Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1983, Page 6
6
DV. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER1983.
• TRÚLOFUNARHRINGAR •
Nú bjóðum vid fína adstöðu
til að velja flotta hringa.
Sendum litmyndalista
, JÓN OG ÓSKAR ,
Laugavegi 70 Sími 24910^/
Urval
TÍMARIT
FYRIR ALLA
FRmi
SKMMR
rúmgóöir
ogodýrir
Eigum nú þessa rúmgóðu Vega írystiskápa
til afgreiðslu strax, á frábæru verði.
áfiyillí Ödýr Vega frystiskápur
bætir þinn hag.
-Vega frystiskápur------------------
Lttrar
Vega frost j 1501H. 116,Br. 57,D. 60
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
GAMLA KJÖTIÐ Á
TILBOÐSVERÐI
Neytendafólag Reykjavíkur og nógrennis fer
fram ó þaö við kaupmenn aö þeir leggi meiri áherslu
ó að upplýsa viðskiptavini sina um aldur kjötsins
sem þeir eru að selja.
— ófullnægjandi merkingar
Neytendafélag Reykjavíkur og ná-
grennis fer þess á leit við þá kaupmenn
sem auglýsa kjöt á tilboðsveröi að þeir
upplýsi viðskiptavini sína einnig um
aldurkjötsins.
Um þessar mundir er nokkuö mikið
um að verslanir bjóði upp á k jötvörur á
iækkuöu veröi. Það er aö sjálfsögðu
•
ánægjulegt að vöruverð lækki en
Neytendafélagið vill vekja athygli á
því að í mörgum þessara tilfella er um
rúmlega ársgamalt kjöt að ræða án
þess að það sé tekið fram við söluna.
Þetta eru að sjálfsögöu upplýsingar
sem neytendur eiga rétt á að fá.
I nýlegri verðkönnun, er gerð var
hér á neytendasíðunni, kom fram aö
merkingum á kjötvörum í mörgum
verslunum var nokkuö áfátt. Það voru
sérstaklega upplýsingar um aldur
kjötsins og einnig upplýsingar um kíló-
verð sem vantaði á umbúðirnar.
Neytendafélagi Reykjavíkur og
nágrennis þykir vert að undirstrika að
þessar ábendingar eiga ekki við um
allar verslanir hér á höfuðborgarsvæð-
inu. Margar verslanir sem hafa bæði
gamalt og nýtt kjöt á boðstólum
merkja kjötið mjög vel og er þaö til
fýrirmyndar.
-APH
Norðurland:
Verðmunur á öli og gosi
Mikill verðmunur er á öli og gos-
drykkjum á höfuðborgarsvæðinu og á
Norðurlandi yfirleitt. Þetta á ekki við
allar tegundir, sérstöðu hafa drykkir
sem framleiddir eru hjá Sana á Akur-
eyri. Ein skýringin er skiijanleg, það
er lægri flutningskostnaður á öli sem
framleitt er á Akureyri. Ein pilsner-
flaska sem kostar 18 krónur í Reykja-
vík, frá Olgerð Egils Skallagríms-
sonar, kostar 22,25 á Akureyri og 22,60
á Olafsfirði. Flutningskostnaður á kíló.
frá Reykjavík til Akureyrar er 2,30 kr.
og til Olafsfjarðar 2,47 kr. En
flutningskostnaður frá Akureyri til
Olafsf jarðar er 0,81 kr. Á meöfylgjandi
lista yfir verðsamanburð á öli og gos-
drykkjum á Norðurlandi (29.11.1983)
kemur hinn mikli verðmismunur
greinilega í ljós. Á þessum lista er verð
á gosdrykkjum frá ölgerðinni
umreiknað í lítraverð því gosdrykkir
frá þeim framleiðanda eru ekki seldir í
lítra flöskum. Þar er tekið mið af 25 cl.
flöskuverði. Við könnuöum til saman-
burðar verð á drykkjunum í Reykja-
vík.
Mikil skattlagning er á öli og gos-
drykkjum. Af því verði sem neytendur
greiða fyrir drykkina fara um 46% til
framleiöenda eöa 4,60 kr. af hverjum
10.
Vörugjald er tvisvar lagt á
framleiðsluna, fyrst 24% og síðan 17%.
Hluti af landsmönnum greiðir
flutningsgjöld og öll greiðum við sölu-
skatt (23,5%) áður en smásöluálagn-
ingin kemur á mjöðinn.
Verðsamanburður þessi á öli og gos-
drykkjum á Norðurlandi er byggður á
tölum frá Verðlagsstofnun Akureyrar. .
-ÞG
Kóladrykkir frá þremur
framieiðendum. Á þeim er mikill
verðmunur.
Verðsamanburður á öli og gosdrykkjum á IMorðurlandi 29.11.1983
Akureyri Ólafsfjörður Siglufjörður Húsavík Reykjavík
Sana: Pepsi/diet + 7-up/appelsín 38,50 38,50 42,90 41,35 35,70
Pilsner/malt 17,00 18,50 19,45 18,85 17,-
Vffilfell: Coke/tab + Sprite / fanta 47,70 48,60 48,00 50,15 35,70
ölgerðin: Spur/sinalco + 38,-
Hi-spot/appelsin 50,60 51,60 50,80 53,20 37,20
Pilsner/malt 22,25 22,60 22,35 23,10 18,-
Mismunur: Sana/Vífilfell gosdr. -11,20 -10,10 -5,10 -8,80
Sana/ölgerðin gosdr. -14,10 -13,10 -7,90 -11,85
Sana/ölgerðin pilsner -5,25 -4,10 -2,90 -4,25
1) Á gosdrykkjum er m.v. verð ó litra en flösku á pilsner/malti.
Þessi tafla er unnin upp úr tölum frá Verðlagsskrifstofu Akureyrar. Verð á öli og gosdrykkjum í Reykjavík er kannað af blaðamanni neytendasíðunnar.