Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 26
26 DV. MÁNUDAGUR13. FEBRUAR1984. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Atli skoraði mark með skalla — Diisseldorf tapar enn og er að missa af lestinni Frá Hilmari Oddssyni, fréttaritara DVíÞýskalandi: Eins og fram hefur komiö í fréttum er Atli Eövaldsson álitinn einn besti skallamaöur í þýsku Bundesligunni. Atli undirstrikaöi þetta rækilega um helgina er hann skoraði mark Diissel- Loks vöknuðu Reynismenn Reynismenn vöknuðu loks til lífsins í handknattleiknum í leiknum gegn ÍR í Sandgerði á föstudagskvöldiö í 3. deild. Sigruðu þeir með 28—24 eftir aö hafa haft yfir í hléi 13-11. Mlkil harka var í ieiknum og fengu þjáifari og liöstjóri iR-inga rauða spjaldiö. Markvöröur Reynis, Einar Bene- diktsson, átti mestan þáttinn í sigrin- um, varði meðal annars 4 vítaskot auk mýmargra annarra skota. Reynis- menn voru yfir allan leikinn, nema hvaö IR tókst tvívegis aö jafna. Arin- björn Þórhallsson var markahæstur Reynismanna, ásamt Snorra Jóhann- ess. 5 mörk. Jón Kr. Magnússon, Daníel Einarsson, Kristinn Ármanns- son og Páll Ketilsson skoruöu 4 hver. Atli Þorvaldsson skoraöi 9 mörk fyrir IR og næstir honum komu Einar Valdi- marsson 5 og Einar Olafsson 4 mörk. Reynismenn eru því komnir af botnin- um og eiga því möguleika á að halda sérídeildinni. -KO/emm. dorf í tapleik liðsins gegn neðsta liöi deildarinnar, Niirnberg. Eftir tvo frábæra sigra ekki alls fyrir löngu virðist nú Diisseldorf vera aö gefa eftir í toppbaráttunni, að minnsta kosti eins og sakir standa. Þaö var Brunner sem skoraöi bæöi mörk Niimberg, þaö síðara og úrslitamarkiö úr vítaspyrnu þegar 10 minútur voru til leiksloka. Mjög strangur dómur en ekki mikið hægt aö segja yfir honum. Dómarinn haföi nefnilega sleppt tveimur augljósum vítum á Diisseldorf fyrr í leiknum. Núrnberg-liöiö lék mjög vel aö þessu sinni og þetta var einn besti leikur liösins i deildinni til þessa. Ahorfendur skemmtu sér vel en þeir voru 12 þúsund. Stórsigur Werder Bremen Werder Bremen skaust upp í annað sætið eftir stórsigur gegn Köln á úti- velli 4—1. Leikur liðsins þótti afburða- góöur og sigur Bremen aldrei í hættu. Markaskorarar voru Mayer og Völler, skoruðu sín tvö mörkin hvor. Það var ekki til að auðvelda leikmönnum Kölnar-liösins lífið aö miövallarleik- maðurinn sterki, Stephan Engels, var rekinn útaf á 15. mínútu leiksins og léku Kölnarmenn því 10 þaö sem eftir var. önnur úrslit í þýsku knatt- spymunni: Gladbach-Branscweick 6—2 Real Madrid hefur augastað á Rolff „Njósnari” frá Real Madrid, Louis Molowni, hefur að undanförnu veriö í V-Þýskalandi til að fylgjast þar meö leikmönnum sem gætu falliö inn i leik Madrid-liösins. Spánska félagið hafði lengi augastað á Norbert Meier hjá Werder Bremen en nú að undanförnu hefur áhugi þeirra á miðvallarspilar- anum snjalia h já Hamburger SV, Wolf- gang Rolff, auklst og er hann nú efstur á blaöi yfir þá Ieikmenn sem Real Madrid hefur áhuga á. Þegar Rolff frétti þetta krossbrá honum því að spánska félagiö haföi ekkert haft samband við hann. Gunter Netzer, framkvæmdastjóri Hamburg- er sem lék meö Real Madrid hér á ár- um áöur, sagöi í viötali um helgina aö ef Real Madrid heföi áhuga á leik- mönnum sínum yrði félagið að tala beint viö hann, en ekki nota milliliöi og á hann þar viö „njósnarann” Molowni. Real Madrid hefur fylgst meö f jór- um leikmönnum í V-Þýskalandi — Meier, Rolff, Rudi Bommer hjá Diiss- eldorf og Lothar Matthaus hjá „Glad- bach”. Rolff er óskaleikmaðurinn og ef hann færi til Real Madrid yröi hann í lykilhlutverki á miöjunni, en v-þýski landsliösmaöurinn Uli Stielike sem hefur leikiö meö Real undanfarin ár, yröi þá færður aftur — sem afturliggj- andi