Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1983, Blaðsíða 4
DV. FÖSTUDAGUR 7. OKTÖBER1983. Síldarsölt- unhafin á Eskifirdi Fyrsta síldin til söltunar barst í fyrradag til Eskifjarðar. Það var Skarðsvík SH frá Rifi sem kom með 120—130 tonn til söltunarstöðvar- innar Elj unnar sem er í eign Guðjóns Hjartasonar. Að sögn Reynis Gunnarssonar, matsmanns Eijunnar, var strax byrjað að salta um morguninn. Síld- in er mjög góð, fitan þetta 16—20%. Af stóru síldinni fara um 300 stk. í tunnuna sem verður að teljast mjög gott. Skarðsvíkin fékk siidina i einu kasti í Vopnafirðinum. Saltað er í 28 plássum hjá Eljunni. Reynir sagði að þessi sildarvertíð ætlaði að byrja eins og fyrri haustvertíðir, þ.e. veiðin byrjar norðan til í Vopnafirði en síöan heldur síldin suður á bóginn. I ár verður saltaö á 5 söltunar- stöðvum á Eskifirði. Það er einni stöð fleira en í fyrra, því nú bættist Þórsf. viðíhópinn. Stöðvamar sem saltaö verður á heita: Auðbjörg, Friðþjófur, Sæberg, Eljan og Þór sf. og eru allar tilbúnar aö takaámótisíld. -Emil Eskifirði. Anna Ragna Benjamínsdóttir fískmatsmaður með væna síld. Skarðsvík SH kom til Éskifjarðar með 120—130 tonn afgóðri sild. D V-myndir Emil Eskifirði, Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Friðarhreyfingin fær ekki friðarverðlaunin í ár Lec Walesa hefur fenglð friðar- verðlaun Nóbels og þykir það eðli- lega tíðindum sæta. Þessi friðarverð- laun hafa verið veitt baráttumönn- um fyrir frelsi og stríðsjálkum jafnt. Þykir oft sem skökku skjóti vlð, þeg- ar fulltrúar hemaðarþjóða, sem standa í margvislegu braski fyrir þjóðlr sínar, fá friðarverðlaun, og virðist það þá stundum fara eftir frægð og krafti f jölmiðla hver hlýtur. Eftirtektarverðast er þó að friðar- verðlaun fá einkum menn á Vestur- löndum. Núna býr friðarverðlauna- haflnn austantjalds, en er með þeim ósköpum gerður að vilja frelsi handa Pólverjum. Hér heima era til aðilar, sem fagna veitingunni á þeim for- sendum, að Lec Walesa sé þeirra maður. Engu að síður þjóna þessir sömu aðUar undir sjónarmlð þeirra ofbeldismanna, sem Lec Waiesa er að berjat við af veikum mætti, með ívafi hinnar undariegustu friðarbar- áttu. Nú er það aikunn staðreynd, að stjóravöld Sovétríkjanna fundu upp friðinn fyrir löngu og hafa taUð sig handhafa hans eins og sönnum upp- finningamönnum ssmir. Friðarverð- laun Nóbels hafa > þó aldrei faUið stjórn Sovétríkjanna í skaut og má það undarlegt heita. Aftur á móti hafa margvíslegir andskotar þess- ara stjóravalda verlð að fá friðar- verðlaun aftur og aftur, nú síðast Lec Walesa. En það er ekki nóg að nefnd friðarverðlauna hafi þráfaldlega genglð framhjá þeim, sem fundu upp frlðinn, nefndin hefur einnig gengið framhjá þeim forustumönnum fyrir frlðl, sem stjóraað hafa friðaráróðr- inum í Vestur-Evrópu að undan- förau, og teklð pólskan verkalýðs- leiðtoga fram yfir. Hlýtur þessi ráð- stöfun að valda gremju og sárindum meðal þeirra, sem hafa ekki sparað sporin við að gera Vestur-Evrópu varnarlausa. Þeir sem fundu upp friðinn sáu fljótlega, að auðvaldsbullur á Vest- urlöndum myndu seint veita þelm friðarverðlaun. Þeir brugðu því á þaö ráð að veita sjálfir friðarverð- laun í nafni Lenins og gekk það vel um tíma. Nú hefur ekki lengi heyrst neitt af þessum friðarverðlaunum Leníns. Einungis lifa menn í minn- ingunni um reykinn af gömlum rétt- um, þegar „þeirra menn” voru að fá peninga í nafni friðar. Og í stöku tíl- fellum eru þessir gömlu friðarhafar byrjaðir aftur. Þótt vinstri menn á íslandi fagni nú ákaflega friðarverðlaununum til Lec Walesa, lifa þeir enn í skæru sögulegu ljósl, sem lítt hefur dofnað, því skammt er síðan að friðurinn var opinberlega á framfærl Sovétríkj- anna. Atlantshafsbandalagið vann i kyrrþey að því að firra lönd Vestur— Evrópu ágangi og ógnunum og treysti þannig lýðræðlð í löndum þeim, sem gerst höfðu meðlimir á tima þegar ekkl var ljóst hve langt vestur leppríkjastefna Sovétríkj- anna átti að ganga. Það er rétt að hægt er að ganga með friði Sovétrikj- unum á hönd, en það er ekki alveg ljóst hvort allir era ánægðir með slika friðarstefnu. Lec Walesa berst slnni baráttu i Póllandi. Hann á ekkert sameigin- legt með Ásmundi Stefánssyni, for- seta ASt, sem reynir nú að gera hann að sínum mannl. Ásmundur gæti kannski fengið friðarverðlaun Len- ins við tækifæri og væri vel að þeim kominn, en frá Osló berast honum aldrei boð. Það er vegna þess að Ás- mundur getur aldrel orðið píslarvott- ur í islensku þjóðfélagi með sama hætti og Lec Walesa er píslarvottur í PóUandi. Það er tUvist Nato sem gerir þennan mun. Forustumaður verkalýðshreyflngarinnar er verad- aður fyrir ofbeldi og píslarvætti af þeim grundvaUarreglum, sem frjáis- ar þjóðir hafa sett sér og samelnast um í Atlantshafsbandalaginu. Lec Walesa er hins vegar á friðarsvæði Lenínsverðlauna. Hann fær því enga viðurkenningu þar. En þjóðir á Vest- urlöndum virða þennan mann og baráttu hans fyrlr frelsi. Hann hefur nú ákveðlð að gefa bændum i Pól- landi verðlaunin. Þeir eru Ula farnir cftir langan Rússafrið i PóUandl. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.