Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Síða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER1983. Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjémarformaðurog úlgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstofiarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó^ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SIÐUMÚLA12—14. SÍMI86A11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA 12. P rentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áksriftarverö á mánuði 230 kr. Verð í lausasölu 20 kr. Hetgarbiað22kr. Kindur víki fyrirhrossum Langt er síðan beitarþolsrannsóknir á íslenzkum af- réttum leiddu í ljós, að mikil ofbeit er á flestum íslenzk- um afréttum. Helzta undantekningin er á norðanverðum Ströndum, sem eru í eyði og sæta ekki ágangi sauðf jár. Kindasinnar hafa lengst af neitað að viðurkenna þessa staðreynd. Þeir hafa einnig reynt að kenna öllu öðru en sauðfé um rýrnandi gróður á afréttum. Fyrrum búnaðar- málastjóri sagði raunar, að kindur bættu gróðurinn. Á sama tíma hefur ástandið sums staðar orðið svo alvarlegt, að félög bænda hafa neyðst til að beita ítölu, það er aö segja ákveða hámarkstölu leyfilegra kinda á af- rétt. Þessi aðgerð hefur sums staðar dregið úr ofbeit. I leitinni að öðrum skaðvöldum hafa kindasinnar upp á síðkastið einkum beint geiri sínum að hrossum. Þeir segja, að frekar sé rúm fyrir sauðfé á afréttum, ef fækkað sé hrossum og helzt bannað að hafa þau þar. I fyrradag var upplýst hér í blaðinu, að 747.000 ær og 1.045.000 lömb þurfa 107,5 milljón fóðureininga sumar- beit. Ennfremur var upplýst, að 52.000 hross og 5.000 folöld þurfa 19 milljón fóðureininga sumarbeit. Ekki er því fjarri lagi að álykta, að kindur noti 85% af gæðum afréttanna og hrossin 15%. Kindasinnar telja að vísu, að hrossin noti töluvert meira og fari verr með land- ið. En einkum segja þeir, að hesturinn sé efnahagslega óæðri skepna. Sú er trú og firra þessara manna, að kindur og kýr séu sá landbúnaður, sem máli skipti, enda er hann hinn eini, sem hefur málfrelsi á þingum Stéttarsambands bænda. Hrossin eru hins vegar á óæðri bekk með svínum og hænsnfuglum. Staðreyndin er hins vegar þveröfug. Hrossarækt á Is- landi er ekki að neinu leyti á framfæri hins opinbera. Hún þarf ekki á neinum niðurgreiðslum að halda, útflutnings- uppbótum, beinum styrkjum né sérstökum lánafyrir- greiðslum. Ræktun reiðhesta er raunar orðin að aröbærum at- vinnuvegi, sem er samkeppnisfær á alþjóðlegum mark- aði. Árlega koma inn tugir milljóna í gjaldeyri fyrir sölu hrossa og önnur viðskipti, sem byggjast á þeirri sölu. Erlendir eigendur íslenzkra hesta hafa á þessu ári ferðast um landið fyrir 40 milljónir króna, keypt hesta fyrir 10 milljónir, auk lopapeysa og íslenzka hundsins, sem orðinn er að stöðutákni hinna erlendu hestaeigenda. Margir kindasinnar viðurkenna mikilvægi ræktunar reiðhesta. Þeir segja hins vegar, að ekki þurfi nema 19.000 hross af 52.000 til að standa undir þeirri útgerð. Aðrir hafa nefnt töluna 38.000 um heppilega stofnstærð. Hvora töluna, sem menn nota, er ljóst, að hrossin í landinu eru fleiri en nauðsynlega þarf til að ná upp reið- hestum. Afgangurinn er notaður til framleiðslu á hrossa- kjöti, sem kindasinnar telja heldur tilgangslitla iðju. En staðreyndin er hins vegar sú, að hrossakjöt er framleitt og selt, án þess að ríkið komi þar til skjalanna. Hrossakjötsframleiðsla byggist ekki frekar en reiðhesta- útflutningur á niðurgreiðslum, útflutningsuppbótum, beinum styrkjum eða sérstökum lánafyrirgreiðslum. Skattgreiðendur og neytendur þurfa því ekki að hafa áhyggjur af hrossarækt, þótt hún sé umfram það, sem þarf til að fá reiðhesta. En ofbeit kindanna á afréttum kostar hins vegar neytendur og skattgreiðendur á annan milljarð á hverju