Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1983, Blaðsíða 32
32
DV. ÞRIÐJUDAGUR1. NOVEMBER1983.
Rtm6!fiir Pétursson lést 22. október sl.‘
Hann fæddlst 1. desember 1935 í
Reykjavík, sonur hjónanna Guðfinnu
Armannsdóttur og Péturs F.
Runólfssonar. Hann vann lengst sem
iðnverkamaður, var lengi hjá Isaga hf.
og siðustu árin hjá Skorra hf. Runólfur
var í stjóm Iðju í mörg ár og formaður
í nokkur ár. Einnig vann hann ýmis
trúnaðarstörf í nokkur ár. Einnig vann
hann ýmis trúnaðarstörf fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, var varaborgarfulltrúi
og tilnefndur endurskoðandi í Spari-
sjóði Reykjavíkur af hálfu Reykja-
víkurborgar um árabil. Hann var
kvæntur Rut Sörensen og eignuðust
þau þrjú böm. tJtför Runólfs verðui
gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Búi Þorvaldsson lést 20. október sl.
Hann var fæddur í Sauölauksdal 20.
október 1902, sonur hjónanna sér Þor-
valds Jakobssonar og Magdalenu
Jónasdóttur. Árið 1926 fór Búi til
Reykjavíkur að leita sér frekari
menntunar. Sótti hann fyrirlestra í
efnafræöi i Háskólanum og gerlafræði
las hann og vann undir leiösögn Gísla
Guömundssonar, einnig stundaði hann
nám við Ladelunds Mejerihajskole og
útskrifaðist þaðan. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Jóna Erlendsdóttir. Þau
eignuöust fimm böm. Siöustu árin
starfaði Búi viö umboö happdrættis
Háskóla Islands. Otför hans verður
gerö frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.
Jón Orn Jónsson lést 19. október sl.
Hann fæddist 25. febrúar 1923.
Foreldrar hans vom hjónin Jónas H.
Guömundsson og Margrét Guðmunds-
dóttir. Jón lærði skipasmiðar í Skipa-
smíðastöð Reykjavikur, stundaöi síöan
framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Jón
var kvæntur Þóru Pétursdóttur,
einguðust þau tvo syni. Otför Jóns
verður gerð frá Fossvogskirkju i dag
kl. 13.30.
Fanney Ingimundardóttir, Asgarði 23
Reykjavik, lést aöfaranótt sunnudags-
ins 30. október.
í gærkvöldi_____.______í gærkvöldi
Fleirí þætti afJá ráöherra
Það var einkennandi fyrir sjón-
varpsdagskrána í gærkveldi hve létt,
leikandi og vel leikin hún var.
Tommi og Jenni fara á kostum á
mánudagskvöldum svo og bresku
leikararnir í þættinum Já ráðherra
sem er að verða einhver vinsælasti
þátturinn frá upphafi Sjónvarpsins.
Það er leitt til þess aö vita að ekki
séu nema fáeinir þættir eftir handa
okkur Islendingum. Þessir þættir eru
besta efni sjónvarpsins. Þar fara
saman bresk fyndni eins og hún er
best svo og stórkostlegur leikur. Eg
skora á forráðamenn sjónvarpsins
að reyna aö fá fleiri þætti af Já
ráðherra.
Breska sjónvarpsmyndin I minn-
ingu föður míns var einnig fyndfn og
vel leikin. Sérstaklega fór Sir Laur-
ence Olivier vel með sitt hlutverk.
Sérstaklega skemmtilegar smá-
sögur sem hann sagði enda var ætlun
gamla mannsins aö skemmta fólki til
að beina athyglinni frá alvarlegri
málefnum.
Bjarni Felixsson stóö sig vel að
vanda með glefsur úr hinum ýmsu
íþróttagreinum. Það er sérlega vel
til falliö hjá honum að sýna mörk frá
Evrópuleikjum í knattspymu á
mánudagskvöldum. Margt fóik sem
hefur áhuga á knattspymu er
upptekiö á laugardögum um miöjan
daginn en situr heima á mánudags-
kvöldum. Það er þvi tilvaliö að sýna
skiða- og skautamyndir á laugardög-
um en glefsur úr knattspymunni á
mánudagskvöldum.
Eg reyni alltaf að hlusta á Lög
unga fólksins á mánudagskvöldum
þó að þau stangist á við fréttirnar í
sjónvarpinu. Þessi atriði bæta hvort
annaö upp. Það er geysilegur munur
að sitja viö sjónvarpiö og sjá atburði
sem vom að gerast sama daginn eða
að hafa þaö eins og Islendingar i
gamla daga sem þurftu að bíða eftir
fréttum sem komu með vor- eða
haustskipum. Þróunin hefur því
orðið geysileg, og kannski til góös
hvað varðar frétta-
öflunogmiðlun.
