Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUGARD AGUR 27. ÁGUST1983.
Popp
Popp
23
Popp
Popp
Popp
þýöir að kveina eða harma). I fyrstu
starfaði með þeim söngvarinn Junior
Braithwaite sem neyddist til að
hætta er fjölskylda hans fluttist til
Bandaríkjanna. Auk þess tvær söng-
konur, Rita (verðandi eiginkona
Marleys) og Beverley Kelso (um af-
drif hennar er ekki vitað).
Þremenningamir vöktu brátt nokkra
athygli á Jamaica. Peter Tosh var
stór og mikill, kjaftfor og róttækur í
skoðunum, Bunny innhverfur og
hugsandi og Marley lagasmiður og
forsvarsmaður. Wailers voru í fyrstu
taldir hljómsveit ruddamennanna,
vændiskvennanna, áflogahundanna
og strætislýðsins.
Hljómsveitin fékk samning við lítið
plötufyrirtæki í Kingston, Beverley
Records, og í fyrstu léku þeir, þótt
ótrúlegt megi virðast, létta, trúar-
lega popptónlist, oft í ætt við gospel.
Robert Nesta Marley fæddist í
smáþorpinu St. Anne á Jamaica
þann 6. febrúar 1945. Hann var sonur
innfæddrar konu, Cedellu Booker, og
bresks sjóliðsforingja sem var horf-
inn á braut er Marley kom í heiminn.
Marley ólst upp aö mestu í fátækra-
hverfi Kingston er nefnist Trench-
town og snemma munu tónlistar-
gáfur hans hafa komið í ljós. Hann
fæddist inn í trúaða fjölskyldu sem
tilheyrði rastasöfnuðinum. Rastatrú-
in byggir á þeirri vissu að svarti
kynstofninn eigi rætur sinar að rekja
til konunganna Salomons og Davíös
sem aftur munu vera afkomendur
Jakobs. Rastarnir eru einnig þess
fullvissir að vilji guðs sé sá að allir
svertingjar búi í Afríku, það sé hin
eina eiginlega fósturjörð negra.
Rastarnir (eða dreadlokkamir,
kenndir við slöngulokkana) trúa því
að auki að fyrrum Eþíópíukeisari,
Haile Selassie, hafi verið Rasta holdi
klæddur. Hann hafi átt að leiða
blakka kynstofninn til fyrirheitna
landsins í Afríku þar sem þeir
byggju í sátt og samlyndi. Rastarnir
boöa frið og neita afskiptum af
stjórnmálum í eiginlegri merkingu.
Þeir krefjast raunar fullra
lýðréttinda negrum til handa. Þessi
trú var inntakið í öllu því sem Bob
Marley tók sér fyrir hendur, í það
minnsta á síðari hluta lifshlaups
síns. Sem unglingur afneitaði hann
Rasta og hélt því fram að trúin væri
aðeins tæki heimsvaldasinna til aö fá
blakka til aö sætta sig við kjör sin.
En smám saman frelsaöist Marley.
Það sem varð til að fullvissa hann
um réttmæti rastatrúarinnar og inni-
lega ást Rasta voru alvarleg veikindi
sem hann átti við að stríða. Skömmu
áður en Bob Marley & The Wailers
slógu rækilega í gegn á Vestur-
löndum um miðjan síðasta áratug
kom í ljós að Marley gekk með
krabbamein. Hann lét sig hverfa og
margir hugðu hann hafa leitað til
Eþíópíu eftir friöþægingu. Leið hans
lá hins vegar á frægt krabbameins-
sjúkrahús í Vestur-Þýskalandi þar
sem færustu sérfræðingar fóru um
hann höndum. Læknar höfðu
reyndar sagt honum áður að hann
ætti skammt eftir ólifaö. En á
sjúkrahúsinu náði Marley sér á
furðuskömmum tíma. Sumir töluðu
um kraftaverk, þar á meöal Marley
sjálfur. Eftir það var hann sannfærð-
ur um að Rasta vekti yfir öllum hans
gjörðum og leiddi hann um lífsins
braut. Það fór hins vegar ekki fram
hjá neinum að afturbatinn myndi
aðeins verða tímabundinn.
Hverfum þá til baka aftur í
tímann. Þegar á unglingsárum hafði
tónlistin náð tökum á Marley. Móðir
hans leist hins vegar illa á framtíð
fátæks svarts tónlistarmanns og
heimtaði að hann læröi einhverja iðn.
Fyrir valinu varð rafsuða. Á
verkstæði vann hann siðan um skeið
með reggaesöngvaranum Desmond
Dekker sem síðar átti eftir aö ná
töluverðum vinsældum í Bretlandi.
Það var einmitt Dekker sem dró
Marley inn í stúdíó þar sem hann tók
upp sitt fyrsta lag; Judge Not. Þá
var Marley 15 ára.
Skömmu síðar stofnaði Marley
ásamt tveimur félögum sinum, þeim
Bunny Livingstone og Peter Machin-
tosh (Peter Tosh) hljómsveitina The
Wailers (af sögninni to wail sem
Bob Marloy
Ferill reggaesnilllngslns rifjadur upp
Fyrri hluti
Þann 11. maí síðastiiðinn
voru liðin tvö ár frá andláti
reggaekonungsins Bob
Marley. Með Marley féll frá sá
tónlistarmaður sem gert hafði
reggaetónlistina að því sem
hún er í dag; einum helsta
áhrifavaldi alþýðu- og dægur-
músíkur heimsins, liggur mér
við að segja, en þá skírskota ég
aðeins til Vesturheims. Saman-
ber að við nefnum sögu vest-
rænnar menningar mannkyns-
sögu. Þrátt fyrir þessa
staðreynd (það er að Marley lést
fyrir 2 árum) kom nýlega á
markað breiðskífa með eldri
upptökum Bob Marley & The
Wailers, Confrontation, sem
vissulega sannaði enn einu
sinni að enginn reggaemúsík-
ant hefur komist með tærnar
þar sem Marley hafði hælana.
Helgarpoppið í dag verður
helgað sögu Bob Marley og
ekki dugar ein síða undir þá
sögu þótt stiklað sé á stóru. Hér
birtist því fyrri hlutinn og hinn
seinni að tveimur vikum liðn-
um.
Síðar komust þeir í kynni viö
Coxone nokkum Dodd, frægan
prúsent og ryþmista, sem kom þeim
á reggaebragöið. Dodd fórnaði fyrir-
tæki sínu á altari Wailers með þeim
afleiöingum að fyrirtæki hans varð
gjaldþrota árið 1966. Þá var komið
að Wailers að borga fyrir sig. Þeir
sendu frá sér hvert hitlagið á fætur
öðru og nægði það Dodd að koma
fótunum undir fyrirtæki sitt á nýjan
ieik. Uppgangurinn var svo mikill að
hver meðlima Wailers fékk væna
fúlgu í vasann. Ölvaður af ánægju
fluttist Marley til Bandaríkjanna
ásamt móöur sinni og fékk vinnu í
einni af bílaverksmiðjum Chrysler.
Einn daginn fékk Marley boð um að
ganga í herinn og halda til Víetnam.
Hann hafnaöi boðinu. Er hér var
komið sögu var Marley orðinn þátt-
takandi í réttindabaráttu blökku-
manna. Hann neitaði þó enn um sinn
alfarið að beita valdi í þeirri baráttu.
Aftur lá leið hans til Jamaica. Þótt
Marley hefði náð þar umtalsverðum
vinsældum átti hann í erfiðleikum
með að rífa sig upp. Hann reyndi,
ásamt félagögum sínum aö koma á
fót plötufyrirtæki, Wailing Soul, sem
fór á hausinn vegna lélegrar
skipulagningar.
Árið 1969 hófst samstarf Wailers
og Lee Perrys sem áður hafði unnið
fyrir Dodd. Perry gaf út þrjár breið-
skífur fyrir Wailers á eigin merki,
Upsetter, og voru þær meðal annars
gefnar út í Bretlandi (Soul Rebels,
Rasta Revolution og African Herbs-
man). Á þessum tíma lágu saman
leiðir Wailers og bræðranna Carly og
Aston Barrett, trommara og bassista
og gerðust þeir ryþmasveit Wailers.
Árið 1973 urðu straumhvörf í sögu
Bob Marley og félaga hans. Það ár
komust þeir á samning hjá Island út-
gáfufyrirtækinu en þar réð ríkjum
Chris Blackwell sem hafði óbilandi
trú á Marley og reggaetónlistinni. Að
hans tilhlutan fengu The Wailers
ótakmarkaðan upptökutima í stúdíói
á árinu 1973. Afraksturinn varð
breiðskífan Catch A Fire. Þessi plata
var vandaöasta reggaeplata sem
gerð hafði verið og vestrænir
dreifingaraðilar og neytendur voru
ekki lengi að taka við sér. En um líkt
leyti hljóp snuröa á þráð Wailers.
Samstarf félaganna þriggja var á
enda. Bunny vildi snúa til baka og
hreiðra um sig í ró og næði og reykja
sitt hass. Tosh vildi reyna sjálfur,
fannst hann standa i skugganum af
Marley. Einn míkrafónn er ekki
nógu stór fyrir tvo var haft eftir
honum.
Hróður Marley barst nú víða.
Mest munaði um lagið I Shot The
Sheriff sem Eric Clapton gaf út á
plötu 1973 (461 Ocean Bouleward) og
náði miklum vinsældum. Árið 1974
ákvað Marley að endurvekja Wailers
og nú fékk hljómsveitin nafniö Bob
Marley & The Wailers. Framhald að
tveimur vikum liðnum. -TT.