Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1983, Blaðsíða 15
a gá ^fií h lb lB« J (■*fi DV. LAUGARDAGUR 27. ÁGUST1983. 15 Blóðugt er hljómfall f dansi Bróðir minn biksvartur dansar, blóðugt er hljómfall í dansi. Dimmt er og drungalegt myrkrið, döpur er nóttin og kvíðin. IMóttin er niðdimm og grætur, nýtísku rafljósin kvikna. Húsið er hálffullt af eimnum, hassmistrið virðist sem þoka. Tónlistin dunar og tryllir, töfrum og blóði slungin. Bróðir minn biksvartur dansar, bíður og dansar að nýju. Tónlistin blóðstokkin tryllir, töfrum og eldi slungin. Rautt skín hér rafljós í lofti, rennur sem blóð yfir múginn. Illur er eimur í lofti. Hassið nú skríður um heilann, hægfara eitur að störfum. Illgjarnt er ástvana Ijósið augun það særir og stingur. Býðst mér nú bikar af eldi. Blóðugt er hljómfall í dansi. Tfminn nálgast Tíminn nálgast, trúðu mér, taktu maður vara á þér. Bústinn ávöxt brátt bíta skulum í. Afl mun aukast þrátt og við beitum því. Tíminn nálgast, trúðu mér taktu maður vara á þér. Ei við erum trygg, öllu fremur hrygg, gröm við reykjum gras grimmdarlegt er fas. Nú skal engu eira hér, ötum allt í dreyra hér. Vinur, taktu vara á þér. Tíminn nálgast, trúðu mér, trúi ég skuggi fylgi þér. Þér bregður er ég birtist hér. Allt um seinan orðið er. Ég ykkur vörnuð bauð. í dyflissu þið dengduð mér. Ég drengjum vörnuð bauð. Við aftöku hans Oluwale ég ykkur vörnuð bauð. Joshua Francis flengduð þið. Ég flokknum vörnuð bauð. Er ofsóttuð þið unglingsgrey ég ykkur vörnuð bauð. Mér þrýst var áðan upp að vegg. Ég ykkur vörnuð bauð. Þið sjáið eld í augum mér sem áður voru dauð. Illska og reiði út nú brýst, ógn og skelfing af því hlýst. Ekki stoðar iðrun nú. Ég ykkur vörnuð bauð. Línton Kwesi Johnson fyrir framan pfakat af Darcus Howe. Darcus, ritstjóri Race Today, sat i fangeisi og er krafist lausnar hans á plakatinu. Sturlun Sturlun . . . sturlun . . . Sturlunin lýðinn stælir, biturð nú enginn bælir. Hún brýst fram. Blóðið rauða rennur. Af grimmd og geig það brennur. Fimm eru nætur funa og ógnar. Hvöss er egg sem hatursauga. Hún mun ná til flestra tauga. Geisar stríð hjá götulýð: Sturlun . . . sturlun . . . stríð. í Brixton var víst byrjað, þar kröftugt lag var kyrjað. Músík þá enginn mærir, hávaðinn alla ærir. Músíkin slæm og meiðir eyra og töffarar slást og engu eira. Æskan vill nú ekkert heyra. Geisar stríð hjá götulýð Sturlun . . . sturlun . . . stríð. Frá Sheperd's krá við segjum nú sögu um næstu nótt: Föstudagsnóttina fögru, full var þá landsins drótt. Vínið og vímugjafar veitt var þar utan stans, og hljómfallið heimtaði dans. Tónlistin hávær truflast og deyr. Bragða nú hnífseggjar blóð í blásvörtu myrkri. Geisar stríð hjá götulýð: Sturlun . . . sturlun . . . stríð. Þriðja var nóttin við ána, réttfyrir utan Regnbogakrána, Brown var þar inni, syrgjandi sál, lýðurinn úti með leiftrandi stál, kominn af harðstjórum heiðnum. Allir sem nokkurt áræði sýna eru nú lamdir í hasti, höndin hreyfist í kasti: stunga og stunur og sár. Hnifseggin hratt hér af stalli og hrækti upp kúgunargalli. Löggur nú liggja hér særðar, logar nú réttlætis stríð. Fjórða nótt byrjar með blús, flest er víst dansfólkið dús. Hitnar oft blóðið við blús. . . . brothljóð! Lýðurinn ræðst nú á rangan stað, vindurinn leikur með visið blað. Sárið hans Leroys er Ijótt. Löng var sú ógnarnótt. . Sagt skal flest um fimmtu nótt. Um dyrnar gekk þá hefndin hljótt, stillt og rótt. . . svo heyrðist högg, fann nú höfuð flöskulögg, flest þá mátti brotna. Óttast hann nú um sitt líf, finnur hönd og finnur hnif finna háls. Óðar renna elfar blóðs fyr eggjum stáls Geisar stríð hjá götulýð: Sturlun . . . sturlun . . . stríð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.