Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR13. FEBRUAR1984. 15 Loftmynd af staðnum þar sem greinarhöfundur var tekinn fyrir of hraðan akstur. Hús Orkubúsins er fremst á myndinni, en þar beið lögreglan fómarlamba sinna í skjóli við snjóruðninginn sem greina má á vinstri brún Skut- ulsf jarðarbrautarinnar. Myndin er tekin örfáum dögum eftir atburðinn. Ljósm.: SV. bús Vestfjarða var ég stöðvaður af lögregluþjóni meö rautt ljós í hendi. Hann kom úr lögreglubíl, sem var þar aö mestu í hvarfi við háan snjó- ruöning. Á þessum slóðum er engin götulýsing. Ekkert skilti var neins staöar á leiðinni, sem gaf til kynna að þarna væm ,,radar”mælingar í gangi. Lögregluþjónninn kallaði mig inn í lögreglubílinn, þar sem annar lögregluþjónn var fyrir. Þeir sýndu mér þann margumrædda „radar”, sem blikkaði tölunni 78. Þeir sögöu að það hefði verið hraöinn sem ég var á, mældur í km á klst., og kæra var skrifuð í snarkasti. Eg mót- mælti, taldi útilokað að hraöinn hefði verið svona mikill, og bað um skýr- ingu á hvers vegna ég var stöövaður en ekki hinir tveir, sem á undan mér óku á svipuðum hraða. Við því fékk ég ekki svör. Mér datt í hug síöar, hvort skýringuna á því atriði væri aö með hliðsjón af upplýsingunum sem ég hafði fengið um skort á kærum og einnig miðað við mína eigin tilfinn- ingu fyrir hraðanum. Egmuneinnig krefjast svara um hvort löglega og siðferðilega rétt hafi verið staðið að löggæslunni í það sinn. í____________________________________________________________________________________ ríkisstjórnnni tekist að skapa hér fjölmenna öreigastétt. Allt miðast að því að gera hinn ríka enn ríkari og þann fátæka ennþá fátækari. Heil- brigðisþjónusta virðist aðeins eiga að þjóna þeim ríku eða eins og komist hefir veriö aö orði að hinir fá- tæku auglýsi fátækt sína ef þeir eiga að verða hennar aðnjótandi. í kerfinu I ríkisstofnun einni, sem talið var að skilyrðislaust bæri að leggja niður, hefur forstjórinn nú, að sögn, veriö látinii endurskoða og meta allt á^jví sóma- og hvíldarheimili og þar eru að sjálfsögðu ekki maðkarnir í mysunni. Og gott er til þess að vita að hann skyldi fá nýjan bíl með góðum kjörum eins og hinir. Þaö sýnist líka nægileg lífsreynsla að vera bolað út úr ráðherradómi af flokksbræðrum sínum, þó að hann þurfi ekki líka að sæta því að kaupa bíl sinn án nokkurra fríðinda, rétt eins og hver annar óbreyttur borgari og lítiö stoöaði þá að vera sterkur karl í kerfinu og þar að auki al- þingismaður ef sú yrði raunin. Og þó að sagt sé að svo mikil neyð ríki hjá fjölda fólks í þessu landi að það sé niðurbrotið af örvæntingu og sjái ekki hvernig það geti dregið fram lífiö af sínum lágu launum þá er varla hægt að ætlast til þess að menn, sem um langan tíma hafa stundað iðju sina í kerfinu og ekki orðið meint af, fari aö slá af kröfum sínum þó að einhverjir af samborg- urumþeirrasvelti. En þetta er okkar dýrölega vel- ferðarríki þar sem menningin blómstrar. En þótt svo væri að hún gerði hvergi vart við sig í sam- félaginu er það ekki svo alvarlegt því að viö vitum að um hana er talað bæði innan lands og utan af svo næm- um skilningi og hlýju að hún hlýtur aö vera stolt þjóðarinnar og lifa í sam- einingartákni hennar, tungunni. Kjallarinn AÐALHEIÐUR JONSDOTTIR VERSLUNARMAÐUR REYKJAVÍK hún sé frjáls á sér ekki framar viðreisnarvon. Ýmsir atburðir úr sögu þjóðarinnar stóðu mér fyrir hug- skotssjónum er ég hlýddi á ávarp forseta. Innganga í Atlantshafs- bandalagið, hernámið síðara, svika- samningar við álhringinn og öll sú linkind sem honum hefir verið sýnd gegnum tíöina svo að ekki hefir verið unnt að ná rétti þjóðarinnar í þeim viðskiptum. Ekki ber að skilja orð mín svo að forseti hefði átt að gera alla þá hryllingssögu aö umræðuefni. En ég spyr: Er hægt að slá striki yfir þetta allt og gera það að einni óshtinni sigurgöngu? Jú, því ekki? Pennastrikið getur hentað f leirum en Albert, þegar svo ber undir, og strikaö yfir misfellurnar. , ,V ið Islendingar erum stolt þ jóð,-’ ’ segir forseti. „Viö vitum að við ráðum okkur sjálf.” Þessar setning- ar létu dálítið undarlega í eyrum mínum þvi að ég hafði hugsað að við hefðum fyrir allmörgum áratugum kastað þessum verðmætum fyrir fætur þeirrar