Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1983, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1983, Page 11
WM>r CTfnorrvrvo ro yrrm/ rrtrr-JAM ™ DV. FÖSTUDAGUR 21. OKTOBER 1983. VIÐTALIÐ: 99 Eg er ekki sportidjót 97 —segir Ingólfur Hannesson, íþróttafréttamadur sjónvarpsins „Þaö var skrítin tilfinning að fá á sig rautt ljós og vera kominn inn á stóran hluta heimila í landinu. Eg var óöruggur í byrjun, en þetta venst.” Ingólfur Hannesson íþróttafrétta- maður sjónvarpsins er oröinn öllu sjóaðri nú eftir nokkurra mánaða dvöláskjánum. „Eg spekúlera ekkert í því hvemig ég er fyrir framan þennan stóra hóp, heldur frekar hvernig þátturinn gengur frá tæknilegu hliðinni. ” Ingólfur útskrifaðist úr Iþrótta- kennaraskólanum 1978 og um haust- ið fór hann að kenna nokkra tíma í Iönskólanum. Vinnukvótinn var hins vegar ekki fullur. Þá var það að Þjóðviljinn auglýsti eftir íþrótta- fréttamanni. Ingólfur sótti um og var ráðinn. „Þaö var gengiö frá þessu á föstu- degi og mér var tilkynnt, að ég þyrfti að vera tilbúinn með tvær siður fyrir þriðjudaginn, ” sagði Ingólfur. — Hvernig gekk það? „Ágætlega. Gunnar Steinn Páls- son, sem hafði verið íþróttafrétta- maður, hjálpaði mér. Við fengum ágætt mál upp í hendumar og fyrstu tvær síðumar vora þokkalegar. ” Eins og sannur íþróttafrétta- maöur, stundar Ingólfur sjálfur íþróttir sér til gamans. Hann skokk- ar, syndir og leikur knattspyrnu. , Jín ég vil ekki láta kalla mig sportidjót. Iþróttir era aðeins eitt af mínum áhugamálum.” Þeir sem fylgjast með skrifum íþróttafréttamanna hafa kannski tekiö eftir því, að þeir hafa oft dálitið sérstakt orðfæri. Ingólfur var spurður um þaö. „Menn búa sér til eigin orðaforða og hættan við að festast í honum er oft vegna mikillar tímapressu. Eg hef staðiö sjálfan mig að því að lýsa leik eftir leik með sömu orðunum.” Ingólfur fór til Oslóar haustiö 1981 til náms í uppeldis- og félagsfræði og hann vinnur að þvi að ljúka þvi námi samhliða störfum sínum hjá sjónvarpinu. ,,Frítími minn fer að miklu leyti í' félagsfræðilestur. Ég á eftir síðasta áfangann í cand. mag. próf og draumurinn er að klára það næsta vor,” sagði Ingólfur Hannesson. Ingólfur er kvæntur Guðrúnu Bjamadóttur fóstru, sem nú er við framhaldsnám í Osló, og eiga þau 4 ára dóttur. -GB Fékk markið í höfuðið Ungur piltur var fluttur meðvit- undarlaus á sjúkrahús í fyrradag eftir aö hafa slasast á marki. Nánari tildrög vora þau, að tveir piltar voru aö ieika sér á litlum knatt- spymuvelli við Langholtsskóia. Slepptu þeir sjálfum knettinum i leikn- um en fóru að klifra í markstöngunum. Tókst þá ekki betur til en svo, að þver- sláin á markinu datt niöur og lenti á höfði annars piltsins. Hlaut hann mikið högg og var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús, þar sem gert var að meiðslum hans. -klp- „Það var skrftin tflffamfaig að f á á sig rautt ljós segir Ingólfur Hannesson um fyrstu beinu útsendinguna sina. DV-mvnd Bi.Bi. .. 11 Afgreiðslutími verslana umfram almenna dagvinnu: Launakosfn- aður eykst um 60% Niðurstöður útreikninga sem Sigfinnur Sigurðsson, hagfræð- ingur Verslunarmannafélags Reykjavíkur, hefur gert í fram- haldi af þeirri umræðu sem verið hefur um breyttan afgreiðslutíma verslana sýna aö launakostnaður þeirra sem lengst hafa opiö getur aukist allt að 60 prósentum. Ef bornarerusamantværversl- anir þar sem önnur hefur opið á þeim tíma sem almenn dagvinna segir til um en hin til kl. 19 mánu- daga, þriðjudaga og miðvikudaga, til kl. 20 fimmtudaga, til kl. 21 föstudaga og til kl. 16 laugardaga þá mun launakostnaöur síðar- nefndu verslunarinnar vera 60 prósent hærri en þeirrar fyrr- nefndu. „Umræöan um breyttan afgreiðslutíma verslana helgast af innbyrðis samkeppni kaupmanna um viðskiptin,” sagði Sigfinnur Sigurðsson. „Þaö er athyglisvert að einstakar verslanir sjá sér hag í að hafa opið frameftir á meðan keppinautamir hafa lokað. Þegar allar verslanir fá að hafa opið þá minnkar áhuginn snarlega. ’ ’ Gisli Blöndal hjá Hagkaupi sagöi fráleitt að túlka þessar tölur þannig að aukinn launakostnaður kæmi fram í hærra vöraverðí. „Við nýtum fjárfestingar okkar betur því lengur sem við höfum opið og auk þess verða viðskiptin verulega meiri,” sagði Gísli. „Hér er um að ræða aukna þjónustu öllum til hagsbóta.” -EK.. Komdu ij á pelm y gamla og shiptu á nýrri Bílar og g. greiðsluhjör e við allra hæfi ^ btl? Komdu þá til ^ ohhar ^ Mesta bílaárval landsins Opið laugardag frú 9—18 J BORGARBILASALAN HF. GRENSÁSVEGI11 BÍLASKIPTIHF. SIMAR 83150 — 83085

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.