Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVKUDAGUR1. FEBRUAR1984. ■ ' TT'i' 7 • Frjálst.óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. FramkvæmdastjóriogOtgáfustjórí: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarrítstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. / óþökk láglaunafólksins Allra augu beinast nú að álverinu og verkfallinu þar. Ljóst er að almennir kjarasamningar munu lítinn tilgang hafa og engan árangur bera meðan deilan í Straumsvík er óleyst. Verkalýðshreyfingin vill af skiljanlegum ástæð- um halda aö sér höndum og sjá til hvort og þá hvernig samið verður við starfsmenn álversins. Þeir samningar verða óhjákvæmilega til viðmiðunar fyrir aðra. For- sætisráðherra lýsir því réttilega yfir að ef „fyrirtæki sem hafa bolmagn til að greiða hærri laun fara út fyrir þann ramma sem settur hefur verið verður erfitt að standa gegn því að þeir sem hafa langtum lægri laun fái svipaðar hækkanir. Þaö verður erfitt,” segir Steingrím- ur, „að neita þeim lægstlaunuðu um hækkun ef þeir í Straumsvík fá 20—40% hækkanir, en þeir sem þar starfa eru með tekjuhæstu mönnum í þjóðfélaginu. ’ ’ Þetta eru orð forsætisráðherra, en enginn dómur skal á það lagður hvort álversmenn séu með tekjuhæstu mönn- um í landinu. Sjálfsagt má finna marga hópa sem taka þeim fram í tekjum og sjálfsagt má einnig réttlæta kröfur um bætt kjör hjá þeim sem í álverinu vinna. En þeir hafa kosið aö ríða á vaðið, verða fyrstir til að- gerða og átaka á vinnumarkaðnum og þess vegna er deilan í Straumsvík prófsteinn á það hvort launamála- stefna ríkisstjórnarinnar heldur. Hún ræður úrslitum um þá kjarasamninga sem eftir fylgja. Nú er það venjulega svo að ráðamenn beita sér gjarnan fyrir lausn vinnudeilna og sjá sér hag í því að forða frá ókyrrð og verkföllum. Það kann því fljótu bragði að þykja hvatvísi og stríðsyfirlýsing hjá Sverri Hermannssyni iðnaðarráðherra þegar hann segir á alþingi að hann „vilji spilla samningum”. Hér er óvanalega digurbarkalega mælt. En þegar nánar er skoðað er þetta skiljanleg afstaða hjá ráðherranum. Hann vill ekki að álversmenn brjóti ísinn og sprengi þann ramma sem ríkisstjórnin hefur sett í launamálum. Hann vill ekki að hálaunamenn komi stjórninni á kné. Það vekur hins vegar athygli að stjórnarandstaðan styður álversmenn í kröfugerð þeirra. Stjómarandstaðan segir Sverri haga sér eins og fíl í glervörubúð. Látum vera hvort Sverrir líkist fíl, og sennilega er það rétt að hann hafi hleypt meiri illsku í deiluna í Straumsvík með glannalegu tali. En hlutur stjórnarandstöðunnar er því miður engu betri, ef og þegar hún tekur undir kröfur og samninga upp á þau býti sem starfsmenn álversins vilja. Með því er stjórnarandstaðan ekki að koma höggi á ríkisstjórnina heldur láglaunafólkið og þær hófsömu kröfur sem Alþýðu-1 sambandið hefur sett fram. Ef álversmenn og ISAL sprengja rammann í verðbólguviðnáminu og efnahags- stefnunni hlýtur ASI að gera sömu kröfur og þá hefst hrundadansinn á ný. Holskeflan ríður yfir. Er það virkilega vilji stjórnarandstöðunnar á þingi að verðbólgunni verði hleypt lausri? Er það raunverulega vilji Alþýðubandalagsins að tekjuhæstu verkamennirnir fái úrlausn sinna mála áður en gengið er frá kjarabótum til hinna lægst launuðu? Þessum spurningum verður stjórnarandstaðan að svara. Sú tíð er liðin að stjórnmálamenn geti skotið sér undan ábyrgð í skjóli einhverra slagorða um verkalýðs-1 baráttu. Láglaunafólkinu er ekki hagur í þeirri verka- lýðsbaráttu, sem nú er háð suður í