Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1983, Side 35
V. LAUGARDAGUR1. OKTOBER1983.
35
Markúsarbryggja, þar sem menn verða fingralangir i myrkrinu.
Sfðasti hrekkurinn, bátsferðin langa.
Vd EYDDUM svo fyrriparti
kvöldsins í aö horfa á mannlifiö og
rangla um verslunargöturnar. Eg
keypti margfrægan kristal og hlaut
veröuga viðurkenningu aö launum fyr-
ir riddaramennsku mína. Til aö svala
enn frekar ævintýraþrá okkar ákváö-
um viö aö leita uppi einhvern dæmi-
geröan feneyskan fiskveitingastað. Viö
þurftum ekki lengi að leita þegar viö
rákumst á eitthvað sem viö fyrstu sýn
virtist vera fiskimarkaöur en reyndist
vera veitingastaöur er nær var komið.
Hráefnunum var snyrtilega raðað í
kæliborö frammi viö dyr og í stórum
fiskabúrum voru lifandi skeldýr, mest-
megnis humar sem var sérréttur stað-
arins. Þaöan gat viðskiptavinurinn
valiö hráefni í máltiöina. Við á hinn
bóginn pöntuöum án nokkurrar vitn-
eskju um hvaö orðin á matseðlinum
þýddu. Við vissum það eitt aö eftirrétt-
urinn var ostur. Þaö orö skildum við á
þrem tungumálum.
V URÐUM aldeilis ekki fyrir
vonbrigöum meö samblandið sem viö
fengum aö boröa. Þaö spillti ekki fyrir
boröhaldinu að viö vorum sífellt aö
reyna aö giska á hvað við værum aö
borða. Eg er t.d. nærri viss um að
þama smakkaði ég í fyrsta skipti djúp-
steiktan smokkfisk. Mest gaman
höföum viö þó af eftirréttinum, ost-
inum. Þegar kom aö því aö bera fram
réttinn þann kom virðulegur þjónn
með tvo stóra diska hvorn meö sinni
ostsneiöinni. Viö smökkuöum og kom
okkur saman um aö þetta væri ágætis
brauðostur, en heldur þurr samanbor-
iö viö þann íslenska. Ostsneiö þessi var
sæmilega rausnarleg, rúmlega helm-
ingi þykkari en venjulega er skoriö of-
an á brauö, en sama stærö aö ööru
leyti. Viö nörtuöum í þennan ost og
biðum svo eftir næsta smakki, vonuö-
uöumst til aö fá hinn víðfræga gorgon-
sóla eða eitthvað álíka. Þegar við höfð-
um beöið í góöan stundarfjórðung fór
aö renna upp fyrir okkur ljós. Þessi
hversdagslega ostsneið, var allur eftir-
rétturinn! Viö skildum þetta samtímis
og sprungum úr hlátri meöan þjónarn-
ir litu spyrjandi og hneykslaöir á okk-
ur.
Svona eru útlönd, maður skyldi
aldrei treysta þvi sem maöur telur sig
þekkjaaðheiman.
§■^0 SVO nokkuö væri liðið á kvöld
ákváöum við að sitja um stund á Mark-
úsartorgi og horfa á mannlífiö. Þaö er
alltaf sérstök stemmning sem líkt og
liggur í loftinu finnst mér á laugar-
dagskvöldum í útlöndum. Maður situr,
sötrandi bjórinn góöa, horfandi á
mannhafið líða hjá. Brosandi, blaör-
andi og sjálfsánægðir Ameríkanar og
forvitnir, myndavélaóðir Japanar
streymdu framhjá. En þama í mann-
þrönginni voru einnig Suöurlandabúar,
fáir og hreyfðu sig lítt úr stað* Við tók-
um aö fylgjast meö þeim og þóttu þeir
undarlegir sumir. Þeir virtust ekki
hafa nein sérstök erindi að reka, og
fýlusvipurinn á andlitum þeirra sagði
ótvírætt að þeir voru ekki aö skemmta
sér. Þetta eru eiturlyfjasalar, stakk ég
upp á. Nei, sagði sú heittelskaða, þetta
eru vasaþjófar. Sennilega hefur hún
haft rétt fyrir sér. Þeir ígrunduöu fólk-
iö í kringum sig vel og tóku sig svo út úr
og eltu einhverja, að því er virtist.
