Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 3
DV. LfttJGARÐAQUR 4.'FEBRUAKT984. * • 3 Skíðasvœði Fram í Bláfjöllum: Góður staður fyrir fjöl- skyldur Skíðaskáli Fram er staðsettur í Eldborgargili í Bláfjöllum. Framar- ar hafa reynt að skapa fjölskyldu- stemmningu á sínu svæði og þar geta börnin valsað um án þess að týnast, segja þeir. Tvær toglyftur eru í Eld- borgargili, önnur stór og mikil með fjölbreyttum möguleikum en hin fyrir börn og byrjendur og er frítt í hana. Stefnt er að því að vera með mót í vetur, ef veður leyfir, fyrir félags- menn og gesti þar sem verða veitt verölaun í öllum aldursflokkum. Um helgar eru skíðakennarar á staðnum sem aðstoða fólk og leiöbeina þvi. Eldborgargilið er sagður góður staður fyrir fólk sem vill vera á skíð- um endalaust og losna við óþarfar biðraðir við lyftur. Einnigerhægtað fara með Bláfjallalyftunum upp á fjallið og renna sér niður Eldborgar- gilið. Margar skemmtilegar leiðir opnast skíðamanninum er hann er kominnupp fjallið. Skíðaskáli Fram er ekki stór en þar er pláss til að borða nestið, auk þess eru þar seldar smávægilegar veitingar. Hjá Fram er hægt að fá lyftukort og kostar tíu ferða kort 120 kr. Dag- kort kostar 174 kr. fyrir fullorðna en 85 kr. fyrir böm. Einnig er hægt að fá árskort sem gilda bæði í lyftur Fram og Armanns á 2100 kr. fyrir fullorðna og 1050 kr. fyrir börn. Þá eru það superkortin sem gilda í allar lyftur á Bláfjallasvæðinu og kostar það 3500 kr. fyrir fullorðna og 1750 fyrirböm. BLIZZARD sigrar á Akureyri og í Austurríki sanna gæði Blizzard skíðanna. BLIZZARD sigrar á Akureyri — á síðasta KA-móti í Hlíðarfjalli: Tinna Traustadóttir, Guðrún H. Kristjáns- dóttir, Björn B. Gíslason, Valdimar Valdimarsson, allt sigurvegarar 1 sínum flokki. BLIZZARD sigrar í Austurríki: Frans Klammer, Erwin Resch og Anton Steiner. BLIZZARD skíðin eru á hagstæðu verði: t. Blizzard Racer barnaskíði. Stærðir 90-175 cm. Verð kr. 1.490-2.385,- 2. Blizzard Glider unglinga- og byrjendaskíði. Stærðir 170- 190 cm. Verð kr. 2.950,- 5. Thermo sport skíðin sem laga sig eftir hitastiginu, þ.e. í kulda, betra kantagrip. Stærðir 170-203 cm. Verð kr. 6.840,- 6. Alptour skíði fyrir fjalla- garpa. 3. Blizzard Fan sport m/fiber- yfirköntum. Stærðir 175- 195 cm. Verð kr. 3.985,- 7. Ballett skíði. 4. Blizzard Top-sport m/ál-yfir- plötu. Stærðir 175-200 cm. Verð kr. 4.750,- 8. Keppnisskíði fyrir alla aldurshópa. Æskileg lengd sviðskíða: 10—20 cm lengri en notandi, miðað við getu. UTILIF GLÆSIBÆ SÍMI 82922 Franz Klammer of Austria VJorid Cup DownhilI Title Winter 1982/1983

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.