Straumsvík. ebs. Framsóknarmenn hafa vígoröiö: „Manngildi ofar auðgildi” — en þaö nota þeir til þess aö hafna frumskóga- lögmáii! frjálshyggjunnar, eins og þeir orða þaö, köldu og grimmu mann- lífi, þar sem allt er metiö til fjár. Meö þessu þykjast þeir sennilega vera yfir aöra hafnir, vera öllum öörum siösam- ari og hjálpsamari (þótt sú hjálp sé stundum á kostnaö annarra). Þetta vígorð þeirra er að sjálfsögöu eins og hvert annað heimskuhjal: hlutir hafa ekki annað gildi en þaö, sem menn gefa þeim, auður er alltaf auöur einhverra manna, peningar kaupa ekkert, heldur menn meö peninga (og þurfa aöra til aö selja sér). En þessi ásökun á mark- aðinn er samt sem áöur algeng, og mig langar þess vegna til aö leiöa rök aö því, aö stundum megi auögildi aö meinalausu taka viö af „manngildi”, aö minnsta kosti manngildi fram- sóknarfólks. Ást á markaðnum Eitt dæmiö um þetta er ástin. Sú skoðun er almenn á Vesturlöndum, aö ástin sé voldug tilfinning og óviðráðan- leg, þannig aö peningar komi hvergi nærri. Menn lýsa ástinni eins og unga fólkið sé alltaf aö flétta hvert ööru blómsveiga. Þaö er gott og blessað. En hvað veröur um hitt fólkið, sem engan finnur vegna einhverra galla sinna? Ekki hlýtur þaö neina blómsveiga. Hvað verður um gömlu karlana í síöu frökkunum, „the dirty old men”, eins og Englendingar segja? Þeir fá ekki notið neinnar ástar, ef þeim er meinað að kaupa hana á markaðnum. Þeir, sem segja, aö keypt ást sé engin ást, Ótímabærar athugasemdir HANNES H. GISSURARSON CAND. MAG. eru aö fræða aöra á því hvað þeim eigi aö finnast, en ekki á hinu, hvað þeim finnist. Skyndikonan er að sinna þurf- andi manni með því aö selja blíðu sína, og hvenær veröur of mikið framleitt af blíöuíheiminum? I/inátta á markaðnum Annaö dæmi er vináttan. Sumt fólk á í vandræðum með sjálft sig, þaö þarf að fá einhvern til þess aö hlusta á rausiö í sér, en tekst aö vonum ekki aö eignast neina vini. Hvaö getur þaö gert? Til er ágæt markaðslausn á þessum vanda. Þaö getur farið til sál- greinanda, lagst upp á bekk og sagt frá sjálfu sér, en sálgreinandinn hlustar og skrifar síðan reikning fýrir vikið. Sáigreinandinn er þannig keyptur vinur. Hann er eins og skyndikonan að sinna þurfandi fólki. (Þessi atvinnu- grein, sala vináttu, skilnings og sam- úöar, er mjög blómleg í Bandaríkjun- um. Einmana konur flykkjast þar á stofur sálgreinenda til þess eins aö fá að tala og greiða fyrir ærið fé.) Börn á markaðnum Þriðja dæmiö, sem ég nefni, er öllu alvarlegra en þessi tvö. Þaö er um börn. I flestum vestrænum löndum eru þúsundir hjóna, sem þrá að eignast börn, en geta það ekki sjálf. En í suðrænum löndum og austrænum eru aðrar þúsundir foreldra, sem eiga þá ósk heitasta aö losna viö einhver barna sinna, því aö þau hafa engin efni á að ala þau upp. Markaönum hefur ekki veriö leyft aö leysa þennan vanda, þannig aö vestræn hjón fái böm gegn greiðslu og ættleiði þau, þótt ég sjái ekki betur en allir hagnist á slikum við- að. „Markaðurinn er mannúðlegur, af því að hann leyfir hornrekunum líka að komast > Fyrir borgarstjórnarkosningarnar síöustu var hringborösumræöa í sjónvarpinu. Mörgum vinstri manninum varð aö orði meðan hann horföi á sjónvarpið þetta kvöld að nú væri Davíð endanlega aö spila rass- inn úr buxunum. Meö dónaskap og frekju tók hann hvað eftir annaö oröiö af konunum sem á móti honum sátu — og ansaöi ekki röksemdum þeirra. Spumingum sem þær beindu til hans svaraöi hann meö fimmaura- bröndurum eöa hreinum útúr- snúningum. En hvaö skeöi svo: Davíö sigraði í