Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1984, Blaðsíða 11
11 DV. LAUGARDAGUR 4. fÉBRUAR 1984. Neskaupstadur: Aðstadan fer síbatn- andi vonast til að skálinn verði kominn í gagnið nœsta haust Þaö er ekki mjög langt síðan skíðaáhuginn vaknaði á Nes- kaupstað og bæjunum þar í kring, þó er þetta allt í áttina og nú er verið að setja allt í gang til að gera Oddskarðið að einum besta skíðastaðlandsins. Oddskarðið er mjög heppileg- ur skíðastaður og þar er nú þegar komin ein lyfta. Skáli er í byggingu og er vonast til að hann verði kominn í fullan gang næsta haust. Þá mun skíðaað- staðan breytast allverulega og er vonast til að þá fari ferða- menn að streyma í bæinn. Þó að skálinn sé ekki klár enn- þá hefur samt verið talsvert af fólki í Oddskarðinu undanfarið og koma menn frá Eskifirði, Reyðarfirði, Seyðisfirði, Egils- stöðum og jafnvel frá Horna- firði að ekki sé minnst á Norð- firðingana sjálfa. Því hefur verið komið upp göngubrautum í Oddskarðinu um helgar og á svæðinu hafa verið litlir snjóbílar til að troða svæði. I lyftu kosta dagkort 60 fyrir f ullorðna en 40 fyrir börn. Nú hefur UÍA ráðið til sín skíðakennara og mun nú kennsla fara að hefjast fyrir skólahópa og aðra. Rútuferðir eru venju- lega frá Eskifirði og Reyðarfirði um helgar. Og stundum lengra að ef um hópa er að ræða. Þeir vona að aðstaðan verði orðin mjög góð í Oddskarðinu næsta haust og þá ætla Norðfirðingar aö taka á móti fjölda ferða- manna.segjaþeir. 0 i m\i ..oqút áland Ódýru helgarreisurnar milli áfangastaða Flugleiða innanlands, eru bráðsníðugar ferðir sem allir geta notfært sér. Einstaklingar, fjölskyldur og hópar, Já- mennir jafnt sem fjölmennir, geta tekið sig upp með stuttum fyrirvara og skemmt sér og notið lífsins á óvenjulegan hátt,- borgarbúar úti á landi og landsbyggðar- fólk í Reykjavík. Leikhúsferðir, heimsóknir, verslunar- ferðir, fundarhöld og ráðstefnur, hvíldar- og hressingarferðir. Alls konar skemmti- ferðir rúmast í helgarreisunum. (■ Leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum Flugleiða, umboðsmönnum og ferða- skrifstofunum. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi Sportval hefur nú opnað mjög fullkomið verkstæði þar sem m.a. eftirfarandi viðgerðir fara fram Viðgerðir á skíðasólum. Alsólun. Slípingar á skíðaköntum. Berum áburð á skíði. Yfirförum bindingar. Víkkum skíðaskó. Lagfærum skó, t.d. smellur, bönd o.fl. Varahlutir í Caber og Salomonskó. Athugið: Talið er nauðsynlegt að yfirfara skíði á 1-2 ára fresti, t.d. skerpa kanta, gera við rispur í sóla. Skautaskerpingar. Byssuviðgerðir. Viðgerð á badmintonspöðum og tennisspöðum. Viðgerðir á veiði- stöngum og veiðihjólum. VIÐ í SKÍÐAÞJÓNUSTU SPORTVALS LEGGJUM MIKLA ÁHERSLU Á VANDAÐA OG GÓÐA ÞJÓNUSTU Ekki er ráð nema í tíma sé tekið Skíðaþjónusta Sportvals, Laugavegi 116, símar 26690 og 14390

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.