Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Page 10
10
ÐV. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER1983.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Utvarp framtíðarinnar er oröið á
góðri leið í nútíðina; kapla- og gervi-
tunglasjónvarp er þegar í evrópsku
sjónmáli, t.d. alþj. „Satellite Tele-
vision” varpar auglýsingastyrktri
dagskrá til um 400.000 heimilisein-
inga; sam-evrópskur geimhnöttur
fer í loftiö við 1984 og sá þjóðverski
(þar eru ARD/ZDF þýsku s jónvarps-
sendarnir með í púkkinu) verður
tilbúinn um likt leyti.
Viöeigandi útbúnaöur til móttöku
geimefnisins er ennþá heldur kostn-
aðarsamur en með samneyslu og
fjöltengingum lækka útgjöldin hlut-
fallslega, og mörg áhöld til móttöku
voru til sýnis.
Kaplafjölmiðlun myndvarpaðs
efnis verður sífellt mikilvægari, því
hversu stór loftnetin nú annars eru
þá ná þau aðeins nágrannasendun-
um.
Með auknu úrvali útsendinga, og
þar sem flutningur t.d. sjónvarpsefn-
is þarf jafnt bylgjurými og 1000
símasamtöl verður nauðsyn „breið-
bands-kapalskerfa” í framtíöinni,
þau geta flutt samtímis 10—30 sjón-
varpsdagskrár. Rannsóknir og til-
heyrandi eru þó ennþá í deiglunni.
Eölilega fylgdi kynningu tækninýj-
unganna fjölbreytt skemmtidag-
skrá; á sýnibásunum stóöu dægur-
stirnin í ströngu og svo var útvarpað
fyrir galopnum dyrum.
Þýsks hljóðvarps í 60 ár var
minnst með sögusýningu og upprifj-
unardagskrá beint úr „útvarpssal”
sem, auk almennrar dagskrár frá
sýningunni (með líflegri þáttöku við-
staddra), taldi um 140 beinar sendi-
stundir.
Sjónvarpssendarnir ARD/ZDF
slógu sér saman, spöruðu stórfé og
opinberuðu viðstöddum æfingar og
útsendingar; beinu sendingar sjón-
varpsins voru um 96 klst.
Meðal helstu nýjunga sjónvarpa
var LOEWA ME 16 Tec-ART litsjón-
varpstækiö, sem opinberaöi innmetið
í gegnsærri umgerð og sýndi einkum
athyglisverða framför þróunar
„Chassis’-tækninnar.
Framleiðsla glærhússins verður þó
í takmörkuðu upplagi og f jöldinn fær
tækið í venjulegri umg jörð.
Skermis-straumlínustíll smiðs-
verks METZ SC 7395 sjónvarpstækis-
ins er nýja línan; einnig þóttu þar at-
hyglisverð tvíbrauta framhliðar-
hljómflutningskerfið og tæknilegar
nýjungar og endurbætur myndsviðs-
ins.
Videostar skjáraukinn stækkar
sjónvarpsmyndina frá 50—250% og
fæst í 6 mism. skjástæröum. Auk
þess að vera sérlega létt og þunnt
gleypir glerið um 50% útfjólubláu
geislanna. Munur að stækka skjáinn
út 66 cm í 104 cm.
„Long-Play” hraðastillingin er
merkasta nýjung HITACHI VT—17
E myndbandstækisins þar sem hægt
er að leika myndsnælduna í 8 klst. án
umsnúnings.
Að auki er tækið m.a. útbúið af-
gangsteljara sem sýnir hversu mikið
myndband er eftir og auðveldar upp-
tökuna.
Aðeins 2,5 kg þyngd og yfir 3 klst.
tökutími eru helstu einkenni BETA-
Movie-Video myndvélarinnar með
samtengdu myndbandstæki. Reynd-
ar ennþá óvíst hvenær áhaldiö birtist
á Evrópumarkaðnum, en þegar fá-
anlegar myndsnældur munu henta
tækinu.
Fyrsta myndrörslausa PAL-kerfis
video-myndavélin birtist í endur-
bættri útgáfu sem HITACHI VK-C
2000 E; sálarstykkið er hálfleiðari á
stærð við frímerki, sem auk tækni-
kostanna m.a. tryggir litrétta mynd
við örðugustu birtuskilyrði.
Hönnuðir „Journey 2”, handhægu
UKW-Stereo smásnælduáhaldi frá
SABA, fengu hagsýna hugmynd og
stungu UKW-loftnetinu inn í heym-
artækisleiðsluna. Það sparar hvort
tveggja pláss og þyngd enda vegur
tækið aðeins um 370 g og er litlu
stærra en hljómsnældan.
