Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Síða 19
DV. MIÐVKUDAGUR 28. SEPTEMBER1983.
19
Menning Menning Menning Menning
FYLLT ÚT í
EYÐURNAR
Þingvallastemmning 11 eftír
Magnús Tómasson.
I Listasafni alþýöu stendur nú yfir
sýning sem nefnist „Vetrarmynd”. Er
hér um aö ræða samsýningu nokkurra
myndlistarmanna, þeirra Baltazars,
Braga Hannessonar, Magnúsar
Tómassonar og Þorbjargar Höskulds-
dóttur. Sýningin stendur fram til 2.
október.
Saman ...
Samsýningum fjölgar óöum meðal
íslenskra myndlistarmanna. Og er þaö
vel, nema ef ske kynni að þær dragi úr
einkasýningum viökomandi lista-
manna. Því víst er aö listamenn þurfa
að vera sérlega afkastamiklir, vilji
þeir taka þátt í alls kyns félagssýning-
um og koma meö sólósýningar þar inn
ámilli.
Samsýning þeira félaga í Vetrar-
mynd snýst um sameiginlegt áhuga-
mál, landslagiö, sem þó er upplifað á
mjög mismunandi hátt.
Magnús Tómasson, fyrrum súmari
og myndhöggvari, sem undanfarin ár
hefur mikið unniö í anda gömlu dada-
istanna kemur nú fram meö oliumál-
verk eftir nokkra hvíld í því efni, og
málar „landslag”. Myndir Magnúsar
eru þær myndir sem vekja hvaö mesta
athygli hér á sýningunnL Miðað við
hina listamennina þá kemur fram i
myndverkum Magnúsar ákveðin leit
og tilraunir, bæði hvaö snertir form og
inntak. En það er ekki þar meö sagt að
„leitin” eöa „tilraunirnar” séu frum-
legar eða persónulegar. Nei, í raun er
maður undrandi að jafnhæfur mynd-
listarmaöur og Magnús skuli ekki hafa
persónulegrí sýn en raun ber vitni.
Landslagið hér hjá Magnúsi er aðeins
svið fyrir gamlar súrrealista klisjur:
„tilviljunarkennd stefnumót ólíkra
Votahrím eftír Baltasar.
hluta”, sem síðari tíma collage-meist-
arar, eins og t.d. Erró hafa nýtt út í
ystu æsar. Ljónið hans Magnúsar i
hinu íslenska landslagi, virkar þvi lítt
sannfærandi í tvennum skilningi!
Táknfræðimyndir Magnúsar með hinni
goðsögulegu visun, virka meira spenn-
andi. Kannski vegna þess að þar
virðist listamaðurínn hafa ákveðið
„byggingarefni”, goðsögnina! En
hvernig raðast svo hugmyndin á léreft-
ið? Því miður þá er eins og listamaður-
inn detti aftur í ákveðnar, gefnar for-
múlur og viö tökum eftir einföldum
leik með samsvörun í formi:
brauð/tippi, piss/kaffi o.s.frv.
Auðvitaö værí kannski hægt aö lesa
eitthvað út úr þessum upplýsingum í
Myndlist
Gunnar B.Kvaran
öðru veldi, en á þessu stigi málsins
sjáum við þessi verk sem innblástur
frá yngrí listamönnum, ég nefni aðeins
Helga Þorgils. En þó svo að erfitt sé að
finna afgerandi persónulega punkta í
þessum myndverkum, þá eru myndir
Magnúsar oft smellnar — góðir brand-
Svartur sandur eftír Þorbjörgu Höskuldsdóttur.
Ijósm. GBK
arar — sem fá áhorfendur til að brosa
út í annað munnvikið!
önnur lögmál...
Baltazar er annar „landslagsmál-
arí” sem túlkar sitt landslag sam-
kvæmt lögmálum landslags-abstrakt-
ionarinnar! Landslagið er síaö í
gegnum tilfinningaupplifun lista-
mannsins. En listaverk er ekki aðeins
tilfinningar því að mynd er ávallt
mynd með sinum innri lögmálum sem
áhorfandinn skoðar sjónrænt. Því
getum við sagt að þessi verk byggist á
heiöarlegri tjáningu, en myndrænt séð
virka þau sem gamlar lummur! Að
róta í litnum og gefa í skyn landslag og
skepnur flokkast aöeins undir handa-
vinnu sem hefur verið aðskilin allri
skapandi hugsun. Þessar myndir ættu
að vera einkamál listamannsins!
Flísalagningar ...
Og Þorbjörg Höskuldsdóttir heldur
áfram að flísaleggja náttúruna. Það er
sem maður hafi séð áður einhver til-
brigði við þessar eilíföarspumingar
varðandi náttúruna og manninn. Hann
sem beislar náttúruna og umbreytir
samkvæmt sinni fastmótuðu rök-
hyggju og trú. En þó að áhorfendur
geti tekið eftir ákveðnum „stöðug-
leika” og persónulegum eiginleikum í
myndverkum Þorbjargar þá er komin
ákveðin stöðnun og þreyta í þessar
innréttingar. Myndimar segja manni
vart meira en þær sem maöur sá fyrir
þó nokkuð mörgum árum!
Bragi
Einn viökomandi listamanna hefur
þó nokkra sérstöðu hér á sýningunni.
Það er Bragi Hannesson en hann getur
ekki talist vera atvinnumaður í faginu
eins og meðsýnendur hans þrír. Bragi
brýtur landslagið upp í ljósbrigði og
form, hæverska samhljóma, sem
virðast ekki hafa annan metnað en þá
fullnægingu sem athöfnin að mála
gefur af sér. Þetta eru því myndir
áhugamannsins, sem skortir ákveöna
afstöðu til myndmálsins. Myndir
Braga em eins konar „eintal ama-
törsins”, sem hefur ekkert að gera
með hugmyndir þess eðlis að
umbreyta listasögunni. Aðeins að
málatil að mála!
