Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 20
20 DV. LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR1984. Stöðugt eykst aðsóknin í skíðaferðir til útlanda Þó aö Islendingar eigi nú oröiö allmikið af góöum skíöalöndum eru margir sem eiga þá ósk aö komast í enn betri skíðalönd. Þess vegna kappkosta ferðaskrifstof- umar aö bjóöa upp á sem fjöl- breyttust skíðasvæði í Austurríki og Sviss og hefur margur landinn lagt leiö sína þangaö í vetur og undanfarin ár. MikO aðsókn er í þessar skíða- ferðir í ár enda hefur áhugi Islend- inga á skíöaíþróttinni aukist svo um munar nú á allra síöustu árum og er stöðugt í sókn. Frekar mun áhuginn á gönguskíðum vera í uppsiglingu núna. Menn þurfa ekki endilega aö kunna á skíöum er lagt er til út- landa í skíðaferö því að í flestum skíöalöndum eru góöir skíðakenn- arar. Þannig hafa margir landar okkar stigiö sín fyrstu spor á skíð- unum í Austurríki eða í Sviss. I þessum löndum er boðið upp á glæsileg skíðahótel uppi í fjöllum þar sem margt er sér til gamans gert eftir að útiveru lýkur á dag- inn. Boðið er upp á bráðfjörug Tyrolkvöld með tUheyrandi dansi, söng og jóöli. Fondue-kvöld þykja einnig afbragðs skemmtileg. Nú, margt er hægt að gera á kvöldin og eru ferðaskrifstofumar venju- lega meö einhverja dagskrá sem í boði er. I þessum litlu smábæjum á þessum stöðum er einnig fjöl- breytt næturh'f og ef einhvem langar á diskótek eða í næturklúbb er ekkert því til fyrirstöðu. Kvik- myndahús er einnig á staðnum. Á daginn stunda menn skíða- íþróttina af miklum móöi hvort sem þeir velja sér að þeysast nið- ur brekkur eða ganga á skíöum. Hægt er að velja um margar góð- ar göngubrautir. Ef þeir vilja hvíla sig einhvern daginn frá skíð- unum er margt annaö hægt að gera, skoða sig um eða fara í verslunarferð. Við skoðuðum úr- valið hjá ferðaskrifstofunum og flugfélögunum af skíðaferðum og geturhér aðlítaúrvalið. Vonumst viö til að þessar upplýsingar geti komið að einhverju gagni fyrir ferðamenn sem hyggjast leggja skíðalönd Austurríkis eða Sviss að fótum sér. Flugleiðir: Bjóða upp á frábœra skíðastaði í Austurríki Flugleiðir bjóða í ár stórkostlegar skiðaferðir til tveggja þekktra staða í Austurríki. Það eru baHrnir Mayerhofen og Finkenberg sem eru á einu þekkt- asta skíðasvæðinu, Zillertal í Tyrol. Á milli þessara bæja er innan við klukku- stundar gangur og skíöasvæði þeirra eru samtengd. Aðstaða til útiveru og skíðaiðkana er sögð frábær á þessum stöðum. Zillertal býður upp á þessa rómuöu náttúrufegurð í Týrol og fyrir botni dalsins gnæfir við gestum Hintertux jökullinn. Margir hafa rennt sér þar á skiöum. Að sjálfsögðu bjóða skíöalöndin upp á frábæra aðstööu og góðar skíðalyft- ur. Brekkur eru bæði háar og lágar og getur hver og einn valið sér leið við sitt hæfi, hvort sem hann er byrjandi eða lengra kominn. Finkenberg er lítill skíðabær syðst í Zillertal. Hann er ósvikinn Tyrolbær, vinalegur og býður upp á ótal margt sem skiðamanninn dreymir um. 1 Finkenberg býr hinn kunni gullverð- launahafi í bruni, Leonard Stock, sem vann sér frægð á ólympíuleikunum í Lake Placid 1980. Flugleiðir bjóða bæði upp á gistiaðstöðu á hótelum og í íbúðum sem eru í bænum. Mayerhofen er fjörugur bær. Þar er fjörugt næturlíf, hvort sem menn vilja jóðla með týrólunum eða bregða sér á diskó. Kvöldinu má einnig eyða yfir góðum mat og drykk, en nóg er af góð- um og skemmtOegum matsölustöðum. I Mayerhofen er loftferja sem liggur frá bænum beina leið aö skiöasvæðinu. Fararstjóri í skíöaferðum Flugleiða er hinn kunni Rudi Knapp, skíöa- og seglbrettakennari. Rudi mun annast skoðunarferöir fyrir Islendinga jafnt sem hann verður þeim innan handar á skíðasvæðunum. Meöal skoðunarferða má nefna sleðaferð að kvöldi sem þykir ógleymanleg og dagsferð til Sterzingíítah'u. Ferðaskrifstofumar Urval, Utsýn, Samvinnuferðir-Landsýn, Ferðamið- stöðin og Atlantik annast alla farmiða- sölu og gefa væntanlegum ferðagörp- um frekari upplýsingar um hin frá- bæru skíðalönd í Zillertal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.