Eirikur Jónsson, safnstjóri.
Alfreð Sturluson málarameistari,
Hverfisgötu 99, lést 31. október í
Landspitalanum.
Oddný Þorsteinsdóttlr frá Eyri viö
Fáskrúðsfjörö andaöist í Borgar-
spítalanum aö morgni 30. október.
Jarðarförin ákveöin síðar.
Aðalbjörg Rósa Kjartansdóttlr,
Hjaltabakka 12 Reykjavík, andaðist í
Landakotsspítala laugardaginn 29.
október.
Kristin Ölafsdóttlr Stokke, frá Sogni í
ölfusi, lést í sjúkrahúsi í Lillehammer,
Noregi, föstudaginn 28. október sl.
Bálför verður í Hamar föstudaginn 4.
nóvember.
Haukur Björasson, Sólheimum 23,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 2. nóvember kl.
15.
Ingibjörg Daðadóttir, Vallargerði 30
Kópavogi, verður jarösungin frá
Fossvogskapellu fimmtudaginn 3.
nóvember kl. 10.30.
Bjöm Sveinsson, Brávallagötu 48,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 2. nóvember kl. 13.30.
Flnnur Þorstelnsson frá Ytri-
Hrafnabjörgum, Hörðudal, Heiðarvegi
24 Keflavik, verður jarösunginn frá
Fossvogskirkju miðvikudaginn 2.
nóvemberkl. 13.30.
Ragna Þyrí Bjamadóttir, Brautarholti
20, verður jarösungin frá Gossvogs-
krikju miðvikudaginn 2. nóvember kl.
10.30.
Margrét Guðmundsdóttlr frá
Hellnatúni verður jarösungin frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 3.
nóvember kl. 13.30.
Magnús Þorstelnsson forstjóri,
Barónsstíg 80 Reykjavík, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 3. nóvember kl. 13.30.
75 ára er i dag, 1. nóvember, Hafliði
Halldórsson, forstjóri í Gamla bíói,
Kvisthaga 2 Reykjavík. Hann og eigin-
kona hans, Þórunn Sveinbjamardóttir,
taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu
milli kl. 17 og 19 i dag.
70 ára er í dag, 1. nóvember, Stefnir
Ölafsson bóndi, að Reykjaborg við
Múlaveg hér í Reykjavík. Foreldrar
hans byggðu þetta býli og tók Stefnir
viö búsforráðum af þeim og hefur búið
þar síöan. Hann ætlar aö taka á móti
gestum á heimili sínu eftir kl. 16.00 í
dag.
Tilkynningar
Frá Reykvíkingafélaginu
Gerist félagar fyrir aftalfundinn 7. nóvember.
Upplýsingarí símum 12371 og 18822.
Átthagafólag
Sléttuhrepps
Kvennanefndin heldur árlegan haustfagnaft
laugardaginn 5. nóvember kl. 8.30 aft
Brautarholti 6 (efstu hæð) . Hljómsveitin
Kjamar leikur fyrir dansi. Brauft er
innifalift i miftaveríinu sem er kr. 300.00 á
mann.
Mætum og skemmtum okkur vel.
Fótaaðgerð
á vegum kvenfélags Hallgrimskirkju fyrir,
aldrafta er aila þriftjudaga kL 13—16 í félags-
heimili kirkjunnar. Tímapantanir eru í sím-
um 39965, Dómhildur og 10745 á þriftjudögum
kl. 13-16.
Herrakvöld Valsmanna
Herrakvöld Vais, hift fyrsta sinnar tegundar,
verftur haldift föstudaginn 4. nóvember nk. í
Félagsheimili tannlækna, Síðumúla 35.
Miftaverð er kr. 350 og er veislumatur
innifalinn. Skemmtiatriði eru öil innanféiags
og munu allir helstu skemmtikraftar koma
fram. Einnig verfturmólverkauppboft.
Upplýsingar og miftapantanir eru hjá
Lárusi Loftssyni, s. 71359/86880, og Halldóri
Einarssyni s. 31515/18355.
Opið hús hjá Geðhjálp
Geðhjálp. Félagsmiöstöft Gefthjálpar, Báru-
iíötu 11 Rvík. Opift hús laugardaga og
sunnudaga kl. 14—18. Þetta „opna hús” er
;kki einskorftaft vift félagsmenn Geöhjálpar
íeldur og aftra er sinna viija málefnum
'élagsins. Simi 25990.
