Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NOVEMBER1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó^ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86A11. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. P rentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasöíu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Rafmagn veröuráfram dýrt Nýjasta greinargerð Orkustofnunar staðfestir, sem haldið hefur verið fram hér í þessum dálkum, að martröð hins háa orkuverðs hjá íslenzkum notendum á sér nokkr- ar samverkandi orsakir sem menn gerðu sér litla grein fyrir. 1 fyrsta lagi hafa orkuverin ekki reynzt eins ódýr og reiknað var með. Hin ungu jarðlög landsins eru laus í sér og lek. Jökulár láta treglega temja sig, auk þess sem þær leika grátt hverflana í orkuverunum. 1 öðru lagi eru flest orkuverin ung að árum og hafa að öllu leyti verið reist með lánsfé. Það hefnir sín núna að hafa ekki fyrr á árum notað rétt verð á rafmagni og myndað á þann hátt eigið fé í orkufyrirtækjunum. Þessar tvær ástæður valda því, að orkuverð í heildsölu er miklu hærra hér á landi en í öðru, nálægu vatnsafls- landi, Noregi. Þar er verðið um 20 mills, en hér er það 33 mills. Þetta er óneitanlega verulegur munur. Um leið má ekki gleyma, að víða um heim, þar sem minna er um vatnsafl, er orkuverð í heildsölu mun hærra en hér. Til dæmis er það 58 mills í Bandaríkjunum og 75 mills í Englandi. Við megum því sumpart vel við una. Þá kemur að þriðju ástæðunni, sem hækkar orkuverð til íslenzkra notenda. Það er hin gífurlega dýra dreifing orkunnar, sem ræðst af stærð landsins, fámenni þjóðar- innar og óblíðu veðurfari. Þetta tvöfaldar verðið. Þegar svo bætist við hinn myndarlegi, íslenzki sölu- skattur, er orkuverðiö í heimilisnotkun manna komið upp í um 100 mills að meðaltali. Hluti af þessu verði felst í mikilli verðjöfnun milli þéttbýlis og strjálbýlis. Að baki þessa verðs upp á 100 mills er svo einnig f jórða ástæðan. Hún er fólgin í misheppnuðum samningum um orkuverð til stóriðju. Það verð er um það bil að hækka upp í 10 mills, sem er hlægilegt í samanburði við 100 mills almennra notenda. Stóriðja er að vísu stór viðskiptavinur og á sem slíkur að fá sérstök kjör. En einstakar rafveitur eru líka stórir viðskiptavinir orkuvera og þurfa þó að greiða margfalt hærra heildsöluverð eða í kringum 40 mills. Stóriðja getur um takmarkaðan tíma stuðlað að full- nýtingu orkuvers, það er að segja frá þeim tíma, að það tekur til starfa, og fram að þeim tíma, er fjármagna þarf annað nýrra orkuver. Þessi hagur er því skammvinnur. Sum stóriðja er betri en önnur að því leyti, að hún getur notast við afgangsorku í stað forgangsorku. Að svo miklu leyti sem hún fyllir upp í lægðirnar milli toppanna í orku- notkun, kallar hún ekki á nýja f járfestingu í orkuöflun. Slíkri stóriðju mætti selja orku á verði, sem væri innan við 20 mills, en annarri ekki. Til dæmis væri ekkert vit í að selja forgangsorku til stækkunar álversins í Straums- vík á minna en 20 mills frá Blöndu eða Þjórsá. Samkeppnisaðstaða okkar við lönd lágs orkuverðs er ekki svo góð, að við getum búizt við að létta af okkur martröð orkuverðsins með nýjum samningum um sölu til gamallar eða nýrrar stóriðju. Þaðan koma engar