ári. Kindurnar eiga því að víkja, fremur en hrossin. Jónas Kristjánsson Aðgerðir ríkisst jórnar LÝÐRÆÐI Grjóthleöslumaður, sem tók m.a. aö sér að hlaða götukanta í þorpi úti á landi, þar sem þorpiö stóð í bröttum hlíöum, fékk á sig þann dóm almenn- ings, að hann gæti ekki hlaöiö kanta svo vel væri, þeir myndu hrynja fyrr en seinna. Áhrifamaöur í sveitarstjórn fór á vettvang og tilkynnti manninum þennan dóm fólksins. Hleðslumaður- inn virti þennan viröulega fulltrúa fólksins fyrir sér, tók síðan upp stóran stein, henti honum i hleösluna og sagöi „taktu eftir því ungi maöur aö þennan stein get ég aldrei lagt þannig frá mér aö öllum líki í þorpinu.” Þann- ig lauk samskiptum þessara manna þá stundina, og ekki er vitað betur en aö kantarnir hans standi enn í dag sem traustur grunnur undir malbikuðum götum. Lýðræðið misnotað Af hverju aö segja þessa sögu hér undir þessari fyrirsögn? Jú, viðbrögð verkalýðsforystunnar (fulltrúa fólks- ins) viö aðgerðum ríkisstjórnarinnar í baráttunni viö verðbólguna uröu til þess að mér datt þessi saga í hug. I mörg ár (vinstri stjórnar-árin) höfum viö heyrt og lesið aö þaö sé fásinna aö ætla aö lækna verðbólguna með því að „krukka” í kaup manna. Nú þegar þessi aðferð m.a. dregur svö mjög úr veröbólgu aö vonir manna um að hægt sé aö búa á þessu landi, vakna á ný, þá kveöur viö sá söngur, aö það sé nú létt verk aö lækka veröbólguna meö því aö ræna menn verðbótum á laun. Mál- flutningur verkalýös „forystunnar” nú ræöi og launþegasamtök” (Mbl. 22/9’83) eftir Jóhönnu E. Sveinsdóttur vaknarvonináný. Það er ekki á hverjum degi sem maður les skynsamlega skrifaöar greinar sem án stóryröa benda lesend- um á hve verkalýðshreyfingin (stundum með aöstoö ríkisfjölmiöla og Þjóðviljans) er misnotuö á ólýöræðis- leganháttaf s.k. „forystu”. Forsætiöráöherra sagöi í ræðu á Patreksfirði nú nýverið aö sjálfsagt væri aö taka úr gildi bann viö kjara- Kjallarinn lón Gauti Jónsson §p „Tryggt verði með lögum að menn geti látið álit sitt í ljós í leynilegri atkvæða- greiðslu þegar ákveða á hvort verkfallsvopnið verðurnotað...” þegar komin er ríkisstjóm sem þorir að takast á við vandann, vekur manni kenndir sem varla hæfa þegni í lýö- ræðisþjóðfélagi. Sinnuleysi okkar hefur gefiö þessum mönnum frjálsar hendur til aö haga sér eins og „bandítar” í villta vestrinu. Vinstri stjóm = aflsöppun á sólar- ströndum í Sovét, raunhæf stjórn sem tekst á viö vandann = hörö barátta til vemdar smæling junum. Þegar maöur les greinar eins og „Þaö ætlar aö takast” (Dbl. 22/9 ’83) eftir Magnús Bjarnfreösson og „Lýö- samningum ef samningsrétturinn yrði ekki notaöur fyrr en eftir 1. febr. 1984. Nánast samdægurs var haft eftir for- seta ASI aö verkalýðshreyfingin hefði ekkert að gera meö samningsrétt sem ekki mætti nota. Kokhraustur er strák- urinn. Nú var svo komiö í aöför ríkis- stjórnarinnar aölaunþegum, aöekkert dugar minna en aö skora forsætis- ráðherrann á hólm, einvigi í sjón- varpi. Þar á aö auglýsa enn betur en gert hefur veriö hvaö aögerðir ríkis- stjórnarinnar em skaðlegar laun- þegum. Hann athugar ekki að þaö sem ráðherrann var aö segja var þetta: ,,Samningar um grunnkaupshækkanir síöustu árin, þegar ekkert var til skipt- anna, hafa leitt okkur á óheillabraut óöaverðbólgu — ykkur er ekki treyst- andi. Ef þið lofið aö haga ykkur eins og ábyrgir menn þá þarf ekki lög til að hindra ykkur í þeirri vitleysu sem við- gengist hefur undanfarin ár.” Breytt viðhorf I áðumefndri grein Jóhönnu Sveins- dóttur kemur fram aö hún telur aö auka beri lýöræðið í verkalýðshreyf- ingunni m.a. með því aö atkvæða- greiösla um verkfallsboðun skuli vera leynileg atkvæðagreiösla. Nú, þegar ljóst er aö baráttan viö veröbólguna ber árangur meö þeim aögerðum sem notaðar eru, er nauö- synlegt aö lögbinda atriöi sem