Sími AA-samtakanna
Eigir þú vift áfengisvandamál aft stríöa þá er
sími samtakanna 16373 milli kl. 17 og 20 dag-
lega.
Happdrætti
Happdrœtti Fólags
einstœðra foreldra
Dregift hefur verift i happdrætti Félags
einstæftra foreldra, og hlutu eftirtalin númer
vinning:
2829, 4248, 2622, 60, 3842, 3112, 4287, 4398,
4078, 3598, 924, 4190,1245, 2802, 929,1940,1872,
3538,1567,1204.
íþróttir
fslandsmótið í blaki
Tveir leikir fara fram í 1. deild karla á ls-
landsmótinu i blaki í Hagaskóla i kvöld:
Fram — Þróttur kl. 19.50
IS-HK kl. 21.10
11. deild kvenna leika:
Þróttur — UBK kl. 18.30
Unglingamót Ægis
Unglingamót Ægis verftur haldift í Sundhöll
Reykjavíkur 6. nóv. 1983.
1. grein 200 m skriftsund stúlkna.
2. gr. 100 m flugsund pUta.
3. gr. 100 m bringusund telpna.
4. gr. 100 m bringusund drengja.
5. gr. 50 m skriösund sveina.
6. gr. 50 m skriftsund meyja.
7. 200 m bringusund stúlkna.
8. 100 m skriðsund pUta.
9. 100 m baksund telpna.
10. gr4x5mfjórsundpUta.
11. gr. 4x50 m fjórsund stúlkna.
ÞátttökutUkynningar berist föstudaginn 4.
nóvember tU Kristins Kolbeinssonar, Grana-
skjóU 1, sími 10963 efta Gunnars Guftmunds-
sonar, Lindarbraut 5, simi 18134. Þátttöku-
gjald verftur kr. 30 á grein og kr. 60 fyrir
boðsund.
Mótið hefst kl. 15.00 sunnudaginn 6.
nóvember og upphitun hefst kl. 14.00.
Firmakeppni KKÍ
ÞátttökutUkynningar í firmakeppni KKl,
þurfa aft hafa borist skrifstofu KKI eigi
siftar en 1. desember nk. ÞátttökutUkynning
er ekki tekin til greina nema henni fýlgi
þátttökugjald kr. 1300,-.
Dómaranámskeið
í körfu
Dómaranámskeiö í körfuknattleUt verfta
haldin í Reykjavík og Keflavík sem hér
segir:
I Keflavík laugardaginn 5. og sunnudag-.
inn 6. nóvember nk.
I Reykjavík sunnudaginn 6. og mánu-
daginn 7. nóvember nk.
ÞátttökutiUcynningar þurfa aft hafa borist
skrifstofu KKI í siftasta lagi fimmtudaginn
3. nóvember nk. Þátttökugjald er kr. 200,-
fyrir manninn.
Skrifstofan er opin sem hér segir:
Mánudaga kl. 15—18, Þriftjudaga kl. 10—12,
miftvikudaga kl. 10—12, fimmtudaga kl. 15—
18, föstudaga kl. 10—12.
Skák
Haustmót Taflfélags
Seltjarnarness
hefst þriftjud. 1. nóv. kl. 7.30. Teflt verftur á
þriftjud. og fimmtud. kl. 7.30 og laugard. kl. 2.
Tefldar verfta 9 umf. eftir Monrad kerfi. Teflt
er í Valhúsaskólanum.
Spílakvöld
Óháði söfnuðurinn
Félagsvist í Kirkjubæ nk. fimmtudagskvöld
kl. 20.30, góö verðlaun — kaffiveitingar. Takiö
meöykkurgesti.
KvenfélagiÖ.
Spilakvöld í
Hallgrímskirkju
Spilakvöld verftur í félagsheimili Hallgríms-
kirkju í kvöld (þriftjudag) kl. 20.30. Allur
ágófti rennur til styrktar kirkjunni.
Verðlaunamyndir frá
Norrænu kvikmyndahátíð-
inni, sýndar í Gerðubergi
Fimmtudaginn 3. nóv. verfta sýndar í
Menningarmiftstöftinni v/Gerftuberg
verftlaunamyndimar frá norrænu kvik-
myndahátíftinni Nordisk film og video sem
fram fór hér á landi í sumar. Myndimar em á
videokassettu og er sýningartími um 21/2
klst. Þarna er aft Ðnna úrval norrænna kvik-
mynda sem margar hverjar standast fylli-
lega samanburft vift myndir atvinnumanna.