þjóðar sem traðkað hefði þau niður í svaöið en við stæðum eftir með þýlyndi og vesal- dóm. En fegin verð ég ef þetta er á misskilningi byggt, sem það hlýtur rétt aö vera, fyrst slíkar fréttir ber- ast frá hinum hærri stöðum. Því tók ég lika að hugsa alveg baki brotnu. Einhvers staöar hlaut þá blessað þjóðarstoltið okkar að vera og að síðustu komst ég að þeirri niðurstöðu aö liklega hefði þaö hreiðrað um sig á Miðnesheiði og stigið vesalings þjóð- artötrinu svo til höfuðs aö ekki væri unnt að greina það nema frá alveg sérstöku sjónarhomi ... Og ráðum við okkur þá sjálf eftir allt saman? I fáfræði minni hefi ég hugsað að svo væri ekki og þess vegna gætu engar ríkisstjórnir hér setið út heilt kjör- tímabil ef Bandaríkin og NATO væru ekki ánægö með þær. Þaö hafa nefnilega oft gerst dálítið annarlegir atburðir hjá slíkum ríkisstjómum eins og t.d. þegar ráðherrar, sem lofað höfðu þjóðinni öllu fögm, höfðu síðan verið kallaðir út til Pentagon og komu heim úr herleiðingunni með gjörbreytt sjónarmið. Hrikalegt einræði Á sama tíma og forseti ræðir um lýöræði og velmegun stöndum við frammi fyrir því aö mikill hluti þjóðarinnar sveltur og verið er að koma hér á einhverju hrikalegasta einræði. Grafið er stöðugt að rótum lýðræðisins og hverri stoðinni af annarri kippt í burtu svo aö eftir stendur aðeins ömurleg beinagrind, rúin að mest leyti öllu því sem mann- leg sjónarmiö höfðu byggt upp og yfir þessari aumu beinagrind sitja svo valdhafar hver á sínum stað og halda því fram að þetta sé lýðræði. Á ótrúlega skömmum tíma hefir • „Mér datt svona í hug hvort það gæti verið að þessir ungu nýbökuðu lögreglu- þjónar hefðu getað greint bílgerðina í nokkurri fjarlægð og hugsað sem svo að það væri í fínu lagi að skrifa kæru á strákling á tryllitæki.” finna í bílnum mínum. Hann er af þeim aldri, stærö og gerð, sem gjarn- an er kallað „tryllitæki” og ungir menn fara oft nokkuð geyst á, en menn á miðjum aldri, eins og ég er, láta helst ekki sjá sig á. Mér datt svona í hug hvort þaö gæti verið að þessir ungu nýbökuðu lögregluþjón- ar hefðu getað greint bílgerðina í nokkurri fjarlægö og hugsað sem svo aö það væri í fínu lagi aö skrifa kæru á strákling á tryllitæki, því aö enginn mundi taka mark á mótmælum hans. Það var jú vitað aö lögreglunni bráð- lá á að f á nokkrar kærur. Þegar þetta er skrifað, hálfri ann- arri viku eftir atburðinn, hefur mér enn ekki borist formleg kæra fyrir of hraðan akstur á Skutulsfjarðar- brautinni. En komi hún, og ég verði kallaður fyrir rétt til að svara til saka, mun ég mótmæla sakargiftum, vegna þess að ég vefengi mælinguna, SIGURJON VALDIMARSSON BLAÐAMAÐUR ÍSAFIRDI Auglýsing um laust starf Deildarstjóri. Starf nr. 017, deildarstjóri í gjaldadeild, er laust til umsóknar. Starfiö felur í sér verkstjórn og umsjón með tölvuvinnslu tekjubókhalds. Laun skv. 021 launafl. launakerfis starfsmanna ríkisins. Umsóknarfrestur er til 29. febrúar 1984. Umsóknareyöublöð og frekari upplýsingar fást hjá skrifstofu- stjóra. TOLLSTJÓRINN í REYKJAVIK, 8. febrúar 1984. Námsflokkar Kópavogs Innritun fer fram í eftirtalin námskeið í dag og næstu daga í' síma 44391 kl. 17-18.30. Ensk verslunarbréf, 28 stundir, kr. 800. Saumanámskeið, 37 stundir, kr. 1.450. Skrautskrift, 25 stundir, kr. 850. Skrúðgarðyrkja, 27 stundir, kr. 600. Trésmíði (fyrir konur), 28 stundir, kr. 1.100. Vinnustelling, 9 stundir, kr. 270. FORSTÖÐUMAÐUR. LAUSAR STÖÐUR HUÁ J REYKJAVÍKURBORG Deildarsálfræðingur Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða deildarsálfræðing við f jölskyldudeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Starfsreynsla áskilin, í starfinu reynir mjög á kunnáttu í mál- efnum barna og fjölskyldna. Upplýsingar veitir forstöðumaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðu- blöðum sem þar fást fyrir kl. 16 mánudaginn 5. mars 1984. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Fóstrur á eftirtalin dagvistarheimili: Laufásborg, Iðuborg, Holtaborg, Tjarnarborg, e.h. Upplýsingar veitir forstöðumaður viðkomandi heimilis. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðu- blöðum sem þar fást, fyrir kl. 16 mánudaginn 20. febrúar 1984.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.