Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1983, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 7. OKTOBER1983. >> Frjálst, óháó dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjémarformaóurogútgáfusfjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarrrtstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Augtýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON; Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86A11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiósla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. P rentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblaö 25 kr. Árangur er takmarkaður Eftir velheppnaöa leiftursókn gegn verðbólgu og lífs- kjörum er ástæða til að óttast, að hin nýja ríkisstjóm hafi ekki kjark til að ráðast af sama krafti gegn ýmsum óvætt- um í vegi endurnýjaðrar hagþróunar í landinu. Nokkuð er til í því, sem Ásmundur Stefánsson hjá Alþýðusarpbandinu hefur sagt, að ríkisstjómin hafi raunar ekki gert annað en að ráðast gegn kaupi almenn- ings. Alténd er ljóst, að hún hefur gert það af miklum krafti. Snúið hefur verið við þróun síðustu þrettán ára, þegar kaupmáttur jókst umfram aukningu þjóðartekna og safnað var til skulda í útlöndum til að kosta um- frameyðsluna. Þessi falski kaupmáttur hefur verið tekinn aftur. Á einu sviði til viðbótar hefur ríkisstjórnin látið til sín taka. Hún hefur lagað ýmsar gjaldeyrisreglur í átt til þess, sem tíðkast í nágrannalöndunum. Fjármála- ráðherra og viðskiptaráðherra hafa sýnt lofsvert fram- tak. Lagt hefur verið niður hið tvöfalda gengi krónunnar, sem fólst í sérstöku álagi á ferðamannagjaldeyri. Bönkum og sparisjóðum hafa almennt verið heimiluð gjaldeyrisviðskipti. Og nú er krónan orðin skiptifrjáls í útlöndum. Allt er þetta til bóta. Og ástandið mundi batna enn frekar, ef þetta nýja frelsi næði einnig til fjármagns- hreyfinga og ef heimilað yrði að gera viðskiptasamninga innanlands í erlendri mynt. Þá yrði erfitt að endurreisa verðbólguna. Á öðrum sviðum fer lítið fyrir afrekum ríkis- stjórnarinnar, enda hefur hún ekki setið lengi að völdum. Eftir helgina verður lagt fram frumvarp til fjárlaga og áætlun um lántökur, sem fela í sér takmarkaðan árangur. Hið jákvæða í þessum plöggum er, að þau gera ráð fyrir stöðvun hinnar árvissu útþenslu ríkisbáknsins á kostnað launafólks og atvinnuvega. Þessi útþensla varð óbærileg, þegar þjóðartekjur byrjuðu að dragast saman á síðasta ári. Að vísu er aldrei fyllilega að marka áætlanir af þessu tagi. Það er til dæmis alveg sama, hverju ráðgert er að sóa í landbúnað, — sukkið fer alltaf langt upp fyrir mörkin, einnig eftir tilkomu þessarar ríkisstjórnar. Samanlagt gera fjárlagafrumvarpið og lánsfjár- áætlunin ráð fyrir, að Island taki ekki erlend lán fyrir vöxtum af fyrri erlendum lánum og ekki hærri erlend lán en sem svarar afborgunum af fyrri erlendum lánum. Allt er þetta árangur, en takmarkaður árangur. Það er út af fyrir sig gott að geta stöðvað öfugþróunina, en þó hefði verið enn betra að snúa henni við. Vonandi tekst það í hliðstæðum plöggum, sem verða lögð fram að ári. Leiftursóknin gegn verðbólgu og lífskjörum verður ekki að leiftursókn fyrir atvinnuuppbyggingu og endur- reistum lífskjörum í kjölfarið, nema hið opinbera hætti að vernda úrelta starfsemi gegn innreið nýrrar. 1 staðinn þarf að beina starfskröftum þjóðarinnar frá tilgangslausri iðju á borð við sauðfjárrækt og mjólkur- búskap og að framtíðargreinum á borð við laxarækt og örtölvutækni. Og togurunum þarf að fækka hið bráðasta. 