Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 4
DV. MÁNUDAGUR13. FEBRUAR1984. Búnaðarbankaskákmótinu lokið: Jóhann sigraði glæsilega — og náði f yrsta áfanga að stórmeistaratitli Bandaríski stórmeistarinn Lev Alburt bauð Jóhanni Hjartarsyni jafntefli eftir aðeins 14 leiki í síðustu umferö Búnaðarbankaskákmótsins og var Jóhann náttúrlega ekki lengi að hugsa sig um. Jafntefli tryggði honum efsta sætið og jafnframt fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Svo sannarlega stórkostlegur árang- ur hjá Jóhanni, sem sýndi mjög heil- steypta taflmennsku og var vel að sigrinum komrnn. Jóhann náði einn- ig síðasta áfanga sínum að titli al- þjóðlegs meistara og verður væntan- lega sæmdur nafnbótinni á FIDE- þinginu í Grikklandi í haust. Annars markar Búnaðarbanka- skákmótiö þáttaskil í íslenskri skák- sögu. Bæði er að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki heldur skákmót af þessu tagi og eins hitt, að Islendingar raða sér í fjögur efstu sætin. Þó þykja erlendu keppendurn- ir engir skussar. Það hefur aldrei gerst áður að íslenskir skákmenn hafi gerst svo aðgangsharðir við efstu sætin. Friðrik og Guðmundur hafa reyndar báðir sigrað á Reykja- víkurskákmótum en aörir hafa ekki átt þess kost að blanda sér í toppbar- áttuna. Urslit í 11. og síöustu umferö urðu þessi: Alburt-Jóhann 1/2-1/2 Margeir-Knezevic 1/2-1/2 Guðmundur-Shamkovich 1/2-1/2 Helgi-Sævar 1/2-1/2 Jón Kr.-Pia Cramling 0-1 deFirmian-Jón L. 0-1 Umferöin var eins og lognið á eftir storminum, enda kannski ekki annað hægt eftir kynngimagnaöa úrslita- skák Jóhanns og Helga dagrnn áður. Margeú- og Knezevic fóru að dæmi þeirra Alburts og Jóhanns og tefldu 14 leiki og Guðmundur og Shamko- vich sömdu eftir 13 leiki. Skák Helga og Sævars var 41 leikur. Helgi fékk betra út úr byrjunmni, sem var kóngsindversk vörn, en Sævar var f astur fyrir og hélt sínum hlut. Jón Kristmsson var greúiilega ekki á því að taka Piu neinum vettl- ingatökum, því hann óð fram völlinn með h-peð sitt snemma tafls. Ekki hafði hann þó erindi sem erfiði. Pia sýndi næman stöðuskilning, er hún tók á sig tvípeð en í staðinn fékk hún opna f-línu og þrýsting gegn peðum Jóns. Eitt þeirra féll í valúin og síöan Jóhann Hjartarson s/graði ekki eingöngu imótinu heldur náði einnig fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. annað og er Jón féll á tíma var staöa hans töpuö. Bandaríkjamaðurúin deFirmian átti erfitt uppdráttar í lok mótsins: Tapaöi þremur síöustu skákunum. Ahorfendur voru ekki sviknú- af þátt- töku hans í mótinu, því að hann tefldi manna skemmtilegast. Gegn Jóni L. gat hann þráleikið oftar en eúiu sinni fljótlega eftm byrjunúia en tefldi ótrauður til vinnúigs. Vissulega leit staöa hans vel út en vafalaust hefur hann vanmetið vamarmátt svörtu stöðunnar. Hvítt: Nick deFirmian Svart: Jón L. Ámason Spænskur leikur. 