Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1983, Blaðsíða 2
2
DV. FÖSTUDAGUR 7. OKTOBER1983.
„Þaö er greinúegt aö algjör ringul-
reiö ríkir í skipulagi svæöisins. Þeir
eru komnir í þrot með þetta svæði. Þeir
geta ekki leyst umferðar- og bílastæða-
vandamál svæðisins,” segir Hörður
Guðmundsson, íbúi í Reykjavík.
Hann býr ekki í einu af gömlu hverf-
um borgarinnar heldur i einu af þeim
nýjustu, Seljahverfi í Breiðholti. Hann
beinir gagnrýni sinni að borgaryfir-
völdum sem að þessu sinni virðast
hafa gengið of langt í að troða
byggingum á eitt svæði.
Svo langt hefur verið gengið í að:
auka nýtingu svokallaðs miösvæðis
Seljahverfis að ekki virðist annað
mögulegt en aö nota stóran fótboltavöll
einnig sem bílastæði.
„Þegar við sóttum um lóðir í hverf-
inu var talað um að þarna kæmi stórt
og rólegt útivistarsvæði þar sem gott
yrði fyrir börnin að leika sér. En þetta
er ekki lengur rólegt, lítið íbúðarhverfi
eins og okkur var sagt aö þetta myndi
verða,” sagöi Hörður, sem býr aö
Hnj úkaseli 8, skammt frá Seljaskóla.
Svæðið sem um ræðir er fyrir neðan
Seljaskóla. Frá því Höröur og aðrir
íbúar hófu að byggja hús sín hefur
skipulag miðsvæðisins margbreyst.
Litla skólaiþróttahúsiö sem upphaf-
lega var ráðgert að reisa hefur þre-
faldast og er orðið eitt af stærstu
iþróttahúsum landsins, tekur eitt þús-
und áhorfendur.
Elli- og hjúkrunarheimili hefur
stækkað. Ibúar hverfisins bjuggust viö
lágreistu húsi. Nú er bygging þriggja
hæða stórhýsis með kjallara undir að
hefjast.
Jafnvel kirkjan, sem ris nokkru
neöar á miösvæðinu, hefur tvöfaldast
að stærö frá því sem í fyrstu var gert
ráð fyrir.
„Við höfum ekkert á móti elliheimiii
eða íþróttahúsi. Þetta er bara orðiö allt
of stórt,” segir Hörður Guðmundsson.
„Okkur sýnist ekki vera pláss fyrir
þessar stóru byggingarhérna. Upphaf-
lega átti þetta aö verða allt miklu
smærra i sniöum og minni starfsemi á
svæðinu. Nú er búiö aö stækka húsin og
þar með auka umferöina og þörfina
fyrir bílastæði,” sagði Hörður.
Þeir Erlendur Bjömsson, Jón Þóroddur Jónsson, Einar Finnsson og Höröur
Guömundsson, allir húseigendur i Seljahverfi, eru óhressir meö hvernig
borgin hefur sífeiit veríð aö ákveöa aukna nýtíngu miðsvœöisins. Þama
standa þeir á barmi grunns væntanlegs elli- og hjúkrunarheimiiis. Fyrir
aftan þá sór á iþróttahús Seljaskóla. Gatan hœgra megin áttí upphaflega
aldreiaökoma. OV-mynd: Einar Ólason.
K/NG
crown Læstir með lykli og talnaiás.
crown Eldtraustir og þjófheldir, framleiddir eftir hinum stranga JIS staðli.
CROWN 10 staerðir fyrirliggjandi, henta minni fyrirtækjum og einstaklingum
eða stórfyrirtækjum og stofnunum.
CROWN Eigum einnig til 3 stærðir diskettuskápa — datasafe
GÍSLI J. JOHNSEN
SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF
Smiðjuvegur 9 - Kópavogi - Simi: 73111
Stærsta húsiö, sem sást 6 likaninu, er elli- og hjúkrunarheimilið. Ofar ó
myndinni sóst hvernig verslana- og þjónustuhverfi hefur veriö skipulagt.'
Stóra húsiö efst erkirkjan. DV-mynd: GVA.
Þegar stjóm borgarinnar ákvað að
láta undan þrýstingi frá íþróttahreyf-
ingunni og byggja miklu stærra
iþróttahús viröast menn hafa leitt hjá
sér þá staðreynd að allt nágrenni hafði
þegar verið byggt upp meö tilliti til
þess aö lítiö íþróttahús yröi reist.
Eitt af því sem skapraunaö hefur
ibúum er þessi moldarhaugur sem
kom upp iir grunni elliheimilisins.
Hann var settur fyrir framan stofu-
glugga einbýlishúsanna.
DV-mynd: Einar Ólason.
Það hafði ekki verið gert ráð fyrir
stæðum fyrir bíla eitt þúsund áhorf-
enda. Það hafði heldur ekki verið gert
ráð fyrir götu að litla skólaíþróttahús-
inu. Stórt keppnisíþróttahús kallaði á
nýja götu og stæði fyrir ekki færri en
500 bíla.
Nýja gatan hefur þegar verið lögð.
Hún liggur einfaldlega á svæði sem
annars hefði orðið grænt. Gatan teng-
ist þröngum götum íbúðahverfanna.
„Allar götumar í hverfinu eru mjóar
umferðargötur, líklega þær mjóstu í
borginni. Innan við sex metrar á
breidd. Við sjáum ekki hvemig slíkar
götur eiga að taka við allri um-
ferðinni,” sagöi Hörður Guömundsson.
Erfiðara reyndist að leysa bíla-
stæðavandann. Það tókst þó. Lausnin
er sú að stór malarknattspymuvöllur
sem byggður verður við hlið íþrótta-
bússins veröur notaður sem bilastæði
þegar áhorfendur koma að horfa á
kappleiki.
„Fótboltavöllurinn verður ekkert
nema olíudrulla. Það er varla til sá bíll
sem ekki lekur olíu. Þessi lausn er
hreint klúöur,” sagði Höröur þegar
hann frétti hvar bílastæöin ættu aö
vera.
-KMU.