1 frumvörpunum tveimur felst nokkur niðurskurður á sóun fjármagns hins opinbera í sjálfvirka sjóði vonlausr-, ar fjárfestingar. En í stórum dráttum er þó enn í gildi peningaforgangur hefðbundinnar vitleysu á borð við kýr og kindur. Jónas Kristjánsson. nv Að spara eða spara ekki * — þaðerspurningin Spamaður í ríkisrekstrinum hefur af eðlilegum orsökum verið ofarlega á baugi að undanfömu. „Gatið” á fjárlögunum, utanferðir starfs- manna rikisins, sala ríkisfyrirtækja, útboð verkefna sem ríkisstarfsmenn hafa séð um hingað til, samdráttur i framkvæmdum og fjárfestingum, skuldasöfnun erlendis og margt flelra er í fréttum og fyrirsögnum sem tengjast sparaaði í opinberum rekstri. Það er bent á, það með óyggjandi rökum, að tekjur rikisins muni minnka geigvænlega vegna minnkandi innflutnings, að við séum að sökkva í skuldafen og að við höfum ekkl efni á að iifa um efnl fram lengur. Það verður ekki met nokkm móti véfengt að sparaaðar er þörf í rikisrekstrinum ekki siður en annars staðar i þjóðfélaginu, en eins og venjulega spyrja menn hver annan hver á að spara, hvar og hveralg. Það er líka afskaplega óheppilegt í miðri umræðu um braðl f utanferðum rikisstarfsmanna, að ekki skuli hægt að halda ríkis- stjórnarfundi vegna þess að ráð- herrar eru flestir erlendis!! Og tíma- setningin á bilakaupum forsætisráð- herra mitt í öilu talinu um aðhald og gjaldeyrissparaað er lika vægast sagt einkennileg. Lokun eða sala rfkisfyrirtækja Því fer fjarri að þessi aðferð til ríkissparnaðar sé ný af nálinni eöa uppfundin af núverandi fjármála- ráðherra. Minna má á tillögur nefndar um burtför báknsins frá tíð ríkisstjómar Geirs Hallgrímssonar og svo röskleg tilþrif Margrétar Thatcher í þessum efnum. Um spamað í ríkisrekstrinum af sölu fyrirtækja verður auðvitað ekki aö ræða nema að viökomandi fyrir- tæki hafi verið rekin meö tapi. Og hver vill kaupa þau? Sum þjónustu- fyrirtæki ríkisins eru eðli sínu sam- kvæmt botnlaus taprekstrarfyrir- tæki og einmitt þeim er f jarskalega erfitt að breyta af pólitiskum ástæðum. Andstaöa starfsmanna gegn sölu eða lokun fyrirtækja er auðvitað mikil og ofur eðliieg. Einstaka for- stjórar ríkisfyrirtækja þóttust jákvæðir og meðmæltir hugmyndinni í sumar en harla litið hefur heyrst aö þeir hinir sömu hafi unniö málinu gagn síöan, nema síður sé. Látalæti eins og að selja eitt ríkis- fyrirtæki öðru verða ekki gerð að umtalsefni, ekki heldur þau öfug- mæli að Byggðasjóður skuli halda áfram að fjármagna rekstur fyrir- tækja, t.d. frystihúsa, semhann (þ.e. Byggðasjóður Framkvæmdastofn- unar RlKISINS) hefur komið á fót. Hægri höndin verður bara að vita hvað sú vinstri gerir. Hvort sem vlðleitni núverandi fjár- málaráðherra hefur í för með sér sparaað eða ekki, þá á hún fyllllega rétt á sér þar sem ríkisafskiptl af rekstrl eru orðin alltof mikil. Það væri afleitt ef þessi áform verða þæfð og þvæld í „kerfinu” þar til þau renna út í sandinn. Frestun eða niðurfelling framkvæmda Það hefur verið staðfest af ráðherrum að menn muni neyðast tii að fresta eða fella niöur ýmsar opin- berar framkvæmdir á næstu misser- um. Þetta þarf svo sem engan að undra en lítið er ennþá vitað um það hvaða framkvæmdum, nákvæmlega, verður frestað ef frá er talin Blöndu- virkjun. Einnig hafa opinberar stofnanir verið látnar skera niður Björn Dagbjartsson áætlanir um gjaldfærðan stofnkostn- að. Eitthvað munu slikir hemlar draga úr ríkisútg jöldum en það getur líka verið dýrt að vera fátækur. Eg sakna þess að hafa ekki heyrt minnst á áætlanir um það hverju á aö fresta og hvað á aö hætta við. Vonandi hafa menn einurð til þess að velja og hafna. Það hlýtur að vera hægt aö stilla verkefnum upp í forgangsröð, að ein bygging eða framkvæmd sé meira aökaliandi en önnur, að einu verki beri að ljúka en öörum að fresta alveg. Frestun eða niðurfell- ing framkvæmda getur valdið at- vinnuskorti, einkum hjá iðnaðar- mönnum á viðkomandi stöðum eða landsvæðum en það er óskynsamlegt og afskaplega óhagkvæmt að silast áfram á hægagangi og í