Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Side 10
10
oort CTrr*m‘\rrt-\i>~% . rj-Tr> , f-yrr \ ^rr» • \TC'
D V. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983.
„Ég varaldreihræddum aðóggætiekkihugsaðsjálf umbarnið. .
Lífið er stuiidum
lygilegra en
nokkur saga
— heimsókn til myndlistarmannsins Sissú í Skerjafirði
Síöustu tvær vikur hefur fyrsta mál-
verkasýningin hennar verið opiri í
Verslanahöllinni viö Laugaveginn, en
lauk í gær. Sigþrúður málar í bílskúrn-
um heima hjá sér. Hún hefur einn
hjólastól í íbúöinni, annan í bílskúrn-
um, en hálfskreiöist niður tröppur sem
liggja þarna á milli.
„Mikið ertu dugleg.”
Sigþrúður: ,,Já, þaö er alltaf verið
aö segja það við mig. Mér finnst þessi
setning eins og bjölluhljómur fyrir eyr-
unum á mér og svo svara ég eins og
segulbandsspóla: „Þakka þér fyrir,
þakkaþérfyrir, þakka þér fyrir...”
Hjólastóllinn rennur hratt milli eld-
húss og stofu og kaffið kemur á boröiö.
Sunna litla sefur í vöggunni í næsta
herbergi, yndisleg dúlla. Hún er tíu
mánaöa. Systir Sigþrúðar lítur sem
snöggvast inn, hefur keypt pappírs-
bleyjur ódýrt einhvers staðar og er
horfin aftur.
„Hvernig meiddistu ?”
Sigþrúöur brosir fjarrænt: ,,Æ, ég
var á skíðum og ætlaði að renna mér á
uppblásinni bílslöngu, .. Brosið
hverfur, en kemur aftur „. . .bara eina
ferö.. . semsagthryggbrotnaði.”
„Var það ekki mikið áfall? Þú varst
ekki nema nítján ára.”
„Tvö þrjú fyrstu árin voru verst. . .
en það er ekkert mál lengur. . . maður
venst öllu.”
Hún er mjög grönn, álfakroppur,
svolítið eins og ekki -þessa-heims-leg.
Orðin koma hægt, eins og úr fjarska.
Augun eru möndlulaga og lifandi, hár-
iö vöfflukrullaður skýstrókur.
Elísabet Taylor kom á
íslenska veitingastaðinn
Hún er sú sjötta í röðinni af systkin-
unum átta og við tölum um það hvern-
ig sé að alast upp í svona stórum hópi.
Mamma hennar hafði reyndar lært
uppeldisfræði í New York og hefur það
væntanlega komiö sér vel.
„Andinn var mjög frjálslegur. . .
ekkert strangt, ekkert ,,þú kemur inn
klukkan átta”.. . það var alltaf eitt-
hvað að gerast. . . og heimiliö opið
fyrirvinumokkar.. .”
Þá var ekki komin öll þessi byggð í
Skerjafjörðinn. „Við höfðum hesta í
bílskúrnum.. . fórum í útreiðartúra út
á Seltjamarnes... þetta var hálfgerð
sveit...”
Elsta systirin, Stella, býr í New
York og rekur eina íslenska veitinga-
staðinn, sem þar er: Palsson’s. Hún
byrjaði á einni hæð, bætti svo þeirri
næstu fyrir ofan við. Kannski hafa það
verið áhrif frá fjölmennu bemsku-
Hugsum okkur örlaga- og ástarsögu,
þar sem fallega stúlkan hryggbrotnar
nítján ára gömul, svo að hún getur
aldrei framar stigið í fætuma. Hún læt-
ur ekki hugfallast heldur fer til New
York og er þar á listaskólum í fimm ár.
Þar veröur hún ástfangin af blökku-
manni og elur honum barn. Hún flytur
aftur með barniö heim í Skerjaf jörðinn
til f jölskyldu sinnar og skilur elskhug-
ann og hjartað hálft eftir í New York.
Mundum við trúa slíkri atburðarás?
Nei, varla. En lífið sjálft er stundum
lygilegra en nokkur skáldsaga.
Stúlkan er til og heitir Sigþrúður
Pálsdóttir, kölluð Sissú, en barniö
Sunna Guðrún. Við heimsækjum þær
mæðgur einn af þessu björtu kyrru
haustmorgnum sem koma skáldum í
stemmningu svo að þau gleyma fátækt
sinni og lánleysi og yrkja upphafin
ljóð.
Það blikar á hafið og fjöllin á
Reykjanesi út um gluggana á húsinu
þeirra sem er nokkuö stórt enda á Sig-
þrúðursjösystkini.
„Þaö er mjög gott að eiga svona
stóra fjölskyldu,” segir hún. „Alltaf
einhver sem getur hjálpað mér.”
Mikið ertu dugleg!
Víliö og volið er einhvers staðar ann-
ars staðar að finna en í munni þessarar
fíngerðu stúlku. Hún er alls ekki sterk-
leg að sjá, en einhvers staðar innan í
henni hlýtur aö leynast mikil seigla.
Háskélabíé 8. október:
Berkofsky spil-
ar til styrktar
Grensásdeild
Grensásdeild tekur við slösuðu
fólki til endurhæfingar. Píanóleikar-
ínn Martin Berkofsky varð fyrir
óhappi á vélhjóli fyrir ári og marg-
brotnaði á hægri handlegg og fæti.
Hann hefur nú fengið fullan bata eft-
ir dvöl á Grensásdeild. 1 þakklætis-
skyni heldur hann píanótónleika íi
Háskólabíói á laugardaginn eftír
viku, 8. október.kl. 14.30. Allur ágóði
rennur til Grensásdeildar. Þar
vantar meöal annars fé til að full-
gera sundlaug.
Sigþrúður Pálsdóttir þekkir Grens-
ásdeildina vel að vonum. Hún
benti á að þeim fjölgar sem lamast
vegna umferöarslysa. „Þegar ég
kom þangað fyrst var kannski eitt til-
felli á ári, nú þrjú eða fjögur. Oft.
ungir piltar, fimmtán til tuttugu ára
gamlir.”
Aldraðir, fatlaðir og
námsmenn
Það kemur náttúrlega ekki tórdeik-
unum viö, en Sigþrúður talaði einnig
um hvað hún væri lánsöm að geta bú-
ið heima.
„Mér finnst allt fatlaö fólk vera
etns konar meðsystkini,” segir hún,
„en ég vildi síður búa á stofnun eða £
húsi þar sem allir væru fatlaðir. Það
er til fyrirmyndar að í Kópavogi eru
byggð fjölbýlishús þar sem nokkrar
íbúðir eru sérhannaöar fy rir fatlaða.
Þetta er svipað og meö aldraða og
með námsmenn. Hjónagarðarnir
við Suðurgötu og dvalarheimili
aldraöra við Lönguhlíð eru svipaðar
byggingar aö sjá. Hefði ekki verið
sniðugra að skipta þeim þannig að
aldraöir heföu fengiö helming íbúð-
anna í hvoru húsi, námsmenn helm-
ing?” ihh
Sissú: Tvö þrjú fyrstu árin voru verst.
maður venst öllu. . .
en það er ekkert mái lengur. . .
D V-myndir Einar Ólason.