Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Page 24
24 Farðu vel klæddur að heiman: ■ il ( AHlT/illVAT U Fjlj/mHiH /flitli. Jr "" I GÓBUM HITA Klæðnaður er eitt það mikilvægasta þegar í ferðalag er haldið. Það á jafnt við um skíðaferðir og aðrar fjalla- ferðir. Það hefur borið við að börn og unglingar hafa komið í skíðalöndin illa búin að heiman en það er auðvitaö ekki nokkurt vit. Oft er mun kaldara á skíðasvæðunum en í bæjum. Foreldrar ættu að passa vel upp á útbánað bama sinna áður en þau fara upp í f jöll, hvort sem er með skólanum eða vinum sin- um. Sem betur fer eru skíðagallar nú fá- anlegir, mjög hlýir og vandaðir. Flest- ir unglingar eiga slíka galla. En það þarf auðvitað ekki endilega að vera til skíðagalli, það er hægt að búa sig vel án þeirra. Ullarnærfötin eru auðvitað alltaf bestu flíkumar innanundir. Ull- in hefur þann eiginleika aö vera hlý, dregur i sig raka en heldur í sér lofti og einangrunareiginleikum þótt hún blotni. Gallabuxur eru mjög óheppilegur klæðnaður þar sem þær eru ekki hlýj- ar, verða þungar og óþægilegar þegar þær blotna og eru mjög lengi að þorna. Buxur úr uil eru mun betri kostur. Það er ekki þægilegt að vera í þungum úlp- um á skíðum en léttum vattúlpum er ágætt að vera í en gæta verður þess að vera í hlýrri peysu undir. Þá er algjör- lega nauðsynlegt að vera meö góða húfu og vettiinga. Skíðavettlingar, sérhannaöir, eru náttúrlega þeir al- bestu. Ef skólabörn fara yfir nótt í skíða- ferð er nauösynlegt að hafa aukafatn- að með sér. Þá er nestið ekki síður nauðsynlegt. Eitthvað heitt að drekka á brúsa og góðar og næringarríkar brauösneiðar í dagsferöir og góðan matílengriferðir. Skíða- leiga getnv leyst tlr vandamáti Það eru sannarlega ekki allir sem hafa efni á að fá sér nýjan skíöaút- búnað um leiö og skíðaáhuginn kemur upp. Og auðvitað er þaö alls ekki nauðsynlegt því oft er það svo að skíðaáhuginn er ekki eins mikill og í fyrstu er haldið. Eða lítill tími gefst til skíðaiökana. Til að leysa úr þessu vandamáli er Skíðaleigan helsti kosturinn. Þar er 1 hægt að fá allan skíðaútbúnað leigðan, hvort sem um er að ræða svig-, göngu- eða víðavangsskíði. Svigskíði með stöfum og skóm kosta 290 krónur i einn sólarhring en 180 kr. eftir þaö. Barnaskíði kosta 250 krónur á sólarhring en 140 kr. eftir það á dag. Verð á gönguskíöum er það sama og á barnaskíðum en á víðavangsskíðuro þaö sama og á svigskíðum. Mjög algengt er aö fólk sem á svig- skíöi komi og fái lánuð gönguskíði til að prófa þau. I Skíðaleigunni er einnig hægt að fá allar skíðavörur keyptar. Það nýjasta hjá leigunni er kaupleigusamningur. Ef þú prófar gönguskíði og borgar leigu fyrir þau en ákveður síðan að kaupa svigskíði sem þú ert kannski búinn aö prófa lika gengur helmingurinn af því leigufé sem þú I hefur greitt upp í nýju skiöin. Þessi | nýjunghefurveriðmjög vinsæl. Því miður hefur Skíðaleigan ekki enn komið sér upp skautaleigu en við hér stingum upp á því að slíkt verði í framtíðinni því án efa á skautaíþrótt- in sér líka marga aðdáendur. DV. LAUGARDAGUR4 JEBROAR1984. Umferðarreglur skíðamanna: „BODORDIN10” ALPAGREINAR 1. Virðið hvert annað Skíðamaður skal skíða á þann hátt að hann skapi ekki hættu eða hindri aðra skíðamenn. 2. Stjórn á hraða og skíðun Skíðamaður skai haga hraða og skíðun í samræmi við eigin getu, landslag, skyggni og umferð á svæðinu. 3. Valáleið Skíðamaður á leið niður skal ætíð gæta fyllsta öryggis gagnvart skíða- manni sem er á undan. 4. Framúrrennsli Leyfilegt er að fara framúr skíða- manni sem er á leið niður (eða upp) hvorum megin sem er en þó þannig að sá sem farið er framúr hafi nægjanlegt svigrúm. 5. Skyldur skíðamanns sem fer þvert á skíða- brekku Skíðamaður sem óskar að fara þvert á brekku skal líta upp og niður til að vera viss um að hann geti farið yfir án hættu fyrir sjálfan sig og aðra. Það sama gildir þegar skíðamenn renna sér af stað að nýju eftir að hafa stansað. 6. IMumið staðar í brekku Sérhver skíðamaður skal hafa það í huga aö stoppa ekki að nauðsynja- lausu í brekkunni. Sérstaklega á þröngum leiðum og þar sem útsýni er takmarkað. Við fall skal skíða- maður forða sér úr brautinni eins fljóttoghægter. 7. Klifur Sá sem gengur upp eða niður, hvort sem er á skíðum eða fótgangandi, skal halda sig til hliðar við aðai- rennslisbrautir. 8. Virðið umferðarmerkin Skíðamanni ber að virða umferðar- merkin. 9. Slys Ef slys á sér stað skulu allir aðstoða eftir bestu getu. 10. Framvlsun Ef slys á sér stað eiga vitni eða hlut- aðeigendur að gera grein fyrir sér á staðnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.