Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1983, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 229. TBL. —73. og 9. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 7,OKTÓBER 1983. 40.000 EINTÖK PRENTUÐ í DAG RITSTJÓRN SIMI 8661) • AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA SIMI 27022 EFASEMDIR UM ORYGGI MITSUBISHI-FLUGVÉLA — tvær slíkar í rekstri hérlendis Efasemdir hafa vaknað í Banda- ríkjunum um öryggi Mitsubishi MU—2 flugvéla. Flugmólastjórnin íslenska hefur óskaö eftir frekari upplýsingum um málið frá þarlend- um yflrvöldum enda eru tvær flug- vélar af þessari tegund í rekstri hér- lendis; hjá Flugfélagi Norðurlands og Flugskóla Helga Jónssonar. Oryggisnefnd samgöngumála í Bandaríkjunum hefur mælst til þess að bandaríska flugmálastjórnin hafl forystu um sérstaka endurskoðun á flugleyfi Mitsubishi-vélanna. Þessi ósk er borin fram í kjölfar margra flugslysa sem tengd eru hreyflum vélarinnar. öryggisnefndin rannsakaði 31 flug- slys sem gerst hafa fró árinu 1975. Nefndin telur að frumorsök 22 þess- ara slysa sé tengd hreyfilbilun. Sama hreyfiltegund hefur reynst vel á öðrum flugvélum. Því hallast menn að þeirri skoðun að eitthvað sé athugavert við hönnun Mitsubishi- vélarinnar sem geri það aö verkum að flugmenn eigi erfitt með aö stjórna vélinni eftir aö annar hreyf- illinn hefur bilaö. Björn Björnsson, starfsmaður loft- ferðaeftirlits Flugmálastjómar, taldi afar ólíklegt að flugbann yrði sett á vélarnar. Hann bjóst frekar við því að breyting yrði gerð á hand- bók flugvélarinnar. Hugsanlega yrði þjálfun flugmanna einnig breytt. „Aðalvandamálið virðist vera hreyfilbilun sem veldur vandræðum og sem flugmenn virðast ekki ráða við,’” sagði Bjöm. Mitsubishi-fyrirtækiö heldur því fram að 80 af hundraði flugslysanna verði rakin til mistaka flugmanna. Býður fyrirtækið upp á endurþjálfun flugmannafyrirhálfvirði. -KMU. bátsbruna Miklar skemmdlr urðu á vélbátn- um Þorstelnl GK16 er eldur kom upp í bátnum í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan tvö í gærdag. Báturinn var að biða eftir plássl í sllpp og var verlð að logskera í gangi undir brúnni, stjóraborðsmegin og er tallð að kvlknað hafi i út frá nelsta- flngl frá logskeringunnl. Nokkuð glatt logaði í göngum og stakkageymslu en mönnum tókst að loka dyrum að vélarrúmi og upp í brú. Var mikil sprengihætta á bátn- um þar sem unnið var með súrefnis- og gaskúta. Engin slys urðu á mönnum í eldin- um. -JGH. SlökkviliðiO stóð vakt við bátinn i gærkvöldi. DV-mynd: S Miklar skemmdir urðuí Skurðurinn 6 Sigurði Björgvinssyni er langur og n»r aftur A bak. Þá er hann einnig skorinn á hálsi. DV-mynd Heiðar Baldursson. „Ég hélt aö hann ætlaöi að ganga endanlega frá mér” — segir Sigurður Björgvinsson, knattspyrnumaður úr Keflavík, sem stunginn var á Benidorm "Eg hélt að þetta yrði mitt siðasta og það liður áreiðanlega langur tími þar til ég jafna mig á þessu,” sagöi Sigurð- ur Björgvinsson, landsliðsmaður í knattspymu úr Keflavík, í viðtali við DV í gær. Sigurður kom heim í fýrri- nótt frá Benidorm en þar lá hann á sjúkrahúsi eftir að ókunnur maður hafði ráðist á hann með hníf um miðj- an dag og stungið hann í síðuna og víð- arilíkamann. „Eg og kunningi minn vorum á leið niður á strönd um miðjan dag og þurft- um aö fara eftir mjög þröngri götu eða sundi. Þar mættum við tveim mönnum sem við höfðum aldrei séð áður. Kró- uðu þeir okkur af og annar þeirra dró upp hnif og hótaði okkur með honum. Þeir töluðu ensku og ég held að þetta hafiveriðBretar. Félagi minn komst undan en þessi með hnífinn réðst á mig og stakk mig í síðuna vinstra megin. Eg varð dauö- skelkaður og greip fyrir andlitið og kastaði mér niður en hann stakk mig þá i herðarnar og var svo aö ýta hnifn- um í hálsinn ó mér þar sem ég lá. Hann virtist vera alveg óður og hafa gaman að þessu. Þegar ég hélt að hann ætlaði alveg að ganga endanlega frá mér hætti hann við og hljóp ó brott ásamt þessum félaga sínum. Voru þeir ekki fundnir þegar ég vissi siðast enda auð- velt að fela sig i mannhafinu þama,” sagðiSigurður. Mikiö blæddi úr sárum Sigurðar og komst hann við illan leik í hóp Islend- inga sem þama voru rétt hjó. Var hann snarlega fluttur á sjúkrahús þar sem gert var aö sárum hans. Var hann með um 30 sm skurð á síðunni fýrír neðan hjarta og auk þess með hnífsstungur á herðum, baki og hálsi. Var hann á sjúkrahúsi i tvo sólar- hringa en komst heim með flugi í fyrradag því hann vildi komast undir læknishendur hér. Hópurinn sem hann var með, en þaö voru m.a. leikmenn Keflavíkurliðsins, kemur aftur á móti ekki heim aftur fy rr en nú um helgina. „Þetta var ægileg lifsreynsla og ég er enn í hálfgerðu sjokki,” sagði Sig- urður í gær. „Maður heyrir talað um svona lagað og les um þetta í blöðum en ég hef aldrei séð eða lent í svona lög- uðu, hvað þá heldur um miöjan dag og þar sem fullt er af fólki á ferð.. . -klp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.