Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1983, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1983, Side 17
DV. LAUGARDAGUR 27. AGUST1983. 17 Bílar Bflar Bflar Bflar Bflar mm. - n iNgíi^.A \ Með BMW 524td er kominn nýr keppinautur á ört vaxandi markað dísilbila sem eiga að bafa sömu aksturseigin- leika og bensínbilar. BMW 5241 «1: Turbodísil Fyrir tíu árum var hlutfall dísilbíla af fólksbílum aðeins fjögur prósent í Vestur-Þýskalandi. I fyrra hafði þetta hlutfall aukist í yfir 15%. Svipuð þróun hefur átt sér staö í flestum öðrum ríkjum Evrópu og í Bandaríkjunum en á sama tíma hefur nýskráöum bílum fjölgaðtífalt. Aðalástæðan fyrir vinsældum dísil- bíla er hagkvæmni þeirra þótt hér á landi komi þetta ekki eins vel út vegna skattlagningar. Þessi hagkvæmni galt þó þess að dísilbílar hafa fram til þessa ekki verið eins sprækir og bílar meö bensínvélum af sömu stærö. Forþjappan, eöa turbo, hefur átt sinn þátt í að gera dísilvélina sprækari, togað meira afl út úr vélinni. Þetta hafa margir bílaframleiðendur gert við dísilvélar sínar bæði í stórum vinnuhestum og í fólksbílum. Volvo kom með turbodísil í nýja 760 bílinn og Citroén í CX bílinn. Nýjasti bíllinn á þessu sviði er hinn nýi BMW 524td. Vélin í 524 er byggð á þrautreyndri sex strokka vél sem fram aö þessu hefur verið í 3- og 5-línunni frá BMW og með rúmtaki 2,0 til 2,7 lítra. Turbo og útborun á sog- og útblásturs- greinum tryggir mikla hagkvæmni. Með rúmtaki upp á 2,4 lítra og 115 hest- öfl (85kW), togafli 210 Nm við 2400 snúninga þá gefur þessi vél gott afl. Aksturseiginleikar 524td eru sagðir góðir. Það tekur aðeins 12,9 sekúndur að fara frá 0 og upp í 100 km hraða. BMW disil — eðlileg þróun Á síðasta ári framleiddu BMW verk- smiðjurnar meira en 377 þúsund bíla. Velgengnin byrjaði árið 1962 meö hinum nýja BMW 1500, sem var fram haldið meö 02 línunni og síðar 3, 5, 6 og 7 línunni. 1982 var enn bætt um betur og bætt við nýjum bíl 525e og nú í ár þriðju kynslóöinni, 524 turbo dísil. Þessar tvær nýju linur eru til að mæta þeim kaupendum sem áður fengu ekki óskir sínar uppfylltar í þeim gerðum sem voru á framleiöslulínum BMW. Dísilvélar hafa oft þótt leiðinlegar vegna þess að þær þarf að hita áður en gangsetning í kulda getur átt sér stað. Tæknimönnum BMW hefur tekist að stytta þennan tíma verulega þannig að aöeins þarf að hita vélina í 8 sekúndur —hrad- skreiðasti dísil- bfllinn? þótt hitastigið sé aðeins 0 gráður. Við- vörunarljós sýnir hvenær vélin er til- búin til gangsetningar. Sé hitastigið yfir 60 gráður á kælivatni vélarinnar má setja hana strax í gang líkt og bensín- vélar. Þessi dísilvél þykir sérlega lágvær og með hjálp turbosins þá svarar hún mjög líkt og bensínvél í akstri. Forþjappan flytur vélinni 40% meira loft og gefur vélinni meira afl og tog- kraft. Byggingarlag 524td er byggt á fimm- línunni en þó er hér ekki um aö ræða „bensínbíl með dísilvél” heldur var bíUinn endurhannaöur aö verulegu leyti tU að mæta kröfum dísUútfærsl- unnar. MikU áhersla var lögð á að fyrirbyggja titring og hávaða frá vél- inni. Fimm gíra gírkassinn sem er „standard” hefur verið hannaður tU að mæta lægri snúningshraða og jafn- framt afUnu sem turboið gefur. Þeir hjá BMW telja sig hafa komið fram meö bU sem sameinar kosti dísU- og bensínbUs og nú er að sjá hvemig tU hefur tekist og getur reynslan ein skorið úr. -JR. BUlinn er að útliti eins og „f imm-línan” en endurhannaður að verulegu leyti tU að mæta disUvélinni. Þannig vinnur forþjappan — TU hsgri er blöndungurinn, næst skófluhjól for- þjöppunnar, þá soggrein