1. e4 eS 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 d65.0-0Bd7 6. d4!? Skák Jón L. Ámason Hvassasta framhald hvíts. Fómar- peði en fær í staðinn skjóta liöskipan mannasinna. 6. —b5 7. Bb3 Rxd4 8. Rxd4 exd4 9. c3. Auðvitað ekki 9. Dxd4?? c5 og síðan 10. —c4 og lokar biskupúin úini. Þessi gildra er þekkt undir nafninu „ÖrkinhansNóa”. 9. —dxc310. Dh5 De7 11. Rxc3 Rf612. Df3 Dd8!? Ný tilraun í stöðunni, í stað 12. -Bc6 sem áður hefur verið leikið. Svartur vill leika 13. —Be7 og koma mönnum sínum á framfæri. 13. Dg3 Rh5 14. Dd3! Hann getur þráleikið með 14. Df3 Rf6 15. Dg3o.s.frv. 14. —g615.e5!Bg7 Betra en 15. -dxe516. Df3 Be617. Bxe6 fxe6 18. Hdl Bd6 19. Dc6+ Kf7 20. Re4 með sterkri sókn. 16. Re4! . Eftir 16. exd6 0-0! 17. dxc7 Dxc7 18. Rd5 De5 hefur svartur a.m.k. náð að jafna taflið. 16.—0-0! Omggara en 16. —dxe5?! 17. Bg5 f6 18. Dd5 Hf8 19. Rc5 meö hættulegu frumkvæði. 17. Bg5 De8 18. exd6 Bf5! 19. Hfel cxd620. g4?! Leggur of mikið á stöðuna, þótt þetta líti vel út. 20. —Bxg4 21. Rxd6 Staðan eftú- 21. Rf6+ Rxf6 22. Hxe8 Haxe8 er hagstæð svörtum. 21. —Dd7! 22. Be7 Leikið eftir langa umhugsun. Ekki leiöú- 22. He7 til ávinnings vegna 22. —Rf4! 23. Dd2 Rh3+ 24. Kfl og nú jafnvel 24. —Be2+!? (25. Dxe2 Dxd6; 25. Hxe2 Rxg5 26. Dxg5 Dxd6; 25. Kxe2Dg4+ ogBg5fellur). 22. —Bxb2!?23. Bxf7+Kg7 Búnaðarbankaskákmót 1984 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Röð 1 Pia Cramling \ ’/v 54 'Á O 1 0 0 1 1 $-1, 2 Knezevic % t/ /v '/x 0 Á 0 ‘4 '4 1 4 3 Shamkovich 0 4 4 \ % i% 'k Vi 'A 1 4 <o éí 4 Jóhann Hjartarson 'lx % % \ I 1 Vt t '4 k / t l 5 Sævar Bjarnason 4 'lx 0 7 'l 'Á 'h Oj 4 O 0 3 S II 6 deFirmian % 1 % 0 % r h O 1 0 S 7 Helgi Ölafsson 1 ix Vi 0 h WJk h •L 1 1 é>S 8 Lev Alburt 0 \ 'h 'h 'h o vJi Vx ‘4 XA 0 Hs \o 9 Guðmundur Sigurjónsson 1 Vi 0 i h 'h 54 (oS X-H 10 Margeir Pétursson J Vi % 'lx 'lx l 'h y% \ V4 1 11 Jón Kristinsson 0 0 o •k 1 o o ‘4 o 7 zs 12. 12 Jón L. Árnason 0 4 'lx o 1 1 o \ Vv iv 7 ss > Fáú- vissu hvað var að gerast í þessari stöðu! Hvítur var orðúin tímanaumur og lék af sér. 24. Bxf8+ Hxf8 25. Be8? Eftir 25. Habl! og ef 25. -Rf4, þá 26. Dg3! ? er taflið enn tvísýnt. 25. —Da7! 26. Dd2 Bxal 27. Haxal Rf4 28. Bc6 Re2+ 28. —Rh3+ 29. Khl Rxf2+ 30. Kg2 Dc5 má svara með 31. db2+ og ef 31. —Kh6 32. Dcl+ og nær drottninga- kaupum. 29. Khl Dxf2 30. Db2+ Kh6 31. Dd2+ g5 — Og hvítur féll á tíma í tapaðri stööu. í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari UPPSKERUHATIÐ A KEA Þingflokkur sjálfstæðismanna brá undir sig betri fætinum nú um heig- ina og hélt fund norður á Akureyri með pomp og prakt. Sennilega hefur fundurinn upphaflega verið ákveðinn á því skyni að hylla Lárus Jónsson, fyrsta þlngmann flokksins í kjör- dæmlnu, sem verðandi bankastjóra i Búnaðarbankanum. Þetta hefur átt að vera eins konar uppskeruhátíð þar sem þingliðið flytti kveðjuávörp yfú- Lárusi og f jöldasöngur yrði kyrj- aður með þátttöku kjósenda. Síðan