Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MÁNUDAGUR13. FEBRUAR1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Verðlaun í heimilisbók- haldi DV: i Fylgist nákvæmlega f meö vöruverði — Steinunn Guðmundsdóttir, verðlaunahafi októbermánaðar, búsettí Bolungarvík „Rekstur heimilins verður hag- kvæmari og maður veit nákvæmlega í hvað peningarnir fara,” sagði Steinunn Guðmundsdóttir, verðlaunahafi í heimilisbókhaldi DV í október sl. Steinunn og maður hennar, Pálmi Karvelsson, ásamt börnum þeirra þremur, eru búsett í Bolungarvik. Valur Jónatansson, fréttaritari DV á fsafirði, fór á fund verölaunahafanna í tilefni verðlaunaafhendingarinnar. Þar er Steinunn sem sér um heimilis- reksturinn og situr því fyrir svörum hjá fréttaritaranum. „Þegar maður veit í hvað pening- arnir fara,” sagði hún, „reynir maður að betrumbæta strax ef farið er fram úr eðlilegri eyðslu.” Spáir þú í vöruverð? „Já, ég fylgist mjög nákvæmlega meö vöruverði. Þaö er nú tiltölulega auðvelt að fylgjast með því í Bol- ungarvík, vegna þess að hér eru aöeins tvær verslanir.” Síðasta smiðshöggíð Ferðu til Isaf jarðar að versla ? „Nei, yfirleitt geri ég þaö ekki, það kostar aukalega bensínið á bílinn. Svo er þaö takmarkað sem mundi sparast í slíkum verslunarferðum. Eg held bara að það sé ósköp svipað verð á vörum í Isafiröi og Bolungar- vík. Og til Reykjavíkur förum við ekki í verslunarleiðangra nema við þurfum að kaupa eitthvað sérstakt í húsið. Við erum um þessar mundir aö reka síðasta smiðshöggið á einbýlis- hús sem við keyptum árið 1978.” Og klassísku spumingunni um endana góðu, hvort þeir nái vel saman, svaraðiSteinunn: „Já, já, það gengur að láta endana ná saman, en það verður líka að halda vel á spöðunum til að svo verði." Er kreppa í Bolungarvík? „Nei, það held ég ekki,” svaraði Steinunn,” en þó er nú farið að bera á samdrætti íl byggingariðnaði hér.” Þau hjónin Steinunn og Pálmi eiga sem fyrr segir þrjú börn, það elsta er lOára gamalt. Steinunnar aðalstarf er að gæta bús og barna, en auk þess er hún í aukastarfi á kvöldin. Þá bregður hún sér yfir í bamaheimilið á staðnum og ræstir þar. Pálmi Karvelsson vinnur hjá Okmbúi Vestf jarða. Verðlaunahafar hvers mánaðar í heimilisbókhaldi DV fá verðlaun að andvirði þrjú þúsund og fimm- hundruð króna hver ju sinni. Steinunn og Pálmi völdu sér sjálf- virka kaffikönnu og straujárn fyrir peningana. Heimilistækin vom valin í versluninni Pólnum á Isafiröi og af- hent þar nýlega af Jónasi Agústs- syni verslunarstjóra. Straujám varð fyrir valinu vegna þess að það sem fyrir var á heimilinu ■var komið til ára sinna og þurfti endurnýjunar viö. Sjálfvirka kaffikönnu hafa Stein- um og Pálmi ekki átt fyrr(). .. enda höfum við hvorugt drukkið kaffi hingað til,” sagði Steinunn er verðlaunaafhendingin fór fram í versluninni Pólnum á Isafirði. ,,En það verður gott að nota hana þegar gestir koma í heimsókn,” bætti hún við. Og það er von okkar að þau njóti tækjanna vel og lengi og gestir þeirra kaffisopanna úr vélinni í framtíðinni. -ÞG/V.J.Isafirði. Verðlaunahafi októbermánaðar i heimUisbókhaidi DV, Steinunn Guð- mundsdóttir, tekur við verðlaunum. hfýn valdi straujárn og kaffivél, hvort tveggja Philips heimilistæki, i versluninni Pólnum á ísafirði. SVersmnprstjóri Pólsins, Jónas Agústsson, afhendir verðlaunin. Á myndihni er einnig Marta Kristin dóttir Steinunnar og Pálma Karvels- sonar. * * * DV-mynd V.J. isafirði. • % Vegna ummæla dr. Péturs Blöndal: „ Hagkvæmara að selja velásann- gjömu verði en lítið á háu verðr — segir Ragnar Tómasson lögfræðingur I síðustu viku, þriðjudaginn 7. febrúar, var birt hér á neytendasíð- unni viötal við dr. Pétur Blöndal, framkvæmdastjóra Kaupþings hf. Þar var hann m.a. inntur eftir því hvort ekki væm einhver jar breyting- ar á greiöslukjörum kaupsamninga fasteigna væntanlegar vegna breyt- inga sem oröið hafa í efnahags- málum t.d. minnkandi verðbólgu. I niðurlagi viðtalsins er haft eftir dr. Pétri: — Til þess að greiðslukjör- um yrði breytt yröi það aö gerast á öllum fasteignamarkaðinum sam- timis, en fram að þessu hefði ríkt nokkur íhaldssemi í þeim málum meðal fasteignasala. Ástæðan væri meöal annars sú að nokkurrar hræðslu gætti viö hiö óþekkta og einnig hefði verðtrygging á öllum lánum 1 för meö sér aö verö á íbúðum „VERÐTRYGGÐ LÁN 'MINNKA ÁHÆTTUNA” — segir dr. Pétur Blöndal . ,.Astandið núna hlýtur að leiða til markaðinum samtímis, en fram að hefði verðtrygging á öllum lánum t för 1 ' breytinga á greiðslukjörunum og ég er þessu hefði rikt nokkur ihaldssemi í meðsérað verðá íbúðum myndi lækka' . persónulega hlynntur því að kaup- þeim málum meðal fasteignasala. og um leið sölulaun fasteignasala, samningar verði verðtryggðir í rikara Astæðan væri m.a. sú að nokkurrar sagðidr. Pétur Blöndal. myndi lækka og um leið sölulaun fasteignasala. — Vegna þessara ummæla haföi samband við okkur Ragnar Tómas- son, lögfræðingur hjá Fasteigna- markaönum. Vildi hann koma á framfæri eftirfarandi athugasemd. „Dr. Pétur Blöndal, fasteignasali hjá Kaupþingi, telur að fasteignasal- ar standi gegn verðlækkun fasteigna til að fyrirbyggja lækkun sölulauna. Nú þekki ég aö vísu ekki til hjá fast- eignasölu Kaupþings, en staðhæfi aö það sé reynsla annarra að hagkvæm- ara séað selja vel á sanngjörnu veröi en lítið með háu veröi. Ætla ég reyndar að aðrir starfs- menn fasteignasölu-Kaupþings séu mér sammála um þetta og kunni yfirmanni sínum litlar þakkir fyrir „sendinguna”. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.