Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
  • Qaammatit siuliiFebruary 1984Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    2728291234
    567891011
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Qupperneq 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR1. FEBRUAR1984. Tíðarandinn Tíðarandinn Tiðarandinn Tiðarandinn Tiðarandinn Halland, Veigastaðir, Austurhlíð. Ljósm. H. Hg. Huldubyggð í Hallandsbjörgum Helgi Hallgrímsson náttúruf ræðingur hef ur gert merkilegan uppdrátt af kaupstað huldumanna samkvæmt lýsingum sjónarvotta Þekking mannkynsins eykst meö ógnarhraða. Hvarvetna vindur hún upp á sig og leggur undir sig áöur óþekkt svæði. Ný sannindi veröa mönnunum augljós. Ureltar skoðanir hverfa. Já, þannig ganga framfarirnar fyrir sig — á ytra boröinu aö minnsta kosti. En það er alls ekki víst aö þar meö sé öll sagan sögö. Hlutimir taka einatt á sig annan blæ þegar grannt er skoðað. Þaö er sönnu nær aö sú viska sem mannkynið hefur tileinkað sér og fært sér í nyt um aldaraðir hverf ur alls ekki sporlaust úr mannheimum; hún lifir áfram í einhverri mynd og heldur áfram aö miðla fólki af f jársjóöi sínum þótt vitaskuld bætist með hverjum degi ný og nytsamleg reynsla í þann viðfeðmá sarp sem þekkingin á allt sitt undir. Allir vita hvílik tregða mætir oft spánnýjum og framandlegum hug- myndum. Stundum er tregðan slík að nýjar og ákaflega gagnlegar hug- 'myndir verða bókstaflega að berjast fyrir lífi sínu gegn hvers kyns fordóm- um og þeim hugmyndum sem fyrir eru. Það er nefnilega með hugmyndir eins og mannfólkið — þeim er oft þvert um geð að víkja af stalii bardagalaust fyrir nýjabruminu, sér í lagi hafa þær þurft að hafa mikið fyrir því að komast ástallinn! Saga þekkingarinnar er saga þeirra hugrökku manna sem þorðu að berjast fyrir þvi sem þeir töldu rétt og mann- kyninu tii ávinnings. En menning þjóöanna byggir á fleiru en þekkingunni einni. Menningin á einnig veldi sitt að þakka j)eim djúp- úðgu einstaklingum sem þorðu aö verja arfleifð kynslóöanna og létu hvorki atlögur né köpuryrði á sig bíta. Það er einkennileg þversögn að á sama hátt og mennimir era oft furðu tregir til þess að veita nýjum og gagnlegum aðferðum viðtöku, þá eru þeir líka furðulega fljótir að kasta fyrir borð þeim dýrmætu fjársjóðum sem kyn- slóöirnar hafa safnað með ólýsanlegri þrautseigju. Menn og huldar verur I gamla daga trúðu Islendingar á huldufólk. Þeir trúðu því að til væri I landinu fólk sem ekki væri af alveg sams konar veröld og við en ætti þó ýmislegt sameiginlegt með okkur, þar á meðal hið ytra sköpulag holdsins. Sögurnar geyma mýmörg dæmi um samskipti manna og huldufólks. Sumar af þessum sögum eru uppspuni, búnar til af skemmtilegum strákum, sjálfum sér og öörum til afþreyingar. En sumar huldufólkssögur, og kannski flestar, eru runnar frá grand- vöru fólki sem ekki mátti vamm sitt vita í nokkrum hlut. Það er engum manni sæmandi að fúlsa við vitnis- burði slíkra manna án þess að leggja við eyrun í kurteisi fyrst og ganga úr skugga um sannleiksgildi sagnanna. íslendingar eru í þann mund að gerast tæknivædd nútímaþjóð. Við er- um í þann veginn að losa okkur við ýmsar þjóðfélagslegar firrur og þrá- hyggj u. Við erum að væðast vélum, töl- um og vísindum. Við trúum á alefli þekkingarinnar og vísindanna. En vísindin eru ekki