Aldrei sáum við þá þó nappa af nein-
um. Sennilega hafa þeir gert þaö án
þess aö við tækjum eftir því. Slík er
snilli þessara handverksmanna.
Nu VAR KOMIÐ aö því að huga
að heimferð. Ekki treystum viö okkur
til aö labba aftur til Rómartorgsins,
enda hefði það sennilega tekiö alla
nóttina. Þá var eina ráöiö aö nýta sér
strætisvagna þá sem um síkin ganga.
Við höfðum haft einhverjar spumir af
þeim og jafnvel séð þeim bregöa fyrir
ásíkjunum.
Mín heittelskaöa fór í rannsóknar-
leiöangur, en hún hefur tvennt fram yf-
ir mig í slíka leiðangra. Hún kann agn-
arlítið í ítölsku og hefur til aö bera
slika persónutöfra aö allir Italir,
a.m.k. karlkyns, vilja bókstaflega allt
fyrir hana gera. Stundum meir en hún
sjálf vill. Ur leiðangrinum kom hún
meö þær upplýsingar að þaö væri
ekkert mál aö taka strætó, og kostaði
sáralítið. Við fórrnn því og keyptum
miöa og komum okkur fyrir í mann-
þröng mikilli á réttri biöstöð. Þar
þurftum viö aö bíöa dágóöa stund áður
en réttur bátur kom. Ferðin var hin
ánægjulegasta, við sátum aftast í
fersku kvöldloftinu og nutum Feneyja.
Og í land stigum við nokkra metra frá
þar sem strætisvagninn á hjólunum
beiö okkar.
i^^LLAN DAGINN haföi verið í för
meö okkur taska ein herleg, svipuö
þeim sem vinsælar eru nú meðal skóla-
krakka. Fínasta taska úr góöu leðri.
Sem viö bíðum þama eftir aö strætó
leggi af staö ákveðum við aö kaupa
okkur hressingu. I töskunni var pen-
ingahirsla okkar, franskur peninga-
pungur. Þangaö ætlaöi ég nú að sækja
aura til aö kaupa veitingar. En hvemig
sem ég leita finn ég ekki neina pen-
inga. Pungurinn á sínum staö í lokaðri
töskunni, en veskið með peningunum
horfið úr þessari margföldu hirslu.
Eins og menn eflaust skilja vel fyllt-
ist ég nú skelfingu mikilli. Fyrst marg-
leitaði ég af mér allan gnm, en veskið
var hvergi. Því næst þusti ég niður að
strætóbryggjunni aftur, skimandi í
kringum mig, en veskiö sá ég hvergi.
Var nú mnninn á mig móður mikill,
ekki ósvipaður þeim sem rennur á
menn í miklum bíómyndum þegar
stórir atburðir eiga sér staö. Hér var
greinilega um þjófnaö að ræöa og aug-
ljóst aö eitthvað yröi aö gera í málinu.
Eg flýtti mér aö rifja upp hve mikil
verömæti voru í veskinu. Eitthvað ná-
lægt 10.000 kr. taldist mér til.
Her VARÐ eitthvaö aö gera.
Skeði nú margt í senn. Það tók að rigna
og götumar blotnuðu á svipstundu. Jók
það enn á hasarmyndastemmninguna
og villtar skynjanir mínar A svip-
stundu rifjuöust upp fyrir mér ótelj-
andi kvikmyndir um hliðstæð atvik. Og
trúr minni reynslu og sjónvarpsupp-
Þrengsta öngstrætiA, innan við matri á breidd.
Texti og myndir: Ágiist Iljörtur
eldi þaut ég af stað í leit að lögreglu.
Það tók ekki langan tima aö finna
hana. Eiginlega stoppaði hún mig þar
sem feröin á mér var fullmikil til að
eðlilegt gæti talist. Eg, móöur eftir
hlaupin, stundi bara upp: Políza, pol-
íza, og hann kinkaði kolli. Þetta var
unglingspiltur að því er mér virtist og
þegar ég aðgætti betur sá ég aö hann
var í einhverjum einkennisbúningi og
meö skammbyssu í beltinu.
UG BYRJAÐI aö þylja honum
raunir mínar og var mikið niöri fyrir.
Hefur sennilega gengiö fullhratt á mér
talandinn því að ég komst fljótlega að
því aö hann skildi ekki helminginn af
því sem ég var aö reyna aö segja.