kosningunum. Og afleiöingarnar eru alltaf aö koma betur og betur í ljós. Strax aö morgni þann 23. maí 1982 færöist klukkan aftur um fjögur ár í málefnum Reykjavíkurborgar. Og síðan færöist hún aftur um fjörutíu ár í landstjóminni. Þegar í kjölfar íhaldssigursins í Reykjavík kom mesta afturhaldsstjóm í manna minnum. Sjálfstæöismenn og Fram- sókn réöust sem kunnugt er að kjör- um launafólks í landinu — og þá sér- staklega þeirra er minnst mega sín. Þetta lýsir sér meöal annars í því aö gífurieg aukning er á umsóknum til Félagsmálastofnunar Reykjavíkur um f járhagsaðstoð — eða úr 300 í 492. Og mestan part er þetta fólk á aldrín- um 17—26 ára. Samstöðu skorti hjá vinstri mönnum og einurð Osjálfrátt veltir maður fyrir sér hvort dæmiö heföi snúist á annan veg ef núverandi minnihluti hefði staðiö betur saman. Og ekki síöur að hve miklu leyti það spilaði inn í úrslitin aö á móti Davíð í hringborösum- ræöunum var fólk ekki nógu einart til aö reka ofan í hann lygina og gaspriö. Átakalaus sjónvarpsþáttur Þaö var því meö nokkurri eftir-. væntingu að ég settist fyrir framan sjónvarpiö þriðjudagskvöld í síðustu viku. Eg átti von á hressilegum átök- um milli þeirra Sigurjóns Péturs- sonar, fulltrúa minnihlutans og Davíðs Oddssonar, fulltrúa Davíös. En sú von brást. — Mér er sagt aö þeir hjá sjónvarpinu hafi ekki viljað láta þáttinn lenda út í pexi og því valið honum hæpiö form. Eg segi hæpiö form því að þættinum var skipt í tvo hluta. Sigurjón sat fyrir svörum fyrst, en Davíð kom svo á eftir. Spyrlarnir stóðu sig þokkalega vel en þeir hefðu mátt fylgja spurningum sínum mun betur eftir. Og stjómandinn heföi aö ósekju mátt vera meira inn i málefnum borgar- innar. En þaö sem virkilega vantaði var aö fyrir framan Davíö sæti einhver HALLGRÍMUR HRÓÐMARSSON KENNARI VIÐ MENNTASKÓLANN í HAMRAHLÍÐ sem gat sagt — eftir því sem við átti hverju sinni — ýmist: Nú lýgurðu, Davíð, eða: Svaraöu spurningunni, Davíö. Til aö halla ekki á kynin nefni ég tvær persónur sem ég hefði treyst til aö gera þetta en þaö eru Guörún Helgadóttir og Sigurjón Pétursson. En ljósir punktar voru í þættinum aö mínu mati. Þeim sem eitthvaö fylgjast meö skrifum um málefni borgarinnar var í lófa lagiö að sjá í gegnum oröagjálfur Davíös. Og jafn- vel þeir sem þekktu þau h'tiö uröu býsna margir varir við þegar Davíö vék sér fimlega undan því aö svara erfiðum spurningum. Og menn vita aö ef einhver hliörar sér hjá aö svara spurningum hefur sá hinn sami eitt- hvaö óhreint í pokahominu. Davíð lipur að snúa sig út Úr erfiðum spurningum Fimastur fannst mér Davíö þegar Aifheiöur Ingadóttir spuröi hann hvaö hann hygöist gera fyrir þá um þaö bil 1200 aldraða borgarbúa sem eru á biðlista um íbúöir fýrir aldr- aöa. Davíð svaraöi þjösnalega hvort Álfheiður væri að gefa í skyn að allir þessir 1200 öldnu borgarbúar lifðu viö algjöra neyö? — 600 þeirra væru nú í eigin húsnæði! En Davíð sagöi ekki hve margir af þeim 600 sem eftir eru lifa viö óviðunandi aöstæð- ur. Hvað þá aö hann segði hvað Davíðsborg gerir fyrir þá árið 1984. Svariö kom ekki þótt spuraingin lægi í loftinu. Hann talaði reyndar um að Verslunarmannafélag Rvíkur ætlaði að byggja söluíbúöir fyrir aldraöa fé- lagsmenn sína. — En skyldi Davíö hafa vitað að þetta úrræöi leysir vanda nákvæmlega tveggja af þeim 1165 sem eru á biðlistanum? Og skyldi Davíð hafa vitað aö um tuttugu af þessum öldnu borgarbú- ÞAÐ ÞURFTIEINHVERN TILAÐSEGJA: ÞETTA ER LYGI, DAVÍD EÐA: SVARAÐU SPURNiNGUNNI, DAVÍÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.