almáttug — það vantar nú ennþá dálítiö upp á það. Vísindin eru ekki búin að svara nema örfáum gátum mannsandans, hvað sem síðarverður. Það eru til menn á Islandi, sem hafa komist i tæri við huldu-verur — þess konar verur sem ekki er vitað til að eigi sér fastan samastað í þeirri veröld sem við könnumst við og þekkjum svo gjörla. Það skiptir ekki máli hvort við köll- um þær hukiuverur eða einhveiju öðru nafni. Það sem mestu skiptir er sú háttvísi og sanngirni að hlýða á vitnis- burð óljúgfróöra manna og halda saman sögnum sem fyrir liggja og nýjum sem berast og reyna svo af alhug að sjá hvort hægt er að lesa úr þeim ein- hvers konar mynstur eða vísbendingu um viðhiítandi skýringar. Helgi er maður nefndur Helgi er maður nefndur, Haligríms- son, ættaöur austan af landi. Hann er náttúruvísindamaður að menntun og starfi. Hann stundaði nám við háskóla í útlöndum og gegnir nú embætti for- stöðumanns Náttúrugripasafnsins á Akureyri. Helgi Hallgrímsson hefur annast út- gáfu ýmissa náttúrufræðirita sem margir munu kannast við með þakk- látumhuga. Hann hef ur lagt á það mikla stund aö viða að sér huldufólkssögum, bæði frá fyrri tímum og vorum dögum. Hann reit um þetta efni grein í tíma- ritið Heima er best, maí 1983. Þeir eru svo margir, já alltof, alltof margir, sem nálgast vísindi hinna huldu heima meö þeim andstyggilega Huldufólk Umsjón: Baldur Hermannsson Huldufólk og vísindi Huldufólk og vísindi — eiga þessi hugtök virkilega samleið? Fæstir myndu líklega samsinna þvi, en það veldur hver á heldur, eins og sagt er. Helgi Hallgrímsson, forstöðu- maður Náttúrugripasafnsins á Akur- eyri, hefur auk náttúruvísindanna lagt á það alla stund aö halda til haga merkilegum frásögnum af huldufólki hvaöanæva af landinu. Hann hefur uppgötvað mjög athyglisvert mynstur í sambandi við dreifingu þessara frásagna um land- ið og má vera aö þær aöferðir vísind- anna sem hann beitir á hinar fomu sagnir séu tii þess fallnar að varpa skýru ljósi á eðli þeirra fyrirbæra semhérumræöir. Það er nauðsynlegt að fjalla um viðfangsefni sín meö tilhlýöilegri virðingu ef góöur árangur á að vinn- ast, og Helgi Hallgrímsson hefur tamið sér það viðhorf gagnvart huldufólkssögum, að líta á þær sem vitnisburð ákveðinnar reynslu en engan hugarburð, eins og svo margir myndu freistast til af fordild og hégómaskap. Hann hefur dregiö rökréttar ályktanir af lýsingum sjónarvotta og gert nokkuö nákvæman uppdrátt af huldufólksbyggðinni í Hallands- björgum, austan Eyjafjarðar. A þessu korti má líta skipalægi huldu- manna, borgarkjaraann eða miðbæ kaupstaðarins, úthverfi og nær- byggð. Þetta er harla nýstárleg aðferð sem Helgi Hallgrímsson beitir þarna til þess að glöggva sig og aöra á þeirri vitneskju sem þjóðin hefur öðlast um huldufólk í landinu og vafalaust þætti mörgum fengur að sams konar byggðakortum hins huldakynsannarsstaðarálslandi. r Uppdrátturinn og samsettu ljósmyndina af Hallandi hef ég feng- ið að láni úr hinu vandaða og þjóð- lega tímariti Heima er best (Maí 1983) og varðandi frekari upplýsing- ar um þetta mál og frásagnir sjónvarvotta vísa ég til greinar Helga i þessu töiublaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 27. tölublað (01.02.1984)
https://timarit.is/issue/189663

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

27. tölublað (01.02.1984)

Iliuutsit: