Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 6
6 DV.LAUG'ARDAGUR'4:FEBRUAR’19ff4.'r ísafjörður: Þareiga þeir upplýsta menntabraut Seljalandsdalur við Isafjörð hefur um langt árabil verið kallaður skíða- paradís. Þeir sem þar hafa verið í snjó og sól eru sammála um að það sé réttnefni. Seljalandsdalur er sagð- ur svo vel gerður af náttúrunnar hendi að þar séu brekkur við allra hæfi, jafnt byrjenda sem þeirra sem lengraerukomnir. Göngubrautir í Seljalandsdal eru mjög f jölbreyttar og segja Isfiröing- ar að þær gerist ekki betri. Hægt er að velja um þrjár göngubrautir á þremur mismunandi stöðum og eru þær miðaðar viö hvað skíðagöngu- maðurinn er fær. Byrjendabrautin er 3 km, léttur og þægilegur hringur. Á miðsvæði er 5 km hringur og á efstu svæðunum er 8 km braut sem liggur á Skarðsengi og fram Brúnir. Einnig er upplýst göngubraut í miðbænum, rétt við menntaskólann, og er hún kölluð menntabrautin. Mjög margir hafa notfært sér þá braut á kvöldin enda segjast Isfirðingar ætla aö sigra í trimmlandskeppninni. I Seljalandsdal eru tvær lyftur, önnur 1200 m löng en hin efri 650 m löng. Auk þess er 200 m barnatog- lyfta. Neðri lyftan er mjög góð fyrir þá sem ekki eru mjög vel þjálfaðir. Hún endar á svokölluöum Gullhóli en þar er oft sól þó hún sjáist ekki annars staöar. Frá Gullhóli er hægt að fara ýmsar leiðir eftir hæfni og getu. Efri lyftan flytur skíöamenn hins vegar upp í Skál sem er nánast efst á fjallinu. Þar eiga menn kost á tveggja km rennsli niöur að neöri lyftu. I Seljalandsdal er nýr snjótroðari og tæki sem honum fylgja. Skíðheim- ar, skálinn í Seljalandsdal, hefur gistirými fyrir 35 manns í tveggja, fjögurra og sex manna herbergjum. I Skíðheimum er veitingasala, bað- aðstaða, skíðaleiga, skíðakennsla og skiðageymsia. Skíðaland þeirra Isfiröinga er ör- stutt frá bænum eða aðeins 3,5 km. Þeir segja líka Isfiröingamir aðfyrir gesti sé nóg um að vera þegar degi hallar, dansleikir um helgar, kvikmyndasýningar og margt, margt fleira. Viiklir skífla- jarpar eru á safirði og >0Ír kalla Seljalandsdal- inn skiflapara- dísina sina. Þessi mynd sýnir heim að íþróttamiðstöðinni á Hóli en þar e/ alltaf mikifl um að vera. Siglufjördur: Margir skídamenn vœntanlegir í vetur Skíflasvæðið á Siglufirfli að kvöldi til. Þar er mjög góð flóðlýsing. Þrír vaskir göngumenn á Siglufirði, þeir Steingrímur Óli Hákonarson, Ólafur Vals- son og Baldvin Kárason. Allt þekktir keppendur sem staðið hafa sig með ein- dæmum vel í öllum mótum. DV-myndir Kristján Möller Siglufjörður státar sig af mjög góðu skiðalandi og ekki síður góðu skíðafólki. Á skíðasvæði þeirra Sigl- firðinga eru tvær lyftur í gangi eins og er en vonast er til að sú þriðja bæt- ist við nú í febrúar. Þessar tvær lyft- ur sem fyrir eru eru samtais 900—1000 metra langar en sú nýja verður um 200 m löng. Stærsta lyftan stendur á mjög vel upplýstu svæði sem er um 600 metra langt og eru lyfturnar opnar alla daga nema mánudaga. Á virkum dögum frá kl. 16—21 og um helgar frá kl. 10—17. Ef um hópa er að ræða, sem koma vilja á skíöa- svæðið, er tíminn lengdur. Góður snjótroöari er við skíðalandið og eru brautir troönar fyrir skiðagöngu, jafnt fyrir al- eiga vel upplýstan 4 km gönguhring. Skíðakennslu er hægt að fá á svæðinu fyrir hópa en auk þess eru stöðugt í gangi námskeið sem auglýst eru þá í bænum hverju sinni. Iþróttamiðstöðin á Hóli er opin á sama tíma og lyfturnar og er þar boðið upp á allar veitingar. I Iþrótta- miöstöðinni er gistiaðstaða fyrir fjörutíu manns í kojum en auk þess er svefnpokapláss fyrir 20—30 manns. Að sjálfsögðu er einnig hótel á Siglufirði þar sem boðið er upp á mjög góða þjónustu á sanngjömu verði. Búist er við að margir hópar komi í skíðalöndin á Siglufirði í vetur hvort sem þaö eru skólar eða vinnu- hópar. Eru flestir hóparnir úr Er margt gert til að gera komu þessara gesta sem skemmtilegasta. Stöðugt er verið að auka þjónustuna í Iþróttamiðstöðinni og er þar núna verið að leggja kapp á að klára baö- og búningsaðstöðu auk saunabaðs. Verður sú aðstaða til afnota fyrir gesti. A Siglufirði verða haldin þrjú bikarmót í vetur. I göngu og alpa- greinum og svo unglingameistara- mót Islands sem fer fram um mánaðamótin mars/apríl. Ferðir eru ekkert vandamál til Siglufjarðar. Þangað flýgur Amar- flug beint frá Reykjavík. Hefur Arnarflug boðið skólahópum mjög hagstæð tilboð. Einnig er hægt að fara um Akureyri eða Sauðárkrók en þar eru alltaf f erðir á milli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.