Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1983, Page 35
xíhí HaaMaTsaa ss HuaAauar'/oiM .vo sr.
DV. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER1983. 35
Fórum nánast um hverja helgi
á sumrin í sumarbústaðinn
— bankað uppá
hjá Margréti
Helgadóttur,
eiginkonu
Erlends
Einarssonar,
forstjóra
Sambandsins
„Amma, það eru einhverjir menn
með tösku að spyrja um þig," kallaði
lítill, snaggaralegur strákur er kom til
dyra á heimili þeirra Margrétar
Helgadóttur og Erlends Einarssonar,
torstjóra Sambandsins, einn morgun-
inn. ,,Nú, er það?” svaraði amman og
kom til dyra.
Það var ljósmyndataska Einars Öla-
sonar sem hafði vakið athygli stráks-
ins. En Margrét Helgadóttir lét sér
ekki bregða. Hún hafði átt von á okkur
Dægradvalarmönnum.
Líf og fjör
hjá ömmukrökkum
Eftir að hafa boðið okkur inn í bóka-
herbergi þeirra hjóna sagði hún að það
væri mikið líf í húsinu núna þar sem
fjölskyldur beggja dætranna byggju
hjá þeim þessa stundina og tvær sonar-
dætur væru einnig gestkomandi.
Hún sagöi þetta með sínu innilega
brosi sem einkennir allt hennar
viðmót. ,,Já, þið hafiö áhuga á að ræða
um áhugamálin og frístundirnar,”
bætti hún síðan við.
Meira en hjón
— miklir fólagar iíka
„Það má segja að viö Erlendur
eyðum öllum okkar fristundum saman
því að við höfum verið meira en hjón,
við höfum verið miklir f élagar líka.”
„Yfir sumarið förum við nánast all-
ar helgar sem við getum í sumarbú-
Þessi mynd iýsir Margréti vel. Allt hennar viðmót einkennist af innilegu brosi. „Það mó segja að við
Eriendur eyðum öllum okkar fristundum saman því að við höfum verið meira en hjón, við höfum verið
miklir félagar líka." DV-mynd: Einar Ólason
staðinn okkar austur í Seglbúðum,
fööurleifð minni. Og þar erum við oft-
ast með bamabömum og vinum sem
komaíheimsókn.” . .
— Hafið þið verið með einhverja
tr járækt fyrir austan?
„Nei, viö höfum engin tré. Bústaður-
inn er við grösuga hraunhóla og við
höfum heilmikið af fallegu grjóti. Og
þegar við byggðum bústaðinn hugs-
uðum við um að hreyfa sem minnst af
gróðrinum.”
Lömb og kindur
á veröndinni
Margrét sagði okkur síöan frá þvi að
snemma á vorin, þegar þau væm
komin í bústaðinn, vöknuðu þau
stundum við að lömb og kindur væru á
veröndinni. „Okkur finnst þetta vina-
legt og við höfum ekkert verið að loka
pallinum sérstaklega svo aö kindumar
kæmust ekki inn á hann.”
Þau Margrét og Erlendur eiga þrjú
börn og hér áður, þegar þau voru
jmgri, fóm þau stundum á skíði með
þau, „en við emm alveg hætt að fara á
skíði núna.”
Er við ræddum um annað sport kom í
ljós að Erlendur spilaði talsvert golf.
— „Þú hefur ekki skellt þér í golfið
með honum,” skjótum við að henni.
„Nei, það gerði ég ekki,” segir hún
brosandi, „en ég gekk gjarnan með
honum.”
Pabbi veiddi í matinn
Jón Helgason, alþingismaður og
ráöherra, er bróðir Margrétar og
þegar þau voru aö alast upp á Seglbúð-
um var oft mikil veiði í net í á rétt við
bæinn. Enn er nokkur veiöi, aðallega
urriði ogbleikja.
