Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1983, Blaðsíða 12
12 DV. FOSTUDAGUR 2. DESEMBER1983. Útgátufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Rilstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 8MU. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar.skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86411. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. P rentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Ný rás—frjáist útvarp Ríkisútvarpið hefur fært út kvíarnar. Ný rás hefur hafið göngu sína meö pompi og prakt. Enginn vafi er á því, að allir þeir sem tök höfðu á, stilltu inn á hina nýju rás í gærdag og hlustuðu með nokkurri eftirvæntingu á dagskrána úr nýja útvarpshúsinu. Útvarpsstjóri „tók fyrstu skóflustunguna” og áréttaði að hlutverk nýrrar rásar yrði létt undirspil í daglegu amstri. Með þessum áfanga er enn eitt skrefið stigið til fjöl- breyttari fjölmiðlunar á öldum ljósvakans til þess að mæta kröfum nútímaþjóðfélags og nýta sér tækni og nýj- ungar á þessu sviði. Á undanförnum árum hafa orðið margvíslegar breytingar til batnaðar á rekstri Ríkisút- varpsins. Skemmst er að minnast sérstakrar útvarpsstöðvar á Akureyri, stereo útsendingar voru teknar upp fyrir nokkrum árum, litvæðing sjónvarps, beinar sjónvarps- myndir frá gervihnöttum og í raun og veru má sjá þess merki í dagskrá hljóðvarps og sjónvarps, að gjörbylting hefur átt sér stað í allri dagskrárgerð. I öllum meginat- riðum er dagskrá í lifandi tengslum við þjóðlífið, hvort heldur það eru skemmtiþættir, fréttir, fræðsluefni, viðtöl eða morgunvökur. Segja má, aö vaxtarbroddur sé greini- legur á öllum sviöum Ríkisútvarpsins, efnisvali og efnis- gerð. Þessu ber að fagna. Ríkisútvarpið er snar þáttur í lífi hvers einasta Islendings, fjölskyldumeðlimur á heimil- um, samferðamaður á ferðalögum, miðill við allra hæfi. Vitaskuld er oft deilt um ágæti þess efnis, sem sent er út, en enginn getur verið án þess, og áhrif þess eru mikil. Ábyrgðin fer eftir því, og þá almennu einkunn má gefa út- varpsmönnum, að þeir hafi verið hlutverki sínu vaxnir. Án nokkurs vafa má rekja endurhæfingu Ríkisút- varpsins til þeirrar umræðu, sem átt hefur sér stað um svokallaöan frjálsan útvarpsrekstur. Það eru ekki mörg ár síðan hverri tillögu um nýbreytni í dagskrárgerð var tekið með neikvæðri íhaldssemi. Öryggið um einokunar- aðstöðu leiddi til tregðu og stöðnunar og lögverndaður einkaréttur Ríkisútvarpsins hefur lengst af verið því fjöturumfót. Þegar nýtt útvarpslagafrumvarp sá dagsins ljós og sýnt var að alvara var á ferðum um afnám þessa einka- réttar, vöknuðu forráðamenn Ríkisútvarpsins til lífsins. Öttinn við samkeppnina rak þá í endurhæfingu. Árangurinn er að koma í ljós, meðal annars með betri dagskrá og nú síðast í nýrri rás, sem sniðin er að vilja þjóðarinnar. Loksins hefur mönnum skilist, að Ríkisút- varpið er ekki fyrir þá sem þar starfa, heldur þjóðina, sem á útvarpið hlustar. Þessi þróun breytir hins vegar ekki því, að afnema ber einkarétt ríkisins af útvarpsrekstri. Fögnuður almennings yfir hinni nýju rás sannar þá staðreynd, að f jölbreytni og frelsi í fjölmiðlun er af hinu góða. Því miður hefur frumvarp um ný útvarpslög og afnám einkaréttar ríkisins ekki enn séð dagsins ljós. Núverandi menntamálaráðherra hafði þó stór orð um að slíkt gerðist á þessu þingi og það strax á liðnu hausti. Einhver nátttröll á alþingi Islendinga munu þvælast fyrir því máli. Einokunarsinnar og afturhaldsseggir mega ekki verða til þess að stöðva framgang þess fram- faramáls. Ný rás hjá Ríkisútvarpinu er góð út af fyrir sig. En hún er aðeins áfangi á leiðinni til frjáls og fjölþætts útvarpsreksturs. Nú verður að stíga skrefið til fulls. ebs. Mun nefndin iika i starfi sínu leitast við að koma á beinum tengslum við konur sjáifar 6 vinnustöðun- Hvers vegna f ramkvæmdanefnd um launamál kvenna? Vakning meðal kvenna I fyrri grein var fjallaö um hvers vegna framkvæmdanefnd um launa- mál kvenna var sett á fót, — og nauö- syn þess að víðtæk samstaöa náist meðal kvenna um aö