ljósmyndari (annar Norðmannanna sem áður var minnst á) þegar hann kom eitt sinn út úr búð í La Paz í ferðinni. Menn sem keypt höfðu bifreið með afborgunum áður en hranið varð ruddust inn á bílasölurnar og ógnuðu bilasölunum þegar þeir komust að því að mánaðarlegar afborganir, JaUne Paz Zanmora, varaforseti Bóltvfu, sem meöal annars er spjall- að við i greininni hér á siðunum. sem miðaðar voru við dollara, höföu fimmtánfaldast í bólivískri mynt. Laun námaverkamanns, sem era tólf þúsund pesos á mánuöi, sýna að þarna er um lágmarkslaun að ræða miðað við hinn vestræna heim, eða þrjátíu til fimmtíu dollarar á mán- uöL Verðbólgan 700 prósent Verðbólgan í Bólivíu á síðasta ári var um sjö hundrað prósent. Stærsti peningaseöillinn er hins vegar ekki nema 500 pesos. Og það er ekki mikil virðing borin fyrir honum sem sést best á því að seðlunum er vanalega raðað upp eins og spilakortum og þeir vafðir snæri eða þeim haldið saman með teygjuböndum. Sérstakt peningaveski þarf ekki til. Paz Zaumora varaforseti segir: „Fjárhagskreppan er að sjálfsögðu í DV, FÖSTUDAGUR 29. JULI1983. W- þann veginn að brjótast út í stjórn- málakreppu. Hún er sennilega enn meiri hjá okkur en í öðrum löndum Suður-Ameríku. En aðaldrættirnir eru engu að siður hinir sömu. Sem hrávöruútflytjandi er efnahagur Bólivíu einkar viðkvæmur. Þar að auki erum við augsýnilega vanþróað land. Og það sem verra er: Sá litli iðnaður sem fyrirfinnst í landinu er allur i molum. Sjötíu hundraðshluta þeirrar hrávöra sem við þörfnumst til iönaðar verðum við að flytja inn. En á því höfum við ekki ráð, okkur vantar dollara. Og ef allt er nefnt i þvi sambandi þá vantar okkur ekki neina smápeninga heldur fimm milljarða dollara ef dæmið á aö ganga upp.” Kókaínsmyglið er það arðvænlegasta Á einu hefur Bólivía þó hagnast — og þá sérstaklega fáir óprúttnir ein- staklingar — þó svo f jármál landsins séu i kaldakoli. Sá hagnaöur felst i ræktun kókalaufsins. Að rækta kókablöð er í sjálfu sér ekld ólöglegt i Bóliviu. Saklausir bændur rækta þau í akurblettum i snarbröttum hliðum Andesfjalla þeim megin sem sólar nýtur best. Þessi ræktun hefur veriö stunduö frá ómunatíð. Að tyggja kókablöðin dregur úr matarlyst, veitir vissa hressingu, ekki ósvipaö og kaffi- drykkja, en gefur lika ýmis efni svo sem fjörefni og eggjahvituefni. En þaö sem gerir kókaræktunina ólöglega er sú aðferð við vinnslu laufsins að niðursjóða þau til kókain- gerðar. Smygl kókaínsins frá Bólivíu nemur nú árlega frá fimm til átta þúsund dollurum, eða sem samsvar- ar allt að tiu sinnum hærri upphæð en fæst fyrir aðrar útflutningsvörar Bólivíu. Þess verður svo að geta að verð kókaínly fsins hækkar svo marg- falt eftir að því hefur verið komið úr landi, þannig aö gróði hinna ólöglegu útflytjenda er gríðarlegur. Og sá gróöi kemur þjóðinni ekki til góöa. Paz Zaumora varaforseti heldur þvi fram aö um þrjátíu þúsund bændafjölskyldur hafi aðaltekjur sínar af kókaræktinni og viö það bæt- ast hringverkanir af ýmsu tagi. En það er ekki svo mikið af andvirði kókalaufsins sem kemur Bóliviu til góða. Mikið af fénu hafnar í öðrum löndum af því að kókaínkóngarnir í Bólivíu festa fé sitt í fasteignum er- lendis eða þá þeir kaupa munaðar- vörur sem þeir svo smygla inn í landið þegar kókainflugvélar þeirra snúa aftur heim úr leiööngrum sínum. Þessarar velmegunar verða menn varir í ýmsum myndum í þeim bæjum Bólivíu þar sem helstu kóka- ínhöndlaramir hafa bækistöðvar sínar. Ein þessara borga er Santa Cras og þar gefur að líta nýtísku vél- hjól og gljáfægðar Mercedes-bifreiö- ir. En mönnum er ekki óhætt að koma of nærri eigendunum. Fylkis- maður í einu héraða Bólivíu, þar sem margir stórir kókaínsmyglarar hafa hreiðrað um sig, lýsti því yfir fyrir skömmu að i hluta umdæmisins væru vopnaðir flokkar kókaínmanna svo að ekki væri ráðlegt fyrir lögregluna að sýna sig þar eða skipta sér af því sem þar færi fram, hvað þá aðrir. Ekki vilja allir starfa ólöglega Testino Ventura, í smábænúm Las Mercedes, ræktar kóka, kaffi, sitrus- ávexti og banana á akri í snarbrattri hlíð i fjallinu Yungas. Hann er fús til þess að láta taka mynd af sér með kókanetiö sitt því að hann hefur leyfi til kókaræktunar. Hann segist fá greidda þrjú hundruö pesos fyrir hvert kíló, sem landstjórnin kaupir af honum. Ventura bætir þvi við að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.