myndu allir detta í það og Halldór Blöndal fara með drápur. En allt hefur þetta farið úrskeiðis. Promotlon Lárusar hefur endað með þeirri skelfingu að Stefáni Valgeirs- synl er óhætt aö koma norður aftur eftir sínar eigin ófarir i Búnaðar- bankanum og getur meira að segja hrósað sér af þvi að hafa rassskellt sjálfstæðlsþingflokkinn á einu brettl í bankaráði Búnaðarbankans. Það er sæt hefnd fyrlr Stebba og stór auðmýking fyrlr heilan þúig- flokk, ekki sist vegna þess að Stefán erStefán. Einhvern timann hefðu það sjálf- sagt þótt tíðlndi þegar stærsti þúig- flokkurinn leggur leið súia í f jarlæg byggðarlög upp á punt. En í þetta skiptl er vafasamt að móttökurnar hafi verið sérlega innilegar hjá þelm norðanmönnum. Norðlendingar eru iítið gefnir fyrir að láta draga þúig- menn sina á asnaeyrunum. Er því miklum mun líklegra að þúigflokkn- um hafi verið tekið sem hverjum öðr- um ferðamannahópi sem ekki hefur annað sameigúilegt en að hafa látið í múini pokann fyrir Stefánl Valgeirs- syni. Slíkir menn teljast ekkl mlkllr garpar i augum þeirra Akureyringa sem kosið hafa Lárus Jónsson á al- þúig til mótvægis við framsóknar- veidið. Þingmenn eru til margs brúklegir. Þjóðln hefur til að mynda talið sér hentugt að nota þá til fyrirgreiðslu i höfuðborgúmi. Gott er að þekkja þingmann sem þekklr bankastjóra og best er þegar þingmaöurinn og bankastjórinn eru einn og sami mað- urinn. Þá er vegurinn beinn og breiður. Þessu hafa Norðlendingar fyrir iöngu gert sér grein fyrir enda jafn- an átt sterka menn í riklsbönkunum og haft vit á því að kjósa til þings menn með bankastjéralegt vaxtar- lag. Dregur enginn i efa að Lárus Jónsson er vei til þess hæfur enda ekkl þeún ósköpum gæddur að líkj- ast Stefáni Vaigeirssyni. Eru þeú þó báðlr að norðan. Ferðalangarnir, sem héldu fund fyrlr norðan um helgina, hafa það hlutverk að passa upp á bankastjóra- stöður fyrir flokkinn og norðanmenn. Þeim hefur nú tekist að klúðra því máli svo að Lárus þarf helst að ganga með hauspoka um heúna- byggð sina. Það er engin furða þótt Lárus langi burt úr féiagsskap sem ekki ræður lengur yfir minni háttar bankastjórastöðum. Ef áhrif þúig- mannsins eru óveruleg í húsúiu við Austurvöll þá vlröast áhrif þúig- manna ennþá minni utan þess. Erþá af sem áður var þegar þúigmenn skákuðu sér í áhrifastöður i stjórn- kerfinu og höfðu bankaráðin í vasan- um. Er nú svo komið að besta ráðið til áhrifa virðist sú aðferð Stefáns Valgeirssonar að fara í fýlu. Loksúis þegar kempan hættir að sækja fundi hjá Framsókn tekst honum að leggja heilan þingflokk að veili. Þessi sami þingflokkur hefur nú heiðrað fýlupokann með sérstakri heúnsókn í kjördæml hans. Og býr á KEA i ofanálag. Kannskl er þetta gert samkvæmt kenningunni um að heiðra skálkinn svo hann skaði þig ekki. En það voru hljóðir og hógvær- ú menn sem héldu til Reykjavíkur. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.