Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Qupperneq 3
ÐV. MIÐVKUDÁGUR 28 ’ SEPTOMBÉR1983. 3 Gunnar Krístínsson við listsköpun sína. Norræna húsið: TAM-tam og gongs f rá Kfna og Burma A fimmtudagskvöldið heldur Gunnar Kristinsson tónleika í Norræna húsinu og verða þeir með nokkuð nýstárlegu sniði. Með hljóðfærasafni sinu, sem er eitt það stærsta í einkaeign á Islandi, reynir Gunnar að nálgast tónlistina á annan hátt en vanalega tiökast meö þaö fyrir augum að sýna hlustendum og áhorfendum hið sanna eöli tónlistar. I hljóðfærasafni Gunnars er meðal annars að finna tam-tam og gongs ættuð frá Kina, Thailandi og Burma, hlemmlaga málmhljóöfæri þar sem málmurinn er hamraður og spenntur, flatar klukkur frá Asíu og krukkur sem bæöi má slá og strjúka. Þá má nefna pákur, bambushljóðfæri og viðarflaut- ur alls konar. Með öllu þessu og fleiru til reynir Gunnar að tjá hina ýmsu eölisþætti tónlistar og huga. Þessi gerð tónlistar hefur skotið rótum víða á meginlandi Evrópu en er nær því óþekkt fyrirbæri hér á landi. Gunnar Kristinsson hefur lagt stund á tónlistarlækningar í Vínarborg í þrjú ár, haldið bæði einleikstónleika og leik- ið með öðrum erlendis og notar enga rafmagnsmögnun. Áhorfendur sem mæta í Norræna húsinu á fimmtudagskvöld eru beðnir um að leggja vel við hlustir þvi þegar vel tekst til renna gestir og tónlist samaníeitt —þóekkiaðeilifu... -Em. Brunavamir fyrirtækja í ólestri: EKKI SVIK.OG fjárekortur, UNDANBRÖGÐ 3ESST ,,Það er rétt, við höfum skoöaö fjöl- mörg fy rirtæki og vinnustaði með tilliti tU brunavarna og noidtur frysti- og sláturhús eru undir smásjánni vegna ónógra brunavarna,” sagði Þórir HUmarsson brunamálastjóri í samtali við DV í gær í framhaldi af frétt blaðs- ins um fyrirhugaðar dagsektir og jafn- vel stöðvun fyrirtækja vegna skorts á brunavörnum. Brunamálastjóri sagöi þaö vera gömlu húsin sem væru hvað verst viðureignar, mörg frystihús sem byggö hefðu verið fyrir mörgum árum og síöan stækkuð, jafnvel margsinnis án þess að brunavömum væri sinnt sem skyldi, væru varhugaverð. Einnig væru umbúöageymslur frystihúsanna þar sem mikiU pappi væri samankom- inn oftast ekki nægilega vel varðar. „Við skuhim samt ekki líta framhjá þvi að grettistaki hefur verið lyft í þessum efnum á undanförnum árum,” sagði brunamálastjóri, „arkitektar og aðrir byggingaraðUar taka nú mun meira tiUit tU þessara þátta en þeir gerðu fyrir aðeins 3 árum. Einnig er Brunamálastofnunin nú mun öflugri en áður eftir að tekjustofnar hennar vom auknir um nær því helming með lögum sem sett voru 1982 og starfsUði auk þessfjölgað.” Ekki reyndist unnt að fá upplýsingar um hvaða fyrirtæki það em sem ekki sinna brunavömum sem skyldi en að sögn brunamálastjóra virðist beint samband vera á miUi erfiðs fjárhags fyrirtækja og endurbóta í bmnavöm- um. „Hér er ekki um að ræða svik og undanbrögð forráðamanna fyrirtækja heldur frekar f járskort því brunavam- ir geta kostað mikið, jafnvel svo að betra sé að byggja nýtt,” sagði Þórir Hilmarsson. -EIR. Vetrarstarf skáta að hefjast Vetrarstarf skáta er nú senn aö hef jast víðast hvar um landið. Innrit- un í skátafélagið Ægisbúa verður nk. laugardag frá kl. 13—17. Starfsemi félagsins fer fram að Neshaga 3. I félaginu starfa skáta- sveitir fyrir aldurinn 9—11 ára, 11— 15 ára og 15—18 ára. Einnig er tölu- verður hópur rekka og svanna, þ.e.a.s. 18 ára og eldri. I skátastarfinu er lögð áhersla á sjálfsbjargarviðleitni og virðingu fyrir umhverfinu og náunganum. Farið er í útUegur og ungUngum kennt allt í sambandi við slíkar ferö- ir. Mikið er lagt upp úr kennslu í hjálp í viðlögum. -APH. ER FRA NOREGI v< EINUM VAGN « KERRA Kt APPARSTIfl ?/, R? SIMI l»JO ÍP*. HVERS VEGNA AÐ KAUPA '83 ÁRGERÐ ÞEGAR ÞÚ GETUR FENGIÐ UNO '84 TIL AFGREIÐSLU STRAXÁ FRÁBÆRU VERÐI KR. 227.000,- HVAÐ SEGJA SÉRFRÆÐINGAR UM FIA T UNO: Sighvatur Blöndal í Morgunblaðinu: FIA T UNO. . . það er í raun með óllkindum hversu mikið rými er fyrir ökumann og far- þega. . . Aksturseiginleikar bí/sins komu mér verulega á óvart. Þeir eru mjög góðir. Bíllinn liggur vel hvort heldur ekið er hratt á steyptum vegum eða úti á hefðbundnum holóttum malarvegum. . . Um er að ræða óvenju rúmgóðan smábíl sem hefur auk þess mjög góða aksturseiginleika. CAR MAGAZINE: FIAT UNO er e.t.v. besti smábíll sem nokkru sinni hefur verið fram- leiddur (possibly the best small car ever made). Ómar Ragnarsson IDV: Merkasti FIA T í tólf ár. Helstu kostir bílsins eru: góðir aksturs- eiginleikar, óvenju rúmgott farþegarými, þróuð hönnun, góð fjöðrun, gott útsýni, þægileg útfærsla á farangursrými, spar- neytni, hagstætt verð. aoaUno! VERÐUR HANN BÍLL ÁRS/NS 1984? SPARAKSTUR i sparakstursprófi á ftalíu s.l. sum- ar var meðaleyðsla 3.9 Htrar á hundraðið hjá 20 UNO ES bílum. Hjá þeim besta var eyðslan 3.67 lítrar. STYRKTARFELAG 11LAMAÐRA OG FATLAÐRA Valdf FIA T UNO sem vinning í símanúmerahappdrætti fé/agsins á þessu ári.Sex FIATUNO '84 í vinning. SPARNEYTINN - SNAR OG LIPUR r EGILL VILHJÁLMSSON HF. / j Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202 F I A T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.