„Veiöin hefur minnkaö talsvert frá
því að pabbi veiddi nánast í matinn
handa okkur. En bamabömin veiða
nokkuð á stöng og hafa gaman af. ”
Margrét hefur séð um „rekstur
heimilisins” eins og hún nefnir þaö,
alveg frá því Erlendur tók ungur að
aldri viö forstjórastarfi hjá Samvinnu-
tryggingum.
Mikill gestagangur
Viö spyrjum hvort ekki sé mikill
gestagangur á heimilinu. „Jú, hann
hefur verið mikill, bæði af innlendum
gestum sem útlendum. En þetta hafa
allt verið góðir gestir og í raun einstök
gæf a að geta haf t þá. ”
Talið-barst næst að þjóðmálunum og
„ástandinu mikla” sem öllum er svo
tíðrætt um. I framhaldi af því kom
Vetur konungur í hugann og við
spurðum því hvort þau ættu eitthvert
„vetrarhobbí” eftir að skíöaferðunum
lauk.
Málverkasýningar
og tónleikar
„Við fömm oft í frístundum á vet-
urna á málverkasýningar og tónleika.
Við höfum mjög gaman af þessu. Og
hvaö tónleikana snertir er þaö kannski
í og með vegna þess að dætur okkar
spiluöu báðar á hljóðfæri og því var oft
mikið um tónlist á heimilinu. ”
Þaö hefði veriö hægur vandi að ræða
miklu lengur við Margréti Helgadótt-
ur, slík er konan. En vitandi það
aö komið væri hádegi og stutt í matinn
fannst okkur ekki stætt á ööru en enda
rabbið. Það var líka marga
ömmukrakka að metta. -JGH.
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
„EKKI EINS OG GUÐ EÐA
MORGUNBLAÐIÐ SEGIÞAД
— í taflmennsku með Pálma Ólafssyni, fastagesti á vellinum í sjötfu ár
„Hann er einn af dyggustu aödáend-
um Skagamanna í knattspyrnu og
einnig sérlega orðheppinn maður,”
vom þau orö sem ég fékk í veganesti
þegar ég skrapp niður á Borgarbíla-
stöð einn morguninn til að hitta Pálma
Olafsson og sjá hann taka nokkrar
skákir, „bröndóttar”, við hressa leigu-
bílstjóra.
Og veganestiö var hverju orði sann-
ara. Maðurinn er sérlega orðheppinn.
Svo skýr er hugsunin að í raun er ótrú-
legt að hér fari maður sem verður 85
ára í vetur.
„Hvað ertu nú að gera?” var það
fyrsta sem ég heyrði í Pálma þegar ég
kom inn i kaffistofuna. Hann var þá aö
undrast yfir taflmennsku mótherja
sins. Hann lét þetta þó ekki hafa nein
áhrif á sig, lék hratt og ömgglega.
Bölvaður barnsvani
Pálmi er löngu kunnur fyrir að vera
fastagestur á vellinum, og hefur sinn
stað við hliðina á stúkunni. „Bölvaður
bamsvani,” svarar hann um leiö
þegar við spyrjum um ástæðuna fyrir
stæðinu.
Þetta var daginn eftir landsleikinn
við Ira í fótboltanum sem endaði svo
óskemmtilega með ósigri okkar
manna, þrjú núll. Og Pálmi lét sig ekki
vanta á leikinn. „Ha, nei þetta fór eins
og ég bjóst við,” segir hann um úrslitin
um leiö og hann leikur drottningunnL
„Eg segi eins og Rikki, það fæst
ekkert út úr þessu llði,” bætir kempan
strax viö.
Fastagestur á
vellinum í sjötíu ár
Pálmi er búinn að vera fastagestur á
vellinum í hvorki meira né minna en
sjötíu ár. „Fyrsti leikurinn sem ég fór
á var árið 1913 á milli Fram og Vals.
Framarar unnu fjögur-tvö.
Þess má geta að byr jað var að spila í
fyrstu deildinni í knattspyrnu 1912 svo
af þessu má ráða hve fróöur Pálmi er
um íslenska knattspyrnu.