Hann viöurkenndi sína vankunnáttu,
teymdi mig aö litlu varömannsskýli og
sótti einhverja menn sér til aöstoöar.
Þegar þeir voru komnir á vettvang
fóru hlutirnir aö skýrast. Lögreglan
skildi sögu mína og sagöi þessi frægu
hughreyfingarorð: „There ts not much
to do” — það er svo sem ekkert aö
gera, þetta er mjög algengt héma í
Feneyjum. Hann spuröi mig hvar ég
heföi nú verið aö þvælast og ég gat ekki
betur séö en hann glotti. örlítiö þegar
bátsferöin hafði verið túlkuð fyrir
hann. „Mjög vinsæll staöur,” var allt
sem hann sagði um þa.ö mál.
VlÐ ÞESSAR rólegu og hug-
hreystandi móttökur rann af mér
mesti vígamóðurinn. Þetta voru engir
gaberdíngæjar sem ruku út í nóttina og
frelsuöu veskiö mitt úr ánauö hins illa.
Og ég s jálf ur var víst enginn slíkur gæi
heldur. En þessi ungi maöur meö
byssuna vissi samt ýmislegt um lífiö.
Hann ráðlagði mér að fara daginn eftir
á aðallögreglustööina og gefa þar
skýrslu. Þá væri von til að ég fengi
þetta bætt af tryggingafélagi mínu.
Hann var meira aö segja svo
elskulegur að segja mér til vegar,
svona lauslega, svo að ég myndi nú
ekki lenda í meiri vitleysu daginn eftir.
Það voru því sárir ferðalangar sem
svindluðu sér í strætó heim í tjald þetta
kvöld því aö auðvitað hafði strætó-
miðunum lika verið stoliö.
M ORGUNINN eftir var komið
hiö indælasta veður og á leiðinni inn
til Feneyja hugsuöum við málið. Þaö
var augljóst aö helv. þjófurinn haföi
opnaö töskuna, því næst peninga-
punginn og hirt þaðan veskið. Hann
hefur verið svo snyrtilegur aö loka á
eftir sér, sennilega í þeim tilgangi aö
hann yrði kominn sem lengst í burtu
áður en verknaöurinn uppgötvaöist.
Þaö sem viö vorum orðin sjóuö í vatna-
strætó og farin að kunna á gatnakerfiö
í borginni vorum viö ekki nema rúman
klukkutíma aö finna aöailögreglu-
stöðina. Hún var á engan hátt
auökennd aö utan, aðeins fyrir tilvilj-
um sáum við byssumenn úti í glugga
og giskuðum á að það væri lögreglan.
Þar upphófst sama tungumála-
vandamáliö og viö vin okkar frá kvöld-
inu áöur. Þeir skildu lítið og sjálfur átti
ég í erfiðleikum, enda ekki vanur að
gefa lögregluskýrslur á ensku. En með
góöum vilja, miklu brosi og handapati
haföist þetta á innan viö tveim tímum.
Núna, þegar ég les þessa skýrslu mér
til gamans, er mér ómögulegt aö skilja
hvemig hægt var að vera allan þennan
tíma að þessu. Það veit mín sála aö
ekki vildi ég lenda í aö gefa langa
skýrslu um einhvem alvarlegan
atburð, t.d. Mafíubardaga.
ÞESSU veseni öllu loknu
settumst viö niður yfir bjórglasi og
vorum sammála um aö koma okkur
sem fyrst burt frá þessari borg og
heilsa upp á traustvekjandi Islendinga
niðri á Rímíní.
En ekki höfðu Feneyjar enn sagt sitt
síðasta orö. Viö urðum aö sjálfsögðu
aö taka vatnastrætó til baka, aö bíla-
stæöunum. A einhvern mér
óskiljanlegan hátt lentum viö í vitlaus-
um báti og í staö þess að vera rúmlega
kortér á leiöinni vomm við í rúma tvo
tima aö þvælast um síkin og lentum
jafnvel alla leið í Lidó. Er mér skapi
næst aö halda að Feneyjar hafi þama
af ásettu ráöi sent vitlausan bát til að
hefna fyrir brotið á kristalnum forðum
daga. Víst er um það, héðan í frá mun
ég taka á mig stóran sveig framhjá öll-
um þeim Feneyjakristal sem á vegi
mínum verður.
Ágúst Hjörtur.