Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NOVEMBER1983.
7
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Jólapósturinn:
Látið ekki ættingjana
fara í ióiaköttinn
Nú verður ekki aftur snúið, jólin
nálgast óðum og timi til kominn að
fara að senda jólagjafir til vina og
ættingja í f jarlægum löndum.
Þaö er bæði hægt að senda pakka
meö flugi og skipi. Það er ódýrara að
senda meö skipi. Ef sú leið er valin
þarf jafnframt að senda pakkana fyrr.
Það er einnig vert að minna á að
nauðsynlegt er að pakka gjöfunum vel
inn. Venjulegur umbúðapappír er ekki
nægilegur. Best er að nota sterka
pappakassa. A öllum pósthúsum er
hægt aö kaupa sérhannaðar umbúðir
fyrir póstsendingar. Þetta eru pappa-
kassar í þremur stærðum og mjög
handhægir.
Krítarkort:
Smákaupmenn
ekkiánægðir
Nokkuð skiptar skoöanir virðast
vera meðal matvörukaupmanna um
notkun krítarkorta. Virðist sem
notkun þeirra komi fremur iUa út
fyrir smærri matvöruverslanimar.
Ölafur Bjömsson, formaður
Félags matvörukaupmanna, sagði
aö þessi mál hefðu verið rædd innan
félagsins en nokkuð skiptar skoðanir
væru meðal félagsmanna. „
Oánægjan beindist m.a. að því að
kaupmenn þyrftu að lána fé vaxta-
laust í allt að 50 daga. Greiðslufyrir-
komulagið væri þannig að þeir
fengju greidd innkaup krítarkorta
handhafa, sem gerð væru fyrir 19.
hvers mánaðar, 5. næsta mánaðar.
Þetta þýddi það að þau innkaup sem
gerð gerð væru eftir 19. þessa
mánaðar yrðu ekki greidd fyrr en 5.
desember. Mestu innkaupin færu
fram eftir 19. hvers mánaðar og
fram að mánaðamótum.
Þegar þetta er haft í huga og aö
kaupmenn greiða 4% til þeirra sem
reka krítarkortin er ljóst að útkoman
er ekki góð ef um litla álagningu er
að ræða. Margar matvörur hafa
mjög litla álagningu, allt frá 2%.
Þetta kemur smákaupmönnum
sérlega illa. Þeir fá yfirleitt litinn
afslátt af vöruinnkaupum sínum
vegna þess að þeir geta ekki keypt
inn vörur í miklu magni. En
stóimarkaðirnir fá hins vegar
yfirleitt magnafslátt vegna þess að
þeir eru í stakk búnir til að kaupa inn
mikið magn af hverri vöru.
Krítarkortin koma þvi ekki eins illa
út fýrir þá eins og þau gera fyrir
smærri verslanir.
En margar smáverslanir bjóða
hinsvegar viöskiptavinum sínum
upp á mánaðarreikning sem
stórmarkaðirnir gera ekki. I staö
þess aö taka á móti krítarkortum
kæmi betur út fyrir smákaupmenn
að gefa 4% afslátt til þeirra sem
staðgreiöa.
Olafur sagði að væntanlega yrði
haldinn fundur um þessi mál
bráðlega. Hafnar væru óformlegar
umræður við forráðamenn Visa
korta. Og heföu kröfur um að
greiðslur til kaupmanna færu fram
fyrr og oftar verið settar fram.
Einnig hefði verið reif uð sú hugmynd
að kaupmenn gætu með einhverju
móti ávaxtað það fé sem þeir lánuöu.
-APH.
Hór má sjá hvernig tóigin var útlitandi.
Tortiyggileg
hamsatólg
Til okkar kom maður sem hafði
keypt hamsatólg framleidda af
Sláturfélagi Suðurlands. Hamsatólgin
þótti honum heldur tortryggileg því
hún var öll í einhverjum svörtum
klessum, lítill trjágreinabútur kom
einnig í ljós og hártægjur.