uppræta launa- misréttikynjanna. I þessari grein veröur fjallað um framkvæmdanefndina, störf hennar ogáform. Aðdragandinn Á ráðstefnu Sambands alþýöu- flokkskvenna, sem haldin var 24. sept. sl. var samþykkt tillaga sem borin var fram af konum úr þeim stjórnmálaflokkum og samtökum sem fulltrúa eiga á Alþingi svo og nokkrum konum úr verkalýöshreyf- ingunni. — Tillagan var um aö leitað yröi samstööu um skipan fram- kvæmdanefndar meö þátttöku kvenna í launþegahreyfingunni og öörum áhugaaöilum um launajafn- rétti kynjanna sem skipuleggi síöan , aðgeröir sem leiði til úrbóta og upp- ræti launamisréttið. Skipan fram- . kvæmdanefndar Strax í framhaldi þessarar l ályktunar ákváöu þær konur sem aö | tillögunni stóöu að ' óska eftir aö I heildarsamtök launafólks, svo og l kvennasamtök í landinu, ættu aðild | aönefndinni. Allir þessir aöilar sem leitaö var j til urðu fúslega viö þeirri ósk og eiga nú 19 konur sæti í nefndinni. Auk fulltrúa allra stjómmála- fiokka og samtaka sem fulltrúa eiga á Alþingi eiga fulltrúar eftirtalinna I aðila sæti í nefndinni: Alþýöusam- band Islands (frá Iðju), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Bandalag háskólanema, Samband íslenskra bankamanna, Starfsmannafélagiö Sókn, Verkakvennafélagið Fram- sókn, Verslunarmannafélag Reykja- víkur, Verkakvennafélagiö Snót í Vestmannaeyjum, Kvennafram- boðiö í Reykjavík, Kvenréttindafé- lag Islands, Bandalag kvenna, Kven- félagasamband Islands og jafnréttis- ráð. Upplýsingar um launamisrétti Framkvæmdanefndin taldi strax í — síðarigrein Kjallarinn Jóhanna Sigurdardóttir upphafi aö mjög mikilvægt væri aö safna saman á einn staö öllum þeim upplýsingum sem tiltækar eru úr kjararannsóknum og könnunum er snerta launamisrétti kynjanna. I þaö hefur veriö lögö mikii vinna á undanfömum vikum og hafa tvær konur veriö sérstaklega ráönar til þess starfs fyrir framkvæmdanefnd- ina. Verður á næstu dögum ákveöiö meö hvaöa hætti þessum upplýsing- um verður best komið á framfæri viö stéttarfélögin í landinu svo og kon- urnar sjálfar á vinnustöðunum. Samráð og samvinna Framkvæmdanefndin mun í starfi sínu leggja mikla áherslu á gott sam- starf og samvinnu viö stéttarfélögin í landinu, — konurnar sjálfar á vinnu- stööunum svo og aöra þá hópa sem sérstaklega vilja leggja því liö aö uppræta launamisrétti kyn janna. Hefur framkvæmdanefndin skrif- að öllum stéttarfélögum í landinu þar sem kynnt er stofnun fram- kvæmdanefndarinnar svo og mark- miö og áform og leitað eftir stuöningi stéttarfélaganna við starf nefndar- innar. Hefur framkvæmdanefndin einnig rætt meö hvaöa hætti nefndin gæti best stutt við bakiö á konum í samn- inganefndum og trúnaöarstööum innan verkalýðshreyfingarinnar. Stefnt er að því fljótlega að boöa til samráösfundar meö þessum konum og leita eftir því meö hvaöa hætti þaö gæti best gerst. Mun nefndin líka í starfi sínu leit- ast við að koma á beinum tengslum við konumar sjálfar á vinnustööun- um. Framkvæmdanefndin stefnir aö því aö boöa til funda um þessi mál. — Viðfangsefni fundanna varðar launa- mál kvenna, sérstaklega launamis- rétti kynjanna og meö hvaöa hætti og eftir hvaöa leiöum best veröi stuðlað að fullu launajafnrétti kynjanna við sömu störf í þjóöfélaginu. — Einnig aö fá endurmetin heföbundin kvennastörf í þjóöfélaginu sem flest hver eru metin til lægstu launa. Vakning Ástæöa er til aö ætla að sú vakning sé uppi meðal kvenna í þjóðfélaginu sem knúiö gæti á um aö launamis- rétti kynjanna veröi ekki látiö viö- gangast lengur. Meöal annars ber stofnun fram- kvæmdanefndar um launamál kvenna því glöggt vitni og sá fjöldi samtaka og félaga sem aöild eiga aö nefndinni, — aö konur séu staöráön- ar í aö láta ekki fótum troöa þau mannréttindi sem er undanbragða- laust launajafnrétti kynjanna á vinnumarkaðnum. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður „Ástæða er til að ætla að sú vakning sé uppi meðal kvenna í þjóðfélag- inu sem knúið gæti á um að launamisrétti kynjanna verði ekki látið viðgangast lengur.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.