Þekktir listamenn
Þó að ekki sé hægt að bera saman
viðkomandi listamenn, þá eiga þeir
það sammerkt að verk þeirra virka
yfirhöfuð átakalaus og hugmynda-
snauð. Það er vart nokkuð sem kemur
manni á óvart. I stærra samhengi
ganga þessar myndir inn í söguna og
hverfa. Hér virðist engin þeirra hafa
tekis á við neitt, heldur aðeins fyllt út í
eyðumar!
-GBK.
y, Frá Sögufélagi:
Úr fórum fortíðarinnar
— um sakamenn, bújarðir,
saumakonur miðalda,
þrælahald og margt fleira
Það þætti hart í dag að vera dæmdur
til lífstiöar fangelsis fyrír þá sök eina
að vera lausgangarí og latur þrjótur!
En slíkur dómur var kveðinn upp á
Alþingi sumaríð 1776 yfir manni úr
Rangárvallasýslu.
Það og margt annað má lesa í
fimmtánda bindi af Alþingisbókum ís-
lands sem í seinustu viku kom út hjá
Sögufélagi. Einnig kynnti félagið þá
endurútgáfu af fimmta bindi Jaröa-
bókar Árna Magnússonar og Páls
Vídalíns. Fjallar það um Hnappadals-
og Snæfellssýslu. Ársrit félagsins,
Saga 1983, er einnig nýkomið út og loks
má nefna níunda bindið í Ritsafni
Sagnfræðistofnunar: erindi flutt á ráö-
stefnu um kvennasögu á miðöldum,
sem haldin var í Skálholti sumariö
1981.
Léreftin hvít úr
„Het Wapen"
Álþingisbækurnar ná yfir tímabiliö
frá því á seinni hluta 16. aldar og fram
til 1800, eöa þangaö til hætt var aö
þinga við öxará. Það var byrjað að
gefa þær út árið 1912 og fer þvi starfi
bráðum að verða lokið. Fimmtánda
bindiö tekur yfir árin 1766 til 1780 og
eru þá aöeins tvö bindi eftir.
Þarna er gífurlegur fróðleikur um
mesta niðurlægingarskeið þjóðarínnar
saman kominn. Dauðadómur, lýsingar
strokumanna, konungsbréf og jarða-
kaupaskjöL Það var skylda að lýsa
vogrekum í lögréttu og í alþingisbók-
umfrá 1716 og 1722 (10. bindi) má finna
upplýsingar um gullskipið fræga, sem
strandað haföi í Skeiðarárósi hálfri öld
áður. Er þá botn skipsins sjáanlegur
og hvít léreft úr skipinu enn að reka á
fjörur Skaftfellinga, sem og járn og
eirlengjur.
Gunnar Sveinsson skjalavörður hef-
ur annast útgáfu seinustu binda
Alþingisbókanna og fýlgja þeim ná-
kvæmar nafna- og atriöaskrár.
I Jarðabók Árna og Páls eru miklar
upplýsingar um bújarðir og efnahag
landsmanna eins og hann var í upphafi
18. aldar. Hverri jörð er nákvæmlega
lýst, með kostum og göllum:
„Heimilismenn 7. Móskurður að mestu
þrotinn. Silungsveiði lítil, Vatnsból erf-
itt á vetrardag. Jörðin spillist mjög af
skriðum. . .”
Þannig hljóöa lýsingarnar á kjörum
forfeðranna. Umsjón með endurútgáf-
unni hefur Svavar Sigmundsson.
Hver voru áhrif
kristnitöku á líf
kvenna?
Tímaritið Saga 1983 er á fjóröa
hundrað síður og flytur fjölda greina
og ritdóma. Þar er skrífað um þræla-
hald á þjóöveldisöld, baskneska fiski-
menn á Norður-Atlantshafi, mataræði
Islendinga á 18. öld, þróun bókasafna í
landinu og ótal margt fleira. Nánar
verður fjallaö um Sögu hér í blaðinu
innanskamms.
Eríndasafnið frá kvennaráðstefn-
unni í Skálholti nefnist „Förandringar
í kvinnors villkor under medeltiden.”
Þar skrifar Anna Sigurðardóttir um
þátt íslenskra kvenna í skím ungbarna
og Elsa E. Guðjónsson um islenskar
miðaldakonur, innan klaustra og utan,
sem lögðu stund á útsaum.
Norðmaðurinn Else Mundal veltir því
fyrir sér hvort sú bóklega menning
sem kom til Norðurlanda meö kristn-
inni hafi ýtt konum til hliðar, en Grethe
Jakobsen frá Danmörku leiðir rök að
því að krístnin hafi bætt stöðu kvenna á
Norðurlöndum.
Áll eru niu erindi í ritinu, á dönsku,
sænsku og norsku, með örstuttum
enskum útdráttum. Helgi Þorláksson
og Silja Aðalsteinsdóttir önnuöust út-
gáfuna.
IHH
Nýjar bækur kynntar i Sögufólagi. F.v. Gunnar Svainsson, Heimir Þorkelsson, Einar Laxness, formaður
Sögufélags, Helgi Þoríáksson, Sigurður Ragnarsson, Svavar Sigmundsson og Ragnheiður Þoríáks-
dóttír, framkvæmdastjóri fóiagsins.
DV-mynd: GVA