Meftal myndanna er islenska myndin Áfallift
en sú mynd hlaut gullverðlaun í flokki 24 ára
og yngri. Það ætti þvi enginn að verða svikinn
af því að líta vift í Gerftubergi á fimmtudag-
inn.
Sýning Sigurðar
í Gallerí Langbrók
framlengd tll fimmtuðagskvölds.
Sigurftur öm Brynjólfsson sýnir 100 smá-
myndir í Galleri Langbrók. Sýningin hefur
verið framlengd til fimmtudagskvöldsins 3.
nóvember og er hún opin daglega kl. 12—18.
Kvenfélag
Kópavogs
Félagskonur, tekift verftur á móti
basarmunum í félagsheimilinu föstudags-
kvöldift 4. nóv. frá kl. 20—22, laugardaginn 5.
nóv. kl. 14—17 og aft Hamraborg I
sunnudaginn 6. nóv. kl. 10—12.
Húsmæðrafélag
Reykjavíkur
heldur basar og flóamarkaft aft Hallveigar-
stöftum sunnudaginn 6. nóvember kl. 14.00.
Félagskonur og aftrir vinir sem ætla aft gefa
muni á basarinn eru beðnir að hafa samband
vift Rögnu, sími 81759, Steinunni, sími 84280 og
Sigríöi, simi 23630.
Basar, basar
Basar til eflingar kirkjubyggingarsjófti
Langholtskirkju verftur haldinn laugardag-
inn 5. nóvember kl. 14.00 í Safnaftarheimil-.
inu. Urval handunninna jólagjafa, heima-
bakaftar kökur og happdrætti. Móttaka á
munum og kökum föstudaginn 4. nóv. kl. 14.00
til 22.00 og laugardaginn 5. nóv. kl. 10.00 til
12.00.
Kvenfélag Langholtssóknar.
Verkakvennafélagið
Framsókn
heldur sinn árlega basar laugardaginn 19.
nóvember kl. 14 aft Hallveigarstöftum. Tekift á
móti munum á skrif stof u félagsins aft Hverfis-
götu 8—10.
Basamefndin.
Kvenfélagið Hringurinn
Basaimunir, sem verfta á væntanlegum
basar kvenfélagsins, verfta hafftir til sýnís nú
um þessa helgi í verslunarglugga Gráfelds á
horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis.
Basarinn verftursíftan haldinn þann 5. nóvem-
ber nk. kl. 14.00 í Vörftuskóla vift Barónsstíg.
Fundir
Kvenfélag Fríkirkjunnar í
Reykjavík
heldur fund aft Hallveigarstöftum fimmtudag-
inn 3. nóvember kl. 20.30. Basar félagsins
verftur laugardaginn 12. nóvember.
Kvenfélag
Hallgrímskirkju
Fundur verftur í safnaftarheimili kirkjunnar
fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20.30. Á
dagskrá verftur ferftasöguþáttur, litskyggnur
og kaffi og aft lokum vetrarhugvekja. Mætift
velogstundvíslega.
Fræðslufundur
Fyrsti fræftslufundur Fuglaverndarfélags ls-
lands verftur haldinn i Norræna húsinu
fimmtudaginn 3. nóv. kl. 20J0.
Jón Guftmundsson líffræftingur flytur
erindi meft litskyggnum sem hann nefiiir:
Æftarfugl, lífshættir hans og nytjar.
öllum heimill áðgangur.
Stjórnin
Siglingar
Akraborgin
siglir nú fjórar ferftir daglega á milli Akra-
ness og Reykjavíkur en aft auki er farin
kVöldferft á sunnudögum. Skipift siglir:
FráAk. FráRvík:
Kl. 08.30 Kl. 10.00
Kl. 11.30 Kl. 13.00
Kl. 14.30 Kl. 16.00
Kl. 17J0 Kl. 19.00
Kvöldferftir á sunnudögum frá Ak. kl. 20.30
ogfráRvíkkl. 22.
Forseti Grænhöfða-
eyja til Akureyrar
Forseti Grænhöföaeyja, Aristides
Maria Pereira hélt ásamt föruneyti
sínu til Akureyrar í morgun. Lagði
forsetinn af stað f rá Hótel Sögu kl. 9 í
morgun og var áð 50 mínútum seinna
en áætlun hafði gert ráð fyrir.
A Akureyri mun forsetinn m.a.
heimsækja fiskiðjuver tJtgerðarfé-
lags Akureyrar og Sambandsverk-
smiðjurnar.
-JSS.