fjársveltl með alltof margt í takinu í einu. önnur rekstrargjöld Sá liður fjárhagsáætlana, sem tvímælalaust hefur verið vinsælast aö klípa af þegar ríkisstjórnir hafa talið sig þurfa að spara, eru svoköll- uð önnur rekstrargjöld. I sumar var það nokkuð í fréttum að skólar fyrir norðan væru án hita, rafmagns og síma af þessum orsökum. Utanfarir og ferðakostnaö hafa allir f jármála- ráðherrar, sem ég man eftir, viljað takmarka og þar hefur hver viljað beita sínum aðferðum. Um árangur- inn veit ég ekki en efalaust hefðu utanfarir, dagpeningar og annar ferðakostnaður vaxið mun meira án aðhalds. Hins vegar hefur samninganefnd rikisins samþykkt ýmislegt í samn- ingum við starfsmenn, sem gengur þvert á þessa aðhaldsstefnu, svo sem rétt kennara til ársleyfis og utanfara eftir 10 ára starf, rétt sérfræðinga til 3ja mánaöa endurmenntunar á launum með uppihaldi erlendis á 4— 6 ára fresti, rétt lækna til 15 virkra daga ferðaleyfis um ca hálfan hnött- inn á hverju ári o.s.frv. Svo er allt samnorræna þruglið, aðrir milliríkjasamningar, Samein-' uðu þjóðirnar og aðrar alþjóða- stofnanir o.s.frv., venjulega bundið fastmæium eöa samningum af ráðherrum og ríkisstjórnum. Það er hætt við því, að æði margt reynist samningsbundið í þessum efnum þegar upp er staðið og spamaöur því lítill. Hótfyndni ríkisforstjóra, sem telja sig hina einu nauðsynlegu utanferðamenn breytir þar engu. Hins vegar er hugmyndin um að ráðherrar leggi sjálfir línur varðandi ferðaheimildlr ekkl slæm og a.m.k. sumir þeirra munu gera það af röggsemi. Tímaeyðsla þarf ekkl að vera mlkil ef stofnanir og ráðuneyti gera ferðaáætianir nokkuð fram í tímann og halda sig við þær. Laun og mannahald Einhverjum gæti þótt lítið gert úr spamaðarmöguleikum í þvi sem hér á undan er sagt og það með réttu. Langstærsti hluti útgjalda rikisins stafar af launagreiðslum, sumir segja67% aðrir75%. Til að ná verulegum árangri í sparaaði í ríklsrekstrinum þarf því að fækka rfkisstarfsmönnum eða lækka við þá launin. Þetta er stað- reynd sem stjórnmálamönnum gengur illa að segja upphátt. Þaö má kannski segja að meö bráðabirgða- lögunum í vor hafi verið gerð tilraun til að draga úr kaupgreiðslum án þess að fækka starfsmönnum, en þeirri aögerð var eins og allir vita beint gegn verðbólgu, ekki ríkisút- gjöldum sérstaklega. Ríkisstarfs- menn eru yfirleitt lægra launaöir en fólk á hinum svokallaða frjálsa vinnumarkaði, þannig að Iauna- lækkun er tæplega framkvæmanleg. Eina úrræðið er fækkun starfsfólks hvernig sem menn ætla nú að fara að því. I fjölda ára hefur fyrsta boðorðið við gerð fjárhagsáætlana ríkisstofn- ana verið: Engar nýjar stöður. Þrátt fyrir þetta hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað jafnt og þétt. Starfsmönnum í opinberri þjónustu hefur fjölgað úr rúml. 8000 i um 17000 á siðustu 10 árum og starfsmönnum stjórnar- ráösins sjálfs úr rúml. 300 í u.þ.b. 700 á sama tíma. Eg held að enginn trúi því í alvöru að ríkisstarfsmönnum verði sagt upp, jafnvel þó að það sé heimilt og engin önnur leið fær fyrir tóman ríkissjóð. Eg óttast að launaliður fjárveitinga til stofnana og fyrir- tækja verði einfaldlega lækkaður á pappirnum og þar við látið sitja. Þegar fjárveitingar duga svo ekki fyrir launagreiðslum þá verður látið undan með aukafjárveitingum, fyrirfram ávísunum o.þ.h. Fækkun ríkisstarfsmanna verður óhjákvæmilega innifalin í öllum raunhæfum tillögum um sparaað 1 ríkisrekstri. Þessa staðreynd verða menn að horfast í augu við. Til að auka tlltrú og sýna að mönnum sé alvara er sjálfsagt að byrja á að fækka fólki í stjóraarráðinu, en allra fyrst þó að fækka starfsmönnum fjármálaráðuneytisins. Björa Dagbjartsson. í en allra fyrst þó að fækka starfsmönn- um f jármálaráðuneytisins.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.