I „TURNY” útvarpsviötækinu eru
öngvar rafhlöður — áhaldið er upp-
trekkt og sjálfu sér nægt: 1 mín.
snerla dugir til 1 klst. viðtöku.
Með „snerli” má hlusta á FM- og
mið-útvarpsbylgjur, auk þess er inn-
fellt mögnunarloftnet, tengir til
eyrnaheymar og svo festingar fyrir
burðaról.
-Hans Sætran
Og hér er raftrommusett, líklega það minnsta i heiminum.
Alþjóðleg útvarps-iðnsýning í Berlín:
400 þúsund gestir
—skoða tækninýjungar frá 765 fyrirtækjum
Alþjóðlegri útvarps-iðnsýningu
(IFA) lauk í Berlín 11. sept. sl. og
höfðu þá liölega 400.000 gestir skoöað
markverðustu tækninýjungar 765
fyrirtækja, sem deildu um 46.000 m2
sýningarsvæði í 25 sölum og 2 garð-
hýsum auk ráðstefnuhallarinnar
(ICC) með um 80 smáum og stóram
sölum, — að ógleymdu um 40.000 m!
útivistarsvæði.
Tilgangur tilstandsins var tviþætt-
ur; þ.e. almenningur kom og kíkti á,
meðan verslunarstjórar áttu í viö-
skiptaviöræðum og fylltu pöntunar-
Iistana.
Sýningin sem er haldin annaö hvert
ár þjónkar því framleiðendum út-
varpsiðnaðarins til kynningar og
sölu tækninýjunganna, neytendum
gefst kostur á að kynnast æskileg-
asta innihaldi næstkomandi jóla-
pakka, og þar sem ýmis samtök og
stofnanir úthluta hlutlausum holl-
ráðum og áminningum ætti allt að
vera pottþétt.
Alls kyns tækniráðgjafar höfðu og í
nógu að snúast á staðnum, enda
flestir neytenda heldur ráðvilltir í
framskógi framboðsins; 1700
mismunandi myndvörputæki 130 teg-
unda, vídeo útbúnaður í 136 útgáfum
frá 130 framleiðendum og hljóm-
flutningsáhöldin 3000 kynntu 130 fyr-
irtæki.
Þegar yfir lauk voru flestir vel
hressir, sýnendur náðu aukinni við-
skiptaveltu frá því síðast og gestimir
ekki síður kátir, enda fengið sitthvað
fyrir snúöinn.
Digital var töfraorö IFA að þessu
sinni og þótt skilmerkileg útskýring
fyrirbærisins stæöi í fræðifólkinu ku
tölvutæknin hvorutveggja auðvelda
flutningsframkvæmdir og svo gæði
móttöku og auka vinnustundafjölda
viðtækjanna.
Meðalaldur litsjónvarpstækja er
núorðið um 12 ár, hljómflutningstæk-
in verða 13 ára að jafnaði svo að
e.t.v. hægist eitthvað á framleiðsl-
unni, en ný tækni gefur ný úrræði,
sem og hlaðfrey-vélmennin sönnuðu
skonduglega.
Skjárinn nýtist sífellt betur til
’margvíslegrar þjónustustarfsemi;
flutningstæknina hefur tekist að end-
urbæta til brúks við FM-örbylgju út-
sendingar hljóðvarps.
Tilraunasendingar SFB-útvarps-
stöðvarinnar á meðan IFA stóð tók-
ust bærilega og með áframhald-
andi endurbót verður því FM-tónn-
inn í framtíðinni laus við öll auka-
hljóð.
Þessi vól-hlaðfreyr leiðbeindi gestum um hina miklu sýningu.
skjátextinn (BTx) var rösklega
kynntur, enda munur að geta tengt
heimilistölvuna við sjónvarpstækið;
hvurs kyns upplýsingar birtast á
skjánum, og öllu stjómaö úr stofu-
stólnum.
Video-útbúnaðurinn nýtur vaxandi
vinsælda, einkum til ásýndar leigðra
leikmynda fremur en eigin afreka.
Skoðanakannanir segja „seinkaða
sýningu” vinsælasta, þ.e. upptöku
sjónvarpsefnis til flutnings viö síðari
hentugleika. Hins vegar voru um-
sagnir ekki á eitt sáttar hvort kerfis-
skiptingin (Video 2000/VHS/BETA)
mundi halda sínu striki ellegar sam-
komulag væri i sjónmáli.
.JJolby” og „High Com” hljóm-