Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1984, Qupperneq 14
14 DV. MÁNUDAGUR13. FEBRUAR1984. AMC F-20 PICKUP, 4x4, ÁRG.1979 TILSÖLU, 6 cyl., beinskiptur, vökvastýri, ekinn aðeins 14.000 mílur, með 2ja tonna burðargetu, sem nýr i útliti. Til sýnis á Bilasölunni Skeif- unni, simar 35035 og 84848. SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS JAFNRÉTTISRÁÐ RÁÐSTEFNA UMTÆKNI0G JAFNRÉTTI Skýrslutæknifélag íslands og Jafnréttisráö efna sameiginlega til ráðstefnu um TÆKNI OG JAFNRETTI. Veröur hún haldin að Hótel Esju, 2. hæð, föstudaginn 17. febrúar nk. og hefst kl. 13.00. Efni ráðstefnunnar er að fjalla um áhrif tækni- breytinga á atvinnulífið með tilliti til jafnréttis kynjanna. DAGSKRÁ: 13.00 Setning ráöstefnunnar, Guöríöur Þorsteinsdóttir, for- maöur Jafnréttisráðs. 13.10 Ávarp félagsmálaráðherra, Alexanders Stefánssonar. 13.20 Atvinnumálin m.t.t. jafnréttis kynjanna vegna tækni- breytinga, Lilja Olafsdóttir deildarstjóri. 13.40 Ahrif tæknibreytinga hjá einstökum fyrirtækjum, Jakob Sigurðsson, forstööumaður tölvudeildar Flugleiða. 14.00 Staðan og stefnan í tæknivæðingarmálum hjá Sambandi bankamanna, Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifstofu- stjóri. 14.20 Kaffihlé. 14.50 Störf nefndar, sem kannar áhrif tölvuvæðingarinnar á atvinnulífið, Gylfi Kristinsson, ritari nefndarinnar og fulltrúi í félagsmálaráðuneytinu. 15.00 Stefna Alþýðubandalagsins, Vilborg Harðardóttir út- gáfustjóri / Þorbjörn Broddason lektor. 15.10 Stefna Alþýðuflokksins, Kristín Tryggvadóttir kennari. 15.20 Stefna Bandalags jafnaðarmanna, Frosti Bergsson deildarstjóri. 15.30 Stefna Framsóknarflokksins, Helga Jónsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra. 15.40 Stefna Kvennalistans, Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir deild- arfulltrúi / Guðrún Olafsdóttir lektor. 4 15.50 Stefna Sjálfstæðisflokksins. • 16.00 Stefna Vinnuveitendasambands íslands, Anna Birna Halldórsdóttir viðskiptafræðingur. 16.10 Stefna Alþýðusambands íslands, Hilmar Jónsson. 16.20 Umræöur. 18.00 Ráðstefnuslit. Fundarstjóri er Hjörtur Hjartar rekstrarhag- fræðingur. Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr. 200,- og þar eru innifaldar veitingar í kaffihléi. Þátttaka til- kynnist sem fyrst til skrifstofu Jafnréttisráðs í síma 27420. JAFNRÉTTISRÁÐ LÖGREGLUNA VANTAÐI KÆRUR Dagur: Miðvikudagur 25. janúar 1984. Stund: Milli klukkan 18 og 19. Myrkur. Við stóðum þrír kunningjar sam- an á Bolungarvíkurveginum, skammt utan við byggðina í Hnífs- dal, og röbbuðum viö þann f jórða. Sá er lögregluþjónn í Bolungarvík. Hann sat undir stýri á lögreglubíl staðarins og var í einkennisklæðum. Eins og gerist þegar kunningjar hittast, var rabbað um heima og geima, áhugamál og dægurmál. Þar kom rabbinu að lögregluþjónninn sagði okkur hinum, aö lögregluemb- ættin í Bolungarvík og á Isafirði ættu saman eitt tæki; svokallaðan „radar”, sem lögreglan notar til þess að mæla hraða á ökutækjum, sem aka framhjá henni kyrrstæðri. Hann sagði aö til skamms tíma hefði tækið veriö hjá þeim úti í Bolungar- vik, en einum eða tveimur dögum áð- ur heföi Isafjarðarlögreglan kallað eftir því, vegna þess að hana vantaði kærur um þær mundir. Jú, það er al- veg satt, hann sagði þetta. Sýna athafnasemi Auövitað vorum við þremenning- arnir stórhneykslaðir á þessum upp- lýsingum, og það var reyndar kunn- inginn úr Bolungarvík líka. Af því spannst rabb, þar sem rif jað var upp að Isafjaröarlögreglan ætti nokkuð í vök aö verjast, vegna atburöa sem gerðust innan hennar á síðasta ári og leiddu til aö um helmingur liðsins varö aö hætta störfum þar. Okkur þótti ekki ósennilegt að hin nýendur- skipulagða lögregla vildi sýna yfir- boöurum sínum í verki aö hún væri vel vakandi og athafnasöm. Einnig var rifjað upp að forsvarsmenn lög- reglunnar á Isafirði hafa að undan- fömu lagt mikla áherslu á aö f jölgaö verði í liðinu til þess að minnka bæði kostnað og álag á þá menn sem þar eru fyrir, við að hafa vakt allan sól- arhringinn. Þaö gat verið liöur í áróðrinum fyrir fjölgun