Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1983, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1983, Page 31
DV. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER1983. Menning Menning Menning Sungið í kapp við Kára — tónleikar Judith Blegen Tónlcikar Judith Blegen, Háskólabíói, 29. nóv. Undirleikari: Douglas Fisher. , Utlendingar nefna Island gjaman land andstæönanna. Hugsanlega hafa einhverjir slíkir þankar, eöa kannski aörir ögn neikvæðari, veriö ofarlega í huga hinnar stórglæsilegu söngkonu, Judith Blegen, er hún stóö og söng eins og engill aríur Mozarts um aldingaröa og rósir, meöan Kári baröi Háskólabíó aö utan og teygöi arma sína meira aö segja inn á sjálft sviðið. Ekki stjómum viö veðrinú, en einhver ráð ættum viö að hafa til aö einangra þetta blessaða gímald sem bíóið er. En dívan lét þetta ekki á sig fá, enda vön alls kyns veöur- lagi ef marka má afrekaskrá hennar frá mörgum löndum. Meöan stormur- inn belgdi út sviöstjöldin aö baki henni og feykti. til kjól hennar, söng Judith Blegen sig í gegnum tónbókmenntim- ar frá Mozart aila leiö til Gian Carlo Menotti. Ótrúlega fjölhæf Og ekki þarf áhugasaman staðgengil gagnrýnanda, ekki heldur gagnrýn- andann sjálfan til aö segja tónelskum Islendingum þaö sem þeir þegar vissu, og haföi reyndar verið sagt í blööiun með óhemju fyrirgangi í hálfan mán- uö, aö Judith Blegen er frábær söng- kona. Þaö sem sérstaklega kom undir- rituöum á óvart, hafandi hlýtt á eina upptöku á La Boheme með henni, var hve ótrúlega fjölhæf hún er. Aö vísu var enginn Verdi eöa Puccini á dag- skránni til aö setja punktinn yfir i-iö, en þaö sem Judith Blegen gerði viö aríumar úr .JBrottnáminu” eftir Mozart var undrum likast og sann- færði um aö hún hlýtur aö vera í hópi meö þeim Fredericu von Stade og Kiri te Kanawa þegar um Mozarttúlkanir eraöræöa. Ekki var leikur söngkonunnar síöur áhrifamikill, einkum er hún „mímaði” hina ýmsu atburöi sem gerást í ítölsku lögunum hans Hugo Wolf — tók á sig eitt gervið á fætur ööru á þriggja minútna fresti. Tónlist Aðalsteinn Ingólfsson Hitnaði í hamsi Þaö sem hreif undirritaðan mest, aö Mozart töldum, voru túlkanir söngkon- unnar á Mendelssohn og Debussy, einkum þeim lögum þar sem blæbrigöi vom svo brothætt aö eitt falskt and- varp hefði skemmt, — lögum eins og „Neue Liebe” sem Jónas Hallgríms- son þýddi sem „Stóö ég úti í tungsl- ljósi...”, og „Pantomime”. Og í þau skipti mátti heyra áhorfendur halda niöri í sér andanum (og tölvuúrin pípa vítt og breitt um salinn). Maöur heföi haldiö aö Judith Blegen heföi reynt aö foröa sér úr dragsúgin- um á sviðinu hiö fyrsta og veröa sér úti um föðurland, en söngurinn virtist beinlínis hita hana upp. Svo fór aö hún söng þrjú aukalög fyrir fagnandi áhorfendur, rómönsu eftir Debussy, aríu Júlíu úr „Rómeó og Júlía” eftir Gounaud og loks söng Sólveigar eftir Grieg. Og í síðasta laginu var gnýr stormsins loks eins og hæfileg umgjörð utan um sönginn, ekki sem kontra- punktur. Undirleikari, Douglas Fisher, sem engar upplýsingar var að finna um í söngskrá, var eins og hugur söng- konunnar. Annars var téö skrá vel úr garöi gerð og innihélt texta að öllum söngvum. AI Tilboðsverð í desember myndatökur Kr. 1.600,- Bffitct L JÓSMYN D AÞ J Ó NU STA KLAPPARSTÍG 16 - SÍMI 14044 Auglýsinga- og iSnaSarljásmyndir. Barna- og fjölskylduljósmyndir. BrúSkaups- og fermingarljósmyndir. Auglysing: SSIssSSS ;Uaéivorf™ lípaútidyrah^ r4 manni einum r á timann <* "Smsumdir. Mér ^vat-abskrapa • i ö mín » i 'S.'SSS Hvítummeo iu k mer^- i lnter^Í heim og ahnr f6 ^.tareiöslu- r tUsogn algr« m dagi™;®f purStaS inu áhor^Viö i 15 r^longunaog 8U ég ga^ og viU ri-cvtt SSfflpf- amss-i kvtematkxvj. Teak Cleancr iíes*’ ,.,na 152 krénur l , landsinsogk^^uatrésmna Möaranum. er ^ u6 yrímm. 1 ^irtaki og k“^das»unnar rW<^ i Fæst í öllum málningarverslunum landsins, kaupfélögum, stórmörkuðum og víðar. ^ International VIÐ KYNNUM NYJAR BAÐ& ELDHÚS INNRÉTT- INGAR Innréttingahúsið kynnir um þessar mundir nýjar eld- hús- og baðinnréttingarfrá dönsku HTH verk smiðjun- um. Við höfum breytt verslun okkar að Háteigsvegi 3, Rvík., - og bjóðum þér að kynnast þessum gæða inn- réttingum frá stærsta innréttinga framleiðanda á t Norðurlöndum. HTH innréttingar hafa hlotið bæði Varefakte og Möbel- fakta viðurkenningar fyrir gæði, sem er einstakt. HTH innréttingarfást m.a. eik, beiki, furu eða bara hvítmálaðar. Fulningahurðir eða sléttar hurðir, — allteftir þínum óskum. Hringdu og fáðu heimsendan bækling. Opin leið að réttu vali. Varefakte og Möbelfakta viðurkenningar Dansk VAREFAKIA A Innréttfrigahúsiö I Háteigsvegi3 Verslun S(mi 27344 Formhðnnun auglýsmgastofa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.