himna- sendingar. Almennir notendur verða áfram að sætta sig við heims- metsverð á rafmagni og bíða eftir, að erlendar orkuskuld- ir greiðist niður. Þá getum við um síðir vænzt þess, að orkuverð til heimilisnota mjakist niður fyrir meöalverð í nálægum löndum. Jónas Kristjánsson. Fjárfest í eitri Þegar þar er komið í allra- heilagramessu, að lokið er við að skera f je, svona að mestu, og hann er lagstur í þær stillur með veður, að menn byrja að hugsa eitthvað fal- legt, hefst önnur sláturtíö, en hún er haldin hjá fjárveitinganefnd alþing- is. Fjárveitinganefndin hefur þaö ein- kennilega hlutverk að skipta pening- um, sem ekki eru til, milli nokkur hundruð einstaklinga, stofnana og fyrirtækja, sem trúa á kraftaverk. Og þótt það sé aöalverk fjár- veitinganefndar alþingis að skera niður, eða að raddsetja fjárlögin, er ekki þar með sagt, að nefndin sé ónauðsynleg, því hennar verk er að hlusta á kveinstafi og gjöra, ef unnt er, minniháttar breytingar á tillög- um embættismanna og f jármálaráð- herra, sem keyrðu eyðslu vinstri stjómarinnar gegnum þykktarhefla almennrar skynsemi. Og nú hefur fjármálaráöherra landsins, Albert Guðmundsson, fyrstur íslenskra ráð- herra, svo lengi sem elstu menn muna, hótaö afsögn, ef svo fer eina ferðina enn, að fámennir þrýstihóp- ar, stofnanatrúboðar og eigendur verkamanna, reynast fara með hin endanlegu völd í fjármálum ríkisins, en ekki ríkisstjómin og alþingi. En fleira virðist vera að gerast en það er ráðherra heimti að fá að stjóma í nafni þingsins, eins og lög gera ráð fyrir, án þess að taka alfariö tillit til manna úti i bæ, heldur virðist nú þannig komið, að margir normal Islendingar virðast nú vera reiöubúnir til þess að láta reyna á það, hvort niðurskurður á útgjöldum og almenn skynsemi, geti í raun og veru rétt þjóðarskútuna af. Telja að nú verði að hverfa frá þeirri listgrein stjómvísinda, er lætur h'fskjör þjóðarinnar ganga eftir lánstrausti vom erlendis. Eða kýs með öðrum orðum að lifa að verulegu leyti í vel- lystingum á sparifé útlendinga, svo lengi sem það er hægt, og troöa síðan reikningunum ofaní barnavagnana, hjá óvitunum, sem veröa að borga, þegar þar að kemur. Þetta kann að hljóma einkenni- lega, en ég fæ ekki betur séð en aö þjóð sem lifir um efni fram á lánsfé, sé raunverulega að selja böm. Um helgina vom mörg mál á dag- skrá, þar á meðal deilumar í ferða- skrifstofu Alþýöubandalagsins, sem snúast um það, hver eigi að þola niöurskuröinn á Noröur-Atlantshafs- leiðinni, Guðmundur J., eða Ragnar Amalds. Og að sjálfsögðu varð full- trúi hins vinnandi manns að láta í minni pokann. Guðmundur J. mun því sitja heima með sína sáttarhönd, en Ragnar Arn- alds mun sitja þing Sameinuðu þjóð- anna. Þyngst mun það hafa vegið hjá feröaskrifstofu Bandalagsins að nauðsynlegt þótti aö koma fyrrver- andi fjármálaráðherra sem skjótast úr landi, meöan veríð er aö afgreiöa fjárlögin. Um helgina ræddu menn mikið um fjárfestingar, eða fjárfestingu i land- inu sem á ekki neina peninga. Offjár- festing blasir við í verslun, í útgerð og í landbúnaöi. Eftir helgina Jónas Guðmundsson Nægir að minna á Undanrennu- musteriö á Bitruháisi og Seöla- bankann. Minnast menn nú þeirra daga, þegar talið var nóg að bæta við einum manni í Landsbankann, en Seðlabanki