miövöröur eöa „sweeper”. -SOS Frankfurt-Bielefeld Hamburger S V-Leverkusen Bochum-Mannheim Kaiserslautem-Uerdingen 1-1 3-0 1-0 5-2 Staöan er nú þessi í V-Þýskalandi: Stuttgart 21 12 6 3 46-20 30 WerderBremen 21 12 5 4 48—21 29 B. Miinchen 20 12 4 4 39-21 28 Hamburger 21 12 4 5 43—24 28 B.M.Gladbach 21 11 5 5 46 -31 27 Diisseldorf 21 10 5 6 48—27 25 B. Leverkusen B. Uerdingen FCKöln Bielefeld Bochum Mannheim Braunsw. Kaisersl. Dortmund Offenbach Frankfurt Niirnberg 21 9 21 8 21 9 21 7 21 7 21 5 21 8 21 7 21 6 20 5 12 1 21 5 6 38-34 23 7 38-40 22 9 37-32 21 8 27 -22 20 10 37-46 18 8 26-37 18 11 36-49 18 11 40-46 17 11 27-45 16 12 30-58 13 10 10 22-42 12 1 15 27-48 11 Leik Bayem Miinchen og Kickers Offenbach var frestaö vegna veðráttu. > -SK. Víkingurinn kraftmikli, er einn hættulegasti markaskorari . ligunnar”. Atli Eðvaldsson sést hér i fullum herklæðum. „Spútnikar” Forest « v • > •'br. ” ,, . . . erur lúóst öðvandi — lögðu QPR að veili á gervigrasvellinum á Loftus Road Liðiö hans Brian Clough, Notting- ham Forest, er heldur betur í formi þessa dagana. Þeir eru ósigraðir frá því í byrjun desember og hafa sigrað i fimm útileikjum i röö og þar á meðal er frábær stórsigur liðsins gegn W.B.A. á þriðjudaginn var 5—0. Viður- eign Q.P.R. og Nottingham Forest var þvi aðalleikur dagsins á laugardaginn. Forest í öðra sæti og Q.P.R. í því fimmta þegar liðin mættust á Loftus Road í Lundúnum. Heímamenn byrjuöu leikinn meö stórsókn og léku netta og skemmtilega knattspymu á gervigrasinu, en leik- menn Forest áttu hins vegar í miklum erfiöleikum meö aö fóta sig. En þrátt fyrir þaö aö Q.P.R. réöi mun meira um gang leiksins tókst þeim aldrei að ógna marki Forest í fyrri hálfleik og þurfti hollenski landsliðsmarkvöröurinn Hans van Braucelen aldrei aö verja skot á markið á fyrstu 45 mínútum leiksins. En aftur á móti voru þaö leik- menn Nottingham Forest sem óvænt náöu forystunni í leiknum á 42. mínútu hans. Þá náöu þeir glæsilega vel út- færöri skyndisókn þar sem knötturinn gekk manna á milli upp allan völl þar sem hann barst til Steven Hodge og hann lék upp aö endamörkum og sendi vel fyrir markiö beint á kollinn á Gary Gunnar eins og herforingi — þegar Njarðvíkingar lögðu Keflvíkinga að velli 69—60 Njarðvíkingar sýndu Keflvikingum ■ enga linkind á föstudagskvöldiö þegar liðin mættust í úrvalsdeíldinni í körfu- knattleik á heimavelii hinna síðar- nefndu og það verður ekki um þá sagt að þeir vilji auðvelda ÍBK leiðina í fjögurra liða úrslitin, heldur þvert á móti fremur útiloka þá þótt Suöur- nesjamenn séu og það hefur UMFN að öllum líkindum tekist, mörgum tU sárra vonbrigða, með því að sigra ÍBK, 69:60, í viðurvist 600 áhorfenda, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 27:34. Eftir nokkuð fálmkennda byrjun tóku þeir Júlíus Valgeirsson og Ingi- mar Jónsson af skarið og skoruöu fimm fyrstu stigin fyrir UMFN en þá tóku Keflvíkingar fyrst við sér og það svo um munaöi en aöallega voru þar aö verki Sigurður Ingimundarson og Þor- steinn Bjamason, oft með skemmtileg tilþrif. Sneru þeir blaðinu við þannig að IBK náöi sjö stiga forustu, 30:23 og aUt lék í lyndi hjá þeim. Gunnar Þor- varðarson þjálfari sem staðið hafði utan vallar sá að viö svo búiö mátti ekki standa. Dreif sig í leikinn og þaö var eins og viö manninn mælt. Eins og herforingi kom hann skipulagi á leik UMFN. Flest lánaðist og hver og einn liðsmaður sýndi sínar bestu hliöar. Gunnar skoraði einna mest sjálfur og hremmdi mörg fráköst en Kristinn Einarsson, Árni Lárasson og Astþór Ingason, meö sín hnitmiðuöu langskot, lögöu sitt af mörkum. Síðan kom Sturla Orlygsson aftur í leikinn eftir aö hafa meiðst í fyrri hálfleik. Skoraöi hann fimm körfur