Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Blaðsíða 19
19 DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NOVEMBER1983. Gamlirbílar Kristinn Snæland Hér eru nokkrir skemmtilegir bílar frá árun- um 1923 til 1941 sem spanna nærri tvo áratugi. Gaman er að bera saman Fordinn frá 1923 og Vísis Fordinn frá 1940. Myndirnar eru úr safni Bjarna Einarssonar frá Túni á Egrarbakka sem á ,eitt besta bílamyndasafn á íslandi auk margra annarra heimilda um bíla og bíl- stjóra. Jafnframt á Bjarni heiðurinn af hinu vandaða bílamyndasafni Fornbíla- klúbbs íslands. Bjarni er enn að safna myndum og þiggur feginshendi nýjar myndir í safnið, lœtur taka eftir þeim og sendir þœr síðan til baka. Bjarni Einarsson býr nú að Klepps- vegi 74 Reykjavík. Pví má bœta við að svo mikið og merkilegt starf hefir Bjarni unnið við heimildasöfnun um bifreiðir á íslandi að hann er nú ' fróðastur allra íslendinga um þessi mál. Einn af LRhi bilastöðinni. Sú bíla- stöA átti sína bíla og hér gefur aö líta Studebaker árgerö 1935. Krómaðar luktir og flautur gáfu framhlutanum svip. Þessi bilastöð rann síðar saman við bifreiöastöð- ina Hreyfil. Einn af BSR bilunum. Studebaker árgerð 1931, eign Filippusar Bjamasonar brunavarðar, sem ök hjá BSR. Hvaða myndarlega fölk er á myndinni? Menning Menning Að svona haf i það hljómað i upphafi Claudio Montaverdi: L'Orfeo. Flytjendur Lajos Kozma, Rotraud Hansmann, Cathy Berberian, Nigel Rogers, Kurt Equiliuz, Max van Egmond; CapeBa Antiqua; Concentus Muslcus. Stjórnandi: Nikolas Hamoncourt. Útgefandi: Telefunken 6.35020 Þegar Claudio Monteverdi birti lýöum sina músiköLsku frásögn, eöa Favola in Musica, af för Orfeifs til undirheima, var bann iangt á undan sinni samtið. Hann varð fyrstur tíl að semja meistaraverk eftir hinni nýju linu í músíkinni, byggöri á niðurstöð- um húmanistans mikla, Girolamo Mei, sem réttilega áleit að Gríkkir hinir fomu hefðu á sinni tíð brúkað talsöng eða eins og þvi var þá lýst, „sungið á annan hátt en venjulega”. Þennan breytta söng þekkjum við síðan sem „resitatif” og það átti svo eftir að verða rauði þráður hinnar nýju tegundar söngleiksins, „opera in musica”, með innskotum af kórum, sinfóníum og ritomelli. En það eru ekki síður aðferðir Monte- verdis við að nýta hljómsveitina sem eru byitingakenndar á sínum tima. I Orfeifi er hún með því stærsta sem þá þekktist og víst þykir að mörg streng japúltin hafi verið tvísetin eins og tíðkast í hljómsveitum nútimans. Og síðast en ekki sist, þá brýtur Monteverdi ríkjandi hefðir tónfræði samtíma sins í resitatifunum og hljómsveitina notar hann einnig til skrauts og til að undirstrika drama- tiska atburði. En bylting Monteverdis er okkur býsna fjarlæg og ætlum við okkur að skoða hana við aðstæður nútímans, þ.e.a.s. flutt með nútimahljóðfærum getur hún verkað hjákátleg. Að minnsta kosti finnst manni svo eftir að hafa heyrt hana flutta eins og menn ætla að hún hafl veríð Ðutt i upphafL Frá hendi hafundar liggur fyrir nákvæmur listi yfir hljóðfærin, samtals þrjátíu og sex, sem notuð eru. Fæst þeirra eru kunn í hljóm- sveitum nútimans nema þá mikið breytt. Það hefur kostað ómældar rann- sóknir, leit og vinnu við að hafa upp á gömlum bljóðfærum og gera eftir- likingar þeirra sem ekki finnast lengur. En menn eins og Nikolas Harnoncourt setja slikt ekki fyrir sig. Vitað er að hann hefur þrætt mörg helstu fornu menntasetur, svo sem klaustur og þefaö uppi furðuleg- ustu hluti. Að hljóðfærum fengnum og eftirlíkingum smiðuðum hefst svo glíman við að leika á þessa fomgripL Hvemig spiluðu menn á þessi apparöt endur fyrir löngu? Og þegar farið er að grúska kemur ýmislegt i ljós, sem okkur nútimamönnum er heldur framandL Ekki aðeins hljóm- styrkur heldur einnig biærinn er oft á tíðum a&t öðmvisi en nú þekkist og við grúskið opnast músíkantinum ævintýratónheimur. En það er mikill vandi að spila á þessa gömlu gripi og sjaldnast njóta menn þess tónöryggis sem nútimahljóðfærin bjóða upp á. Til eru þeir sem nota það sem afsökun fyrir því aö spila falskt að þeir spili á upprunaleg hljóðfærí. Slíkt er vitaskuld regin- firra því það er einfaldlega erfiðara og meiri kúnst að leika á fomgr ipina. Hljómplötur EyjólfurMelsted Plötur útgefnar í flokknum „Das Alte Werk” hafa undantekningala ust reynst frábærlega vel unnar á allan máta, já í hverju smáatríði, og er umrædd plata í raun dæmigerð fyrir allt sem út hefur komið í þessum flokki. Söngurinn er frábær, ekki aðeins einsöngvaramir heldur hrífst maður ekki siður af framlagi með- lima Capella antiqua, sem Konrad Ruhland leiðir. Leikur Concentus Musicus er það besta sem upp á er boðið í flutningi á gamalli músik meö upprunalegum hljóðfærum. Það er sérstaklega í sínfóniunum og rítom- ellunum, sem þessi „stóra” bljóm- sveit fær að njóta sin. Hlustandinn er leiddur inn i töfraveröld og endir Orfeifssagnarínnar verður auðvitað að vera barrok. Orfeifur fær ekki að njóta Evrídísar sinnar á lágkúruleg- an mannlegan máta, heldur býður ApoDo honum himnavist með sér og allir syngja og dansa glaðir „moresca”, sannkallaðan Bacchusardans. Að plötunum þrem- ur loknum stendur maður upp sann- færður um að svona hafi þetta hljóm- aö í upphafL EM Vándldtar vejd N°7 snyrtivOrur Fást í betri snyrtivöruverslunum og apótekum. Pantiö í síma 52866 og fáiö sendan frítt nýja snyrtivörulistann. Sendum snyrtivörur í póstkröfu úr næstu verslun. RM B. MAGNUSSON wmmmww holshrauni 2 • sími 52866 - p h 410 - hafnarfirði 4 4 Á HELGAR- OG VIKUFERÐIR BROTTFARIR ALLA LAUGARDAGA OG ÞRIÐJUDAGA VERÐ FRÁ KR. 8.202 PR. MANN (TVEIR í HERBERGI)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.