Vigfús Tómasson hjá söludeild
Sláturfélagsins sagði okkur að hugsan-
legt væri að þessar svörtu klessur
væru hamsar því algengt væri að þeir
væru dökkir. En að trjábútur og hár
hefði verið í tólginni væri erfitt að
segja til um af hverju stafaði. En að
sjálfsögðu geta alltaf átt sér stað óhöpp
því margar hendur fara um vöruna
áður en hún endanlega kemur í
Bréfpóstur
Ekki mega vera fleiri en 5 handskrif-
uð orð, auk undirskriftar á jólakorti ef
þaö á að sendast sem prentað mál. Séu
orðin fleiri verður að greiöa undir
sendinguna sem bréf.
Til að forðast biðraöir ráðleggur
Póstur og sími fólki að kaupa frímerki
í tíma. Einnig fást frímerki keypt víða
í verslunum og söluturnum.
Það er einnig mikilvægt að allar
utanáskriftir séu vandaðar.
Póstur til útlanda
Til þess að sendingar berist til
viðtakanda fyrir jól er ráölegt að
senda gjafirnar með skipi eða flugi
semhér segir:
BÖGGLAPÓSTUR
BRÉFAPÓSTUR
skip flug skip flug
Norðurlönd 23.11. 10.12. 1.12. 15.12. .
Evrópa 16.11. 6.12. 25.11. 10.12.
(USA (austurfylkin) 5.11. 3.12. 4.11. 10.12.
USA (v. fylkin) og Kanada 1.11. 1.12. 1.11. 8.12.
önnur lönd 1.11. 1.12. 1.11. 8.12.
Þeir sem ætla að senda bögglapóst:
með skipi í vesturátt þurfa að hafa
hraðann á — síðasti dagur að senda
böggul sem berast á til vesturfylkja
Bandaríkjanna er í dag.
-APH.
Afsláttar-
kort
Afsláttartímabil hjá KRON er
gengiö í garð og hafa allir tæplega
fimmtán þúsund félagsmenn innan
vébanda KRON fengið send sjö
afsláttarkort. Kortin gilda ýmist til
30. nóvember eða 19. desember.
Hvert afsláttarkort veitir 8%
afslátt af vöruúttekt og eru þau
stíluð á verslanir Kron þannig að 2
gilda í hinum almennu hverfa-
búðum, 2 í Stórmarkaðnum (tekið
fram að æskilegt að þau kort séu
ekki notuð á föstudögum), 2 í
Domus og eitt í verslun KRON að
eiginvali.
I fréttatilkynningu frá KRON
segir að afsláttarform þetta hafi
fyrst verið reynt fyrir 14 árum og
eftirspumin eftir kortunum hafi
aldrei verið meiri en nú.
Engar vörur í verslunum eru
undanþegnar afslætti en 5% af-
sláttur er þó af stærri heimilis-
tækjum gegn staðgreiðslu.
-ÞG.
verslanir. Þeir væru allir af vilja
gerðir til að greiða götu þeirra neyt-
enda sem verða fyrir einhverjum
skakkaföllum. Starfrækt væri
rannsóknarstofa á vegum
Sláturfélagsins sem tæki að sér að
kanna gallaðar vörur. Það væri öllum
til góðs að komist væri til botns í
slikum málum. Því meira sem þeim
bærist af vitneskju um gallaðar vörur
því auðveldara væri að leysa vandann.
1 þessu tilfelli hefði verið eölilegast
fyrir kaupandann að snúa sér til
viðkomandi kaupmanns og fá vöruna
bætta. Kaupmaðurinn hefði síðan
fengið vömna bætta af hálfu
Sláturfélagsins.
CLARKE - VON SCHRADER
B/acksi Deckan
MODEL 905
Exlraclor
CLARKE
teppahreinsivélar,
tvær stærðir:
Mod 905, handhæg
fyrir smærri verk,
11,4 lítra tankur fyrir
hreinsiefni og sog, 1
ha. sogmótor, þyngd
15 kg.
Mod. 925. Vél fyrir fagmanninn, 30 lítra
tankur fyrir hreinsiefni, 20 lítra sogtankur,
11/2 ha. sogmótor, þyngd 37 kg.
CLARKE gólf-
þvottavélar, afköst
frá 555 m2-2650
m2 á klst.f rafdrifn-
arf snúra eða raf-
geymir.
VON SCHRADER vegg-
þvottatæki.
Model
TB 60-80
Black og Decker ryksuga
fyrir þurrt og blautt, 1
ha. sogmótor.
Útsölustaðir um allt land
G. Þorsteinsson & Johnson
Ármúla 1 — Sími 85533