þetta. Það er ljóst á viðbrögðum kommúnista í „forystu” verkalýðshreyfingarinnar, að þeir treysta blint á sinnuleysi f élaga sinna þegar þeir ráöast að óvinveittri ríkisstjóm. Mér finnst þaö hörð aögerð rikis- valds að lögskipa launþegum aö vernda rétt sinn og þar með lýðræðið í landinu. Það er vert umhugsunarefni hvers vegna fólk hefur um árabil látið óvand- aöa framapotara ráöa öllum sínum málum. Ef til vill er það vottur um hve gott viö höfum þaö. Aður fyrr var baráttan fyrir bættum lífskjörum hörö, þá voru launþegar virkir í aðgerðum til betra lífs. Þá var hreinlega barist fyrir daglegu brauöi. Nú þurfa menn að fara að berjast fyrir því að fá aftur árlegar sólarlandaferðir og aukna kaupgetu til þess aö geta endurnýjað litsjónvarpið með stereo-littæki. Hugsanlega veröur þaö til þess aö hinn almenni launþegi tekur virkari þátt í starfi samtaka sinna og kemur þannig í veg fyrir að óvandaðir menn misnoti aöstöðu sína og lýðræði til þess aö 'koma höggi á pólitískan andstæðing. En trú mín er ekki stór. Eg held að leið sú, sem Jóhanna bendir á í áðurnefndri grein sé nauðsynleg. Tryggt verði með lögum aö menn geti látið álit sitt í ljós í leynilegri at- kvæðagreiðslu þegar ákveöa á hvort verkfallsvopnið veröur notað í baráttunni. Það væri stórt skref í þá átt aö koma í veg fyrir aö verkföll veröi notuð til þess að knýja fram launahækkanir af hagnaöi sem ekki er til, og þannig magna veröbólguna og upplausn iþjóðfélaginu. Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri. Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra hefur gengiö fram af elju og röggsemi, frá því aö hann tók viö starfi sínu á síðasta vori. Mér þótti mjög til um það, þegar hann lofaöi að selja þau ríkisfyrirtæki, sem kaupendur fengj- ust að, en kominn var tími til þess fyrir löngu, og mér er sagt, aö hann sé eftir mætti aö reyna aö lækka ríkisútgjöld, enda er eyðsla ríkisins oröin óþolandL Albert veit, aö hann er aö fara meö al- mannafé. En sumir aörir vita þaö ekki (eöa látast ekki vita þaö), og þessa dagana fær hann líklega eyöslutillögur úr öllum áttum. Eg ætla því aö leyfa mér aö senda honum tvær spamaðar- tillögur hér í blaöinu. önnur er um aö hætta allri svonefndri þróunarhjálp, hin er um aö hætta rekstri íslensks sendiráöshjáSameinuöu þjóöunum. Svonefnd þróunarhjálp Viöhverja ersvonefndþróunarhjálp? Hún er ekki hjálp viö þjóðlr þróunar- landanna, heldur við ríkisstjómir þeirra. Og þessar ríkisstjómir em ekki valdar af þjóöum landanna í frjálsum kosningum, heldur af einhverjum yfir- stéttar- eöa menntamannaklikum: i flestum eða öUum þessum löndum er einræði, ekki lýðræöi. Ríkisstjórnir Vesturlanda eru meö öðram oröum ekki aö gera annað meö svonefndri þróunarhjálp en aö auövelda „Sameinuðu þjóðimar hafa reynst gagnslausar...” einræðisherrum aö kúga þegna sína, kaupa skriðdreka, orrastuflugvélar og bankahólf í Svisslandi. Fátækar þjóöir vantar ekki meiri hjálp frá Vesturlönd- um, heldur meira frelsi frá ríkisstjóm- um sínum — en um þaö geta þær neitað þeim vegna hjálparinnar frá Vestur- löndum. Það.semég eraðsegja.er.aö svonefnd þróunarhjálp hefur þver- öfugar afleiðingar viö þaö, sem henni varætlað aöhafa. Þjóöir þróunarlandanna eru ekki fá- tækar vegna lítillar hjálpar frá Vestur- löndum (og flestar vora enn fátækari, áður en þær komust í snertingu við vestrænar þjóöir). Þær eru fátækar vegna þess, aö ríkið liggur á þeim eins og þungt farg, lamar allt framtak þeirra. Þetta sýnir reynslan. Þær þjóöir, sem hafa tekið stærstu skrefin úr fátækt í bjargálnir á síðustu ára- tugum, eru á Taiwan, í Singapore, Suður-Kóreu og Hong Kong. Þær hafa ekki tekið þessi skref vegna þróunar- hjálpar, heldur vegna þess að einka- framtakiö hefur verið leyst úr læöingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.