og mótorinn. Þannig vlnnur forþjappan Fleiri og fleiri bílar bjóðast nú með turbo eða forþjöppu sem gefur vélun- um verulega aukið afl. Tvær gerðir eru aðaUega af forþjöppum, önnur er knú- in beint af snúningi vélarinnar en hin er knúin túrbínu sem fær afl sitt af út- streymi útblástursloftsins frá vélinni. Forþjappan, sem er nokkurs konar skófluhjól, er knúin beint frá vélinni t.d. með tenntri reim. Hún snýst því ávaUt með og þjappar saman blöndu lofts og eldsneytis svo aö stimplarnir fá verulegt „spark”. Aukningin á afl- inu er á mUU 30 og 50% svo þaö munar um þjöppuna. Forþjappa af þessari gerð gefur aukið afl við lágan snún- ingshraða og léttan og jafnan akstur. Forþjappan heimtar að vísu sitt afl, um tíu prósent af vélarafUnu fer í að knýja þjöppuna. Hið eiginlega turbo, eða túrbínan, tekur ekkert afl frá vélinni. Hún er knúin af útblæstri vélarinnar sem ekki nýtist tU annars en að óhreinka loftið í kringum okkur. Utblásturinn er hægur við lágan snúningshraða en eykst þegar gefiö er inn. Túrbínan er ekki annað en for- þjappa, sambyggð túrbínu. Túrbínan situr á öðrum enda öxuls en forþjapp- an á hinum. Utblásturinn kemur i stað reimdrifsins á beintengdum forþjöpp- um. Túrbínuknúnar forþjöppur þykja á margan hátt skemmtilegri því þær skila sínu afli best þegar menn vilja helst fá aukaaf 1 út úr véUnni. Enn sem komið er þá eru turbobílar verulega dýrari en þróunin er slUi að aUt bendir tU að þeir verði ódýrari á næstunni. ÞeU- fá aukið afl án þess að útheimta mikla orku. Það má segja aö turboið sé það næsta sem viö höfum komist eUífðarvéUnni svoköUuðu. i:itl hundrað þiisund dísilbflar frá Volvo BMW 524 td: Lengd: 4620 mm Gírkassi: fimm gira eða fjögurra gíra sjálfskipting. Breidd: 1700 mm Fjöðrun: sjálfstæð á öUum hjólum. Hæð: 1415 mm Bremsur: diskar að framan/skálar aö aftan. Þyngd: 1300 kUó Hjól: 175HR14/51/2 X14. Snúningsradíus: 10,9m. Vél: 2443 rúmsentimetrar. 115 hestöfl (85 kW) við Eyðsla: Við 90 km meðalhraða, 5,2 lítrar, innanbæj- 4800 snúninga. Þjöppun 22,0:1. ar 9,0 lítrar. Af þeim bUum sem keppa um mark- aöinn þegar til dýrari dísUbíla kemur er Volvo 760 turbo dísil. Volvo kynnti fyrst dísUvél í fólksbílum sínum í 240 gerðinni árið 1979 og síðar turbo dísil í 760 gerðinni. Verksmiðjurnar urðu fyrstar tU að koma fram með fjölda- framleidda sexstrokka dísilvél. „Þaö að bæta dísdvéUnni við þær vélargerðir sem við bjóðum upp á hefur opnað dyrnar fyrir nýjum kaup- endum, segir Hákan Frisinger, aðal- forstjóri Volvo. Sala disUbíIa hefurstöðugt aukist frá Volvo og árið 1982 seldust samtals 26 þúsund bílar. Þar af voru 2000 760 turbo dísU. Þegar turbo dísilvélin kom fram þá var boðið upp á dísUvél sem býður upp á sömu eiginleika og bensínvél. Vél sem að mörgu leyti samsvarar því sem BMW hefur nú kynnt í 524td bíl sínum sem sagt er f rá hér tU hUðar. Sala dísilbíla frá Volvo gengur best á Italíu og í Bandaríkjunum, þessi tvö lönd skara fram úr en önnur lönd eins og Frakkland og Vestur-Þýskaland koma þar fljótlega á eftir. Sala d 'sil- lilafer að sjálfsögðu mikið eflir því hvemig verðmunur er á milli bensíns og disUolíu i viðkomandi landi. Nú nýlega var eitt hundrað þúsund- asti dísilbillinn frá Volvo afhentur við hátíðlega athöfn á ItaUu og var aðal- forstjóri Volvo þangaö kominn til að afhenda hinum nýja eiganda lykl- ana. Hér tekur Alberto Barorelli við lyklunum að hundrað þúsundasta dísUbUnum frá Volvo, 760 GLE turbo dísU, frá Hákan Frisinger, aðalforstjóra Volvo, og Thomas Malm, forstjóra Volvo á ítalíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.