Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1983, Side 12
12
DV. LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST1983.
Þorsteinn Svavar Mckinstry, Reykjavík, sendi hana þessa og mætti hugsa sér að krakkarnir séu að dorga.
Sumurmyndukeppni DV
Þá er búið að velja fyrstu litmyndirnar til birtingar í Sumarmyndakeppni DV 1983.
Eins og sjá má þá eru börn vinsælt myndefni og þótti því alveg tilvalið að helga því
efni fyrstu opnuna. Þátttaka i keppninni er eins og í fyrra mjög góð. Þótt ágúst sé
senn liðinn þá gefst enn tími til að senda mynd eða myndir því Sumarmyndakeppn-
inni lýkur 10. september. Enda er engin ástæða að hika því að glæsileg verðlaun eru í
boði fyrir bestu myndirnar.
Keppninni er skipt í tvo flokka, litmyndir og svarthvítar myndir. Fimm verðlaun
eru veitt í hvorum flokki og eru þau hin sömu í báðum flokkum, Pentax myndavélar
og úttekt á Fujicolorlitfilmum frá versluninni Ljósmyndavörur, Skipholti 31.
Fyrstu verðlaun í hvorum flokki eru Pentax ME Super myndavélar. önnur
verðlaun í báðum flokkum eru Pentax PC35AF myndavélar. Þriðju, fjórðu og fimmtu
verðlaun eru úttekt á Fujicolorlitfilmum að upphæð krónur 2000.
Það ber að brýna fyrir mönnum að senda frimerkt umsiag með myndum sínum
svo hægt sé að endursenda myndirnar. Auk þess skulu myndirnar merktar með
nafni og heimilisfangi á bakhlið hverrar myndar. Myndirnar skulu síðan sendar rit-
stjórn DV, Síðumúla 12—14, 105 Reykjavík, merktar „Sumarmynd". Heimilt er að
senda fleiri en eina mynd í keppnina, hvort sem er lit- eða svarthvíta mynd.
-SLS.
Þessi mynd af stúlkum úti á akri er ónafngreind, en sendandi myndarinnar er Bjarni Þjóðieifsson, Reykjavík.
„í skjóli trjánna” heitir þessi skemmtilega mynd. Höfundurinn er Nanna S.
Bjarnadóttir, Akureyri.
Oskar Jónsson, Reykjavík, sendi þessa mynd sem hann kallar „í leit að sól”.