í liðinu, fannst okkur kunningjunum, að ná inn vænum slatta af kærum, svo sem eins og til að sýna fram á að ströng gæsla væri bráönauðsynleg. Það fór auðvitað ekki hjá því aö viö ræddum örh'tið um siöferðið í að ná inn kærum með þessum hætti og voruirt sammála um aö slikar aðfárir væruhin versta lágkúra. En þarna á Bolungarvíkurveginum fengum við ekki niðurstöðu um hversu langt lög- reglan mætti ganga í veiöum sínum, frá lagalegu sjónarmiði. Það lá t.d. ekki ljóst fyrir okkur hvort hún bryti lög með því að Uggja í felum og skjót- ast fram og grípa þann sem hún sér fara fullgeyst. Við höfðum heldur ekki á hreinu hvort hún væri skyldug til þess aö setja upp aðvörunarskilti, þar sem tilkynnt væri aö „radar”- mælingar væru viðhafðar. Þessi at- riði voru aö vísu ekki mikið rædd, og kannski hefur lögregluþjónninn aldrei komist að til að segja okkur hinum frá sinni þekkingu á málinu. En um þaö vorum við allir á einu máli að til- ganginum, að draga úr umferöar- hraða, væri best borgið með því að hafa uppi aövörunarskilti og að lög- gæslan væri vel sýnileg. Stöðvaður Svo slitum við talinu og hver fór heim til sín í sínum bíl. Eg ók inn Hnífsdalsveginn, gegn- um gamla bæinn á Isafirði og inn Skutulsfjarðarbraut áleiöis „inn í fjörö”, þar sem ég á heima. Eg ók þar á eftir tveim öðrum bílum og hraðinn var að mínu mati 30 til 40 mílur á klst., eða 48 til 64 km. Veðrið var gott, en nokkur hálka á veginum. Sums staöar voru allháir snjóruön- ingar á vegarköntum. Við hús Orku- STJORNLEYSI OG RANGLÆTI £ „Þjóö, sem hlotið hefur sjálfstæði eftir margra alda ánauð og þrengingar, verður að hafa það hugfast að sjálfstæðinu er auðvelt að glata ef þess er ekki gætt af ýtrustu var- færni og trúmennsku.” Hratt flýgur stund, satt er það. Nýtt ár hefir heilsað og mér finnst svo örstutt síöan, þótt það hafi aö bakirúmlega 1/12 hluta leiðar- innar. Stjömuspámenn, völvur og seiðskrattar blaðanna hafa spáð fyrir árið, hver með sínu nefi. Allir geta spurt og spáð, en enginn getur þó vitað hvaö það ber í skauti sínu. Þó mun með nokkum veginn óyggjandi vissu hægt að segja að ríkisstjórninni muni takast að færa mannlíf á Islandi aftur á bak um nokkra áratugi til viðbótar því sem þegar hefir gerst. Þó að nú sé liðinn þetta langur tími frá áramótum langar mig aðeins aö minnast á þau. Að sjálf- sögðu fóru þau fram á hefðbundinn hátt með flugeldum og ræöuhöldum fyrirmanna. Eins og tíðkast hefur flutti forsætisráðherra boðskap sinn á gamlárskvöld. Eg verð hins vegar að viðurkenna að harla lítið af því náði eyrum mínum . . . Sumir segja að jarm og fuglakvak sé sérstaklega svæfandi en hvaö sem um það hefur verið þá er það eitt víst að áður en varði var ég komin inn í land draum- anna. Þess vegna veit ég ekki hvað forsætisráöherra hefur sagt við þjóð sína. Hins vegar get ég látið mér detta i hug aö hann hafi rætt um eitthvað af því sem þeir framsóknar- menn ætla að framkvæma á árinu í samvinnu viö herinn og hvemig þeir hyggjast leiða hann til æ ríkari áhrifa í íslensku þjóðfélagi. Lofsöngur Ávarp forseta Islands á nýársdag var athyglisvert eins og vænta mátti. Minnt á lýðveldisstofnunina 17. júní 1944 og hver hafi verið fyrsti forseti lýðveldisins. Hins vegar hafi Jón Sig- urðsson verið forseti Hins íslenska bókmenntafélags. Sjálfsagt er góöra gjalda vert að minnast á þetta allt saman. Eins og fram kom í skoðanakönnun ekki alls fyrir löngu voru ótrúlega margir sem ekki þekktu þennan þátt sögunnar og héldu að Jón Sigurðsson hefði verið fyrsti forseti lýð- veldisins. Vissulega er þetta svo ótrúleg fáfræöi að sú spurning hlýtur að vakna hvemig ástandið sé eigin- lega í fræðslumálum menningar- þjóðarinnar. En þjóö þarf líka aö muna fleira en heiðurs- og gleðidaga sína. Þjóð, sem hlotið hefir sjálfstæði eftir margra alda ánauö og þrengingar, verður aö hafa það hugfast að sjálf- stæðinu er auðvelt aö glata ef þess er ekki gætt af ýtrustu varfærni og trú- mennsku. En sú þjóö sem glatar sjálfstæði sínu og trúir ekki öðru en

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.