Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1984, Qupperneq 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR1. FEBRtJAR 1984. Spurningin Hvernig er að búa á Skógum? Þessar skógadislr svara: Kristín Halldórsdóttir: Agætt, en það er skemmtilegra í Reykjavík. Gyða Erlendsdóttir: Mér finnst gaman að búa hér á Skógum. Bílamir eru ekkert að ergja mann. Kristbjörg Ingimundardóttir: Þaö er bara gott. Félagslíf mætti þó vera meira. Guðiaug Sigurðardóttir: Mér finnstj það alveg ágætt. Þó mætti vera meira félagslíf. Sæfinna Asbjömsdóttir: Það er bara gott. Hér er fallegt og skemmtilegt. Elísabet Sverrisdóttir: Æðislegt, rólegt og gott, betra en í Reykjavík. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Dave Allen góður — og lesendadálkurinn líka 4747-9568 hringdl: Mig langar til að lýsa yfir hvað ég er hissa þegar fólk er að setja út á Dave Allen þættina. Því mér finnast þessir þættir vera eitt besta sjón- varpsefnið. Það eru ekki allir sem ,geta setið fyrir framan fólk og látið allt vera sniðugt sem þeir segja. Nú ef fólk hefur ekki kímnigáfu til að taka þessu frá honum, er til eitt gott ráö, hreinlega aö slökkva á sjón- varpinu þegar þátturinn er. Mig langar til að þakka sjón- varpinu fyrir að endursýna þættina og umsjónarmanni lesendadálksins langar mig líka að þakka fyrir góðan dálk og skemmtilegan. FRIDAGAR A ARINU Grétar H. Óskarsson flugvélaverkfræðingur skrifar: Hið fræga ár Orwells 1984 er nú gengið í garð. Hugsýn Orwells á ekki alveg við okkur Islendinga í dag, en nógu slæmt er ástandiö samt. Efna- hagsmálin í kalda koli eins og áður, sbr. áramótaboðskap allra forsætis- ráðherra síöustu áratuga, og þorsk- urinn búinn í sjónum. Bændurnir látnir framleiða sína „busa” á kostnað skattborgaranna og gróðurs öræfanna og umframframleiöslan gefin fátækum útlendingum eins og Svíum, Norðmönnum og Bandaríkja- mönnum. En það bítur ekkert á landann. Samtals frí: 150 dagar Það fer að nálgast það að maöur| eigi frí annan hvem dag ársins. En spurningin er hver borgar allt | Þegar verst árar er bara farið í frí. Eg leit yfir almanakið sem ég fékk í jólagjöf og lagði saman frídaga næstu tveggja ára mér til hugar- hægöar í öllum raunum lækkandi kaupmáttar og kjaraskerðinga. I stuttu máli taldist mér til að ég myndi eiga frí í 150 daga á því herr- ans ári 1984 og 152 daga árið 1985. Ekki er von til að Albert fjármála- ráðherra vilji greiöa mér hærra kaup þegar ég er í fríi 150 daga af 366 (það er hlaupár í ár svo aö Albert græðir af mér einn dag, en ég hefni mín á næsta ári því þá fæ ég 152 daga frí og árið er ekki nema 365 dagar). 1985 nýársdagur skírdagur föstudagurinn langi annarípáskum sumardagurinn fyrsti l.maí uppstigningardagur annaríhvítasunnu 17. júní frídagur verslunarmanna aöfangadagur jóladagur annarí jólum gamlársdagur 52 helgar 30 daga sumarfrí 4 daga hálsbólga 152 dagar þetta frí? Það skyldi þó aldrei vera aö maður borgaði þaö sjálfur með lægrilaunum? Frídagarárin: 1984 nýársdagur skírdagur föstudagurinn langi annar í páskum l.maí uppstigningardagur annar i hvítasunnu frídagur verslunarmanna aöfangadagur jóladagur annarí jólum gamlársdagur 52 helgar 30 daga sumarfrí 4 daga kvefpest Unglingarnir leika sór áhyggjulausir á sólarströndinni. Margir íslend- ingar sækja hvild og afslöppun til sólarlanda i frium sínum. Brófritara telst tilað við megum eiga von á 150 fridögum á árinu. UNGBÖRNÁ Peyinn á myndinni hefur engar áhyggjur af skólanum enda ekki kominn á skólaaldur. En hver veit nema krakkar á hans aldri þurfi að fara i skóla þegar fram líða stundir. Þangað til ætla þeir að slappa af og njóta þess að vera litlir. BB Leikritið Lína langsokkur hefur notið geysilegra vinsælda i Þjóðieik- húsinu. Akureyringur spyr hvort þeir megi eiga von á að sjá leikritið sýnt á Akureyriþviþar er mikill áhugiá að fá Linu iheimsókn. SKÓLABEKK? Sigfús Aðalstelnsson skrifar: Markús öm Antonsson segir það vera mikið hagsmunamál foreldra að böm þeirra gangi í 5 ára bekk og að það fyrirkomulag komist á í öllum skólum. I fyrsta lagi tel ég að þetta ætti aö vera hagsmunamál bamanna fyrst og fremst, en það virðist hafa gleymst. I öðm lagi er þetta fáránleg afstaða sem að mínu mati er aðeins leið til að fylla tómar kennslustofur í vissum hverfum. I þriðja lagi væri gaman að vita hvort þetta sé leið til að koma í veg fyrir atvinnuleysi í kennarastétt. Á Islandi hafa verið byggðir leik- skólar og dagheimili sem era gerð fyrir börn yngri en 6 ára. Það væri skynsamleg ráðstöfun aö auka fjárlög til slíkra staða svo forréttindahópar kæmu ekki aðeins sínum bömum þar aö heldur allir uppalendur. Á leikskólum og dagheimilum er öll fræðsla og umönnum í höndum uppeldismenntaös fagfólks. Mér er spum hvort stjómvöld telji grunnskól- ann betri kost fyrir börn heldur en dag- heimili og leikskóla? Gaman væri að f á afstöðu þeirra sem hlut eiga að máli. Verður það kannski raunin í framtíð- inni aö við setjumst á skólabekk áöur en við förum aö halda höfði eöa geta setið rétt? Spyr sá sem ekki veit. LÍNA LANGSOKK- UR ÚT Á LAND? Jóna Frímannsdóttir hringdi: Mig langar að vita hvort Þjóðleik- húsiö geti komið með Línu langsokk norður til Akureyrar. Það er mikill áhugi fýrir því. Þaö væri hægt að fá áhorfendur á þó nokkrar sýningar. Það hefur oft verið f arið með leiksýn- ingar út á land en ég veit ekki hvað Lína langsokkur er umfangsmikiö verk. Sigmundur Orn Arngrimsson, skipulagsstjóri Þjóðleikhússins, og leikstjóri Línu langsokks, sagði að mikill áhugi væri fyrir því innan Þjóðleikhússins að fara með leikritið í ferö um iandiö. En áður en það yrði gert þyrfti að kanna hvaöa staðir væra heppilegir því þetta væri stór og umfangsmikil sýning. Einhverjar minniháttar breytingar þyrfti að gera á verkinu þar sem uppsetning Þjóöleikhússins hentaði ekki til flutn- ings á minni stöðum. Akureyri væri einn þeirra staða sem væri verið að athuga og kæmi hann vel til greina. Annars væri málið í athugun en ef af yrði væri hugsanlegt að fara með sýninguna af stað í byr jun sumars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.