Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 221. TBL. —73. og 9. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 1983. Krabbaveiðimenn frá Bandaríkjunum: Kanna mögu- ieikaáveiémn viðísland — sjábls.2 „Alþýðuflokk- urínnhefði haftgóðáhrífá ríkisstjóm- ina” — sjá bls. 5 Réttaðímiðri vikurauðninni — sjábls. 11 Allirfírðir fulfírafsíld — sjábl.5 Laxá strönduð — engin hætta á ferðum Flutningaskipið Laxá strandaði í gærkvöldi suðaustur af Fríörikshöfn á Skagen i Danmörku. Situr skipið fast á sandrifi og þvi vonast til að skemmdir séu litlar. Engan sakaði um borð við strandið og gera menn sér vonir um aö hægt verði aö ná skipinu á Oot í dag. Það var um klukkan tíu í gær- kvöldi að dönskum tima að flutninga- skipið Laxá, sem var á leið frá Gautaborg til Álaborgar, tók niðri á sandrífi um 2,5 sjómílur norður af eyjunni Lesö, sem er suðaustur af Friðrikshöfn. Veður var gott er þetta gerðist og óvíst hvað olli strandinu. Enginn leki kom að skipinu og er því farmur skipsins, 350 tonn af vörum, óskemmdur. Engan sakaði heldur af tólf manna áhöfn skipsins. Dráttarbátur er á leið á strand- staöinn og er vonast til að hægt verði að ná skipinu á flot í dag. Verða skemmdir kannaðar og sést þá hvort nauðsynlegt reynist að senda skipið í slipp. Veðurspáin fyrir svæðið þar sem Laxá strandaöi er góð og ætti því veður ekki að hamla björgunaraö- gt rðum. Erfiðleikamir munu helst vera fólgnir í því að lítill munur er þama á flóði og f jöru. Engin hætta er á ferðum þótt það dragist eitthvað að ná skipinu á flot, það stendur vel og þótt veður versni er engin hætta á að illa fari. Skipstjórí á Laxá er Sig- urður Leifsson. -SÞS. Sjávarútvegsráðherra skýtur fjármálaráðherra ref fyrirrass ísölu ríkiseigna: „Við höfum ákveðið að selja Hafþór og munum auglýsa hann til sölu alveg á næstu dögum. Hann veröur seldur án veiðarfæra og haf- rannsóknabúnaöar og hafa mjög margir þegar sýnt áhuga á að kaupa skipið," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra í viötali við DVígær. Er hann var spurður hvort skipið yrði ef til vill selt til einhver staðan Hafrannsóknaskipið Hafþór er til sölu sem væri orðinn ofarlega á biðlista eftir skuttogara svaraði hann: „Við erum að auglýsa skipið til að sjá hvað við getum fengið fyrir það og hversu góðan kaupanda við getum fengið.” I kjölfar þessarar sölu stendur til að endurbæta Áma Friðriksson og Bjarna Sæmundsson svo þeir verði vel hæfir til að þjóna sínum hlutverk- um áfram. Síðar stendur til að selja Dröfn, eða um það leyti sem nýtt skip úr hinu svonefnda raðsmíða- verkefni bætist í flota Hafrannsókn- ar. Þá mun stofnunin hafa yfir að ráða þrem góðum skipum, tveim endur- bættum og einu nýju, og taldi Halldór að reksturinn yrði mun hagkvæmari ennú. Ekki vildi Halldór beinlínis meina að sala Hafþórs þýddi enn aukna sókn: ,,Hann hefur nokkuö verið leigður til fiskveiöa og þar sem við tökum við einu raðsmíðaskipinu mun það ekki fara á veiðar.” Ákvörðun um sölu Hafþórs var tekin í sjávarútvegsráðuneytinu, að frumkvæði þess, svo Halldór virðist vera að skjóta fjármálaráðherra ref fyrir rass í beinharðri sölu ríkis- eigna. -GS. Húsasmiðurinn Bjarni Karlsson má teljast heppinn að ekki fór verr þegar djúpur skurður, á þriðja metra á dýpt, hrundi saman í gær. Bjarni var að tengja regnvatnsrennu við frárennslislögn þegar skurð- bakkinn gaf sig. Um leið og mölin skreið yfir hann tókst honum að krafla sig upp. Fargið fór því ekki alveg vfir hann heldur upp að brjósti. Þannig sat smiðurinn fastur í hálfa klukkustund undir hús- vegg Taungarðs, húss tann- læknadeildar Háskólans. Með aðstoð vélskóflu tókst lögregl- unni að létta af honum farginu og bjarga honum úr prísund- inni. -KMU/DV-mynd: S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.