Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1983, Qupperneq 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 21. OKTOBER 1983.
Spurningin
Ætlarðu að sjá
óperuna La Traviata?
Jónas Helgason brunavörður: Við.
erum alltaf á vakt í óperunni og sjáum
hana.
Magnús Th. Magnússon brunavörður:
Nei. Mig langar ekkert til að sjá óperu
með Garðari Cortes.
Oddur Garðarsson flugvlrki:Ég ætla
að sjá hana i bíó. Mér er sagt að upp-
færslan þar sé betri.
Jóhann Þórisson flugvirki: Ég ætla
ekki að sjá hana. Ég hef lítinn áhuga é
óperum.
Guðbjartur Torfason flugvirki: Nei, ég
hef lítinn áhuga á því.
Aml Gunnarsson iagermaður: Ég
reikna ekki með því en þó er aldrei að
vita hvað maður gerir ef veturinn|
verður harður. |
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
9
8 áhyggjufullar eru ekki hressar með aðgerðir rikisstjórnar Steingrims
Hermannssonar.
Opið bréf til forsæf isráðherra:
Oánægðar
með aðgerðir
ykkar
8 áhyggjufullar skrifa:
Til forsætisráðherra, Steingríms
Hermannssonar.
Við undirritaðar viljum láta í ljós
óánægju okkar vegna ummæla þinna í
Morgunblaðinu í síðustu viku þar sem
þú gefur í skyn að við séum ekki færar
um að taka sjálfstæöar ákvarðanir.
Við skrifuðum á undirskriftalista
verkalýðshreyfingarinnar af þeirri
einföldu ástæðu að við erum óánægðar
með aðgerðir ykkar. Og það eru örugg-
iega margir á þeirri skoðun. Við gátum
ekki betur séð en allt þaö fólk sem
mætti fyrir utan Alþingishúsiö, þegar
undirskriftimar voru afhentar, hafi
komið þangað af fúsum og frjálsum
vilja.
Eöa viltu kannski segja að það hafi
veriðneytt tilaökoma?
Og tala svo um 120 Húsvikinga, sem
virðast vera ánægöir með gang mála,
á móti 34 þúsund óánægðum lands-
mönnum, finnst okkur frámunalega
barnalegt.
Við sem skrifum þetta bréf erum
bæði úr hópi þeirra sem skrifuðu
undir undirskriftalistann og þeirra
sem ekki komust til þess.
Steingrímur: Mundir þú geta lifað
af því sem við höfum í kaup? Þú
mundir aö sjálfsögu geta þaö, því ein-
hvern veginn í ósköpunum förum við
að því. En aftur á móti erum við vissar
um að þú mundir ekki viljaþað.
Við erum með að meðaltali 14
þúsund á mánuði fyrir vaktavinnu og
þurfum að borga af því húsaleigu, 6
þúsund, rafmagn, þúsund til fimmtán
hundruð, síma, eitt þúsund, og bama-
pössun, 5 þúsund, en fáum 2500 endur-
greiddar. Eftir eru þrjú þúsund krónur
ámánuðitilaðkaupa mat og klæði.
Og þið viljið að við strekkjum ólina
betur.
Varúð! Bankinn bítur
Skúli G. Jóhannesson skrifar:
Varúð, hundurinn bítur, er sett á
skilti fyrir utan hús með það í huga aö
halda fólki frá húsinu, og til að vara við
hundi.
Varúð, bankinn bítur, datt mér í hug
aö setja mætti utan á Búnaðar-
bankann, aðalbanka, þegar ég varð
fyrir þeirri reynsiu mánudaginn 17.
okt. sl. að Búnaðarbankinn, einn allra
banka og fjárfestingafélaga, sem ég
hafði samband viö, tekur dráttarvexti
af skuldabréfi sem gjalddaga hefur á
laugardegi eöa sunnudegi en greitt er á
mánudegi.
Skuldabréf mitt var á gjalddaga
laugardaginn 15. október og ég kem á
mánudagsmorgni 17. okt. til að greiöa
mína skuld. Nei, góði — þú ert orðinn
vanskilamaður, skuldabréfið fór í
vanskil á sunnudagsmorgun. og þér
ber að greiða dráttarvexti í 2 daga
(60% ársvestir), — NEI það þýðir ekk-
ert að semja um að greiða samnings-
bundna vexti bréfsins fyrir þessa daga
(laugardag og sunnudag), dráttar-
vextir skulu það vera (stundum nota
þeir orðið dagvextir, en þeir eru líka
60% ársvextir og því aðeins
orðaleikur).
Líklega getur Búnaðarbankinn,
„aöalbankamenn”, hengt hatt sinn á
einhverja reglugerð Seölabankans um
aö þetta sé löglegt, — en siðlaust er
það, enda er þessi regla ekki notuð í
einu útibúi Búnaðarbankans, það segir
sína sögu. Þessi regla er ekki notuð í
fjórum bönkum (Landsb. Útvegsb.,
Iðnaðarb. og Alþýðub.) sem ég
heimsótti, og að sögn Fjárfestinga-
félags Islands er það almenn regla á
skuldabréfamarkaðinum að skulda-
bréf, sem hafa gjalddaga um helgar
eöa á helgidegi, má greiða næsta dag
sem opið er án dráttarvaxta.