landsins var þá geymdur í einni skúffu í Landsbankanum; hjá þeim Magnúsi Sigurðssyni og Jóni Árnasyni, eða hvað þeir hétu nú þessir gömlu bankamenn, sem þrátt fyrir kreppu, fengu ávallt virðulega og hófsama yfirdrætti handa landinu í London, svo að til væri fyrir nauösynjum, salti og kolum. Þeir slógu ekki erlend lán fyrir verðbólgu. Og haft er fyrir satt, að skilvísi þessa skúffubanka hafi veríð shk, að eigi þurfti aðra tryggingu en undirskrift og blek. Meðal vondra fjárfestinga, sem ræddar voru um helgina, er stein- ullarverksmiðjan, sem ráðgert er að reisa á Sauöárkróki, því hún er af læröum mönnum tahn langt yfir skilningsgetu hagfræðinnar og raun- visindanna hafin. Virðist þar nú stefna í eitt stórt öngþveiti. Notkun á steinull í landinu um þessar mundir mun vera um 600 tonn á ári, og þar af er dáhtið framleitt hér heima í frumstæðri verksmiðju suöur í Hafnarf irði. Nýja verksmiðjan á Sauðárkróki mun hinsvegar eiga að geta fram- leitt um 7000 lestir á ári. Búið er að festa kaup á vélum frá Finnlandi, sem kunnugir segja að séu seldar á miklu yfirverði. Þetta skeður á sama tíma og verið er að hverfa frá notkun steinullar erlendis og steinullarverk- smiöjum hefur víða verið lokað. Steinull þykir í fyrsta lagi ömurlegt byggingarefni, henni fylgja ótal atvinnusjúkdómar og einnig er stein- uharvinna tahn geta valdið krabba- meini. Við vinnsluna eru líka notuö ýms eiturefni, þar á meöal Fenol (phenol, eða Carbolic Acid), sem nú um stundir er tahð eitthvert hættuleg- asta eiturefni, sem notað er í iðnaði. Er þess skemmst að minnast, að fyrir nokkrum árum hvohdi tankbíl með þessu eitri í Danmörku, og varð að flytja fólk af stórum svæðum og giröa, meöan reynt var að hreinsa eitrið úr svartri moldinni. Staðarvalsnefnd mælti með Sauðárkróki, þótt nú liggi fyrir, aö skeljasand til vinnslunnar muni þurfa að sækja til Faxaflóa, eða á aðra fjarlæga staði. Atvinnuleysi á Sauðárkróki réttlætir auövitaö sterkan iðnað. Þar eru nú aö sögn um 200 manns á atvinnuleysisskrá, vegna þess að búiö er að slátra og togararnir eru í siglingu með grá- lúðuogkarfa. Þetta réttlætir á hinn bóginn ekki það, að ríkið og aðrir leggi 5—600 milljónir króna i erlenda og innlenda fjárfestingu; i krabbamein og eitur- hernað, til þess eins að framleiða vöru sem engan varðar í rauninni neitt um lengur. Glerull hefur tekið við af steinull fyrir löngu og hún er sú einangrun, sem nútímamenn nota i byggingaiðnaði þar sem steinull var notuðáður. Ekki skal ég spá um það, hvort þarna er unnt að snúa viö, þótt á hinn bóginn þykjumst við hér þess vissir, aö fyrir nokkrum áratugum hefði ákveðin skúffa í Landsbankanum veriö læst út af minna tilefni. Þaö er ekki sársaukalaust að rita greinar um þetta efni, og hafa þannig til vonbrigði handa Skag- firðingum og Samvinnuhreyfing- unni, sem á góörí stund lagöi fram fjármuni í eitrið, og hefur tekið að sér einkasölu á þvi í formi steinullar, um alla framtíð. Æmar voru raunir manna þó fyrir. Steinullarmáhö verður því að endurskoða hið snarasta, og þá þarf að kanna, hvaða vinnu unnt er að veita þeim launamönnum, er væntu atvinnu af steinull í firðinum, þar sem sólin deyr í Mælifellshnúk. Jónas Guðmundsson, ríthöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.