— Þú ert Skagamaður í fótbolt-
anum, er það ekki? „Þaö er nú líkast
til.” — Hvers vegna? „Vegna þess að
þetta voru ágætir menn, tómir templ-
arareins ogég.”
Áttir að gefa skákina strax
„Eg gef skákina, Pálmi,” sagöi
leigubilstjórinn sem var að teQa við
„Ég gef skókina, Póimi.'
óttirðu að gera strax. *
,Ja, það
hann. „Ja, það áttirðu að gera strax,”
var svarað samstundis.
Pálmi sagðist hafa verið sérstaklega
hrifinn af „gullaldarliöinu” svokallaða
og taldi það vera besta félagslið sem
Islandhefureignast.
— Minnisstæðustu leikmennimir?
, ,Eg man nú eftir mörgum góðum. Þeir
Ríkharður Jónsson og Þórður Þórðar-
son koma strax upp í hugann.”
—Eru Valsmenn ekki bestir í dag?
kallaði einn leigubilstjórínn til Pálma
sem farinn var að tefla við Eirík Jóns-
son ljósmyndara. „Ja, svo segir
Baldur Bjamason, en þaö er nú ekki
eins og guð eða Morgunblaðið segi
það.” Ekki stóð á svarinu.
Meira fjör í
boltanum áður
Við spyrjum hvort meira fjör hafi
verið í boltanum hér i gamla daga.
„Já, það var meira fjör áður.
Sennilega vegna þess, að leikmennim-
ir voru meiri vinir og kunningjar þá.”
Besti leikurinn í gegnum árin?
„Besti leikurinn sem ég hef séð var
er KR-ingar spiluðu við rússneska
liðið Lokomotiv frá Moskvu i kríngum
’58. Hörkuleikur sem endaði með sigri
Rússanna, þrettán-tvö.”
Okkur varð hugsað til KR-ingsins,
Egils rakara við þessi síðustu orð
Pálma. Hvaðfinnst þér um Egil? „Það
er Qinkur maður i sínu starfi. Alveg
ágætis efni í þingmann.”
Á sinn bolla
á kaffístofunni
Pálmi er ótrúlega góður í skákinni og
snerpa fylgir taQmennsku hans. Á
hverjum degi upp úr átta á morgnana
mætir hann niður á Borgarbílastöð.
Þar ræðir hann um daginn og veginn
og teQir. Hann er þarna innan um
sanna vini sína. Hann hefur meira að
segja sinn bolla á kaffistofunni.
„Besti leikurinn sem óg hef sóð
var þegar KR-ingar spiiuðu við
rússneska liðið Lokomotiv.
Hörkuieikur sem endaði með sigri
Rússanna, þrettán-tvö."
Kempan yfirgefur Borgarbilastöð-
ina eftir nokkrar „bröndóttar".
„Ég man nú eftir mörgum góðum.
Þeir Rikharður Jónsson og Þórður
Þórðarson koma strax upp i hug-
ann." DV-myndir: Eirikur Jónsson.
I mörg ár vann Pálmi hjá Eimskip,
en hætti þar fyrir aldurs sakir fyrir
nokkmm árum. En bakkinn hefur enn
aðdráttarafl og flesta daga röltir hann
niður á höfn. Og þeir á Akraborginni
eru góðir kunningjar hans, enda hefur
hann oft farið meö Boggunni upp á
Skaga.
Söngáhugamaður
Gallaföt Pálma hafa löngum vakið
athygli margra. Þau em eiginlega
einkennisföt hans ef svo má segja. Eitt
er það áhugamál Pálma, þar sem hann
mætir þó alltaf „uppádressaður”. Það
er þegar hann fer á söngskemmtanir,
en hann er mikill söngáhugamaður.
Um leið og Pálmi hafði lokiö skák-
inni við Eirík var hann rokinn út.
Þessa óvenjulega manns beið anna-
samur dagur innan um vini og kunn-
ingja.
-JGH.