Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Síða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR1. FEBRUAR1984. Hvernig fáum við mest fyrir þorskinn þeger nú orðið þarf að teija hvern fisk upp úr sjónum? Samanburður á f erskf iskverði hér á landi og á f erskf iskmörkuðum í Bretlandi: Sölukostnaðurinn étur upp allan gróðann Nú þegar farið er aö skammta afla á i'.ær öllum fisktegundum úr hafinu kringum landiö aukast vangaveltur manna um nýtingu þessa afla svo aö sem mest fáist fyrir hann. Einn anginn er að bera saman verö á algengustu fisktegundunum eftir því hvort þær eru settar í vinnslu hér heima eöa seldar ferskar á erlendum mörkuöum. Aö verulegu marki er þaö undir hin- um erlendu kaupendum og neytendum komiö hvernig fiskurinn gengur út. Sem betur fer er eftirspurnin þó þannig aö yfirleitt er um fleiri en einn kostaövelja. Sem dæmi má taka sölu á góðum þorski, ekki síst af því aö hann er al- mennt verðmætasti fiskurinn og mest er af honum. I ár má veiöa 220 þúsund tonn af þorski en vitanlega verður þaö ekki allt úrvalsþorskur. En þaö sem er fer mest í vinnslu hér og síðan á markað í Bandaríkjunum en einnig víöar. Á hinn bóginn er alltaf talsvert um aö þorskur sem og ýmis annar fisk- ur sé seldur ferskur á markaöi í Evrópu, einkum í Bretlandi og Vestur- Þýskalandi. Til skamms tíma var einvörðungu siglt meö aflann en nú er farið aö ferja hann í töluverðum mæli í gámum í flutningaskipum. Þá er einnig selt nokkuö af ferskum fiski flugleiöis til Bandaríkjanna. Þær tölur sem oft er hampaö yfir ferskfisksölur eru gjarnan mjög slá- andi og oftast himinhátt yfir þeim tölum sem haföar eru yfir fiskverð til vinnslustöðva hér. Þess vegna baö DV Framleiðni sf. að gera samanburð á ferskfiskveröi hér og á ferskfiskmörkuðum í Bretlandi. Þar er þetta kastiö aðeins fjallaö um úrvalsþorsk. Vitaö er aö sala á fersk- um karfa til Vestur-Þýskalands skilar mun meiru í hlutfalli við verö til vinnslu hér. Og eins getur veriö um flatfisk, sem ekki er þó til mikið af, og ýsa gefur oft vel af sér fersk. Við mat á þessu koma auövitað til greina ýmis önnur atriði en beint verö á einni fisktegund sem menn eru greinilega meira og minna ósammála um hve þungt vegi á metaskálunum. í dag mælir Dagfari______________I dag mælir Dagfari_______ í dag mælir Pagfari Frjálsir fávitar í hrossarækt Hrossabændur eru komnir í hár saman og ekkl í fyrsta skipti. Deilu- efniö snýst eins og fyrri daginn um hrossaprang til útlanda og greinir menn á um hvort rétt sé að selja út- iendingum gæðinga og góöhesta. Einhverjir stóöbændur og Búnaðarfélagsfrömuðir vilja setja tolla á útflutninginn og banna mönnum að selja annað en tinda- bikkjur úr iandi. Gunnar Bjarnason vill hins vegar frjáls viðskipti og hefur verið uppnefndur frjáls fáviti fyrir vikiö. Hestamannafélagiö Fákur efndl til kappræðufundar um málið á dögunum, sem ekki var að vísu jafn- fjölsóttur og kappræðufundur þeirra Svavars og Þorsteins í Hafnarfirði, en þá er þess líka að geta að skjól- stæðingar flokksformannanna ganga um á tveim fótum og greiða atkvæði meðan hestar brokka enn um á fjórum fótum og fá ekki aðgang að samkomusölum eða kjörklefum. Á þessum Fáksfundi var það rif jað upp að íslensk hross hafa um aldir verið flutt út og þá einkum sem púls- hestar, dráttar- og námuhestar og það er ekki fyrr en á síðarl ánun sem ríkir karlar i Evrópu hafa lært að hafa ofan af fyrir ektakvinnum sinum með útreiðartúrum. Barst lelkurinn alla Ieið til Grænlands og minnt á að Grænlendlngar bjóði gestum sínum að sænga hjá konum sinum. Hefur sú gestrisni sennilega verið rif juð upp til að undirstrika að konur geti stundað fleira en útreiðar- túra þegar gesti ber að garði. Að öðru leyti var það feimnismál ekkl rætt frekar á fundinum en talinu vikið að kynbótahrossum sem einnlg eru aufúsugestir og þurfa ekki grænlenskrar gestrisni við. Nú gefur það augaleið að mönnum stendur ekki ó sama ef útflutningur góðhesta er í slíkum mæii að islenski stofninn hverfur úr landi og gull- hross eru seld fyrir silkk. Auðvitað er það þjóðemisieg hugsjón sem býr. að baki þeim málstað að aðeins megi selja tindabikkjur úr landi. Og þó helst vanaðar. Við vitum líka að hrossaprang hefur aldrei verið taUð tU heiðar- legra vlðskipta og mörg ráð tU þess að hleypa letibikkjum á tölt með reistan makka og stál í fótum meðan fávis kaupandi slær eign sinni á grip- inn. Og hvers vegna má ekki viðhalda þeirri góöu viðskiptareglu úr því hún á annað borð hefur haldið velU aftan úr öldum og fram á okkar daga? Ekki þarf að setja lög og reglur tU að pranga tindabikkjum inn á græneygða útlendinga, meðan hrossabændur gera sér það að leik að svikja púlshesta hver inn á annan í nafni hrossaræktar og kynbóta. Maður getur verið bæði frjáls og ófrjáls fáviti tU að sjá og skUja að óheft viðskiptafrelsi tU og frá landinu er besta leiðin tU að losna við tindabikkjurnar fyrir góðan prís úr landi og þess vegna á einmitt að leyfa Gunnari Bjamasyni og kompanU að stunda sinn frjálsa fá- vitaskap í frlði. Auðvitað á ekki að gefa Þjóðverj- um eöa nokkrum öömm graðhesta að gjöf, eins og Búnaðarfélagið hefur gert, heldur á markaðurinn að fá að ráða og hrossaprang að dafna í skjóli þess frelsis sem kemur islenskum hrossapröngurum vel en erlendum hestakaupendum Ula. Með þeim hætti getur íslensk hrossarækt þróast í þá átt sem aUir vUja, að gæðingarair tölti innan- lands en blkkjuraar seljast úr landl. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.