Þessi skrif mín um ranglát
vinnubrögð lít ég á sem aðvörun til
fólks og ætla ekki að hafa fleiri orð um
þá afgreiöslu sem ég fékk, en vitni
varð ég að því að fleiri fengu sömu af-
greiðslu og ég þennan mánudag.
Ég vona að bankinn sjái sér hag í
því að breyta þessari ósanngjörnu
reglu.
SVAR:
Oiafur Oddsson hjá Búnaðar-
bankanum sagði að viökomandi vextir
væru dagvextir en ekki refsivextir og
ætti þessi regla að gilda fyrir allan
Búnaöarbankann, jafnt aðalbanka
sem útibú. Hann sagöi að hugsunin á
bak við þetta væri sú að hefði
maðurinn átt fé það sem hann ætlaði
að greiöa skuldina með á reikningi í
bankanum væru vextir reiknaðir út
allan timann sem féð væri á
reikningnum og þá yfir helgina.
Keypti bíl af Landsbankanum:
ERU ÞETTA HEIÐ-
ARLEG VIÐSKIPTI?
Jón Gunnar Jónsson hringdi:
Ástæðurnar fyrir því að ég skrifa
þessar línur eru þær að 8. ágúst 1983
keypti ég bíl af Landsbanka Islands.
Bíllinn var seldur af Sambandi
íslenskra samvinnufélaga í Ármúla.
Hann kostaöi 160 þúsund krónur og var
seldur með þessum skilmálum: 40
þúsund krónur út og 120 þúsund stóðu
eftir á veðskuldabréfi til 12 mánaða.
Gjalddagi fyrstu afborgunar var 25.
september 1983 og var 11.187,50
krónur, en í upphafi átti að greiða sem
’nemur 10 þúsund krónum á mánuði.
Er ég var búinn að greiða 11.187,50
krónur stóðu eftir 118.927 krónur. Svo
kom næsta greiðsla og nam hún
11.163,90 krónum og hún hefur ekki
veriö greidd. Ef hún væri greidd
mundu standa eftir 110—111 þúsund
krónur og ætti hver og einn að sjá hvað
bankinn tekur í vexti af þessu láni.
Ég hef spurt nokkra bilasala í
Reykjavík hvað þessir bílar mundu
kosta á frjálsum markaði og mér hefur
verið tjáð að verð þeirra sé 100—110
þúsund, eftir því hvemig þeir séu borg-
aðir.
Ég vísa máli mínu til ríkisstjórnar
Steingríms Hermannssonar og spyr:
Finnst henni það réttur viöskiptamáti
að á sama tíma og Steingrímur Her-
mannsson fer ofan í vasa þjóöarinanr
og fær þar 700 þúsund krónur til bíla-
kaupa, geti Landsbanki Islands selt
bláfátækum verkamanni bílskrjóð á
okurvöxtum?
Ég segi nei. Landsbanki Islands á
að heita banki þjóðarinnar og mér
finnst að hann geti ekki leyft sér að
selja bíla á þeim vöxtum þegar sh'kur
viðskiptamáti þekkist ekki á hinum
fr jálsa markaði.
Eg óska eftir því að Landsbankinn
annaðhvort taki bílinn aftur og greiði
mér það sem ég er búinn að borga
ellegar laekki bílinn til samræmis við
hiðfrjálsa verðlag.
Nú skora ég á þig, herra banka-
stjóri, eða þann sem fer með þessi mál
innan bankans, að svara þessu bréfi.
Og ég spyr: Eru slík viðskipti
heiðarleg?
Hvernig
losna ég við
lúsina?
Kona í Garðabæ hringdl og sagði
frá því aö þrjú barnaböm hennar
hefðu þrisvar sinnum nælt sér í lús
frá því að skólar byrjuðu i haust.
Henni leikur forvitni á að vita hvem-
ig eigi að hreinsa þennan ófögnuð.
SVAR:
Hjá borgarlæknisembættinu feng-
ust þær upplýsingar að í lyfjabúðum
mætti kaupa sérstakt lyf til að ráða
niðurlögum lúsarinnar. Lyf þetta
fæst án lyfseðils og á því eru allar,
leiðbeiningar um notkun. Þá veita
hjúkrunarfræðingar skóianna allar
nauðsynlegar upplýsingar.
Heimir Bjarnason aðstoðarborg-
arlæknir sagði að unnið væri að því
að ráða niðurlögum lúsarinnar.
Hann sagöi að það væri árviss
viðburður aö lús kæmi upp í skólum
borgarinnar og á þessu hausti værí
kannskí eitthvað meira um hana en
venjulega.
ALDRAÐIR
þurfa að
ferðast eins
og aðrir.
Sýnum þeim
tillitssemi.
||U^JFEROAR