Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Side 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR1. FEBRUAR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Líbanon: Horfír til borgara- styrjaldar ef sam- komulag næst ekki í _ _ _ Liðsflutningar stjórnarhers ™ fc-'j' —_ _ Líbanon að undanförnu í ■ SÆmlj%rSs JS nágrenni höfuðborgarinnar hafa njÍBr B B^^B mU vakið beyg hjá drúsum, sem telja Btjjr Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa í! Líbanon, hefur sakað stjórnarher Líbanons um að draga liö að sér til að hefja sókn gegn stjómarandstæðing- um. I Beirút var staðfest að töluveröir liösflutningar hafi átt sér stað síðustu daga í grennd við höfuðborgirnar, en þar væri þó einvörðungu um að ræða mannaskipti. Hópur iðnrekenda í Líbanon hefur hótað aö loka um 100 verksmiðjum sínum í fimmtán daga og svipta þar með um 14000 verkamenn atvinnu í bili, ef ekki náist samningar um friðun landsins. — Er þama um að ræöa iðjuver í bænum Shweifat þar sem drúsar búa og hafa þaðan yfirsýn yfir bækistöð bandaríska friöargæsluliðs- ins í Beirút. Hafa átökin oft beinst að þessumstaö. Fjölmiðlar í Beirút láta í dag í ljós þungar áhyggjur af því að skefjalaus borgarastyrjöld kunni að brjótast út ef ekki takist samningar í yfirstandandi lotu. Embættismenn hafa látiö eftir sér hafa að stjórnarherinn hygðist rjúfa sambandiö milli drúsa í Shweifat og shiite-múslima í suðurhluta Beirút. Forsætisráöherrann hefur þó ítrekaö borið á móti því að stjómin mundi etja hernum fram og beita ofbeldi til að bæla niður stjómarandstöðu. -«■---------------------m Hættan þykir fara dagvaxandi á því að algert borgarastríð brjótist út í Líbanon ef ekki náist þjóðarsátt í yfir- standandi viðræðulotu. Baader-Meinhof bófar fyrír rétt I öryggisfangeisinu Stammheim í Stuttgart verður réttur settur í dag yfir tveim heistu hryðjuverkamönnum V- Þýskalands sem gmnaðir eru um hlut- deild í morðunum 1977 á Siegfried Buback ríkissaksóknara, Jiirgen Ponto bankastjóra og Hanns-Martin Schleyer leiötoga atvinnurekenda. Þau Christian Klar (31 árs) og Brigitte Mohnhaupt (34 ára) eru samtals ákærð fyrir níu morö en þau vom félagar í Rauðu herdeildinni, sem varð tii upp úr Baader-Meinhof-hópn- um. Grunar lögregluna að þau hafi tekið forystu fyrir glæpahópnum þegar upphaflegu foringjamir, Andreas Baader, Ulríka Meinhof, Gudmn Ensslen og Jan Carl Raspe, frömdu sjálfsmorð í Stammheim-fangelsinu 1977. Verkfall hjjá Times-blaðinu Lundúnablaðið Times hefur ekki komið út síöan á fimmtudag, né heldur kom systurblað þess, Sunday Times, út um helgina, vegna deilu við prentara. Samningaviöræður þykja stefna í átt til lausnar og horfur á því að Times komi út síöar í þessari viku. Þetta er í fimmta sinn á tveim árum sem útgáfa blaösins hefur stöðvast, en að þessu sinni spratt deilan út af stöðuveitingum. Tap útgáfunnar vegna stöðvunar er metið til 1,5 miiljóna sterlingspunda og þykir úti, um vonir stjórnarinnar til þess að rekstur blaðsins yrði hallalaus þetta árið eftir taprekstur margra undan- farinnaára. Þekkja morðingja 27 þorpsbúa Öryggissveitir í Uganda telja sig nú er það fýrsta opinbera staðfestingin á vita hverjir voru að verki í þorpi einu fréttum byggðum á heimildum skammt frá Kampala um síöustu helgi kirkjunnar manna um að nær 30 þegar 27 manns voru stungnir til bana. manns hafi verið myrtir þegar hópur Segir Uganda-útvarpið aö tveir fantaréöistáþorpiðMuduma. menn séu til yfirheyrslu um málið og Ríkisstjórnarfundur veröur í Bonn í dag, sá fyrsti eftir að Kohl kanslari kom úr heimsókn sinni frá Israel og verður á fundinum f jallað um mál Kiessl- ings hershöfðingja og Wörner varnarmálaráðherra. Flest merki þykja benda til þess aö Kohl muni ekki láta Manfred Wörner vikja úr embætti varnarmálaráðherra. (Wörner sést hér á myndinni fyrir ofan). Hefur Kohl undanfarna daga átt viðræður við einstaka ráðherra stjórnarinnar og leiðtoga stjórnarflokkanna. Wörner þykir hafa spjarað sig vel í sínu embætti aö undanskildu máli Kiesslings sem hann rak fyrir meinta kynvillu. ' Fiskveiðistefna EBE tekur nú íoks að fullu gildi Sjávarútvegsráðherrar EBE-land- anna uröu í gær ásáttir um skiptingu aflakvótanna fyrir árið 1984 og af- greiddu að þessu sinni á mettíma það sem hefur veriö eitt langdregnari deilumála aðildarrikjanna á undan- fömumárum. Þykri þessi snögga afgreiösla benda til þess að stefna EBE í fiskveiöumál- um gefi góða raun. Viðræðumar stóðu ekki nema einn dag. — Samkomulag um veiðamar 1983 náöist ekki fyrr en í desember og um veiðarnar 1982 urðu menn ekki ásáttir fyrr en í janúar 1983. Nýju aflakvótarnir eru mjög svip- aðir kvótunum 1983, en aðailega hafði menn greint á um skiptingu þorsk-, sUdar- og markrílafla. EBE-ráðherrar undirrituöu sam- eiginlega fiskveiðistefnu fyrir aðildar- ríkin í janúar í fyrra, eftir sjö ára viö- ræður, en hún tók ekki gUdi því að sam- komulag um aflakvóta náðist ekki fyrr en 11 mánuðum síðar. Reagan í sam- keppni við Hitler Vaxmyndin af Díönu prinsessu er ekki lengur sú sem dregur aö sér flesta áhorfendur í vaxmyndasafni Madame Tussaud í London eins og hún geröi allt síðasta ár. Þaö er poppstjaman David Bowie sem tekiö hef ur hennar sess. Bowie er sýndur í gulrauðum fatnaði og meö ljósabliki miklu auk undirspils og var valinn af gestum, sem vinsælasta fíguran í safninu. I ööru sæti var Mahatma Gandhi en Díana prinsessa í þriðja. I könnun um hötuðustu myndirn- ar féll Margaret Thatcher forsætis- ráðherra úr öðm sæti niður I það fjórða. Hennar fyrri stað tók Ron- ald Reagan Bandaríkjaforseti, sem keppir um fyrsta sætiö við Adolf Hitler. Muammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, er í þriðja sæti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.