Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Page 1
segir Þórir Oddsson vara Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi hringdi maöur til lögreglunnar í Reykjavík og tilkynnti að hann hefði orðið konu að bana í húsinu Njáls- götu 48 a. Lögreglan fór þegar á stað- inn og fann konuna látna í rúmi i íbúöinni sem er í hrörlegu bakhúsi. Tveir menn voru í íbúöinni þegar lögreglan kom á staðinn. Voru þeir báðir ofurölvi og höfðu yfir meiningarlausar yfirlýsingar. Voru þeir báðir handteknir og fluttir á lögreglustöðina. Var þar gerð tilraun til að yfirheyra þá en hún bar engan árangur vegna ölvunar þeirra. Var ákveðið að láta þá sofa úr sér vímuna í nótt og yfirheyra þá í dag. Voru yfirheyrsiumar ekki hafnar í morgun þegar blaðið fór i prentun og getur því ýmislegt breyst frá þvi sem þeir sögðu í ölvímunni i gær. Þórir Oddsson vararannsóknarlög- reglustjóri sagði í viötali við DV í morgun að allar aðstæður bentu til þess að maöurinn hefði orðið konunni að bana eins og hann hefði sagt í fyrstu. Hvemig það hefði gerst væri ekki hægt að segja um á þessu stigi. Kmfning ætti eftir að leiða það i ljós og ýmislegt gæti líka breyst við yfir- heyrslur yfir mönnunum, sem myndu hef jast nú fyrir hádegi. Konan sem fannst látin var 39 ára gömul, fráskilin og fjögra barna móðir. Hefur hún að undanförnu verið í sambýli viö annan þeirra manna sem var í íbúðinni. Hafa þau búið þar en konan hafði lögheimili annars staðar. Vom þau ölvuð í gær- dag og hafði þá lögreglan m.a. af- skipti af þeim. Var kvartað undan þeim úr biðstöð SVR við Hlemm og sótti lögreglan þau þangaö og ók þeim heim til sín. Hvað gerðist þar eftir það er ekki vitað með vissu en þó er talið nokkuð víst að aðeins annar mannanna, sem nú eru í haldi, haf i verið í íbúöinni þegar konan lést. -klp- Tjóniðmetið áAkranesi — sjá bls. 3 Treholtfúsað segjafráöllu — sjá erlendar fréttir á bls. 9 Sölukostnaður ferskfisksétur uppgróðann — sjá bls.4-5 Ysa, hrogn oglifur — sjábls. 67 Hvað eigum viö margafrídagaí vændumáárínu?\ — sjá bls. 16 KEPPNI U|H BREFINI EIMSKIP —rikið vill selja sín 5% Eimskipafélag Islands hf. og síðan aftur núverandi hluthöfum til ónafngreindur einstaklingur keppa kaups. Atti þá að staðgreiöa ríkinu nú um kaup á 5,3% hlutabréfaeign , bréfin. Tilboðiö sem barst í gær, ríkisins í félaginu. Eftir nýlega út- óvænt að sögn fjármálaráöherra, er gáfu jöfnunarhlutabréfa er þessi um aö kaupverð veröi 5.250.000 eign ríkisins að nafnverði rétt tæpar krónur meö 20% útborgun og að eftir- þrjármilljónir,eða2.C57.760krónur. stöðvar greiöist á 10 árum með Samkvæmt upplýsingum sem DV lánskjaravísitölu. hefur var ætlunin að Eimskip leysti Þessir kostir em nú til bréfin til sín á þessu verði og byði samanburðar. HERB Vinna hefst aftur i Bæjarútgerð Reykjavíkur i fyrramálið og ætti þá að draga nokkuð úr þvi atvinnuieysi sem verið hefur i Reykjavík að undanförnu. Þessi mynd var tekin af togara BÚR, Hjörteifi, er hann kom inn í morgun með 135 tonn. Jón Baldvinsson mun koma tH hafnar i fyrramálið. DV-myndS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.