í röö og komust Njarövíkingar þá 6 stigum yfir, 46:40. Fyrir IBK var þá annaöhvort aö duga eöa drepast. Meö einbeitni tókst þeim aö saxa á forskotiö og Bjöm Vík- ingur kom þeim yfir með tveimur víta- skotum, 54:52, þegar um fimm mínút- ur vora tU loka, en þá kom Gunnar enn til skjalanna — jafnaöi fyrir UMFN og síðan kom besti kafli þeirra í leiknum meö Sturlu í aðalhlutverkinu, bæöi í vöm og sókn. Sjö stiga mun þegar 2 mínútur vora eftir, 63:56, tókst IBK ekki aö minnka þótt Jón Kr. Gíslason og Oskar Nikulásson legöu sig alla fram og ein aðalskytta UMFN, Valur Ingimundarson, væri farinn af velli með fimm villur. Höföu Njarðvíkingar öll ráö í hendi sér — héldu knettinum eins lengi og stætt var á og létu heima- menn hlaupa í von um aö geta krækt í hann, sem alveg mistókst, enda komið los á leik IBK. Keflvíkingar vora allþrúgaðir af mikilvægi leiksins svo aö taugarnar gáfu sig undir lokin sem var mjög af- drifaríkt fyrir þá. Klaufalegt af þeim aö missa niöur forskotið sem þeir náöu í fyrri hálfleik. Greinilega vantaöi þá einhvem til aö halda uppi hraðanum því hægagangur gagnar ekki á UMFN. UMFN liöið gekk áhyggjulítiö til leiksviöIBK. Mátti alveg viö tapi svo ekki var hundarð í hættunni þótt á móti blési um tíma. Undir slikum kringumstæöum geta leikmenn tekiö ýmsa áhættu sem þeir annars ekki þora. Því var fremur létt yfir leik UMFN þótt hittnin heföi gjaman mátt vera betri og reyndar einnig hjá IBK eins og úrslitatölurnar gefa til kynna, 60:69. • Maður ieiksins, Gunnar Þorvarö- arson, UMFN. Dómarar vora þeir Jón Otti Olafs- son og Kristinn Albertsson og skiluöu sínustarfivel. Stigin: UMFN. Gunnar Þorvarðarson 23, Sturla örlygsson 14, Valur Ingimundarson 8, Ástþór Ingason 6, Kristinn Einarsson 5, lsak Tómasson 4, Inglmar Jónsson 7, Július Val- gelrsson 2. ÍBK: Sigurður Ingimundarson 17, Jón Kr. Gislason 16, Þorsteinn Bjarnason 14, Pétur Jónsson 5, Óskar Nikulásson 4, Björn Víklng- ur Skúlason 4. Birtles sem skallaði óverjandi í netiö hjá Peter Hucker, og Nottingham Forest leiddi því 1—0 í hálfleik. I síöari hálfleiknum hugsuöu leik- menn Forest um þaö eitt aö halda fengnum hiut, gáfu eftir miðjuna og styrktu vörnina og þrátt fyrir mikinn sóknarþunga leikmanna Q.P.R. tókst þeim ekki aö finna glufu á vamarvegg Forest. Þeir fengu hverja horn- spymuna á fætur annarri en varnar- menn Forest hreinsuöu allt í burtu eða Braucelen var öryggið uppmálað í markinu og greip vel inn í þegar þess þurfti með. En hann þurfti samt einu sinni að taka á honum stóra sínum en þá varöi hann mjög vel hörkuskot frá Simon Stainrod meö því aö slá knött- inn yfir þverslána, en þegar 10 mínútur vora til ieiksloka haföi Braucelen aftur á móti heppnina meö sér. Þá var hann kominn alltof framarlega i vítateiginn og þaö sá Simon Stainrod, hinn snjalli framherji Q.P.R., skaut hann fallegu bogaskoti yfir Braucelen en knötturinn hafnaði í þverslánni og slapp Forest þar vel fyrir horn. Dómari leiksins flautaöi síöan til leiksloka og sigurganga Nottingham Forest hélt þar meö áfram. David Pleat, framkvæmdastjóri Luton, var meðal fréttamanna á Loftus Road þar sem liö hans lék á sunnudag gegn Manchester United. Hann sagöi að sigur Forest heföi veriö sanngjarn í ieiknum, þeir hefðu varist mjög vel og leikið af mikilli yfirvegun og verið mjög agaöir í öllum leik sínum. Liöin sem léku á Loftus Road vora þannig skipuö: Q.P.R.: Hucker, Dawes, Neill, Wicks, Fenwick, Gregory, Fillery, Charles (Fereday) Stainrod, Waddock og Stewart. Nottingham Forcst: Brauckelen, Anderson, Swain, Thijsen, Hart, Fair- clogh, Hodge, Wallace, Birtles, Walsh og Boywer. (þróttir (þróttir (þróttir (þróttir I E

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.